Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 58

Morgunblaðið - 27.03.2004, Síða 58
MINNINGAR 58 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Með nokkrum orð- um viljum við hjónin kveðja Guðmund Pálmason samstarfs- mann okkar í fjörutíu ár. Fyrstu kynni Hrefnu af Guð- mundi voru þegar hann kenndi Z- bekk Menntaskólans í Reykjavík eðlisfræði. Axel vann í sumarvinnu 1962 og 1963 með Guðmundi við mælingar á hitastigi í borholum og fékk að mæla nokkrar bylgjubrots- mælingar sem urðu síðar hluti af doktorsverkefni Guðmundar. Þessi tvö verkefni ásamt umsjón með öfl- un þyngdarmælinga af landinu öllu urðu með merkustu rannsóknar- verkefnum Guðmundar. Við kynnt- umst Guðmundi betur þegar við komum til starfa sem fullmenntaðir sérfræðingar í upphafi áttunda ára- tugarins. Jarðhitadeild var á þess- um árum frjór vinnustaður þar sem fjöldi ungs fólks, menntað víðsveg- ar í heiminum, kom saman og lagði sitt af mörkum til að hitaveituvæða Ísland og byggja fyrstu jarðhita- orkuverin. Guðmundur var á þess- um árum mjög heppilegur stjórn- andi fyrir þennan hóp, hæfilega afskiptalaus og leyfði einstakling- unum að njóta sín en hafði þó frum- kvæði að mörgum verkefnum. Hann var fyrst og fremst vísinda- maður, bæði vandvirkur og íhugull, og setti fram líkan sitt sem skýrði myndun og gerð jarðskorpu Ís- lands. Hrefnu er í minni vísinda- grein sem hún vann með Guðmundi um jarðskorpu Íslands ásamt flest- um sérfræðingum Jarðhitadeildar. Greinin var kynnt á erlendri ráð- stefnu og fóru þau þangað saman. Í þeirri ferð kom vandvirkni Guð- mundar vel í ljós er nær hver mín- úta flugferðarinnar var nýtt til að fara yfir erindið, nostra við fram- setningu og tryggja að engir endar væru lausir. Í gosinu í Vestmanna- eyjum útveguðu rannsóknarstofn- anir Almannavörnum sérfræðinga á vakt í Heimaey sem voru til ráð- gjafar og fylgdust með þróun um- brotanna. Allflestir jarðvísinda- menn tóku þátt í þessu. Þegar röðin kom að Hrefnu vildu Almannavarn- ir ekki leyfa að kona færi út í Eyjar. Guðmundur var fastur fyrir og sagði að Hrefna væri næst í röðinni og enginn annar sérfræðingur stofnunarinnar færi fyrr en hún hefði staðið sína vakt. Samskipti okkar við Guðmund minnkuðu með árunum, en á síðasta ári áttum við bæði mjög ánægjuleg GUÐMUNDUR PÁLMASON ✝ GuðmundurPálmason fædd- ist á Oddsstöðum í Dalasýslu 11. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 11. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 24. mars. fagleg og persónuleg samskipti við Guð- mund. Hann aðstoðaði Hrefnu við að taka sýni úr heitum laugum á Vestfjörðum og að- eins eru fáar vikur síð- an við ræddum saman um eðli jarðhitans og gerð jarðskorpunnar undir Íslandi og Axel sendi honum uppkast að grein til yfirlestrar án þess að vita að hann lá þá banaleguna. Við vottum Ólöfu og afkomendum Guð- mundar samúð okkar. Hrefna Kristmannsdóttir, Axel Björnsson. Guðmundur Pálmason var áhrifa- maður í mínu lífi. Það byrjaði með því að hann skrifaði fyrir mig um- sókn um skólavist í háskóla í Stokk- hólmi. Seinna starfaði ég svo undir handarjaðri hans um margra ára- tuga skeið á Jarðhitadeild Orku- stofnunar. Undir stjórn Guðmundar dafnaði starfsemi Jarðhitadeildar svo vel að hún varð ein virtasta stofnun í heimi á sviði jarðhitarannsókna. Kom þar til víðsýni Guðmundar og eiginleikar hans að treysta sam- starfsmönnum sínum til að finna góðar lausnir á öllum málum. Guð- mundur sýndi jafnan gott fordæmi í þessari vinnu, bæði sem traustur vísindamaður og þægilegur stjórn- andi. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með honum að þess- um málum erum stolt af þeim ár- angri sem Jarðhitadeild náði. Við Ingibjörg sendum Ólöfu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Valgarður Stefánsson. Með láti Guðmundar Pálmason- ar, fyrrverandi forstöðumanns jarð- hitadeildar Orkustofnunar, er genginn einn af frumkvöðlum jarð- hitafræðilegra rannsókna á Íslandi eins og þær eru í dag. Undirritaður varð þess aðnjótandi að starfa und- ir stjórn og í samvinnu við Guð- mund um langt árabil og féll þar aldrei skuggi á. Þrátt fyrir erilsamt starf í daglegum rekstri jarðhita- deildarinnar ásamt ráðgjafarstörf- um fyrir ýmsa aðila gaf hann sér ávallt tíma til þess að leggja hönd á plóginn til úrlausnar vandamálum sem upp kunnu að koma í sambandi við einstök verkefni jarðhitadeildar. Eitt af verkum Guðmundar var að stuðla að því að allflestir sérfræð- ingar jarðhitadeildarinnar rituðu greinar um rannsóknir sínar á jarð- hita og myndun hans fyrir jarðhit- aráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldin var í San Francisco árið 1975, og fluttu þeir margir sjálfir erindi sín á ráðstefnunni. Árið 1964 tók Guðmundur við stöðu forstöðumanns jarðhitadeild- ar raforkumálastjóra sem síðar varð jarðhitadeild Orkustofnunar. Um það leyti voru hafnar og stóðu yfir umfangsmiklar jarðhitaboranir á höfuðborgarsvæðinu. Voru þær gerðar með jarðbornum Dofra, sem upphaflega var í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar og Jötni sem Jarðboranir áttu. Boranir þessar urðu til þess að unnt var að fullnægja heitavatns- þörf mestallrar Reykjavíkurborgar svo og nágrannabyggðanna Garða- bæjar, Hafnarfjarðar og Mosfells- bæjar í samvinnu við Hitaveitu Reykjavíkur. Boranir voru gerðar á Laugar- ness- og Elliðaársvæðunum í Reykjavík svo og í Mosfellssveit, bæði í Mosfellsdal og við Suður- Reyki. Jafnframt voru boraðar djúpar holur á Seltjarnarnesi og Hitaveita Seltjarnarness stofnsett upp úr því, um 1973, sem sjálfstætt fyrirtæki. Staðsetning margra nýju holnanna var byggð á verkum Guð- mundar sem sérfræðings við jarð- hitadeild raforkumálastjóra frá 1955. Stóð hann þar ásamt Gunnari Böðvarssyni fyrir mælingum á hita- stigli í flestum eldri borholum á Ís- landi til þess að kanna líklegan berghita í nánd og neðan við þær. Þessi orð eru ekki rituð til þess að tíunda verk Guðmundar á jarð- hitasviðinu né margvísleg félags og trúnaðarstörf önnur, heldur til þess að koma á framfæri þakklátssemi fyrir að hafa haft aðstöðu til að starfa með Guðmundi og njóta góðra ráða hans. Eiginkonu hans og sonum og fjölskyldum þeirra svo og öðrum aðstandendum votta ég sam- úð mína. Þorsteinn Thorsteinsson. Það er nærri sanni, að ég hafi þekkt Guðmund Pálmason alla mína ævi, eða í 29 ár. Guðmundur var góður vinur föður míns, Stein- gríms Baldurssonar, síðan þeir voru sessunautar í Menntaskólan- um í Reykjavík fyrir mörgum árum. Leiðir Guðmundar og föður míns skildi um tíma, er þeir fóru báðir utan til náms, en þeir settust síðan báðir að á Íslandi og tóku upp þráð- inn að nýju. Ég hef heimsótt Ólöfu og Guð- mund með foreldrum mínum og