Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 22

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 22
UMRÆÐAN 22 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ TIL Fjölskylduhjálpar Íslands leita vikulega um 80 til 90 fjölskyldur óháð búsetu. Þessar fjölskyldur biðja um mataraðstoð sök- um skorts. Þetta er fólk sem hefur misst atvinnu sína, með öllu því niðurbroti sem því fylgir og til eru fjöl- skyldur þar sem báðir foreldrar eru atvinnu- lausir. Þeir sem eru án atvinnu hafa fáa staði til að leita eftir hjálp. Þá leita til FÍ ein- stæðir öryrkjar og ör- yrkjar í sambúð með börn. Einstæðir for- eldar bæði konur og karlar leita ásjár hjálp- arinnar. Eldri borg- arar leita aðstoðar eft- ir að hafa skilað langri vinnuævi í þágu þjóð- félagsins en á loka- spretti lífs síns búa við þröngan kost. Þegar þessir einstaklingar koma til FÍ eftir að- stoð eru margir þeirra að niðurlotum komnir og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Að meðaltali treysta um 210 einstaklingar á viku- lega mataraðstoð hjá Fjölskyldu- hjálpinni. Það eru nokkur fyrirtæki sem finna til mikillar ábyrgðar og samkenndar með þessu fólki og sýna það í verki með því að fela Fjöl- skylduhjálpinni það hlutverk að út- hluta matvælum til þeirra sem minna mega sín á hverjum þriðjudegi milli kl. 14 og 17 í Eskihlíð 2–4 við Mikla- torg. Ég veit ekki hvort þessi fyr- irtæki geri sér almennilega grein fyrir því hversu stórkostlega hluti þau eru að framkvæma með því að gefa þessi matvæli vikulega. Þessi fyrirtæki hjálpa hundruðum fjöl- skyldna að skrimta frámánuði til mánaðar. Ég vil vekja sérstaka athygli á þeim fyrirtækjum sem sýnt hafa í verki að þau finna til ábyrgðar gagnvart þeim sem búa við lökust kjörin. Eftirfarandi fyr- irtæki halda starfi Fjöl- skylduhjálparinnar gangandi með vikuleg- um matargjöfum. Mjólkursamsalan gefur mjólkurvörur, Myllan- Brauð gefur nýbökuð brauð, Ömmubakstur gefur flatkökur, Frón kexverksmiðja gefur kexvörur, stórfyrirtæki í sjávarútvegi gefur 50 kg af nýrri ýsu vikulega og ætlar að gefa í það heila eitt tonn. Sölu- félag garðyrkjumanna gefur vikulega græn- meti og kartöflur. Þá gefur Nesbúegg Vatns- leysuströnd vikulega mikið magn af eggjum. Búr, Euro- prís, Papco, Frigg, Hagkaup, Veit- ingahúsið Perlan, Lýsi hf. og Topp- skórinn hafa staðið vel við bakið á þeim sem minna mega sín og fært Fjölskylduhjálp Íslands ýmsan varn- ing. Fjölskylduhjálp Íslands tekur á móti matvælum alla mánudaga frá kl. 13 til 17. Fjöldi fyrirtækja finnur til ábyrgðar Ásgerður Jóna Flosadóttir fjallar um aðstoð við fjölskyldur Ásgerður Jóna Flosadóttir ’ Fjölskyldu-hjálp Íslands tekur á móti matvælum alla mánudaga frá kl. 13 til 17.‘ Höfundur er formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. MEÐ árás Bandaríkjamanna á talibanastjórnina í Afganistan færð- ist stór hluti bókstafstrúaðra músl- ima nærri landi sem hefur að geyma íslömsku sprengjuna. Yfir 95% íbúa Pakistan eru múslimar og þar hafa bók- stafstrúaðir múslimar ætíð verið mjög sterk- ir, en sá hópur hefur í gegnum tíðina stutt Osama bin Laden með ráðum og dáðum. Í Pakistan er Pervez Musharraf einræð- isherra, hann er fædd- ur í Indlandi en flutti ungur til Pakistans ásamt foreldrum sín- um. Á undanförnum mánuðum hefur hatur í hans garð aukist vegna samstarfs Pakistans við Bandaríkjastjórn í málum tengdum hryðjuverkum og Osama bin Laden. Völd hans eru þó tak- mörkuð þar sem áhrif bókstafstrúaðra músl- ima eru mun meiri í Pakistan en þau voru í