Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 54

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðjón Ingi-mundarson kenn- ari fæddist á Svans- hóli í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu 12. jan- úar 1915. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss Fossvogi 15. mars síðastliðinn. Foreldr- ar Guðjóns voru Ingi- mundur Jónsson bóndi á Svanshóli, f. 15.7. 1868, d. 21.3. 1924, og kona hans Ólöf Ingimundardóttir, f. 28.4. 1877, d. 11.2. 1952. Guðjón var fjórði í röð sjö systkina er upp kom- ust, þau voru: 1) Fríða, húsmóðir á Klúku í Bjarnarfirði, f. 22.11. 1908, d. 1.6. 1983, gift Sigurði Arngríms- syni bónda á Klúku; 2) Ingimundur bóndi á Svanshóli, f. 30.3. 1911, d. 22.6. 2000, kvæntur Ingibjörgu Sig- valdadóttur; 3) Sína Vilhelmína Svanborg húsmóðir í Goðdal, f. 19.7. 1913, d. 12.12. 1948, gift Jó- hanni Kristmundssyni; 4) Guðjón, sem hér er kvaddur; 5) Sigríður, f. 8.12. 1917, d. 25.1. 1986, var búsett á Akureyri; 6) Arngrímur Jóhann bóndi í Odda í Bjarnarfirði, f. 25.7. 1920, d. 9.3. 1985, kvæntur Þórdísi Loftsdóttur; og 7) Sína Karólína, f. 29.8. 1923, d. 24.4. 1977, var búsett á Akureyri. Guðjón kvæntist 27.5. 1944 Ingi- björgu Kristjánsdóttur, f. 11.9. 1922. Foreldrar hennar voru Krist- ján Árnason bóndi á Krithóli í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Jóhannsdóttir. Fósturforeldrar Ingibjargar voru Sigurður Þórðar- son alþingismaður og kaupfélags- stjóri frá Nautabúi í Skagafirði og kona hans Ingibjörg Sigfúsdóttir frá Mælifelli í Skagafirði. Guðjón og Ingibjörg eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Sigurbjörg, deildarstjóri í Árskóla á Sauðár- króki, f. 30.3. 1945, gift Jóni Sig- urðssyni bifreiðastjóra og loðdýra- bónda og eru börn þeirra: a) Hjördís kennari í Hvaleyrarskóla, sambýlismaður Hjörtur P. Jónsson framkvstjóri Iðnvéla í Hafnarfirði, dóttir þeirra er Snædís Ósk. Börn Hjördísar frá fyrra hjónabandi eru Andrea og Gísli Þráinn. b) Brynja Dröfn hjúkrunarfræðingur LSH, skólanum í Reykholti 1934, íþrótta- kennaraprófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Handíða- skólanum í Reykjavík 1944. Hann stundaði nám í teiknikennaradeild seinni hluta vetrar 1948 og sótti ýmis endurmenntunarnámskeið varðandi sund-, handavinnu- og íþróttakennslu. Guðjón var kennari við Héraðsskólann á Laugarvatni 1937–1941. Hann flutti til Sauðár- króks 1941 og bjó þar til dauða- dags. Guðjón var kennari við skólana á Sauðárkróki 1941–1974 og sund- kennari á vornámskeiðum í Varma- hlíð 1940–1956. Guðjón var for- stjóri Sundlaugar Sauðárkróks og sundkennari 1957–1986. Hann hafði umsjón með Námsflokkum Sauðárkróks 1974–1979 og kenndi á ýmsum námskeiðum. Alla sína ævi tók Guðjón mikinn þátt í fé- lagsmálum, m.a. var hann bæjar- fulltrúi á Sauðárkróki fyrir Fram- sóknarflokkinn 1950–1974 og forseti bæjarstjórnar 1966–1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946–1978, í skóla- nefnd um árabil og formaður henn- ar 1974–1978, í fræðsluráði Norð- urlands vestra 1974–1978, í stjórn Fiskivers Sauðárkróks hf. frá stofnun 1957 og Skagfirðings hf. frá 1959 þar til þau félög hættu störfum. Guðjón sat í stjórn Framsóknar- félags Sauðárkróks um langt ára- bil, var endurskoðandi