bræðrum allt frá barnæsku og minnist þess, að það var alltaf nota- legt og ánægjulegt að koma til þeirra. Hjá Guðmundi er stórt skákborð, og einhvern tímann byrj- uðum við að tefla hvor við annan. Það fyrsta sem ég man eftir í sam- bandi við þessar viðureignir, er að Guðmundur var spurður að því, hvort ekki væri skynsamlegt, að hann leyfði mér einhvern tíma að vinna sig. Guðmundur svaraði, að það væri betra að gera það ekki, því að, ef hann leyfði það, þá hefði ég ekki eins mikla ánægju af að vinna sig, þegar sá tími kæmi, að það tækist í raun og veru. Það má segja, að skákin hafi í fyrstu og reyndar æ síðan tengt okkur Guðmund saman. Á ég honum mjög mikið að þakka á því sviði. Seinna fundum við fleiri sameiginleg áhugamál og ræddum líka um aðra hluti lífsins. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast Guðmundi Pálmasyni. Mér fannst Guðmundur vera ákaflega þroskað- ur maður, sem sýndi, að með heið- arleika gagnvart sjálfum sér og öðrum eru engin mannleg viðfangs- efni óyfirstíganleg. Ég kveð Guðmund Pálmason með trega og miklum söknuði í hjarta. Ólöfu og sonunum tveimur, Magn- úsi Atla og Jóni Pálma, sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Héðinn Steingrímsson. Leiðir okkar Guðmundar Pálma- sonar lágu einkum saman í tengslum við skák, bæði við skák- borðið og í félagsmálum skákhreyf- ingarinnar. Guðmundur var um áraraðir í fremstu röð íslenskra skákmanna, tefldi meðal annars á þrem ólympíumótum. Hann tók þátt í fjölmörgum skákmótum, æv- inlega með góðum árangri. Við velt- um því oft fyrir okkur hve langt Guðmundur hefði náð við skákborð- ið ef hann hefði tekið skákina „al- varlega“. Guðmundur Arnlaugsson sagði um Guðmund Pálmason að hann hefði aldrei látið skákina tefja sig, hann sinnti sínu námi og starfi af kostgæfni, var forystumaður í jarðhitarannsókunum á Íslandi, for- stöðumaður jarðhitadeildar Orku- stofnunar, doktor í jarðeðlisfræði. Athuganir hans á jarðskorpunni við Ísland með bylgjubrotsmælingum, sem fram koma í doktorsritgerð hans eru stórmerkar og þær kenn- ingar sem hann setti fram um land- rek í kinematisku rekmódeli er mér er sagt að séu undirstaðan undir skilning manna á landreki á Íslandi í dag. Landreksmódelið skýrir hvernig nýmyndun jarðskorpu á sér stað í stórum dráttum í gosbelt- inu og gerir jafnframt kleift að reikna út líklegt hitastig djúpt í skorpunni. En ef hann hefði helgað sig skák- inni? Hvað þá? Flest okkar velta fyrir sér spurningunni einhvern tíma á lífsleiðinni, ef ég hefði gert þetta þá hefði … Alltaf þegar ég hugsa um skákina og Guðmund Pálmason kemur þessi sama sögn upp í huga mér, hefði … Við sem vorum ungir þá spurðum okkur oft með söknuði hve langt hann hefði getað náð ef hann hefði fórnað meiri tíma fyrir skákina. En Guð- mundur Pálmason hagaði lífi sínu þannig að hann þurfti ekki á neinu hefði að halda. Í rauninni var hann í fremstu röð alls staðar þar sem hann beitti sér. Við kynntumst þegar róstusamt var í íslenskri skákhreyfingu. Þá bar hitinn og kappið menn stundum af leið og stundum féllu orð sem mönnum fannst eftir á að betur væru ósögð. Mitt í þeim deilum og orrahríð tókst Guðmundi ævinlega að hefja sig upp yfir ágreininginn og beina sjónum manna að aðal- atriðum á þann hátt að enginn van- treysti honum. Og nú koma mér í hug orð Björns M. Olsen sem hann sagði um Finn Jónsson þegar ill- vígar deilur voru ræddar: „Til hans vissi ég aldrei óhreint orð né verk.