Afganistan. Stór landsvæði eru algjörlega undir stjórn þeirra og þar hefur pakistanska lögreglan engin völd. Þau svæði sem Mush- arraf hefur lítil áhrif eru í borgunum Karachi og Rawalpindi, en einnig hefur hann lítil sem engin völd í norðvesturhluta landsins. Tekst að drepa Musharraf? Í desember síðastliðnum var tvisvar sinnum reynt að drepa Musharraf. Í fyrra skiptið, er hann fór frá borg- inni Rawalpindi, sprakk sprengja þegar hann var nýbúinn að aka yfir brú. Í seinna skiptið var um bíl- sprengju að ræða. Ólíkt mörgum einræðisherrum á okkar dögum þá nýtur Musharraf stuðnings Banda- ríkjamanna! Meginástæðan fyrir því er að hann hefur heitið því að gera allt sem hann getur til að ná Osama bin Laden. Þessi stefna mun að öllum líkindum kosta hann lífið. Stuðn- ingur við Vesturlönd gegn múslimum eru ekkert annað en svik í augum bókstafstrúar- manna í Pakistan og eru tilraunirnar í des- ember gott dæmi um það. Íslamska sprengjan Musharraf getur eng- um treyst. Margir und- irmenn hans eru hlið- hollir talibönunum, ef Osama er enn á lífi þá er hann ógn við líf hans og fyrrum forsætisráð- herrar landsins Benaz- ir Bhutto og Nawaz Sharif eru að reyna að koma honum frá völd- um. Pakistanska alrík- islögreglan (ISI) er gjörspillt og hef- ur m.a. fulltrúi hennar verið handtekinn, þar sem hann er talinn viðriðinn morðtilraunirnar við Musharraf. Nýlegt dæmi um hversu hræddur Musharraf er við bókstafs- trúaða múslima í Pakistan er Khan- málið. Abdul Qadeer Khan faðir ísl- ömsku sprengjunnar eða kjarnorku- sprengju Pakistana, var nýlega náðaður af Musharraf eftir að kom- ist hafði upp að hann hefði lekið upp- lýsingum um kjarnorkuvopn til Líb- íu og Iran. Musharraf hefði látið drepa Khan fyrir landráð ef hann væri ekki svona vinsæll meðal bók- stafstrúaðra. Khan mun lifa það sem eftir er ævi sinnar undir stöðugu eft- irliti leyniþjónustu Bandaríkja- manna og Pakistans. 50 kjarnorkusprengjur Hvað gerist ef Musharraf verður drepinn? Margir eru hræddir um að bókstafstrúaðir múslimar, ekki hlið- hollir Vesturlöndum, muni komast til valda ef hann verður drepinn. Það þýðir vald yfir um 50 kjarnorku- sprengjum, sem er t.a.m. mun meiri gjöreyðingarkraftur en Saddam Hussein var nokkurn tíma talinn hafa. Bandaríkjamenn vita þetta og má segja að þeir hafi ekki pressað eins mikið á Musharraf til að ná Osama vegna þessarar hættu. Borg- arastyrjöld í Pakistan er ekkert sem Bandaríkjamenn vilja. Hvað er til ráða? Bandaríkjamenn verða að efla öryggið í kringum Musharraf til að byrja með. Þeir verða einnig að reyna að koma sín- um mönnum nærri kjarnorku- sprengjunum, tryggja öryggi þeirra eða eyða þeim í samráði við Mush- arraf. Hins vegar er ekkert sem bendir til þess að Musharraf sé tilbúinn að fara þá leið, það má frek- ar búast við því að Pakistanar reyni að fjölga sprengjunum á næstu ár- um. Indverjar hafa gert sér grein fyrir ástandinu og vilja að Musharr- af haldi völdum frekar en að öfga- fullir múslimar komist yfir sprengj- urnar. Ríkin tvö deila enn um Kasmír-hérað en spenna milli land- anna fer minnkandi og valdaskipti á þessum tíma í Pakistan gæti haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér, bæði fyrir Indland og ná- grannaríki. Er Pakistan ógn við heimsfrið? Pétur Berg Matthíasson skrifar um Pakistan ’Borgarastyrj-öld í Pakistan er ekkert sem Bandaríkja- menn vilja.