Kaupfélags Skagfirðinga til fjölda ára, í stjórn Menningarsjóðs KS í mörg ár og formaður fræðuslunefndar þess um skeið. Íþrótta- og ungmennafélagsmál áttu hug hans allan og beitti hann sér mjög fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja og skóla á Sauð- árkróki. Hann var í stjórn Ung- mennasambands Skagafjarðar 1942–1973 og þar af formaður í 29 ár. Formaður Ungmennafélagsins Tindastóls í fimm ár og í stjórn alls níu ár. Hann var varaformaður Ungmennafélags Íslands 1965– 1983 og í sambandsráði Íþrótta- sambands Íslands um árabil. Guð- jón hlaut riddarakross fálkaorð- unnar fyrir störf að félagsmálum 1984. Hann var heiðursfélagi Sund- félagsins Grettis á Ströndum, Ung- mennasambands Skagafjarðar, Ungmennafélagsins Tindastóls, Íþróttasambands Íslands, Ung- mennafélags Íslands og Rotary- klúbbs Sauðárkróks. Útför Guðjóns fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. sambýlismaður Frið- rik Örn Haraldsson grafískur hönnuður, sonur þeirra Haraldur Jón. c) Sigurður Guð- jón nemi í THÍ. 2) Birgir, læknir í Heilsu- gæslustöðinni í Mjódd, f. 21.5. 1948, kvæntur Soffíu Svövu Daníels- dóttur ritara og eru börn þeirra: a) Bryndís Eva dr. í næringar- fræði, sambýlismaður Tómas Orri Ragnars- son viðskiptafræðing- ur hjá utanríkisráðu- neytinu, dóttir þeirra Theodóra, b) Hákon Örn lífefnafræðingur, sam- býliskona Lilja Rún Sigurðardóttir lögfræðinemi og c) Dagmar Ingi- björg nemi í HÍ. 3) Svanborg, mót- tökugjaldkeri við Heilbrigðisstofn- unina á Sauðárkróki, f. 20.1. 1950, gift Sigurjóni Gestssyni starfs- manni Sundlaugar Sauðárkróks og eru börn þeirra: a) Ingibjörg Rósa garðyrkjufræðingur, sambýlismað- ur Hjalti Árnason lögfræðingur hjá Byggðastofnun, dóttir þeirra Hall- gerður Erla, dóttir Hjalta frá fyrra sambandi er Hrafnhildur Olga. b) Gestur nemi í KHÍ. 4) Ingimundur Kristján tannlæknir á Sauðárkróki, f. 25.2. 1958, kvæntur Agnesi Huldu Agnarsdóttur hjúkrunar- fræðingi og eru börn þeirra: a) Lilja nemi í HÍ, sambýlismaður Rafn Sigurðsson aðstoðarverslun- arstjóri, dóttir þeirra Rebekka Mir- jam, b) Sunna stúdent frá FNV, sambýlismaður Þorsteinn Lárus Vigfússon trésmíðanemi, c) Arna, d) Guðjón, og e) Agnar Ingi. 5) Ingi- björg Ólöf, starfsmaður KB banka á Sauðárkróki, f. 14.10. 1960, sam- býlismaður Björn Sigurðsson iðn- verkamaður og eru börn þeirra: a) Sigurður Arnar nemi í KHÍ, sam- býliskona Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir iðnnemi, b) Þorgerður Eva nemi, og c) Aron Már. 6) Sig- urður verkfræðingur hjá Fjarhitun hf. í Reykjavík, f. 14.10. 1960, kvæntur Steinunni Sigurþórsdótt- ur sérkennara og eru synir þeirra Örn og Þorgeir. 7) Hrönn leikskóla- kennari við Furukot á Sauðár- króki, f. 16.8. 1963, sambýlismaður Sigurður Örn Ólafsson rafvirki, dóttir þeirra er Harpa. Guðjón lauk prófi frá Héraðs- Í nokkrum orðum viljum við þakka föður okkar og eiginmanni samfylgdina, sem hefur verið okkur og okkar nánustu ómetanleg. Þessi samfylgd hefur mótað okkur sem persónur og þátttakendur í þjóð- félaginu. Í uppeldi barnanna voru allar reglur skýrar en sanngirnin og skilningurinn á viðhorfum æskunnar skein í gegn. Hann hafði mikla ánægju af lífinu, trúði á hið góða og taldi að samstaða og samvinna væri leið til lausnar á