“ Á þessum árum lagði einn vinur minn fyrir mig erfiða spurningu: „Setjum svo að þú stæðir frammi fyrir erfiðu deilumáli sem varðaði þig og þjóðfélagið allt miklu. Ákveðið væri að leggja málið í dóm eins manns og allir yrðu að una þeim dómi. Hvaða mann mundir þú telja svo réttsýnan að þú gætir treyst honum fyrir slíku verkefni?“ Ég hugsaði mig dálítið um en sagði síðan. „Ég mundi velja Guðmund Pálmason.“ En þessi vinur minn hélt áfram og sagði: „Ef þú ættir að lýsa Guðmundi Pálmasyni með einni setningu hver væri hún?“ Ég fórnaði höndum, það er ekki hægt að lýsa manni með einni setningu. Ég lét mig samt hafa það og sagði: „Orð hans eru betri en loforð margra annarra“. Þó að langt sé um liðið og mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því þetta var, held ég að ég mundi nú svara spurningunni eins. Það sem mest einkenndi skap- höfn Guðmundar Pálmasonar var jafnvægi, innri styrkur og öryggi, eiginleikar sem mjög komu fram við skákborðið. Guðmundur var hlýr og traustur persónuleiki, vinur vina sinna. Mér fannst skapgerð hans smíðuð úr svo hreinum og traustum málmi að þar félli aldrei á. Guðmundur Pálmason tróð ekki illsakir við neinn mann að fyrra bragði en hann var fastur fyrir og þoldi ekki yfirgang. Nú er þessi vinur minn genginn. Honum tókst að lifa lífi sínu þannig að til eftirbreytni er. Lengi mun ís- lensk skákhreyfing muna Guðmund Pálmason. Ég sendi Ólöfu, sonum þeirra og vinum samúðarkveðjur. Guðm. G. Þórarinsson. Guðmundur Pálmason, skák- meistari og fyrrverandi forstöðu- maður jarðhitadeildar Orkustofn- unar, er látinn á 76. aldursári. Guðmundur var fyrr á árum í hópi kunnustu skákmanna þjóðar- innar; ég átti því láni að fagna að eiga samleið með honum á þeim vettvangi um langt árabil. Með okk- ur stofnuðust traust vináttubönd sem aldrei bar skugga á þótt vissu- lega væri stundum tekist á af mik- illi kappsemi á reitunum 64. Það er mikil eftirsjá að Guðmundi Pálma- syni sem á farsælli vegferð sinni ekki einasta auðgaði íslenskt skák- líf með eftirminnilegum hætti – heldur og einnig hið íslenska og al- þjóðlega vísindasamfélag – sem naut góðs af merkum fræðistörfum hans og rannsóknum á vettvangi jarðvísindanna. Með Guðmundi er genginn mikill hæfileikamaður og sannur heiðursmaður. Á skilnaðar- stund kveð ég hann með virðingu; þakka honum samfylgdina um æv- intýralendur skákarinnar – og trausta vináttu. Guðmundur leit aldrei á skákina sem köllun, heldur fyrst og fremst sem íþrótt sem honum var sérstak- lega hugleikin, enda hneigðist hug- ur hans snemma til náms. Að stúd- entsprófi loknu 1949 hélt hann til Svíþjóðar og útskrifaðist sem eðl- isverkfræðingur frá Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi 1955. Hann aflaði sér frekari menntunar í Bandaríkjunum með MS-prófi frá Purdue háskólanum í Lafayette 1957 og hlotnaðist nafn- bótin Dr. scient. í jarðeðlisfræði frá HÍ 1971 er hann varði doktorsrit- gerð sína um jarðeðlisfræðilega könnun á jarðskorpu Íslands. Eftir að Guðmundur hóf störf hér heima að námi loknu fór hann fljótlega að láta að sér kveða í sínu fagi og varð, þegar fram liðu stundir, einhver færasti sérfræðingur þjóðarinnar á sviði orkumála og jarðeðlisfræði. Hann var einn þeirra sem vann verk