Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.03.2004, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 59 Lynghálsi 3, s. 586 2770 Ath. ath. ath. Vakningasam- komur með Paul Hanssen laugardag kl. 19.30, sunnud. kl. 11.00 og 19.30. Allir hjartanlega velkomnir að hlusta á þennan magnaða trúboða. 28. mars. Hvalfjarðargangan. Botnsdalur – Þyrilsnes. Fararstj. María Berglind Þráins- dóttir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. V. 1800/2100. 30. mars. Aðalfundur Úti- vistar verður haldinn 30. mars kl. 20:00 í sal VGK við hliðina á skrifstofu Útivistar á Lauga- vegi 178. 5. apríl. Myndakvöld. Sjá www.utivist.is Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu minnir félagsmenn á aðalfund félagsins sem haldinn verður á Hótel Sögu „Ársal“ í dag, laugardaginn 27. mars 2004 kl. 14:00. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, alþingismað- ur, flytur erindi sem nefnist „Réttur þinn í al- mannatryggingunum“. Kvennakórinn Vox Feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur nokkur lög og Árni Elvar verður við píanóið. Fundarlok áætluð kl. 16:00. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Félags einstæðra foreldra verður haldinn 16. apríl nk. í salarkynnum fé- lagsins, Skeljahelli, Skeljanesi 6, 101 Reykjavík, og hefst fundurinn stundvíslega klukkan 18:00. Með fundarstjórnun og fundarritun koma aðil- ar frá Junior Chamber á Íslandi. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla nefnda. 3. Yfirfarnir reikningar og skýrsla fyrir liðið reikningsár. 4. Ákvörðun félagsgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Kosning í stjórn og nefndir. 7. Kosning löggildra endurskoðenda. 8. Önnur mál. Fundur er löglegur ef löglega hefur verið til hans boðað. Hver félagsmaður hefur eitt at- kvæði. Á aðalfundi ræður afl atkvæða úrslitum og hafa allir skuldlausir félagsmenn rétt til framboðs og rétt til að kjósa. Styrktarmeðlimir hafa rétt til setu á aðalfundi en ekki atkvæðis- rétt. Tilkynning um framboð í stjórn skal berast stjórn skriflega eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund. Beiðnir um fyrirtekt á málum sem falla undir 8. lið önnur mál, skal einnig berast skriflega á skrifstofu félagsins 10 dögum fyrir aðalfund. Stjórnin. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNA mbl.is Sunna og Linda voru með mér í skóla. Sunna var með mér í bekk. Hún var góð í öllu sem hún tók sér fyrir hend- ur og sama hvað það var, ef hún vildi gera það þá tókst henni það að lokum, og hún gerði það vel. Linda var líka mjög snjöll og falleg stelpa og þær hefðu báðar náð langt og orðið eitthvað mikið í framtíðinni. Það er sárt að missa fólk sem maður hefur þekkt svona lengi, en það er líka gott að vita að nú eru þær á betri stað, og ég hlakka til að hitta þær aftur seinna. Ég veit að ég mun gera það. Af því að þegar ég hugsa um nöfnin þeirra þá man ég LINDA GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Linda Guðjóns-dóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1990. Hún lést af slysförum 20. febr- úar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 1. mars. að Sunna þýðir sól og Linda minnir mig á lind. Þegar sólin geng- ur til viðar hverfur birtan og hlýjan og við tekur aldimm nótt. Samt veit maður að sólin fór til að skína annarstaðar og þegar hún kemur aftur er nóttin á enda. Eins er lindin. Hún hættir að streyma og maður heldur að hún sé horfin að eilífu. En það er hún ekki. Hún fór annan farveg. Hún fór aðra leið. Þannig ætla ég að hugsa um Lindu og Sunnu. Júlía Leví Baldursdóttir, Hagaskóla. Okkur langar að minnast Lindu vinkonu okkar. Við eigum óteljandi margar fallegar og skemmtilegar minningar um hana sem við munum að eilífu geyma í hjarta okkar. Við eigum minningar úr sumarbúðum með henni og af línuskautaferðum um Ægisíðuna og út í Nauthólsvík á sumardögum. Við smíðuðum einnig kofa saman og fórum í margra klukkutíma sundferðir. Það var allt- af gaman hjá okkur á öskudag. Eitt skipti vorum við KR-ingar og KR- ljón og sungum KR-sönginn og fengum sérstaklega mikið nammi fyrir það. Það var árlegur viðburður hjá okkur að fara á Andrésar Andar- leikana. Þar var margt skemmtilegt gert; keypt afmælisgjöf handa Lindu, klifrað á Snæfinni snjókarli, tröppurnar að kirkjunni taldar ná- kvæmlega, mikið brallað á kvöldin og vaknað snemma morguninn eftir til að bruna niður brekkurnar. Við söknum þín sárlega Linda og munum aldrei gleyma þér. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Ólöf Ása, Ellen, Guðjón og amma Lillý, við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Þínar vinkonur, Gróa Ragnheiður og Auður Erna. Elsku Árni Þór minn. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að það séu komin átta ár síð- an ég kynntist þér fyrst. Það var þegar ég kynntist manninum mínum, Guðmundi. Þá voruð þið á heimavistinni heima. Ég gleymi aldrei þegar ég spurði ykkur hvort þið væruð skyldir, því ég skynjaði strax að þið voruð ofboðslega nánir. Mér fannst eins og þið væruð bræður. Þú byrjaðir að hlæja og ég mun aldrei gleyma hlátrinum þínum, hann var svo innilegur og ljúfur. Svo þegar þið sögðuð mér að ja, þið væruð jú eitthvað skyldir, mömmur ykkar væru systur og pabbar ykkar væru tvíburar. Ég ÁRNI ÞÓR BJARNASON ✝ Árni Þór Bjarna-son fæddist á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum 21. febrúar 1979. Hann lést af slysförum hinn 15. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 24. mars. hélt að þið væruð að gera grín að mér og trúði ykkur auðvitað ekki. Enda spurði ég Gumma nokkrum sinnum hvort þetta væri virkilega rétt. Því miður fækkaði stundum okkar saman eftir að við Guðmund- ur fluttum norður og síðan suður. En það var alltaf jafn gaman að hittast þegar við hittumst fyrir austan á sumrin, jólum og páskum. Ég gleymi því heldur aldrei þeg- ar þú komst í heimsókn til okkar á Hverfisgötuna og kynntir okkur fyrir henni Jenný þinni. Þú varst svo stoltur af henni. Þið pössuðuð svo vel saman. Þótt tími ykkar saman hafi verið stuttur og oft langt á milli ykkar þá nýttuð þið hann vel og gerðuð margt saman. Elsku Jenný mín, Guð megi vera með þér og styðja þig í sorg þinni. Manni finnst lífið ekki sann- gjarnt þegar menn eru teknir í blóma lífsins í burtu. En svona er víst lífið og við vitum ekki hvenær okkar tími kemur en eitt er víst að Árni Þór okkar mun bíða okkar og taka á móti okkur þegar okkar tími kemur. Mig langar bara að þakka fyrir þann tíma sem við fengum með þér, Árni minn. Mig langar að biðja góðan Guð að vera með ykkur öllum; Jenný mín, Jóna, Bjarni, Ómar, Ævar, Erla, Vala og fjölskyldur. Stórt skarð er komið í líf ykkar sem seint mun gróa en minning um góðan dreng mun fylgja okkur í gegnum lífið. Ég mun aldrei gleyma þér. Kveðja, Fjóla Rún. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Þessar ljóðlínur úr Hávamálum komu upp í hugann þegar þau hörmulegu tíðindi bárust að Árni Þór í Litla-Sandfelli væri dáinn. Árni Þór ávann sér traust hvar- vetna í starfi, hann var ötull og verklaginn, reglusamur og prúður í framkomu og glaðlyndur. Hann var afar barngóður og börn tilbáðu hann í hvívetna. Við eigum erfitt með að sætta okkur við þegar ung- menni í blóma lífsins falla frá en örlög ráða okkar lífsferli og við skiljum ekki alltaf tilganginn. Elsku Jenný, Jóna og Bjarni, systkini og fjölskyldur þeirra, afi og amma, tengdaforeldrar, ætt- ingjar og vinir; megi Guð varð- veita ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Við þökkum Árna allt það góða sem hann gaf okkur og hugur okkar fylgir honum til nýrra heimkynna. Hans er sárt saknað en minningin um góðan dreng mun vaka með okkur um ókomna tíð. Guðmundur, Gréta, Júlíana og Garðar Örn á Vaði. Nú er hún amma Ír- is mín farin á betri stað og ég veit að henni líður loksins bet- ur. Mikið á ég eftir að sakna hennar, það var alltaf svo gott að fá að vera hjá henni. Mér leið alltaf svo vel, í róleg- heitunum hjá henni, þegar hún átti að vera að passa mig og síðustu ár- in var það spurning hver var að passa hvern. Guð geymi þig elsku amma og þakka þér fyrir ljúfu minningarnar ÍRIS LILJA SIGURÐARDÓTTIR ✝ Íris Lilja Sigurð-ardóttir fæddist á Freyjugötu 11 í Reykjavík 2. maí 1949. Hún lést á heimili sínu í Hafnar- firði fimmtudaginn 4. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaða- kirkju 11. mars. sem þú gafst mér og allt það réttlæti sem þú kenndir mér. Ég mun aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Ekki kenna öðrum um það sem tekst ekki. Illa látir þú skaltu segja frá því. Áður en þú reiðist skaltu segja satt. Allir eiga rétt á að lifa eins og þú. Reiðist þú skaltu ekki láta reiðina bitna á öðrum. Láttu alla stríðni sem vind um eyru þjóta. Ekki stríða, því að öllum líður illa þegar þeim er strítt. Illur fengur, illa forgengur. Krakkar þurfa ekki að vita allt. Innilega óska ég þér til hamingju, hafir þú lært þetta. Anna Íris Pétursdóttir. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.