flestum vanda. Ávallt er leiðbeiningar voru gefnar var það gert án allra fordóma og af þeirri hógværð og réttsýni sem voru svo sterkur þáttur í samskiptum hans. Hann var alltaf hvetjandi og studdi þær ákvarðanir sem teknar voru um framtíðaráform og var óþreytandi við að sannfæra um að allir góðir hlutir væru framkvæm- anlegir, en það þyrfti að vinna að þeim. Lífshlaup hans mótaðist einmitt af þessari þrautseigju, reglusemi, heið- arleik og vinnusemi, sem hann hafði með sér frá æskuheimilinu í Bjarn- arfirði á Ströndum. Þessi gildi koma vel fram í ljóði, eftir eldri bróður hans, Ingimund Ingimundarson á Svanshóli, ortu í tilefni ættarmóts. Ef stofninn er traustur og greinanna gerð af þeim gæðum er prýða hvern meið og rótin er djúpstæð og reklanna mergð full af lífsmætti, – þá er hún greið þessi braut, sem að öllum svo ásköpuð er til að auka við framtíðarsvið. Án samstöðu verður að baki hver ber, og bugast hið hraustasta lið. Látum gleðina ríkja og þann gróandi mátt er göfgast við samskipti öll, allar áhyggjur víkja, sem annars þú átt og örla við svartnættisfjöll. Veitum ljósi og yl inn í sérhverja sál. Verum sáttfús og vansælum góð. Með fögnuði styðjum hvert framfaramál og farsæld hjá íslenskri þjóð. Með innilegri þökk fyrir sam- fylgdina. Eiginkona og börn. Það dofnaði yfir, það dvínaði allt þá dánarfregn heyrðum við þína. Það virtist um Bæinn þinn verða svo kalt að vilji til starfs myndi dvína. (Sighvatur Torfason.) Eitt er óumflýjanlegt í lífi okkar á þessari jörð, það er dauðinn. Hve- nær hann ber að er eitthvað sem enginn veit og aðstandendum finnst aldrei tímabært. Af hverju nú, af hverju ekki einhvern tímann síðar? En svona er þetta líf. Þannig finnst mér um Guðjón, tengdaföður minn. Þó aldurinn væri orðinn hár og líkaminn farinn að gefa sig, þá var andinn, hugsunin og áhuginn á viðfangsefnum dagsins óbilandi, eins og hann hafði verið alla tíð. Þegar kallið kom var hann í rauninni í miðju verkefni við að fá flutt norður ný sæti, sem hann ætl- aði að gefa Sundlaug Sauðárkróks fyrir væntanlegt landsmót í sumar. Fyrstu kynni mín af Guðjóni voru fyrir rúmum 40 árum þegar ég var í Gagnfræðaskóla Sauðárkróks og hann var kennari þar. Síðar kom ég inn í fjölskyldu hans, er ég giftist Sigurbjörgu elstu dóttur hans og hafa þessi kynni verið á einn veg. Þar hefur aldrei borið skugga á. Góð ráð, hvatning og hjálpsemi við okkur hjón á frumbýlingsárum okkar og alla tíð, verður seint full þökkuð. Þegar maður sest niður og lætur hugann reika um samferð okkar í gegnum lífið, koma upp óteljandi skemmtilegar minningar úr fjöl- skyldulífinu, úr ferðalögum, eða bara úr samræðum yfir eldhúsborðið á Bárustígnum, svo eitthvað sé nefnt. Einkenni Guðjóns var hlýtt og glaðvært viðmót, hann hafði skipu- lag á hlutunum, var með vel tamið Strandamannaskap, áræðinn og fylginn sér ef svo bar við, en ávallt sanngjarn. Hann var mikill gæfumaður, þeg- ar hann náði í hana Boggu sína og það leyndi sér ekki hvað hann mat hana mikils og hversu samheldin og samstiga þau voru alla tíð. Hann fylgdist með hvernig gekk hjá fjölskyldum barna sinna, hvatti barnabörnin til að mennta sig og gaf þeim góð ráð á leiðinni út í lífið. Hann spurði iðulega hvernig gengi í vegavinnunni þar sem minn flokkur var að vinna, núna síðast á Þverárfjalli og ,,Hvernig gengur svo með kvikindin?