sín í kyrrþey en varð engu að síður vel kunnur víða um lönd fyrir rannsóknir sínar og fræðistörf. Guðmundi hlotnuðust margvíslegar viðurkenningar um ævina fyrir störf sín hérlendis og erlendis; ég eftirlæt það mér fróðari mönnum að gera þeim þætti nánari skil. Að eðlisfari var Guðmundur mað- ur hógvær og látlaus í framkomu en það duldist engum einbeitnin og sigurviljinn sem undir bjó þegar út í skákina var komið. Hann var góð- ur félagi, gæddur góðri kímnigáfu og traustur hlekkur í keðjunni þeg- ar reyndi á liðsheildina í sveita- keppnum, svo sem Ólympíumótum og heimsmeistaramótum stúdenta. Á þessum mótum stóð hann fyrir sínu og var jafnan einn helsti mátt- arstólpinn í liðinu. Mér er sérstak- lega minnisstæð frammistaða hans á stúdentamótinu í Lyon 1955 þar sem hann tefldi eins og sá sem vald- ið hefur og vann hverja skákina á fætur annarri gegn þekktum skák- köppum. Taflmennska hans í þessu móti bar því glöggt vitni hvers hann var megnugur og verður mér ávallt óræk sönnun þess hversu miklum hæfileikum hann var búinn. Upp í hugann koma svo minningarnar frá svæðamótinu í Marianske Lazne (Marienbad) í Tékkóslóvakíu 1954 þar sem við Guðmundur tefldum báðir fyrir Íslands hönd. Upphaf- lega átti Guðmundur að vera að- stoðarmaður minn í mótinu og hafði fengið tímabundið leyfi frá náminu í Stokkhólmi til að sinna því verkefni en málin skipuðust á þann veg að Guðmundur varð einn þátttakend- anna þar sem einn erlendu kepp- endanna hafði gengið af skaptinu. Mér er það í fersku minni hversu fór að fara um aðra keppendur í mótinu, sérstaklega þá öflugri, sem töldu sig eiga vísan farmiða á næsta millisvæðamót, þegar Guðmundur tók að raka til sín vinningum í fyrstu umferðunum. Eftir 3 um- ferðir var Guðmundur í efsta sæti með fullt hús vinninga og eftir 5 umferðir vorum við Guðmundur jafnir í 3.–4. sæti með 4 vinninga hvor, aðeins hálfum vinninga á eftir efstu mönnum. Á tímabili virtist því stefna í það að tveir Íslendingar ynnu sér rétt til þátttöku á milli- svæðamóti, en því miður dapraðist okkur flugið þegar á leið og farmið- arnir á millisvæðamótið féllu í aðrar hendur. En þetta voru góðir dagar og síðar á ævinni merla svona minningar. Ég hygg að Guðmundur hafi ver- ið einhver hæfileikaríkasti skák- maður sem fram hefur komið á sjónarsviðið hér á landi og er þess fullviss að hann hefði komist í fremstu röð hefði hann látið á það reyna. Þegar ég renni augunum yf- ir skákir Guðmundar og hugleiði skákstíl hans kemur mér ávallt í hug sovéski skáksnillingurinn, Michael Botvinnik, sem á mennta- skólaárum Guðmundar þótti bera ægishjálm yfir aðra skákmenn í heiminum, sérstaklega á fyrstu ár- unum eftir heimsstyrjöldina síðari. Ekki er ósennilegt að eitthvað í skákstíl Botvinniks hafi höfðað til Guðmundur og að hann hafi sótt eitt og annað í smiðju til Botvinn- iks. Báðir nálguðust þeir viðfangs- efnið með vísindalegri nákvæmni og innsæi – á rökvísan hátt eins og sönnum vísindamönnum sæmir. Ég ætlaði mér alltaf að spyrja Guð- mund um þetta en því miður varð aldrei neitt úr því. Ég þakka Guðmundi enn á ný samfylgdina. Við Auður sendum Ólöfu og öðrum ástvinum innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Friðrik Ólafsson. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minning- argreina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.