Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ T ónlistahátíðin Músík í Mývatnssveit er nú um páskana haldin í sjöunda sinn. Sem fyrr eru tvennir tón- leikar á dagskrá, fyrri tónleikarnir fara fram í félagsheimilinu Skjól- brekku í kvöld og seinni tónleikarn- ir í Reykjahlíðarkirkju annað kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 21 bæði kvöldin. Meðal flytjenda á hátíðinni er Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópr- ansöngkona, en hún kom sér- staklega til landsins til að syngja fyrir Mývetninga og gesti þeirra, en Arndís Halla býr og starfar í Þýskalandi. Aðspurð segist Arndís Halla hlakka mikið til að koma í Mývatnssveit; „því þótt ótrúlegt megi virðast hef ég aldei komið þangað áður. En mér er tjáð að þetta sé einn fallegasti staður landsins og því verður frábært að fá tækifæri til að skoða helstu nátt- úruperlur.“ Í kvöld verður prógramm tón- leikanna, að sögn Arndísar Höllu, veraldlegt en á dagkrá tónleika morgundagsins, föstudagsins langa, er mest megnis kirkjuleg tónlist. „Þar mun ég syngja bæði íslensk sönglög eftir Jón Leifs og Áskel Jónsson, auk þess að flytja Bist du bei mir eftir J.S. Bach sem er ein- staklega fallegt lag og Music for a while eftir Henry Purcell.“ Með Arndísi Höllu á tónleikunum koma fram Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari, Laufey Sigurðardóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðlu- leikarar, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari. Að sögn Arndísar Höllu mun hún á tónleikunum í Skjólbrekku í kvöld syngja nokkrar af helstu perlum ís- lenskra sönglaga á borð við Kossa- vísur og Í dag skein sól eftir Pál Ís- ólfsson, Karl sat undir kletti og Vort líf eftir Jórunni Viðar og Síð- asta dansinn eftir Karl O. Runólfs- son. Spurð hvernig þessi sönglög hafi orðið fyrir valinu segist Arndís Halla gjarnan flytja þessi lög, ekki síst þegar hana langar að flytja ís- lenskt efni á tónleikum erlendis. „Ég hef alltaf verið hrifin af þess- um fallega einfaldleika í lögum Páls sem er svo brilljant, en allt eru þetta lög sem ég hef mjög gaman af því að syngja. Sumir vilja meina að lögin séu orðin hálfútjöskuð af því hve margir hafa sungið þau í tím- ans rás, en fyrir mér eru þetta perl- ur sem alltaf er hægt að blása nýju lífi í.“ Alltaf gott að koma heim Auk íslensku sönglaganna mun Arndís Halla flytja tvær aríur á tónleikunum í kvöld, annars vegar aríu Norinu, Quel guardo il caval- iere, úr Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti og hins vegar aríu Konst- anze, Martern aller Arten, úr Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir W.A. Mozart. Aðspurð segir Arndís Halla aríurnar tvær gjörólíkar hvað stemningu og karakter varðar. „Don Pasquale er það sem kallast „buffo“ ópera sem merkir að þetta er svona skemmtileg grínópera. Í aríunni Quel guardo il cavaliere er Norina að tjá sig um ástina og sam- skiptin við hitt kynið, en ekki síst hvernig eigi að spila með strákana því hún telur sig vita nákvæmlega hvernig hún geti snúið karlmönnum um fingur sér. Arían einkennist því af miklu glensi og skemmtilegheit- um. Karakter Konstanze er hins vegar allt annar því hún er trú og trygg kona. Aðstæður hennar í Brottnáminu eru þær að henni hef- ur verið rænt og komið fyrir í kvennabúri hjá arabískum fursta sem girnist hana. Hún getur hins vegar ekki hætt að hugsa um heit- mann sinn, Belmonte, og getur eng- an veginn hugsað sér að vera hon- um ótrú. Í aríunni tjáir hún furstanum að hann geti pínt hana að vild og jafnvel drepið fyrr en hún gefi sig honum á vald.