Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 57
✝ Konráð Elís Guð-bjartsson sjó-
maður fæddist í Efri-
húsum í Önundar-
firði 7. október 1940.
Hann lést á heimili
sínu 17. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Petrína F.
Ásgeirsdóttir, f. 6.6.
1904, d. 16.8. 1992 og
Guðbjartur S. Guð-
jónsson, f. 2.2. 1904,
d. 10.2. 1992. Systk-
ini hans eru Ásgerð-
ur J., f. 11.5. 1929,
Sigríður H., f. 19.5.
1931, Guðrún M., f. 13.6. 1932,
Helga E., f. 14.9. 1933, Sesselja
K., f. 31.5. 1935, Laufey, f. 5.8.
1936, Guðjón S., f. 26.10. 1937, El-
ísabet S., f. 18.7. 1939, Þorsteinn,
f. 28.3. 1942, Árni H., f. 21.11.
1945, og Einar, f. 28.11. 1949.
Uppeldissystkini hans voru Elín
H. Jónsdóttir, f. 30.1. 1949, Elsa
Jónsdóttir, f. 1.10. 1952, Heið-
björg H. Jónsdóttir, f. 17.10.
1953, og Guðbjartur Jónsson, f.
14.2. 1955.
Konráð kvæntist 17. maí 1964
Elinóru K. Guðmundsdóttur, f.
13.7. 1944, foreldrar hennar voru
Guðmundur Guðmundsson, f.
5.12. 1883, d. 23.3. 1965 og Guð-
munda Ó. Rósmundsdóttir, f. 9.6.
1907, d. 13.5. 1988. Konráð og El-
inóra eignuðust sex börn, þau
eru: 1) Petrína, f. 29.2. 1964, gift
Rúnari Garðarssyni
og eiga þau þrjú
börn. 2) Guðmund-
ur, f. 13.2. 1965,
maki hans er Berg-
þóra H. Ólafsdóttir
og eiga þau saman
eina dóttur og á
Guðmundur einnig
einn son. 3) Konráð,
f. 27.10. 1966,
kvæntur Jónínu K.
Sigurðardóttur og
eiga þau saman tvo
syni og Jónína tvær
dætur. 4) Guðbjart-
ur Sigurður, f. 10.7.
1970, d. 5.9. 1992, 5) Óskírður, f.
14.10. 1980, d. 1.11. 1980, 6) Guð-
björg, f. 25.4. 1983, í sambúð með
Ólafi Kristjánssyni og eiga þau
saman eina dóttur.
Konráð starfaði alla tíð við sjó-
mennsku og sjávarútveg. Fyrri-
hluta síns starfsferils var hann á
síldarbátum en þó mest á línubát-
um sem gerðir voru út frá Flat-
eyri, síðar á togaranum Gylli til
margra ára. Þá tók við smábáta-
útgerð og frá árinu 1986 til
dauðadags gerði hann út báta á
handfæri á sumrin. Á þessum ár-
um vann hann við ýmis störf á
veturna tengd sjávarútvegi, einn-
ig fékkst hann við smíðar og bú-
mennsku síðustu árin.
Útför Kornáðs fer fram frá
Flateyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Ég vil minnast tengdaföður míns,
Konráðs Guðbjartssonar, sem varð
bráðkvaddur aðfaranótt 17. mars
síðastliðinn, með nokkrum orðum.
Ég hitti Konna seinast þegar öll
fjölskyldan hittist til að fagna stór-
afmæli dóttur hans og mágs 28.
febrúar síðastliðinn. Þar var hann
hrókur alls fagnaðar, stjórnaði
fjöldasöng ásamt Petu dóttur sinni
og dansaði við Nóru sína fram á
rauða nótt.
Konni hafði einkar þægilega nær-
veru og ávallt var stutt í brosið hjá
honum. Man reyndar varla eftir
Konna öðruvísi en raulandi eða
flautandi lagstúf. Konni bjó yfir
ótrúlega líflegri frásagnargáfu og
engu var til sparað við lýsingar á
samferðarmönnum og liðnum at-
burðum. Skemmtilegastar þóttu
mér lýsingar hans á sveitastörfum
og sjómennsku, enda var ekki komið
að tómum kofunum þar. Mér þótti
líka áhugavert að kynnast hversu
tengdur Konni var náttúrunni og
hafði kynnst oft á tíðum óvægum
náttúruöflum bæði á sjó og landi.