‘ Pétur Berg Matthíasson Höfundur er stjórnmálafræðingur búsettur í Skotlandi. FORNVINUR okkar Spalar- manna, Friðrik Guðmundsson Han- sen verkfræðingur, tjáir sig enn um Hvalfjarðargöng í grein sem birtist í Morgunblaðinu 29. mars sl. Hann eyddi á sínum tíma mikilli orku í að vara við gangagerðinni og hafði uppi ýmsar óheillaspár. Hann full- yrti að göngin myndu mígleka, reyndar svo mjög að menn gæfust upp við framkvæmd- irnar og að ósköpin myndu ,,varpa skugga ótrúverðugleika yfir alla íslensku verk- fræðistéttina“. Enginn af spádómum hans gekk eftir og vona ég að hann, eins og þjóðin öll, fagni því. Göngin eru þau þurr- ustu sem um getur á Íslandi og þó víðar væri leitað og Verkfræðinga- félag Íslands lýsti þau merkustu framkvæmd síðasta áratugar lið- innar aldar í tilefni 90 ára afmælis síns! Friðrik spyr hvers vegna inn- heimt sé gjald (sem hann ranglega kallar ,,skatt“) á einum stað í vega- kerfinu en ekki annars staðar. Auð- vitað er þetta hrein stjórn- málaspurning sem kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi verða að svara og taka afstöðu til. Rök má færa fyrir því að við gjaldheimtu sparist fjár- munir til að styrkja með búsetu á landsbyggðinni, m.a. með því að gera jarðgöng sem ekki er auðvelt að réttlæta með efnahagslegum rök- um. Spurningin er þá hve miklu vilj- um við fórna til að halda sem mestu af landinu í byggð? Fullvíst má hins vegar telja að Friðrik hefur á röngu að standa þegar hann segir að þverun Hval- fjarðar hefði í dag verið sett framar í forgangsröð af stjórnmálamönnum en þær vegaframkvæmdir sem nú er unnið að eða eru í undirbúningi. Ef Hvalfjarðargöng hefðu ekki verið samþykkt sem einkaframkvæmd eru yfirgnæfandi líkur á að þau væru ekki til í dag. Þjóðin hefði þurft að bíða í 10–20 ár í viðbót eftir ríkissjóður hefði verið látinn fjármagna slíka gangagerð svo nærri höfuðborg- arsvæðinu. Rangar afkomutölur Friðrik er sem fyrr ekki sérlega hirðu- samur um staðreyndir í skrifum sínum. Hann fullyrðir að á síðustu árum hafi Spölur skilað árlega um 100 milljóna króna hagn- aði og þegar upp verði staðið muni félagið græða 2–3 milljarða króna sem íbúum Norður- og Vesturlands verði gert að skilja eftir ,,í vösum þeirra sem fengu, án samkeppni, einkaleyfi á að þvera fjörðinn“. Einfalt hefði nú verið fyrir grein- arhöfund að nálgast staðreyndir málsins. Fyrst skal þess getið að meðalhagnaður félagsins, þau fimm heilu fjárhagsár sem það hefur verið í rekstri, var 31 milljón króna á ári en ekki 100 milljónir króna. Afkom- an sveiflast gríðarlega til og frá vegna gengissveiflu krónunnar. Þannig nam tapið á fjárhagsárinu, sem endaði 30. september 2001, 220 milljónum króna en hagnaður fjár- hagsársins, sem endaði 30. sept- ember 2002, var 185 milljónir króna. Tapið á síðasta ársfjórðungi 2003 nam 31 milljón króna og líklegt er að tap hafi orðið núna á fyrsta árs- fjórðungi 2004 vegna gengisbreyt- inga síðustu daga og vikur. Rugl um arð Þá er að víkja að þeirri fullyrðingu að eigendur Spalar muni fá í sínar hendur 2–3 milljarða króna á rekstr- artíma ganganna. Þetta er algjört rugl. Ríkið mun eignast göngin end- urgjaldslaust þegar allar skuldir vegna framkvæmdarinnar eru að fullu greiddar. Samkvæmt samn- ingum eigenda Spalar við ríkið get- ur arður til hluthafa aldrei numið meiru en um 15 milljónum króna á ári (á núverandi verðlagi). Útreikn- ingar benda til að þegar upp verður staðið, og ríkið eignast göngin, muni arður hluthafa af framlögðu hlutafé í þetta óhemju áhættusama fyr- irtæki (að áliti Friðriks á sínum tíma) nema um 7,5–8% á ári. Áætl- anir, sem nú liggja fyrir, benda til þess að samanlagður arður hluthafa allan