Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 71

Morgunblaðið - 27.03.2004, Page 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 71 sæti, Sigþór Bessi Bjarnason, Menntaskólanum í Reykjavík, 8. sæti, Daði Rúnar Skúlason, Menntaskólanum í Reykjavík, 9. sæti, Salvör Egilsdóttir, Mennta- skólanum í Reykjavík og Finn Ulf Dellsén, Menntaskólanum á Ak- ureyri, í 10.–11. sæti, Hörður Kristinn Heiðarsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, 12. sæti, Jón Emil Guðmundsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, 13. sæti, Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 14. sæti, Inga Steinunn Helgadótt- ir, Menntaskólanum á Akureyri, 15. sæti, Pétur Ólafur Að- algeirsson, Menntaskólanum við ÚRSLIT í stærðfræðikeppni fram- haldsskólanema 2003–2004 fóru fram 13. mars sl. Til úrslita kepptu 29 framhaldsskólanemar, úr sex skólum, en þeir höfðu verið valdir úr hópi tæplega 500 nem- enda eftir undankeppni í haust. Sigurvegari í stærðfræðikeppn- inni annað árið í röð varð Hösk- uldur Pétur Halldórsson, nemandi í fimmta bekk í Menntaskólanum í Reykjavík. Hlaut hann fullt hús stiga. Meðalárangur nemenda varð hins vegar 23 stig af 60 mögu- legum. Í öðru sæti í keppninni varð Örn Arnaldsson, nemandi úr sjötta bekk Menntaskólans í Reykjavík, og í þriðja sæti varð nafni hans Örn Stefánsson, sem er nemi á öðru ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hafa þessir þrír piltar verið valdir í landslið Ís- lands fyrir Ólympíukeppnina í stærðfræði í Aþenu í sumar. Í þau þrjú landsliðssæti sem enn eru óskipuð verður valið eftir að Norræna stærðfræðikeppnin hefur farið fram hinn 1. apríl. Í Norrænu keppninni munu taka þátt þeir nemendur sem best stóðu sig í úrslitum stærð- fræðikeppni framhaldsskólanema, en þeir eru auk þeirra þriggja pilta sem getið var hér að ofan: Hringur Grétarsson, Mennta- skólanum í Reykjavík, sem varð í 4. sæti, Líney Halla Kristinsdóttir, Menntaskólanum við Hamrahlíð, 5. sæti, Ólafur Torfi Yngvason, Menntaskólanum í Reykjavík, 6. sæti, Davíð Halldór Kristjánsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 7. Sund og Össur Ingi Emilsson, Menntaskólanum í Reykjavík, 16.– 17. sæti og Fannar Traustason, Iðnskólanum í Reykjavík, 18. sæti. Fyrirtækið KB banki gaf þrem- ur efstu keppendunum pen- ingaverðlaun, en þeir kostuðu jafnframt alla framkvæmd keppn- innar. Örn Arnaldsson, Höskuldur Pétur Halldórssson og Örn Stefánsson. Úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema „FUNDUR í Læknaráði HSS sem haldinn var 5. febrúar sl. lýsir yfir áhyggjum af þróun öldrunarmála á Selfossi og í nágrenni,“ segir í ályktun frá ráðinu sem borist hefur Morgun- blaðinu. Þar segir einnig: „Ljóst er að fyrirliggjandi sparnað- aráform stjórnvalda muni skerða heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi. Mest mun það bitna á þeim sem nýta þjónustuna mest, þ.e. öldruðum. Fækkun vistrýma á hjúkrunar- heimilinu Ljósheimum er óviðunandi neyðarúrræði þar sem fjöldi vistrýma fyrir aldraða er óvíða lægra miðað við höfðatölu en einmitt á Selfossi. Von- ast er til að stjónvöld bregðist eins skjótt og auðið er við neyðarástandi í hjúkrunarvanda aldraðra á Selfossi. Þau eru hvött til þess að standa við gefin loforð og að fjárveitingavald hagi fjárveitingum til heilbrigðis- rekstrar í samræmi við lög og reglu- lgerðir. Jafnframt lýsir læknaráð yfir ánægju sinni með nýlega samþykkt nefndar um opinberar byggingar að leyfa útboð vegna nýbyggingar sem leysa mun vandann að hluta.“ Hafa áhyggjur af öldr- unarmálum á Selfossi FYRIRTÆKI TIL SÖLU www.fyrirtaekjasala.is Síðumúla 15 • Sími 588 5160 Gunnar Jón Yngvason lögg. fasteigna- og fyrirtækjasali

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.