Hann kunni einnig að meta það sem
landið gaf. Mér fannst notalegt á
sumrin þegar við komum í heimsókn
að á meðan Nóra var að töfra fram
ljúffengan fiskrétt, sem að öllum lík-
indum Konni hafði veitt fiskinn í,
átti hann það til að skjótast upp í
fjall og tína fötu af berjum sem voru
borin fram með rjóma í eftirmat.
Þegar ég hugsa til baka um
tengdaföður minn þann stutta tíma
sem ég fékk að vera samferða hon-
um, hrannast upp minningar. Sumar
eru skemmtilegar, aðrar sorglegar
en flestar ljúfar og góðar. Falleg-
asta minningin er þegar hann bauð
okkur að koma með sér á veiðar út á
Önundarfjörð í trillunni sinni í blíð-
skaparveðri. Það var fallegur dagur
og ég mun varðveita minninguna um
hann.
Ég bið fyrir styrk til handa elsku
Nóru, börnum, tengdabörnum og
barnabörnum sem og öðrum ætt-
ingjum og vinum. Konna verður sárt
saknað, blessuð sé minning hans.
Bergþóra Hrund Ólafsdóttir.
Afi minn er nýdáinn. Hann var
mjög hress og alltaf í góðu skapi.
Hann söng mjög oft og dansaði.
Hann var sjómaður, ég fór oft á
bryggjuna og tók á móti honum þeg-
ar hann kom heim af sjónum á bátn-
um sínum.
Hann tók alltaf vel á móti mér og
var mjög glaður þó hann væri
þreyttur. Hann var ekkert venjuleg-
ur afi. Hann var mjög sérstakur.
Þau amma bjuggu á Flateyri. Það
var mjög þægilegt að fara á sumrin
til Flateyrar til afa og ömmu. Þau
voru mjög glöð að sjá mann.
En svo byrjaði hann að finna fyrir
verkjum og upp frá því lést hann á
heimili sínu. Aumingja amma, býr
nú ein en ekki með þessum frábæra
afa. Ég vil oft líkja honum við ung-
ling því hann var alltaf svo hress
eins og ég sagði áðan. En það er
mjög sorglegt að hann hafi látist.
En núna er afi verndaður uppi hjá
guði.
Þín afastelpa,
Sara Kristín Rúnarsdóttir.
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti þegar Elinóra hringdi í
okkur og sagði okkur að Konráð
væri dáinn, hefði fengið hjartaáfall
um nóttina og látist samstundis.
Fram að því hafði hann alltaf verið
hraustur og ekki kennt sér meins,
en áföllin koma oft án þess að gera
boð á undan sér.
Konni, eins og hann var kallaður,
ólst upp hjá foreldrum sínum og
þegar hann var átta ára flutti fjöl-
skyldan á Kroppsstaði í Önundar-
firði þar sem Guðbjartur faðir hans
var bóndi. Þar bjuggu þau til ársins
1956 en fluttu þá að Hesti og bjuggu
þar til 1963, þegar foreldrar hans
fluttu til Flateyrar.
Konni gekk í barnaskólann í sveit-
inni, en það var eina menntunin sem
hann naut, því hann fór ungur að
vinna fyrir sér. Hann vann ýmis
störf en sjómennskan var lengst af
hans helsta starf. Árið 1962 fór hann
til Ísafjarðar og réð sig á Víking 11
með þeim bræðrum Arnóri og Her-
manni. Um það leyti kynntist Konni
Elinóru, sem síðar varð eiginkona
hans. Eftir að þau giftu sig 1964
fluttu þau til Flateyrar og þar
stundaði Konni sjó hjá öðrum þang-
að til hann eignaðist eigin bát. Hann
lét smíða fyrir sig bát sem hann gaf
nafnið Guðni og var mikil happa-
fleyta, fiskaði alltaf vel, enda lék
mörgum forvitni á að vita hvert
Konni sækti allan þennan afla og
fylgdust grannt með honum.
