Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 69

Morgunblaðið - 27.03.2004, Side 69
til 18.30. Föstudaginn 2. apríl: Föstudagur Jesú hjarta. Að kvöldmessu lokinni er til- beiðslustund til kl. 19.15. Alla föstudaga í lönguföstu: Krossferilsbæn kl. 17.30. Við erum hvött til að íhuga þjáningar Drottins og dauða og biðjum um miskunn hans og fyrirgefningu, okkur sjálfum og öðrum til handa. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16.00. Miðvikudaga kl. 20.00. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Miðvikudaga: Messa kl. 18.30. Föstudaginn 2. apríl: Föstudagur Jesú hjarta. Helgistund kl. 17.30 og messa kl. 18.30. Alla föstudaga í lönguföstu: Krossferilsbæn kl. 18.00 og messa kl. 18.30. Við erum hvött til að íhuga þjáningar Drottins og dauða og biðjum um miskunn hans og fyrirgefningu, okkur sjálfum og öðr- um til handa. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík, Barbörukapella, Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Alla fimmtu- daga: Rósakransbæn kl. 20.00. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10.00. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11.00. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16.00. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19.00. Akureyri, Kaþólska kirkjan, Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18.00. Sunnudaga: Messa kl. 11.00. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta sunnudag kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11:00 Sunnudagaskóli í Landakirkju. Mikill söngur, biblíusaga, biblíukerti og brúðu- heimsókn. Fjölmennum í kirkju með börnin. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og barnafræð- ararnir. Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Landa- kirkju. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Nú fer að styttast í fermingar, eru allir búnir að mæta í tíu messur? Fermingarbörn lesa ritning- arlestra. Prestur sr. Fjölnir Ásbjörnsson. Kl. 15:10 Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar. Prestur sr. Fjölnir Ás- björnsson. Kl. 20:30 Æskulýðsfundur í Landakirkju. Sr. Fjölnir Ásbjörnsson og leið- togarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferming- armessur kl. 10.30 og kl. 14. Organisti Antonia Hevesi. Kór Hafnarfjarðarkirkju. Prestar sr. Þórhallur Heimisson og sr. Gunnþór Þ. Ingason. Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Skemmtileg stund fyr- ir alla fjölskylduna. Messa með afrísku ívafi kl. 14. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir hér- aðsprestur þjónar fyrir altari ásamt dr. Péri Rasolondraibe frá Madagskar en hann mun einnig prédika. Flutt verður íslensk og afrísk trúartónlist af Beyene Gailassie frá Eþíópíu og fleira tónlistarfólki. Kaffisopi og samfélag á eftir. www.vidistadakirkja.is FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Góð og uppbyggileg stund fyrir alla fjölskylduna. Prestur: Sigríður Kristín Helgadóttir. Kammerkór Akraness heldur tónleika í kirkjunni kl. 20:30. ÁSTJARNARKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta í dag, laugardag 27. mars, kl. 13.30 í Hafnarfjarðarkirkju. Barnaguðsþjónusta sunnudag kl. 11–12 í samkomusal Hauka á Ásvöllum, Hafnarfirði. Kaffi, djús og kex, söng- og leikjastund eftir helgihaldið. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15. VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sunnudagaskólinn á sama tíma að venju. Kári Geirlaugsson, framkvæmdastjóri, pré- dikar. Starf Gídeonfélagsins kynnt. Börn borin til skírnar. Kirkjukórinn leiðir almenn- an safnaðarsöng. Organisti er Jóhann Bald- vinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar og Nanna Guð- rún djákni þjóna. Allir velkomnir. Fyrsta fermingarmessa vorsins í Garðasókn verð- ur í Vídalínskirkju kl. 13.30. Sr. Hans Mark- ús Hafsteinsson og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna. Allir velkomnir. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Síðasti sunnudaga- skóli vetrarins verður í sal Álftanesskóla kl. 11.00. Ásgeir Páll og Kristjana taka á móti börnunum að vanda og leiða skemmtilegt starf. Foreldrarnir eru hvattir til að mæta með börnunum. Prestarnir. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestur Baldur Kristjánsson. Organisti Julian E. Isaacs. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferming- armessa sunnudag kl. 10.30. Kór kirkj- unnar syngur undir stjórn Natalíu Chow Hewlett, organista. Meðhjálpari Ástríður Helga Sigurðardóttir. Baldur Rafn Sigurðs- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Ferming sunnudag kl. 10:30 (hópur 3, 8A í Holtaskóla). Guð- mundur Sigurðsson syngur einsöng. Ferm- ing kl. 14 (hópur 4, 8. B. í Holtaskóla), Steinn Erlingsson syngur einsöng. Boð- unardagur Maríu, Míka 5.2-3, Op. 21.3-7, Lúk. 1.26-38. Báðir prestarnir, Helga Hel- ena og Ólafur Oddur, þjóna við athafnirnar. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti og söngstjóri við báðar athafnir: Ester Ólafsdóttir. Meðhjálparar Laufey Kristjáns- dóttir og Leifur A. Ísaksson. Sjá nöfn ferm- ingarbarna í Vefriti Keflavíkurkirkju: kefla- vikurkirkja.is HVALSNESKIRKJA: Fermingarmessa í dag, laugardaginn 27. mars, kl. 10.30. Kór Hvalsneskirkju syngur. Organisti Steinar Guðmundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Fermingarmessa í dag, laugardaginn 27. mars, kl. 13.30. Kór Út- skálakirkju syngur. Organisti Steinar Guð- mundsson. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og alt- arisganga kl. 11 á boðunardegi Maríu. Kór Ísafjarðarkirkju syngur undir stjórn Huldu Bragadóttur. Guðrún Jónsdóttir syngur ein- söng. Tvær stúlkur fermast. Sókn- arprestur. LAUGALANDSPRESTAKALL: Sunnudaginn 28. mars verður messa á Hólum kl. 13:30. Sóknarprestur. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Guðsþjón- usta fyrir allt prestakallið sunnudag kl. 14. Boðunardagur Maríu. Kirkjukaffi á prests- setrinu eftir guðsþjónustuna. Allir velkomn- ir. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn kl. 11. Kristín Bjarnadóttir, starfsmaður Kristniboðssambandsins segir frá kristni- boði og börnum í Afríku. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Fræðsla og molasopi eftir messu. Kristín Bjarnadóttir fjallar um konur í Kenýju og sýnir myndir frá kvenna- námskeiði í brennheitri sléttu í Pókot. Tón- leikar kl. 17. Ungverski orgelleikarinn László Attila Almásy leikur verk eftir Bach, Kodály, Liszt o.fl. Miðaverð 1000 kr. ÆFAK kl. 20. GLERÁRKIRKJA: Laugardagur 27.mars: Kirkjuskóli fyrir 1–.4. bekk kl. 11.00. Bibl- íusögur, söngur, leikir og lofgjörð til upp- byggingar og þroska fyrir börnin. TTT starf kl 12.30. Sérstök samvera í kirkjunni fyrir tíu til tólf ára. Fræðsla leikir og lofgjörð. Börn á þessum aldri hvött til að koma. Sunnudag- ur 28. mars: Barnasamvera og messa kl. 11.00. sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Organisti Hjörtur Steinbergsson. Ath: mun- ið orgeltónleika Laszló Attila ALMÁSY í Ak- ureyrarkirkju kl.17. KFUM og KFUK, Akureyri: Kristniboðs- samkoma sunnudag kl. 20.30. Ræðumað- ur Kristín Bjarnadóttir. Allir velkomnir. LAUFÁSPRESTAKALL: Svalbarðskirkja: Kyrrðarstund sunnudagskvöld kl. 21. LJÓSAVATNSPRESTAKALL: Þorgeirs- kirkja. Kyrrðarstund mánudagskvöld kl. 20. VALÞJÓFSSTAÐARKIRKJA: Sunnudagur kl. 11 barnaguðsþjónusta. Sunnudagaskólinn í Fellabæ kemur í heimsókn. Allir velkomn- ir. Kl. 20 gospelmessa. Muff Warden ásamt Eydísi Jóhannsdóttur og Birgi Bald- urssyni sjá um tónlistarflutning og leiða al- mennan söng. Sveitarstjórn Fljótsdals- hrepps býður kirkjugestum í kaffi í félagsheimilinu Végarði að lokinni gosp- elmessu. Allir velkomnir. Sóknarprestur. Lofgjörðarstund með Þorvaldi Halldórssyni á Fáskrúðsfirði miðvikudaginn 31. mars: Uppsalir kl. 16, Fáskrúðsfjarðarkirkja kl. 20. Hérað: fimmtudaginn 1. apríl: Kirkju- selið í Fellabæ kl. 20. Kirkjumiðstöð Aust- urlands og sóknarprestar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. TORFASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Síðasti sunnudagaskóli á þessum vetri verður á sama tíma. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Guðsþjónustur verða síðan á Ljósheimum kl. 14.30 og Heilbrigð- isstofnun Suðurlands kl. 15.15. Aftan- söngur á föstu þriðjudaginn 30. mars kl. 17.30. Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldra- samvera miðvikudag kl. 11. Fáum heim- sókn frá Hárgreiðslustofunni Ozon. Æsku- lýðsfundur miðvikudag kl. 20. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi: Föstu- messa með altarisgöngu á miðvikudag kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guð- mundur Óli Ólafsson annast messugerðina ásamt sóknarpresti. Sr. Rúnar Þór Egilsson. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Eyrarbakkakirkja. MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 69 Messa með afrísku ívafi MESSA með afrísku ívafi verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnu- daginn 28. mars kl. 14. Prestur er sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, hér- aðsprestur í Kjalarnessprófasts- dæmi, og dr. Péri Rasolondraibe prédikar. Dr. Péri er frá Madagaskar og er yfirmaður deildar um trúboð og þró- unarstarf kirknanna hjá Lútherska heimssambandinu. Tónlist í athöfn- inni verður í bland íslensk og afrísk trúartónlist. Beyene Gailassie frá Eþíópíu ásamt fleirum mun aðstoða við tónlistarflutning. Fjölskylduguðsþjón- usta með þátttöku barnakóranna í Breið- holtskirkju Á MORGUN, sunnudaginn 28.mars, verður fjölskylduguðsþjónusta í Breiðholtskirkju kl. 11. Þar syngja barnakórar kirkjunnar undir stjórn Sigrúnar M. Þórsteinsdóttur Að guðsþjónustunni lokinni verð- ur seldur léttur málsverður til styrktar barnakórunum. Við viljum hvetja sóknarbúa og aðra til þátt- töku í þessari guðsþjónustu, með því að eiga fyrst uppbyggilega stund í húsi Drottins og nota síðan þetta tækifæri til að leggja starfi barna- kórsins lið með því að þiggja góðar veitingar. Verið öll velkomin. Kolaportsmessa HELGIHALD þarfnast ekki hús- næðis heldur lifandi fólks. Kirkja Jesú Krists er ekki steypa, heldur lifandi steinar, manneskjur af holdi og blóði. Þess vegna er hægt að fara út úr kirkjubyggingum með helgi- hald og fagnaðarerindið og mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af því bjóðum við til guðs- þjónustu í Kolaportinu næsta sunnu- dag 28. mars kl. 14:00. Hildur Eir Bolladóttir guðfræðinemi predikar og þjónar ásamt Jónu Hrönn Bolla- dóttur miðborgarpresti og Kjartani Jónssyni framkvæmdastjóra KFUM/KFUK. Þorvaldur Hall- dórsson tónlistarmaður mun leiða lofgjörðina. Áður en Kolaportsmessan hefst kl.13:40 mun Þorvaldur Halldórsson flytja þekktar dægurperlur. Þá er hægt að leggja inn fyrirbænarefni til þeirra sem þjóna í guðsþjónustunni áður en stundin hefst. Í lok stund- arinnar verður blessun með olíu. Guðsþjónustan fer fram í kaffi- stofunni hennar Jónu í Kolaportinu sem ber heitið Kaffiport, þar er hægt að kaupa sér kaffi og dýrindis meðlæti og eiga gott samfélag við Guð og menn. Það er gott að koma í Kolaportið því það er fyrst og fremst mannlífstorg. Það eru allir velkomn- ir. Miðborgarstarf KFUM&KFUK og kirkjunnar. Hátíð í Hallgrímskirkju DAGSKRÁ sunnudagsins (boð- unardags Maríu) verður mjög fjöl- breytt í Hallgrímskirkju. Messa og barnastarf verður kl. 11.00. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir djákni hefur umsjón með barnastarfinu. Hópur úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Björns Steinars Sól- bergssonar organista. Eftir messu verður aðalfundur safnaðarins með hefðbundinni dag- skrá. Kl. 14.00 verður ensk messa í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar og kl. 16.00 síðdegis verða hátíða- tónleikar á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju, en flutt verður kantatan Meine Seel erhebt den Herren og Magnificat – Önd mín lof- ar Drottin eftir J.S. Bach og Magn- ificat eftir D. Buxtehude. Flytj- endur: Mótettukór Hallgrímskirkju, kammersveit Hallgrímskirkju, ein- söngvararnir: Marta Guðrún Hall- dórsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran, Gunnar Guðbjörnsson tenór og Magnús Baldvinsson bassi. Stjórnandi: Hörð- ur Áskelsson, kantor. Háskólakórinn og Vox Academia í Langholtskirkju SUNNUDAGINN 28. mars verður boðunardagur Maríu haldinn hátíð- legur með messugjörð kl. 11 í Lang- holtskirkju. Séra Petrína Mjöll Jó- hannesdóttir predikar en Háskólakórinn og Vox Academia syngja undir stjórn Hákonar Leifs- sonar m.a. verk eftir Bach. Kórarnir halda tónleika í Lang- holtskirkju miðvikudaginn 31. mars. Barnastarfið hefst í kirkjunni. Kaffi- sopi eftir messu. Sunnudagaskólinn í Árbæjarskóla FERMINGAR hefjast í Árbæjar- og Grafarholtssöfnuði á sunnudag 28. mars. Sunnudagaskólinn verður því tvo næstu sunnudaga 28. mars og 4. apr- íl í Árbæjarskólanum. Rebbi refur hlakkar mjög mikið til að koma í skólann því hann hefur aldrei áður komið í skóla. Skólinn allur mun óma í söng barna og fullorðinna eins og verið hefur í vetur. Hressing verður á eftir, kaffi, ávaxtasafi og kex! Við látum ekki deigan síga heldur mætum hress og kát og sjáum hvernig rebba ref reiðir af í skólanum. Hvort hann hegði sér ekki vel og fari eftir skólareglum. Prestarnir og starfsfólk kirkj- unnar. Sameiginleg föstuguðsþjónusta Á undanförnum árum hafa elli- málaráð Reykjavíkurprófastsdæma og kirkjurnar í prófastsdæmunum staðið fyrir sameiginlegri föstuguðs- þjónustu í tengslum við kirkjustarf aldraðra. Að þessu sinni verður föstuguðs- þjónustan í Breiðholtskirkju fimmtudaginn 1. apríl kl. 14:00. Prestar eru: sr. Lárus Halldórsson fv. sóknarprestur og sr. Gísli Jón- asson prófastur. Karlakórinn Kátir karlar syngur og leiðir almennan söng undir stjórn Sigrúnar M. Þór- steinsdóttur. Eftir guðsþjónustuna eru kaffi- veitingar í boði Breiðholtssóknar. Allir eru velkomnir og eru eldri borgarar sérstaklega hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni. Boðunardagur Maríu og kaffisala Á MORGUN, sunnudaginn 29.mars, höldum við heilagan boðunardag Maríu guðsmóður. Messað verður í Dómkirkjunni kl. 14. Ræðumaður dagsins er Gunnar Eyjólfsson leik- ari. Dómkórinn syngur og organisti er Sigrún Þorsteinsdóttir. Altaris- þjónustu annast sr. Hjálmar Jóns- son. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar verður með kaffiveitingar í Safnaðarheimili kirkjunnar eftir messuna. Kirkjunefndin hefur unnið að fegrun kirkjunnar gegnum tíðina og styrkir mörg góð málefni sem söfnuðurinn ber fyrir brjósti. Kaffi- salan er öðrum þræði fjáröflun nefndarinnar. En fyrst og fremst er- um að ræða samfélag í góðum hópi fólks í kirkjusamfélaginu. Allir vel- komnir. Kirkjunefndin. KIRKJUSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.