Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 70
FRÉTTIR
70 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Upplýsingar í síma 588 8899 og á www.kfum.is Vatnaskógur – sumarbúðir fyrir hressa stráka
– úr harðsperrum eftir viðburðaríkan dag í Vatnaskógi
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
1
1
7
0
3
•
s
ia
.i
s
Skráning hefst 31.
mars kl. 8.00
Alveg að drepast
Í GEGNUM tíðina hefur maðurinn
lært margt með því að fylgjast með
náttúrunni og reyna að líkja eftir því
sem þar gerist. Garðyrkja er þar
ekki undanskilin því menn uppgötv-
uðu snemma að plöntur hafa fleiri en
eina leið til að fjölga sér. Auk hefð-
bundinnar kynæxlunar geta plöntur
fjölgað sér á kynlausan hátt, það er
án þess að frjóvgun eigi sér stað.
Þessar kynlausu fjölgunarleiðir
plantna eru af ýmsum toga. Sumar
plöntur safna forða í rætur sínar eða
neðanjarðarstöngla og bæta þannig
smám saman við sig ár frá ári. Lauk-
plöntur mynda lauka neðanjarðar og
geta litlir hliðarlaukar vaxið út frá
móðurlaukunum. Þessa hliðarlauka
má svo nota til fjölgunar. Enn frem-
ur hafa ýmsar tegundir af liljuætt
þróað með sér þriðju fjölgunar-
aðferðina; auk fræja og lauka neð-
anjarðar mynda þessar tegundir
litla æxlilauka í blaðöxlum og geta
þeir nýst til fjölgunar.
Trjátegundir hafa margar hverjar
einnig komið sér upp kynlausum
fjölgunarleiðum. Íslenski reynivið-
urinn getur fjölgað sér með rót-
arskotum en það eru litlar reynivið-
arplöntur sem vaxa upp af rótakerfi
móðurplöntunnar. Blæösp og þyrni-
rós eru önnur dæmi um trjákenndar
íslenskar plöntur sem fjölga sér með
rótaskotum. Sveiggræðsla er fjölg-
unaraðferð sem hægt er að nota á
ýmsar trjáplöntur. Upphaflega tóku
menn eftir því að trjágreinar sem
svignuðu niður og komust í snert-
ingu við jarðveg, gátu myndað ræt-
ur. Þessi aðferð gagnast einkar vel á
trjá- og runnategundir sem erfitt er
að fjölga með græðlingum.
Ágræðsla er fjölgunaraðferð sem
gengur út á það að lítil grein af sér-
stakri plöntu er grædd ofan á rót af
annarri plöntu og upp vex ný planta
samsett úr tveimur eða jafnvel fleiri
plöntum. Talið er að ágræðsluað-
ferðin eigi uppruna sinn að rekja til
þess að menn tóku eftir því að þar
sem tré standa þétt saman geta
greinar tveggja mismunandi ein-
staklinga vaxið saman ef greinarnar
eru hvor fast upp við aðra og hreyf-
ast ekki mikið. Vitað er að Kínverjar
vissu heilmikið um ágræðslu löngu
fyrir Krists burð og Rómverjar voru
eldklárir í ágræðslu. Þeir notuðu ág-
ræðsluaðferðina meðal annars á
ólífutré en þau eru alræmd fyrir það
hversu erfitt er að fjölga þeim kyn-
laust. Á miðöldum jukust vinsældir
ágræðslunnar til muna í kjölfar
landafundanna miklu og gríðarlegra
flutninga á plöntuefniviði milli
heimsálfa en smám saman varð ljóst
að þessar fjölgunaraðferðir væru
sérstaklega heppilegar við fjölgun
aldintrjáa.
Til eru ótal aðferðir við ágræðslu.
Neðri hluti plöntunnar, sá sem
myndar rótakerfið og hugsanlega
neðri hluta stofnsins, kallast grunn-
stofn en litla greinin sem grædd er
ofan á grunnstofninn nefnist
ágræðslukvistur. Nauðsynlegt er að
skera plöntuhlutana
þannig til að skurðir
grunnstofns og
ágræðslukvists passi
saman. Þessir plöntu-
hlutar þurfa einnig að
vera skyldir hvor öðr-
um því annars geta
þeir ekki vaxið saman.