Konni var mjög söngelskur, söng
mikið og kunni ógrynnin öll af vísum
og kvæðum, en hann kunni líka fær-
eyskar rímur svo tugum skipti og
flutti þær af alkunnri snilld. Það var
alltaf gaman að heimsækja Konna
og Nóru og alltaf tekið vel á móti
gestum.
Konni og Nóra fengu að kynnast
sorg og mótlæti á lífsleiðinni. Þau
eignuðust dreng 1980 og misstu
hann aðeins þriggja mánaða gaml-
an. Árið 1992 fórst annar sonur
þeirra, Guðbjartur Sigurður, í
hörmulegu slysi. Það voru erfiðir
tímar fyrir fjölskylduna, bæði and-
lega og fjárhagslega, og því urðu
hjónin innilega þakklát þegar við
systkinin reyndum að hlaupa aðeins
undir bagga með þeim. Þá varð
Konna að orði: „Oft hefur veskið
verið tómt, en nú er gat á því!“
Minn friður er á flótta,
mér finnst svo tómt og kalt;
ég geng með innri ótta,
og allt mitt ráð er valt.
Ég veit ei, hvað mig huggi,
og hvergi sé ég skjól;
mér ógnar einhver skuggi,
þótt eg sé beint við sól.
Þú breiðir arma bjarta
og barnið faðmar þitt,
ég finn þitt heita hjarta,
og hjartað fagnar mitt.
Ég vil ei við þig skilja,
ég vel þitt náðarskjól;
mitt veika líf er lilja,
þín líkn er hennar sól.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku Nóra, ég vona að Guð gefi
þér styrk til að takast á við ókomna
tíma. Við og fjölskylda okkar vottum
þér og börnum, tengdabörnum og
barnabörnum innilega samúð. Minn-
ing góðs drengs mun lifa með okkur.
Elísabet og Sigurður
á Ísafirði.
Kæri bróðir.
Það kom illa við mig þegar ég
frétti af andláti þínu hinn 17. mars
síðastliðinn.
Ég minnist þeirra daga með mik-
illi ánægju þegar við vorum við
sveitastörfin inni á Hesti, þar sem
við uxum úr grasi. Það var ævinlega
nóg að starfa í sveitinni, enda sú
tækni sem er í dag ekki við lýði þá.
En samt höfðum við tíma til að fara
af bæ og létta okkur lund og var vin-
sælt að fara á ball á Ísafjörð. Það
tók oft tíma sinn að skrönglast yfir
Breiðadalsheiði, það voru oft
skemmtilegar stundir.
Eftir að ég flutti í annan lands-
fjórðung urðu samskipti okkar
minni. Síðast hitti ég þig hinn 28.
febrúar á afmæli dóttur þinnar og er
ég ævinlega þakklátur fyrir þá
kvöldstund.
Við vottum Nóru, Petu, Guð-
mundi, Konráði, Guggu og fjölskyld-
um ykkar okkar dýpstu samúð. Við
biðjum þann sem öllu stjórnar að
veita ykkur styrk í þessari miklu
sorg.
Árni, Sóley, Borghildur, Guð-
bjartur, Elva og fjölskyldur.
Ég stóð eins og dáleidd er ég
horfði út um gluggann snemma
morguns 17. mars síðastliðinn.
Geislar sólarinnar endurspegluðust
í sléttum sjónum fyrir framan mig.
Þetta verður fallegur dagur, þvílík
fegurð! sagði ég við sjálfa mig. Ekki
yrði langt í að vorboðarnir létu sjá
sig. Hugur minn reikaði vestur eins
og svo oft þegar ég upplifi kyrrðina
sem fylgir fallegum degi. Meðan ég
stóð þarna í þönkum mínum hringdi
síminn, það var hún Peta fænka mín
að tilkynna mér að pabbi sinn væri
látinn. Ég þurfti að klípa mig til að
vera viss um að þessar sorglegu
fréttir væru ekki bara vondur endir
á góðum draumi. En því miður var
þetta harður raunveruleikinn. Konni
frændi minn var allur.