“ Að sögn Arndísar Höllu syngur hún um þessar mundir hlutverk Konstanze í Theater am Kurfürst- endamm, en hlutverk Norinu hefur hún enn ekki haft tækifæri til að syngja á sviði, enda gefist ekki oft kostur á því að flytja óperur úr ítalska geiranum í Þýskalandi. En finnst henni mikill munur á því að flytja aríur á tónleikum sem hún hefur sungið áður á sviði. „Mun- urinn er sá að þegar maður hefur sungið hlutverk á sviði í samhengi undir leiðsögn þá hefur maður ákveðna heildarmynd af persónun- um og verkinu. Með aríur sem mað- ur hefur ekki sungið í sviðs- uppfærslu þá verður maður að búa sér til þetta samhengi sjálfur. Ég er reyndar búin að syngja þessa ar- íu Norinu svo oft þannig að ég er komin með mjög góða mynd af því hvers konar aðstæður hún er í, hvað hún er að gera og hvers vegna hún segir það sem hún segir. Það þýðir nefnilega ekkert að fara með aríu á svið án þess að vinna þessa undirbúningsvinnu, því þá skortir alla dýpt. Maður verður alltaf að hafa einhverju að miðla og vita hvers konar mynd býr að baki.“ Þó Arndís Halla komi reglulega í heimsókn til Íslands eru rúm tvö ár síðan hún hélt hér síðast tónleika þegar hún kom fram ásamt Holger Groschopp píanóleikari á söng- og píanóleikum í Salnum. Spurð hvort það skipti máli að koma heim og hafa tækifæri til að syngja hér- lendis svarar Arndís Halla því ját- andi. „Það er auðvitað alltaf gott að koma heim, vegna þess að það er hér sem rætur manns liggja. Og ég finn að því lengur sem maður býr úti þeim mun sterkar finnur maður fyrir böndunum heima,“ segir Arn- dís Halla og bætir svo við: „Ég er satt að segja miklu meira nervus og spennt að syngja tónleika á Norð- urlandi fyrir kannski nokkur hundruð manns, en að syngja á stórum sýningum úti fyrir mörg þúsund manns. Það er einhvern veginn miklu erfiðara að syngja fyrir fólk sem maður þekkir en fólk sem maður þekkir ekki neitt. Auð- vitað vill maður alltaf standa sig vel, en það skiptir samt miklu meira máli að fá viðurkenningu að heiman, frá sínu fólki,“ segir Arndís Halla og brosir. Frábært tækifæri fyrir íslenska hestinn Arndís Halla var um nokkurra ára skeið fastráðin fyrst hjá Kom- ische Oper í Berlín og síðan við Óp- eruhúsið í Neustrelitz, en fannst of mikil binding fólgin í fastráðning- unni og réð sig því í framhaldinu sem gestasöngvari hjá báðum óp- eruhúsum. Í vetur hefur hún hins vegar aðallega verið að sinna heil- miklu uppbyggingarstarfi í sam- bandi við barnaóperur bæði í Ham- borg og Berlín, auk þess að syngja á einni stærstu hestasýningu heims sem sýnd er vítt og breitt um Þýskaland og í helstu nágranna- löndum, s.s. á Ítalíu, í Austurríki og Listin er mannbætandi Morgunblaðið/Árni Sæberg „Það er einhvern veginn miklu erfiðara að syngja fyrir fólk sem maður þekkir en fólk sem maður þekkir ekki neitt. Auðvitað vill maður alltaf standa sig vel, en það skiptir samt miklu meira máli að fá viðurkenningu að heiman, frá sínu fólki,“ segir Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona sem treður upp á tónlistar- hátíðinni Músík í Mývatnssveit nú um páskana. Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona er stöðugt á ferð og flugi. Nú um páskana gerir hún stuttan stans á Íslandi og mun syngja fyrir landann í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Silja Björk Huldudóttir hitti Arndísi Höllu að máli og fékk m.a. að heyra um starf hennar á sviði barnaópera, þátttöku í einni stærstu hestasýningu heims og álit hennar á þýska óperuheiminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.