Það er til dæmis ekki
hægt að græða saman
í eina plöntu appels-
ínu- og eplatré eða
greni og birki en hins
vegar er hægt að hafa
margar mismunandi
gerðir af eplum á
sama trénu.
Ýmsar ástæður
geta verið fyrir því að nota ágræðslu
en ekki einhverja aðra, ódýrari fjölg-
unaraðferð. Sumum tegundum er
erfitt eða jafnvel ómögulegt að
fjölga á annan hátt, hægt er að fá
fram plöntur sem þola erfiðari að-
stæður en ágræðslukvisturinn einn
og sér þolir og svo er þetta einkar
sniðug leið til að framkalla öðruvísi
vaxtarlag hjá plöntum.
Ágræðsla er ekki mikið stunduð á
Íslandi en þó er eitthvað um það að
garðyrkjumenn fikti við hana. Hér-
lendis er einungis hægt að fram-
kvæma þessa fjölgunaraðferð innan-
dyra og er það þá gert að vetrarlagi
eða snemma vors. Plöntuhlutarnir
eru skornir til eftir
kúnstarinnar reglum og
þeir bundnir saman
með sérstökum teygj-
um eða þunnu plasti.
Ágræðslustaðurinn er
svo þakinn með vaxi til
að koma í veg fyrir að
hann þorni upp áður en
plöntuhlutarnir hafa
náð að gróa saman. Eft-
ir ágræðsluna þarf svo
að geyma plönturnar í
röku og hlýju umhverfi
þar til ágræðslan hefur
tekist.
Íslendingar hafa tek-
ið ágræddum plöntum
fagnandi og nota mikið
af ágræddum skrautplöntum sem
sést best á fjölda hengibaunatrjáa,
garðagullregns, hengigullregns, eð-
alrósa og margra annarra ágræddra
tegunda sem auðga flóru garða okk-
ar. Ágræddar plöntur með sérstakt
vaxtarlag eru notaðar stakstæðar og
setja skemmtilegan svip á garðinn.
Það er því alveg tilvalið að splæsa á
sig eins og einni ágræddri skraut-
plöntu af einhverju tagi í sumar og
slást í hópinn með hinum smekklegu
Íslendingunum. Þessar plöntur eru
,,inni“.
Ágræðsla
Caragana arborescens ’Pendula‘ – Hengibaunatré.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
507. þáttur
Guðríður Helgadóttir
garðyrkjufræðingur
Lauf fagnar 20 ára afmæli.
Landssamtök áhugafólks um
flogaveiki fagna á þessu ári að 20
ár eru liðin frá stofnun þeirra. Af
því tilefni býður Lauf félögum og
öðrum velunnurum til afmæl-
isveislu í dag, lagardaginn 27.
mars kl. 15–17 að Hátúni 10, 9.
hæð. Forseti Íslands, Ólafur
Ragnar Grímsson, kemur í heim-
sókn. Frumkvöðlar að stofnun
samtakanna þau Sigríður Ólafs-
dóttir fyrsti formaður samtakanna
og Sverrir Bergmann sérfræð-
ingur í taugasjúkdómum ræða um
upphafs ár félagsins og Hilmir
Snær Guðnason leikari skemmtir
gestum.
Opinn dagur í Waldorf-skólanum
Sólstöfum. Waldorf-skólinn Sól-
stafir í Reykjavík verður með op-
inn dag í húsnæði sínu að Hraun-
bergi 12 í dag, laugardaginn 27.
mars, kl. 11–16.
Sólstafir er einkarekinn grunn-
skóli og eru 33 nemendur í skól-
anum í vetur á aldrinum 5–15 ára.
Starf skólans byggist á kennslu og
uppeldisfræði Rudolfs Steiners,
segir í fréttatilkynningu.
Í DAG
Kynning á tölvunámi við Háskól-
ann í Skövde. Mánudaginn 29.
mars verður kynning á tölvunámi
við Háskólann í Skövde í Svíþjóð á
Íslandi. Kynningin verður í Upplýs-
ingastofu um nám erlendis að Nes-
haga 16 í Reykjavík, kl. 13–16.
Háskólinn í Skövde býður upp á BS-
nám á sviði tölvufræða auk þess
sem kostur gefst á meistaranámi í
tölvunarfræðum og líftölvunarfræði
við skólann.Við Háskólann í Skövde
fara meðal annars fram rannsóknir
á sviðum rauntímakerfa, gervi-
greindar, gagnagrunna, þróun upp-
lýsingakerfa, hugfræði og líftölv-
unarfræði.