Ég minnist Konna sem svo miklu
meira en bara frænda míns. Það var
um vor árið 1980 þegar ég, 16 ára
óstýrilátur unglingur, gaf sjálfri
mér reisupassann frá stórborginni
og þráði það eitt að komast í kyrrð-
ina fyrir vestan. Það stóð ekki á því
að Konni og Nóra samþykktu að
hafa mig, og ekki var ég fyrsti gest-
urinn sem ílengdist á þeirra heimili
því elsta systir mín hafði búið hjá
þeim örfáum árum áður. Það var
ekki hægt annað en að láta sér líða
vel hjá þeim, þau með sinn stóra
barnahóp og aldrei var langt í fjörið
og stríðnina. Einu sinni hafði ég það
á orði við Konna að hvílík hetja þau
væru að taka við svona borgargeml-
ing eins og mér, en þá svaraði hann
„okkur munar ekkert um hundrað í
viðbót, það er bara ferska loftið okk-
ar hér sem þig sárlega vantar“.
Svona minnist ég hans, ekkert verk-
efni var of krefjandi fyrir hann að
leysa.
Það var alveg lýsandi fyrir Konna
hversu geðgóður hann var, aldrei
var brosið hans langt undan. Konni
var mjög hraustur og vann alla tíð
vel og mikið. Einnig var hann fjör-
kálfur mikill og gat verið hrókur alls
fagnaðar og gerði hann samkomur
ættarinnar ógleymanlegar.
Konni kvaddi á fallegum degi sem
er eins og kennileiti sálar hans, og
mun ég minnast hans þannig og
verður hans sárt saknað af öllum
þeim sem þekktu hann.
Elsku Nóra og fjölskylda, nú hef-
ur enn einu sinni sorgin barið á
dyrnar ykkar. Þrír í sömu fjölskyld-
unni er stór biti að kyngja. Við fáum
ekki skilið tilganginn með svo mikl-
um missi, við getum heldur ekki
annað en reynt að læra að lifa með
honum. Ég veit að þið munuð standa
upprétt Konna vegna því minningin
um hann mun ylja ykkur og kraftur
hans mun styrkja ykkur og ljósið
hans mun lýsa ykkur áfram veginn.
Sofðu rótt, kæri frændi.
Gunnhildur Hreinsd.
Elsku Konni minn, lífið er hverf-
ult og ekki eintóm hamingja, það er
ég búin að sjá. Það var eins og
þruma úr heiðskíru lofti þegar pabbi
hringdi í mig og sagði mér að þú
værir dáinn og ég sem hélt að þið
systkinin yrðuð allra manna elst því
það er sagt að hláturinn lengi lífið
og það er á hreinu að þegar þið hitt-
ust var sko mikið hlegið. Já, það var
sko engin lognmolla í kringum ykk-
ur. Ég get nú ekki annað en brosað
þegar ég hugsa um ykkur bræður í
fótbolta við börnin á ættarmótum,
þvílíkir taktar og fótafimi. Það verð-
ur skrítið ættarmótið á Holti í sum-
ar og þín verður sárt saknað þar.
Elsku Konni minn, ég kveð þig
með trega í brjósti og óska þér góðr-
ar ferðar.
Elsku Nóra, Peta, Guðmundur,
Konni, Guðbjörg og fjölskyldur, enn
einu sinni æðir sorgin í líf ykkar og
engin orð geta linað þá þjáningu
sem þið glímið við. Öllum systkinun-
um frá Hesti sendi ég líka mínar
samúðarkveðjur, stórt skarð er
komið í hópinn en minningin um
góðan dreng lifir með okkur. Gangi
ykkur öllum sem allra allra best.
Ástarkveðja frá fjölskyldunni á
Stöðvarfirði,
Borghildur Jóna.
Elsku Konni.