“, og átti þá við loð- dýrabúið. Hann var með hugann við bæjar- málin, framkvæmdir í bænum, landsmálapólitíkina eða heimsmálin. Hann var alls staðar heima, þótt árin væru orðin áttatíu og níu. Því létt var þitt fas, og þín lund var svo sterk og löngun til starfa að njóta. Og finna má allsstaðar framfaraverk sem fékkstu að styðja og móta. Þau sagan mun geyma og segja þeim frá sem vitar í framtíð þau lýsi. Og ókomnum niðjum með athafnaþrá til árangurs götuna vísi. (Sighvatur Torfason.) Þannig var Guðjón. Hann hafði gaman af ferðalögum og ógleyman- leg er ferð okkar hjóna með Boggu og Guðjóni um Norðurlöndin og Rússland árið 1985 . Þá var slegið á létta strengi á kvöldin í spjalli og vangaveltum. Síðasta ferð okkar var fyrir hálfu öðru ári, er við fórum ásamt fleirum á Kjöl að skoða Beina- hól, þar sem Reynistaðabræður urðu úti 1780. Guðjón var mikill félagsmálamað- ur og baráttumaður fyrir bættu mannlífi í sinni heimabyggð. Ég ætla ekki að tíunda allt það starf, sem hann áorkaði hér á Sauðárkróki, það eru aðrir færari um að gera það. En ég vil þó nefna baráttu hans fyrir uppbyggingu á íþrótta- og skóla- mannvirkjum og starf hans að mál- efnum ungmennafélagana. Þar vann hann mikið og óeigingjarnt starf. Guðjón var alinn upp í Bjarnar- firði á Ströndum, missti föður sinn aðeins níu ára en barðist sjálfur til mennta og fór í Reykholtsskóla í Borgarfirði 17 ára. Ferðasjóðurinn var ekki stór og þurfti að endast út veturinn, sem og hann gerði. Til heimferðar um vorið voru aðeins eft- ir nokkrar krónur, sem nægðu til að greiða fargjald með mjólkurbílnum að Varmalandi, eftir það tóku við tveir jafnfljótir. Gekk hann í áföng- um heim, gegnum Dali, yfir Trölla- tunguheiði, var ferjaður yfir Stein- grímsfjörð og gekk síðast yfir Bjarnarfjarðarháls og heim að Svanshóli. Þessir erfiðleikar hafa örugglega mótað hann og gert hann að baráttu- manni fyrir jafnrétti, samvinnu og að sem flestir geti notið menntunar í sinni heimabyggð. Ungmennafélags- andinn var honum í blóð borinn og var hann merkisberi ungmenna- félaganna í gegnum tíðina. Guðjón minn, þá hafa leiðir skilið að sinni. Þú hefur lagt í þá ferð sem fyrir öllum liggur að fara. Nú þegar ég kveð þig vil ég þakka þér allar ráðleggingarnar, hvatninguna og hlýhuginn sem þú sýndir okkur Sibbu, börnum okkar og barnabörn- um. Og nú þegar þú gengur um grund- irnar grænu, í óravídd fjarlægðar- innar, með gömlum vinum og ætt- ingjum sem farnir voru á undan þér, þá veit ég að þú lítur til með okkur eins og þú hefur ávallt gert. Elsku Bogga, Sibba mín, hin systkinin og fjölskyldur. Við höfum misst góðan dreng, ættarhöfðingj- ann okkar, og söknuður okkar er mikill. En við eigum yndislegar minningar um eiginmann, föður og afa, sem ylja okkur um ókomna framtíð. Jón Sig. Elsku besti afi. Þótt nú sé komið að kveðjustund og mikil sorg í okkar hjarta, er líka gleði yfir því að hafa fengið að vera hluti af þínu merka lífi. Afi, þú varst maður sem við vorum svo montin af. Bara það að tengjst þér, þekkja þig og afrek þín gerði okkur svo stolt af þér. Þú varst okkur öllum svo mikill innblástur. Alltaf var hægt að leita ráða hjá þér um allt milli