Umsóknarfrestur rennur út 15. maí
fyrir íslenska umsækjendur. Al-
mennar forkröfur eru stúdentspróf.
Umsóknarblað og upplýsingaefni á
íslensku er að finna á alnetinu:
www.his.se/iki/island/
Nám á haustönn hefst í lok ágúst.
Íslenskum umsækjendum verður
veitt aðstoð við útvegun húsnæðis.
Boðið er upp á sænskunámskeið í
byrjun haustannar.
Skráning í orlofsvikur Bergmáls.
Líknar- og vinafélagið Bergmál
býður langveikum, blindum og
krabbameinssjúkum til einnar viku
dvalar í sumar að Sólheimum í
Grímsnesi, þeim að kostnaðarlausu.
Fyrri vikan verður 21.–28. maí en
síðari vikan verður 26. ágúst–2.
september. Á dagskrá verður m.a.
kvöldvökur þar sem listafólk kemur
fram.
Umsóknir þurfa að berast stjórn
Bergmáls líknar- og vinafélag
Fjarðarási 10, Reykjavík, fyrir 1.
maí nk.
Alþjóðleg próf í spænsku. Föstu-
daginn 14. maí 2004 heldur Háskóli
Íslands alþjóðleg próf í spænsku.
Prófin eru haldin á vegum Menning-
armálastofnunar Spánar (Instituto
Cervantes) og farið er yfir prófin á
Spáni. Innritun fer fram í Tungu-
málamiðstöð HÍ sem er í kjallara
Nýja Garðs. Frestur til að innrita
sig rennur út 7. apríl.
Boðið er upp á 3 mismunandi próf:
Nivel inicial, Nivel intermedio og
Nivel superior. Nivel inicial miðast
við tveggja ára nám í framhalds-
skóla, Nivel intermedio er ætlað
þeim sem hafa lokið áföngum 600
eða 700 í framhaldsskóla og dvalið í
spænskumælandi landi. Nivel su-
perior krefst mjög góðrar spænsku-
kunnáttu, B.A. eða samsvarandi og
þekkingar á menningu Spánar.
Próftökugjald er 7.500 kr. fyrir Niv-
el inicial, 9.500 kr. fyrir Nivel int-
ermedio og 12.000 kr. fyrir Nivel
superior.
Nánari upplýsingar um prófin og
innritun fást hjá Tungumálamiðstöð
Háskóla Íslands: ems@hi.is
Aðalfundur Félags áhugamanna
um sögu læknisfræðinnar verður
haldinn laugardaginn 3. apríl kl. 11 í
Lyfjafræðisafninu við Neströð á
Seltjarnarnesi. Á fundinum mun
Stefán Pálsson sagnfæðingur flytja
fyrirlesturinn: „Var svartidauði
fuglaflensa?“ – Deilur vísindamanna
um orsakir og eðli miðaldaplág-
unnar á Íslandi og í Evrópu.
Á NÆSTUNNI
EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur
borist frá Kára Stefánssyni:
„Á undanförnum vikum hafa birst
í DV greinar um mig og samstarfs-
menn mína sem voru að öllum lík-
indum skrifaðar til þess að gefa það í
skyn að við hefðum stundað vafasöm
viðskipti með hlutabréf í því fyrir-
tæki sem við vinnum hjá. Ég ætla
mér ekki að svara þeim skáldskap
enda er skáldskapur þess eðlis að
annaðhvort nýtur maður hans eða
ekki. Maður svarar honum ekki. Í
dag birtist enn ein greinin um okkur
í DV undir fyrirsögninni „Keyptu í
FBA fyrir peninga frá Panama“.
Helmingur fyrirsagnarinnar er
sannur. Við keyptum hlut í FBA en
seinni helmingur fyrirsagnarinnar
er hreinn skáldskapur, kaupin voru
fjármögnuð af FBA sjálfum og höfðu
ekkert með ríki í Suður-Ameríku að
gera. Kaupin voru gerð í gegnum
fyrirtæki í Lúxemborg sem hafði
þann tilgang einan að eiga þessi
hlutabréf enda var það alsiða á þeim
tíma að hýsa hlutabréfaeign í slíkum
fyrirtækjum.“
Yfirlýsing frá
Kára Stefánssyni