rekstrartíma Spalar muni nema 200–300 milljónum króna. Fróðlegt væri nú að sjá forsendur verkfræðingsins fyrir fullyrðingu sinni um að arðurinn verði tveir til þrír milljarðar króna! Allar tekjur Spalar, sem ekki fara til greiðslu rekstrarkostnaðar, vaxta og arðs, eru notaðar til að greiða niður áhvílandi skuldir félagsins. Verkfræðingur veður elg Stefán Reynir Kristinsson svarar Friðriki Guðmunds- syni Hansen ’Allar tekjur Spalar,sem ekki fara til greiðslu rekstrarkostn- aðar, vaxta og arðs, eru notaðar til að greiða nið- ur áhvílandi skuldir fé- lagsins.‘ Stefán Reynir Kristinsson Höfundur er framkvæmdastjóri Spalar ehf. EKKI ólíkt kvikmynd Mel Gib- son um píslargöngu Krists sem leiðir á harla áhrifaríkan hátt huga okkar að þján- ingum Jesú sem dó fyrir syndir okkar bregður nýútkomin bók Gunnars Dal, Frelsarinn hinn lif- andi Jesú Kristur, sömuleiðis nýju ljósi á Fagnaðarerindi Mannssonarins og þær sögulegu að- stæður sem það er sprottið upp úr að vísu með mun mildari hætti. Í báðum verkunum er komið beinustu leið að hinu kristilega inntaki. Tilgangur Guðs er skýr: Hann sendir son sinn – hinn fullkomna mann – í heiminn til að boða lögmál sem reynslan sýnir okkur að ekki er hægt að draga í efa: Einungis óskilyrtur kærleikur kann að leysa okkur úr hlekkjum illsku og fá- færði. Að elska náungann eins og sjálfan sig kannast allir við úr Nýja Testamentinu en gleyma gjarna því að Jesú gengur einu skrefi lengra þegar hann bætir við: Að við eigum jafnframt að elska óvin okkar. Okkur ber með öðrum orðum að fyrirgefa þeim sem vinna okkur mein því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Aðeins þetta torsótta boð Krists getur leyst okkur undan fjötrum hefnd- arinnar og veitt okkur náð frá vítahring illsku og þjáningar. Krafan kann í fyrstu að sýnast ómöguleg í framkvæmd, þó hefur sumum tekist að fylgja henni í fram-kvæmd út í ystu æsar við jafnvel öfgafyllstu aðstæður. Og höfum við ekki flest kynnst lausn fyrirgefningarinnar í einni eða annarri mynd og þeirri hamingju sem henni fylgir. Það sem áður var í hnút leysist allt í einu og verður léttbært. Með fyrir-gefningunni er tekið fyrsta skrefið til einlægrar iðrunar og um leið þeirrar orku- umpólunar sem á sér stað þegar við um- breytum neikvæðri orku í jákvæða. Í stað þess að stífla orku- stöðvar líkamans með neikvæðum hugsunum opnum við okkur fyrir hinu guðlega flæði innra með okkur og tengjumst umhverfinu með afslappaðri hætti en áður. Allt verður skyndilega skýrt og einfalt. Ýmis vanda- mál sem við glímdum við áður leysast og við vöxum í andlegum skilningi. Með fyr- irgefningunni – á hvaða stigi sem hún er – hefur verið brotið blað og fyrsta skrefið tekið til að koma á ákveðnu jafn- vægi fortíðar og framtíðar – vinstra og hægra heilahvels – tungls og sólar – hinnar kvenlegu hliðar í okkur og hins karlmann- lega. Með fyrirgefningunni er Núinu gefið nýtt tækifæri. Allt verður nýtt eins og hjá barninu sem brosir af kæti yfir því sem það skynjar þá stundina. Við get- um lært mikið af því. Forrit mis- taka og uppsafnaðrar bælingar er hreinsað af ótölulegum leifum vír- usapúka og við getum þegar í stað tekist á við ný verkefni af ferskri einbeitingu. En fyrirgefningin þarfnast síst þess að við bíðum betri tíma. Samviskan – eini sanni mælikvarði tímans sem býr í okk- Umpólun Krists Benedikt S. Lafleur skrifar um kristilegt inntak ’Lærum aðvirða þau nátt- úrulögmál sem við þegar þekkj- um.‘ Benedikt S. Lafleur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.