himins og jarðar. Þér tókst alltaf að setja allt í samhengi fyrir mann og hafðir alltaf áhuga á því sem við vorum að gera. Þessi áhugi á okkur gerði það að verkum að það var svo þægilegt að segja þér frá og nærvera þín ein gerði allt notalegt. Þú hlustaðir en dæmdir aldrei, þú gafst ráð en gagn- rýndir aldrei. Margt kemur upp í hugann þegar við minnumst þín. Þá fyrst ber að nefna umhyggjuna sem þú sýndir okkur og öll gullkornin sem þú sagð- ir okkur, allt það sem þú gerðir fyrir íþróttalífið hérna á Sauðárkróki, þó aðallega sundið. Að fara á Bárustíginn var alltaf gaman, þarna var hægt að fara í feluleiki, greiða þér, en þér þótti allt- af svo notalegt þegar að við börnin greiddum á þér hárið, spila á spil, horfa á Tomma og Jenna, búa til kín- verja, henda hlutum niður af svöl- unum, gera flugnasúpur, hanga í snúrustaurnum, skoða fuglahreiðrin í garðinum, stela tyggjói úr vasanum á kápunni hennar ömmu, fikta við vatnsslönguna inní bílskúr, stela nammi úr búrinu, renna sér á hand- riðinu niður stigann og hanga á hlið- grindinni fyrir utan aðaldyrnar. Þið amma áttuð svo marga fallega muni inní bílskúr sem var svo gaman að skoða. Okkur rámar líka í eitt skipti í að hafa dansað regndans á kringl- ótta teppinu inní svefnherberginu ykkar ömmu og að hafa nokkrum sinnum læst hvort annað inni í litlu kompunni í herberginu sem við sát- um alltaf í. Það var líka eitt skipti þegar tvö af okkur voru að tala sam- an um þig að áheyrandi sagði: ,,Er afi ykkar Súperman eða eitthvað?“ Það gengur líka sú saga að besta vatnið í heiminum sé úr krananum inni í þvottahúsinu á Bárustígnum og eru allir sammála um það sem hafa smakkað það. Hérna áður fyrr voru jólin og ára- mótin alltaf haldin hátíðleg á Báru- stígnum en fjölskyldan hefur alla tíð verið mjög náin. Það fylgdi því alltaf svolítil öryggiskennd að koma þang- að því það var fátt sem breyttist þar. Þú last á pakkana og ísinn hennar ömmu klikkaði aldrei og hefur ekki gert enn. Þegar fjölskyldan varð stærri varð að breyta því þannig að hver fjölskylda héldi jólin heima hjá sér en við hittumst svo á Bárustígn- um seinna um kvöldið. Það voru nefnilega ekki jól nema allir hittust á Bárustígnum. Þú sýndir okkur að lífið snýst ekki bara um veradleg gæði heldur fólkið í kringum okkur og hvernig við get- um snert þeirra líf. Maður tók líka mark á manni eins og þér sem hafði afrekað svo margt á einni ævi sem fáum öðrum hefði tekist á tveimur eða þremur. Við trúum því heitt og innilega að Guð hafi kallað þig til sín vegna þess að hvergi gæti hann fundið jafn góð- an engil eins og þig. Við vonum að þú vakir yfir okkur og veitir okkur styrk í sorginni, sérstaklega ömmu en þið hafið fylgst að í gegnum lífið í meira en 60 ár án þess að nokkurn tíma hafi fallið hnjóðsyrði á milli ykkar. Við vonum líka að það sé sundlaug á himnum, ef svo er ekki þá höldum við að þú hafir fengið nýtt verkefni. Við þökkum fyrir allt elsku afi og vit- um að þú ert kominn á góðan stað. Heimurinn er betri staður eftir að þú varst hér. Barnabörnin í Ártúni 1 og Ártúni 5. Okkur langar til að kveðja hann Guðjón afa okkar. Í kringum hann er stór og samheldin fjölskylda þar sem GUÐJÓN INGIMUNDARSON MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.