Þakka þér fyrir allar ánægju-
stundirnar með ykkur Nóru. Þakka
þér fyrir þitt hlýja viðmót, vináttuna
og þína traustu nærveru. Þær eru
ógleymanlegar stundirnar sem ég
átti með þér þegar ég fékk að fara
með þér á sjó, þó að þær ferðir
hefðu sannarlega þurft að verða
fleiri.
Minning þín er í mínum huga um-
vafin lognsléttum sjó, kyrrð og
morgunsól. Farðu í friði, vinur.
Innilegar samúðarkveðjur til
Nóru og allrar fjölskyldunnar.
Ólína Inga (Ólinga).
KONRÁÐ E.
GUÐBJARTSSON
Minn góði vinur
Veturliði hefir kvatt
þetta jarðlíf sáttur
við allt og alla. Það
er langt síðan fyrstu fundum okk-
ar bar saman. Hann kom til mín
og erindi hans var að fá að vera á
mínum vegum úti í Bíldsey, þess-
ari fögru og góðu eyju sem við
höfðum þá nýlega eignast við
Birgir Kjaran, einn af mínum
bestu vinum.
Auðvitað tók ég máli hans vel
og meira að segja fylgdi honum
út í eyjuna í þessu fína veðri og
fékk einn af góðum vinum mínum
til að fara með okkur út. Þegar
við stigum út í bátinn sáum við
VETURLIÐI
GUNNARSSON
✝ Veturliði Gunn-arsson listmál-
ari fæddist á Suður-
eyri við Súganda-
fjörð 15. október
1926. Hann lézt á
Hrafnistu í Reykja-
vík 9. marz síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Há-
teigskirkju 19.
marz.
nafnið strax á stýr-
ishúsinu. Hann hét
Sumarliði. Og brosið
sem kom á Veturliða
geymi ég enn. Hann
sagði: Þetta er nú
hreint ævintýri að
Sumarliði skuli flytja
Veturliða út í þessa
dásamlegu eyju og
eftir þetta þegar við
hittumst, sem var oft
á eftir, minntist hann
fyrst á þetta ævin-
týri, eins og hann
kallaði það. Ég hafði
áður kynnst systkin-
um hans og frændum,
og fann listamannseðlið í þeim
hóp.
Þegar ég kom svo litlu síðar út
í eyju til að sækja hann hafði
hann málað svo sérstaklega
sterka og fallega mynd á eitt þilið
í Bíldsey.
Um jólin þar á eftir fékk ég fal-
lega mynd sem hann hafði tekið í
Maðkavíkinni við Stykkishólm og
sent okkur í jólagjöf. Þar voru
bátar í nausti og fjaran í sínum
góða og stemningsríka lit.
Við hittumst nokkrum sinnum
seinna og seinast á Hrafnistu í
Reykjavík og þá voru rifjuð upp
fyrstu kynnin og áframhald vin-
áttunnar og auðvitað minnst á
Sumarliða sem flutti okkur út í
eyjuna sem Veturliði átti vikudvöl
í um árið.
Þessi heimsókn mín á Hrafn-
istu og samtal okkar leiddi til ým-
issa hugleiðinga út af viðburðum
sem hann hafði orðið fyrir, bæði
brunanum sem eyddi heimilinu
hans og ýmsu öðru sem á dagana
hafði drifðið, enda sá ég að þetta
var ekki sá sami glaðlegi Vet-
urliði og áður, en hann brosti og
sagði að á Hrafnistu liði sér vel
eftir stundum erfiðan ævidag og
hann gæti ornað sér við lífsstarfið
og hvað hann ætti marga góða
samferðamenn sem hefðu greitt
götu hans og ég fann að hann var
sáttur við lífið.
Ég hitti hann svo alltaf þegar
ég kom í heimsókn á Hrafnistu og
ein seinustu eða seinasta skiptið
sem við hittumst var handtakið
eins en þegar ég kvaddi sá ég tár
blika í auga. Við þrýstum hönd og
kvöddumst. Þetta var hátíðleg
stund.
Ég vil svo með þessum fáu orð-
um blessa minningu Veturliða og
fólki hans sendi ég vinar- og
saknaðarkveðjur.
Árni Helgason,
Stykkishólmi.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar).