Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 27.03.2004, Qupperneq 78
ÍÞRÓTTIR HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna: Ásgarður: Stjarnan - Valur ..................16.30 Kaplakriki: FH - Fram .........................16.30 KA-heimilið: KA/Þór - Grótta/KR.......16.30 Vestmannaeyjar: ÍBV - Haukar ..........16.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, úrslit, annar leikur: Kennaraháskóli: ÍS - Keflavík...................15 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin, und- anúrslit, fjórði leikur: Keflavík: Keflavík - UMFG..................19.15 Mánudagur: 1. deild kvenna, úrslit, þriðji leikur: Keflavík: Keflavík - ÍS ..........................19.15 KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni Efri deild karla, A-riðill: Fífan: Haukar - KA....................................14 Neðri deild karla, A-Riðill: Reykjaneshöll: ÍH - Sindri ........................14 Neðri deild karla, B-riðill: Reykjaneshöll: KFS - ÍR...........................16 Sunnudagur: Deildabikarkeppni Efri deild karla, B-riðill: Egilshöll: ÍA - Þróttur R............................18 Neðri deild karla, C-riðill: Fífan: Skallagrímur - KS...........................15 Neðri deild karla, A-riðill: Fjölnir - Víðir..............................................20 Efri deild kvenna: Fífan: Stjarnan - ÍBV.................................13 Reykjavíkurmót Neðri deild kvenna: Egilshöll: Þróttur R. - HK/Víkingur ........14 BLAK Laugardagur: 1. deild kvenna: Digranes: HK - Þróttur N. ........................16 Hagaskóli: Þróttur R. - KA .......................16 1. deild karla: Hagaskóli: Þróttur R. - HK.......................14 BORÐTENNIS Íslandsmeistaramótið í borðtennis fer fram í Íþróttahúsi TBR í dag og á morgun, sunnudag. Keppni hefst kl. 10 í dag og kl. 11 á sunnudag. Úrslitaleikir í einliðaleik karla og kvenna hefjast kl. 14. TENNIS Íslandsmeistaramótið í hófst í gær í Sport- húsinu í Kópavogi og verður því framhaldið í dag og á morgun en þá er ráðgert að úr- slitaleikir verði háðir. Áætlað er að úrslita- leikurinn í karlaflokki hefjist kl. 16.30 og úrslitaleikurinn í kvennaflokki um hálftíma síðar. GLÍMA Sveitaglíma Íslands fer fram á Laugarvatni í dag og hefst kl. 13:00. Keppt verður í níu flokkum og eru 19 sveitir skráðar til leiks. UM HELGINA EYJAMENN ætla að leika heima og heiman gegn Nürnberg frá Þýskalandi í undanúrslitum Áskorendabikars kvenna í handknattleik. Þetta var ákveðið síðdegis í gær en ÍBV fékk fyrr í vikunni tilboð frá Nürnberg um að leika báða leikina í Þýskalandi og útlit var fyrir að Eyjamenn þyrftu að taka því vegna mikils kostnaðar við þátttöku liðs þeirra í keppninni í vetur. „Það er mikill léttir að hafa náð að tryggja þetta og nú stefnum við ótrauð að því að slá þýska liðið út og komast í úr- slit keppninnar. Ég tel að það sé vel hægt. Vestmannaeyjabær ætlar að styðja dyggilega við bakið á okkur svo við náum end- um saman, auk þess sem góðir menn ætla að leggja okkur lið við að kljúfa þetta fjárhagslega. Með þau loforð upp á vasann ákváðum við að láta slag standa og spila heima og heiman þó ljóst sé að tapið á þessari umferð verði á bilinu hálf til ein milljón króna,“ sagði Hlynur Sigmarsson, varaformaður handknattleiksráðs kvenna hjá ÍBV, við Morgunblaðið í gær. Fyrri leikur ÍBV og Nürnberg fer fram í Þýskalandi laug- ardaginn 17. apríl klukkan 18 að staðartíma en sá síðari verð- ur háður í Vestmannaeyjum laugardaginn 24. apríl klukkan 16.30. ÍBV heima og heiman gegn Nürnberg VIGNIR Svavarsson, leikmaður Hauka, var í gær kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem mætir Frökkum í tveimur vináttulands- leikjum ytra á mánudag og miðvikudag. Gunnar meiddist í hægri kálfa á dögunum og við lækn- isskoðun í fyrrakvöld virtist sem það gæti verið alvarlegt. Fer hann í nánari skoðun um helgina hjá lækni þýska liðsins Wetzlar, en með því leikur hann. „Ég hafði ekki mikinn fyrirvara á að kalla inn annan leikmann en ákvað að velja Vigni, fyrst og fremst til þess að leysa varnarhlutverkið þar sem ljóst er að ég verð án fimm sterkra varnarmanna í leikjunum við Frakka,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, í samtali við Morgunblaðið í gær þar sem hann var staddur í Lundúnum á leið til Parísar. Leikmennirnir fimm sem Guðmundur nefnir eru auk Gunnars Sigfús Sigurðsson, Patrekur Jó- hannesson, Jaliesky Garcia og Ólafur Stefánsson, en allir eru þeir meiddir að Ólafi undanskildum. Vignir í stað Gunnars Bergs Leikmenn Snæfells fá kærkomiðfrí fram að úrslitarimmunni sem hefst fimmtudaginn 1. apríl. Á meðan eigast Grindavík og Kefla- vík við í hinni undanúrslitarimm- unni og fari hún í fimm leiki þá verður síðasti leikurinn þriðjudag- inn 30. mars. „Þetta er gott frí sem við fáum og kemur á góðum tíma því það hafa verið veikindi og meiðsli hjá okkur og við höfum ekki verið með fullt lið síðan í fyrsta leiknum gegn Hamri. Nú ættu menn að geta gefið sér tíma til að jafna sig og vonandi verða allir heilir þegar úrslitarimman hefst,“ segir Bárður. En skyldi þjálfarinn hafa átt von á að vinna Njarðvík í þremur leikj- um? „Ég veit eiginlega ekki hverju maður á von á. Allir keppnismenn fara í leiki til að vinna og því á sig- ur auðvitað ekki að koma mönnum á óvart. Njarðvík er með mjög sterkt lið og það þarf gott lið til að leggja þá. Við gerðum það í þrem- ur leikjum. Mér er alveg sama hvrot við fáum Keflavík eða Grindavík. Þeg- ar komið er þetta langt í keppninni er ekkert í boði nema sterk lið og ég hræðist hvorugt liðið. Bæði er með góðar skyttur en við höfum sýnt að við getum stöðvað skot liða af löngu færi, höfum ekki fengið neinn aragrúa af þriggja stiga körfum á okkur í leikjum. Við reynum að setja upp okkar leik og láta mótherjana hafa áhyggjur af okkur,“ sagði Bárður. Spurður um hvort mikið hafi verið um dýrðir í Hólminum eftir sigurinn sagði Bárður: „Já auðvit- að, menn fóru á kaffihús til að fagna og við gáum okkur daginn í dag og morgundaginn til að gleðj- ast en síðan hefjumst við handa við æfingar á ný. Þetta var auðvitað með ólíkindum því hingað til höfum við fylgst með þessum leikjum úr fjarlægð og reynt að samgleðjast öðrum liðum. Núna stöndum við hins vegar sjálfir í þessum sporum og það er frábært.“ Erum rétt að kom- ast niður á jörðina „ÞETTA var auðvitað alveg frábært og menn eru rétt að komast nið- ur á jörðina – ef menn eru þá komnir svo langt,“ sagði Bárður Ey- þórsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Snæfells, sem í fyrrakvöld tryggði sér rétt til að leika í úrslitum úrvalsdeildar karla eftir að hafa lagt Njarðvík í þremur leikjum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bárður Eyþórsson Bárður Eyþórsson, þjálfari Snæfells, ánægður með árangurinn ÁRSÞING Handknattleikssambands Íslands samþykkti í gær að gera lít- illegar breytingar á keppnisfyrir- komulaginu fyrir næstu leiktíð. Þing- ið felldi tillögu KA um að leika með átta liða deild og þrefalda umferð en samþykkti tillögu milliþinganefndar um keppnisfyrirkomulagið. Á næstu leiktíð verður því leikið með sama sniði og nú, fyrst forkeppni í tveimur riðlum, þá úrvalsdeild og 1. deild og loks úrslitakeppnin sjálf. Breytingin sem samþykkt var gerir það að verkum að þau lið sem komast í úrvalsdeildina úr forriðlunum tveim- ur taka með sér stigin gegn þeim lið- um í riðlinum sem fara með þeim í úr- valsdeildina. Þetta fækkar leikjum aðeins því segjum sem svo að úr öðr- um riðlinum fari Reykjavíkurfélögin Fram, Valur, ÍR og Grótta/KR í úr- valsdeild. Innbyrðisleikir liðanna standa þá í úrvalsdeildinni og þau leika ekki á ný í úrvalsdeildinni. Keppninni breytt ÚRSLIT Óvissa með Hermann í dag ALAN Curbishley, knatt- spyrnustjóri Charlton Athletic, sagði í gær að óvíst væri að hann myndi nota íslenska landsliðs- manninn Hermann Hreið- arsson þegar Charlton tek- ur á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Her- mann meiddist í læri í síð- asta leik, gegn Newcastle, og Curbishley sagðist ekki vilja taka neina óþarfa hættu með leikmenn á þess- um tíma árs. Þrír aðrir varnarmenn eru frá vegna meiðsla hjá Charlton, þeir Richard Rufus, Gary Ro- wett og Mark Fish, en liðið er í harðri baráttu við Villa og fleiri félög um fjórða sætið í úrvalsdeildinni, sem gefur þátttökurétt í for- keppni Meistaradeildar Evrópu. því ekki verið með 20 ára liðinu við æfingar næstu daga. Hópurinn er annars skipaður eftirtöldum leik- mönnum: Björgvin Gústavsson, HK, Stefán Guðnason, KA, Pálmar Pét- ursson, Valur, Davíð Hlíðdal Svans- son, Aftureldingu. Aðrir leikmenn: Andri Númason, Víkingi, Andri Stef- an, Haukum, Árni Björn Þórarinsson, KA, Árni Þór Sigtryggsson, Þór, Davíð Guðnason, Víkingi, Daníel Berg Grétarsson, Aftureldingu, Ein- ar Ingi Hrafnsson, Aftureldingu, Guðmundur Eggertsson, Selfossi, Hrafn Ingvarsson, Aftureldingu, HEIMIR Ríkarðsson hefur valið hóp 24 leikmanna sem fæddir eru 1984 og 1985 en þeim er ætlað að æfa saman fyrir Evrópumeistaramót handknatt- leikslandsliða skipaðra leikmönnum 20 ára og yngri í ágúst í sumar. Þar hefur íslenska landsliðið titil að verja en það varð Evrópumeistari í þessum sama aldurshópi, þá 19 ára og yngri, í Slóvakíu í fyrrasumar. Í hópi Heimis nú eru ekki tveir lykilmenn íslenska liðsins í fyrra, Arnór Atlason, KA, og Ásgeir Örn Hallgrímsson, Haukum, en þeir eru í íslenska A-landsliðinu sem hélt til Frakklands í gær og geta Hjörleifur Þórðarson, FH, Ívar Grét- arsson, Selfossi, Jóhann G. Einars- son, Fram, Jón Jónsson, FH, Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV, Kristján Karlsson, Val, Magnús Stefánsson, KA, Pálmar Sigurjónsson, Víkingi, Pétur Magnússon, Haukum Sverrir Hermannsson, Víkingi og Tómas A. Sigurbergsson, FH. Björgvin Gústavsson markvörður var kallaður inn í A-landsliðið á fimmtudagskvöldið vegna forfalla Reynis Þórs Reynissonar, og æfir því heldur ekki með hópnum, frekar en Arnór og Ásgeir Örn. Heimir velur væntanlega EM-fara Stjarnan deildar- meistari STJARNAN úr Garðabæ tryggði sér í fyrrakvöld deildarmeistaratitilinn í blaki karla þegar liðið lagði stúdenta 3:2 í jöfnum og spennandi leik í Garða- bænum. Heimamenn byrjuðu betur og unnu fyrstu hrin- una 25:17, stúdentar tóku næstu 25:23 og þriðju hrin- una 25:16 og voru komnir með vænlega stöðu. Fjórða hrinan var æsispennandi og lauk með sigri Stjörnunnar 30:28 og heimamenn höfðu síðan betur í oddahrinunni, 15:8. KÖRFUKNATTLEIKUR Grindavík – Keflavík 106:105 Íþróttahúsið í Grindavík, undanúrslit úr- valsdeildar karla, Intersport-deildar, föstudaginn 26. mars 2004. Gangur leiksins: 2:8, 8:14, 16:16, 21:25, 25:30, 25:43, 36:49, 46:55, 54:62, 57:64, 65:75, 69:77, 80:79, 85:87, 89:91, 94:94, 99:94, 101:100, 106:105. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 38, Ant- hony Jones 26, Jackie Rogers 16, Páll Axel Vilbergsson 16, Pétur Guðmundsson 6, Guðmundur Bragason 4. Fráköst: 31 í vörn – 22 í sókn. Stig Keflavíkur: Derrick Allen 31, Nick Bradford 18, Fannar Ólafsson 16, Magnús Gunnarsson 13, Arnar Jónsson 9, Gunnar Einarsson 6, Jón N. Hafsteinsson 5, Sverrir Sverrisson 4, Halldór Halldórsson 3. Fráköst: 23 í vörn – 14 í sókn. Villur: Grindavík 17 – Keflavík 27. Dómarar: Leifur Garðarsson og Rögn- valdur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 700.  Staðan er 2:1 fyrir Grindavík. 2. deild karla Úrslitakeppni í Vík og á Kirkjubæjar- klaustri: A-riðill: Drangur – Reynir Sandgerði ............. 84:81 HK – Hörður Patreksfirði .................. 71:62 B-riðill: ÍV – Grundarfj./Reynir Helliss. ......... 70:77 ÍA – Dalvík ........................................... 99:72 NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Atlanta – New Orleans........................ 84:76 San Antonio – Detroit ......................... 84:75 LA Clippers – Washington............... 94:103 KNATTSPYRNA Deildabikar karla Neðri deild karla, B-riðill: Breiðablik – Selfoss................................. 6:0 Staðan: Breiðablik 2 2 0 0 10:0 6 Selfoss 2 1 0 1 4:8 3 KFS 1 0 1 0 4:4 1 Reynir S. 1 0 1 0 4:4 1 ÍR 1 0 0 1 2:4 0 Númi 1 0 0 1 0:4 0x Neðri deild karla, C-riðill: Víkingur Ó. – KS ..................................... 2:0 Staðan: Víkingur Ó 2 1 1 0 4:2 4 HK 1 1 0 0 4:2 3 Afturelding 1 1 0 0 1:0 3 Skallagr. 2 0 1 1 2:3 1 Huginn 0 0 0 0 0:0 0 KS 2 0 0 2 2:6 0 EM U17 karla Milliriðill í Englandi: England – Ísland ..................................... 1:0 Noregur – Armenía ................................. 1:4 Staðan: England 2 2 0 0 3:0 6 Armenía 2 1 0 1 4:3 3 Ísland 2 1 0 1 2:2 3 Noregur 2 0 0 2 2:6 0  Í lokaumferðinni á morgun leika Ísland- Armenía og England-Noregur. Sigurliðið í riðlinum kemst í úrslitakeppnina. Holland Den Haag – Zwolle.................................. 1:1 Staða efstu liða: Ajax 26 21 1 4 62:25 64 PSV Eindhoven 26 16 5 5 64:23 53 Feyenoord 26 14 7 5 47:33 49 Alkmaar 26 15 3 8 50:30 48 Heerenveen 26 13 6 7 38:31 45 Roda 26 11 8 7 48:32 41 Twente 26 12 2 12 45:43 38 Roosendaal 26 10 8 8 29:30 38 Willem II 26 10 8 8 37:41 38 Utrecht 26 10 6 10 32:36 36 Breda 26 9 8 9 41:37 35 Waalwijk 26 8 7 11 33:31 31 Belgía Bikarkeppnin, undanúrslit, síðari leikur: Beveren – Anderlecht ............................. 0:0  Anderlecht í úrslit á marki á útivelli, 1:1 samanlagt. BLAK 1. deild karla Stjarnan – ÍS............................................ 3:2 (25:17, 23:25, 16:25, 30:28, 15:8) Staðan: Stjarnan 12 10 2 31:16 31 ÍS 12 8 4 31:20 31 HK 11 5 6 23:24 23 Þróttur R. 11 0 11 8:33 8  Stjarnan er deildarmeistari. 1. deild kvenna Þróttur R. – KA ....................................... 3:0 (25:22, 26:24, 25:17) Staðan: Þróttur R. 11 8 3 29:15 29 Þróttur N. 10 7 3 24:18 24 KA 11 5 6 20:21 20 HK 10 1 9 9:28 9 78 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.