Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 28
KIRKJUSTARF 28 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ DÓMKIRKJAN býður til hátíð- arhalds um bænadaga og páska. Margþætt hátíðadagská býður upp á kyrrð og hátíðleika. Skírdagur: Skírnarmessa kl. 11. Prestur sr. Hjálmar Jónsson. Ferm- ing kl. 14. Hjálmar Jónsson predik- ar, Jakob Ágúst Hjálmarsson þjón- ar fyrir altari. Kvöldmáltíð kl. 20. Jakob Ágúst Hjálmarsson flytur hugleiðingu út frá gömlu alt- aristöflunni og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Föstudagurinn langi: Guðsþjón- usta kl. 11. Hjálmar Jónsson pre- dikar, Dómkórinn syngur, organisti er Marteinn H. Friðriksson. Helgi- stund við krossinn kl. 14. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Dómkórinn syngur, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8. Hjálmar Jónsson prédikar og Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir alt- ari. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Jakob Ágúst Hjálmarsson predikar og Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Við báðar guðsþjónusturnar verður flutt tónverkið Páskadags- morgunn eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Einsöngvarar: Þórunn Guðmundsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Ólafur Kjartan Sig- urðarson. Dómkórinn syngur, Mar- teinn H. Friðriksson leikur á orgel. Annar páskadagur: Guðsþjón- usta kl. 11. Hjálmar Jónsson pre- dikar og þjónar fyrir altari. Dóm- kórinn syngur, Marteinn H. Friðriksson leikur á orgel. Allir vel- komnir. Prestarnir og starfsfólk Dómkirkjunnar. Páskamessa á Þingvöllum við sólarupprás HINUM forna sið að hefja messu í Þingvallakirkju á páskamorgun um leið og sól rís og nýr dagur rennur upp, verður fram haldið núna um páskana eins og undanfarin ár. Hér verður minnst atburða hins fyrsta páskadags í kristninni, er konurnar biðu sólaruppkomu og nýs dags svo að þær gætu farið að gröf Jesú og gert líki hans til góða. Þær urðu síðan fyrstu vitnin að upprisu Jesú Krists, er þær komu að hinni tómu gröf og engillinn tjáði þeim að Kristur væri uppris- inn. Síðan hefur því verið fagnað um allan hinn kristna heim á hverj- um páskum, enda er upprisan grundvöllur kristinnar trúar. Guðs- þjónustan hefst um hálfsjöleytið Samkvæmt upplýsingum Veð- urstofunnar verður sólris á Þing- völlum um kl. 6.09 á páskamorgun. Hins vegar þarf sólin að klífa upp fyrir fjallahringinn í austri áður en geislar hennar ná til þeirra er bíða komu nýs dags. En strax og það gerist hefst guðsþjónustan í Þing- vallakirkju eða um kl. 06.30. Það er hópur áhugafólks um helgihald á Þingvöllum sem stend- ur að guðsþjónustunni í samráði við sóknarprest. Þessi hópur hefur staðið að bænagöngum og kirkju- göngu á Þingvöllum frá því á Kristnitökuhátíð árið 2000 og þar með þessum óvanalegu og hátíð- legu páskamessum. Sr. Bernharður Guðmundsson Skálholtsrektor þjónar fyrir altari eins og und- anfarin ár. Páskapredikunin verð- ur lesin úr hinu forna ræðusafni, Ís- lensk hómilíubók. Hún mun hafa verið skrifuð á 12. öld en boðskapur hennar er jafn gildur nú sem þá. Hlaðborð í kirkjuhlaðinu. Eftir messuna verður sannkallað hlaðborð, þar sem dúkur verður breiddur á hlaðinn kirkjugarðs- vegginn og kirkjugestir safnast saman á hlaðinu og njóta kirkju- kaffis. Allir eru að sjálfsögðu hjart- anlega velkomnir en þar sem brugðið getur til beggja vona um veðurfar, er fólk hvatt til að klæða sig samkvæmt veðri og gjarnan leggja eitthvað smálegt með sér á hlaðborðið! Passíusálmalestur í Vídalínskirkju LEIKMENN lesa Passíusálma í Vídalínskirkju í Garðabæ á föstu- daginn langa eins og undanfarin ár. Lesturinn hefst kl. 11 og áætlað er að hann standi til kl. 16. Að þessu sinni eru nemendur í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ og félagar í kór Vídalínskirkju meðal lesara. Milli lestra verða tónlistaratriði. Magnea Tómasdóttir sópran- söngkona syngur Passíusálma við gömul þjóðlög, og ennfremur syngja þau Ólafur Rúnarsson tenór, Einar Guðmundsson baríton og Katharina Mooslechner sópran ásamt Kór Vídalínskirkju. Helgihald í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði AÐ kvöldi föstudagsins langa verð- ur að venju boðið til kvöldvöku í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20.30. Eins og venjulega verður flutt áhrifamikil dagskrá í tali og tónum sem tengist atburðum dagsins. 7 kertaljós verða tendruð undir stórum krossi sem hangir í kórdyrum og sálmurinn fallegi Ég kveiki á kertum mínum er sunginn á meðan kertaljósin eru tendruð. Í lok stundarinnar eru öll ljós í kirkj- unni slökkt og kirkjan yfirgefin myrkvuð. Á páskadagsmorgun kl. 8 komum við saman í kirkjunni á ný og fögn- um páskahátíðinni með gleðibrag. Að lokinni þeirri guðsþjónustu verður svo boðið til glæsilegs morg- unverðar í safnaðarheimili kirkj- unnar. Örn Arnarson og kór kirkjunnar leiða tónlist og söng við báðar þess- ar athafnir. Bænadagar í Neskirkju Á SKÍRDAGSKVÖLD kl. 20 er messa með íhugun um heilaga kvöldmáltíð en það var einmitt á skírdagskvöld sem Jesús Kristur kallaði lærisveina sína til máltíðar og kvaddi þá áður en hann var handtekinn. Brauðið sem brotið verður er bakað sérstaklega fyrir athöfnina og bergt verður af sam- eiginlegum kaleik. Messunni lýkur með því að kross- inn á altarinu verður hjúpaður sorgarklæði og 5 rósir settar á alt- arið sem tákn um sármerki Krists. Kór Neskirkju leiðir safn- aðarsöng og flytur tvo kafla úr óra- tóríunni Friður á jörðu eftir Björg- vin Guðmundsson. Kristín Kristjánsdóttir syngur einsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Föstudaginn langa kl. 14 veður sérstök „dagskrá um þjáningu og lausnir“ í samvinnu við Krabba- meinsfélag Íslands. Fulltrúar fé- lagsins taka þátt í lestri úr písl- arsögu Krists og Passíusálmunum. Með dagskránni er miðað að því að þátttakendur íhugi þjáningu Krists og píslargöngu og ennfremur þján- ingu í samtíðinni og vonarríka bar- áttu fólks gegn böli og þjáningu í okkar samfélagi og um heim allan. TónlistRinacente-sönghópsins. Prestar sr. Örn Bárður Jónsson og sr. Helgi Hróbjartsson. Laugardaginn fyrir páska verða tónleikar kl. 17. Þar verður flutt passíutónlist, m.a. Missa Requiem eftir Orlando Di Lasso. Flytjendur sönghópurinn Rinacente. Séra Örn Bárður Jónsson les 50. passíusálm séra Hallgríms Péturssonar. Að- gangseyrir kr. 1.000. Að tónleikum loknum kl. 18 verð- ur páskahátíðin hringd inn. Kristinn Sigmunds- son syngur í Grafarvogskirkju SKÍRDAGUR: Ferming kl. 10.30 og kl. 13.30. Föstudagurinn langi: Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarna- son predikar og þjónar fyrir altari. Passíusálmarnir lesnir kl. 13.30 – 19. Fjölmiðlafólk les. Milli lestra verður tónlistarflutningur í umsjá Harðar Bragasonar organista og Hjörleifs Valssonar. Páskadagur: Hátíðarguðsþjón- usta kl. 08 árdegis. Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari, séra Lena Rós Matthíasdóttir predikar. Einsöngur: Kristinn Sigmundsson. Kór Grafarvogskirkju syngur. Org- anisti: Hörður Bragason. Fiðlu- leikur: Hjörleifur Valsson. Heitt súkkulaði að „hætti Ingjaldar“ eftir guðsþjónustu. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Séra Anna Sigríður Páls- dóttir predikar og þjónar fyrir alt- ari. Einsöngur: Kristinn Sigmunds- son. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur. Stjórnandi: Oddný J. Þorsteins- dóttir. Organisti: Hörður Bragason. Hátíðarguðsþjónusta kl. 11 á Hjúkrunarheimilinu Eir. Séra Vig- fús Þór Árnason predikar og þjón- ar fyrir altari. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Guðlaugur Vikt- orsson. Annar í páskum: Ferming kl. 10.30. Ferming kl. 13.30. Passíusálmarnir lesn- ir í Grafarvogskirkju PASSÍUSÁLMARNIR verða lesnir í Grafarvogskirkju á föstudaginn langa kl. 13.30–19. Fjölmiðlafólk les. Þeir sem lesa eru: Andrea Jóns- dóttir, Arnar Björnsson, Bogi Ágústsson, Broddi Broddason, Egill Helgason, Erna Indriðadóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Hermann Gunnarsson, Illugi Jökulsson, Jó- hanna Vigdís Hjaltadóttir, Jón Ár- sæll, Jónas Jónasson, Kristján Þor- valdsson, Logi Bergmann Eiðsson, Magnús Ragnarsson, Matthías Jo- hannessen, Ómar Ragnarsson, Páll Magnússon, Sigríður Árnadóttir, Sigurlaug M. Jónasdóttir, Svanhild- ur Hólm Valsdóttir. Milli lestra er tónlistarflutningur í umsjón Harðar Bragasonar, Hjör- leifs Valssonar og Birgis Bragason- ar. Föstudagurinn langi og páskadagsmorgunn í Fella- og Hólakirkju FÖSTUDAGINN langa, 9. apríl, verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Lilja G. Hall- grímsdóttir djákni lesa píslarsög- una milli tónlistaratriða. Lenka Mátéová, organisti kirkjunnar, leik- ur á orgelið og stjórnar söng kórs Fella- og Hólakirkju. Einsöng syng- ur Lovísa Sigfúsdóttir sópran. Lit- anía Bjarna Þorsteinssonar verður sungin. Á páskadagsmorgun, 11. apríl, verður hátíðarmessa í kirkjunni kl. 8 fyrir hádegi. Sr. Svavar Stef- ánsson, sóknarprestur Fellasóknar, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Guðmundi Karli Ágústs- syni, sóknarpresti Hólabrekku- sóknar. Lenka Mátéová leikur á orgelið og stjórnar kórsöng. Ein- leik á trompet leikur Steinar M. Kristinsson. Eftir guðsþjónustuna bjóða sóknarnefndir upp á heitt súkkulaði og meðlæti í safn- aðarheimilinu. Fella- og Hólabrekkusókn. Helgihald í Bústaðakirkju bænadaga og páska Á SKÍRDAGSKVÖLD er messa með altarisgöngu klukkan 20. Flutt verður lofgjörðartónlist í umsjá Guðmundar Sigurðssonar org- anista, Kristjönu Thorarensen söngkonu og Ásgeirs Páls Ágústs- sonar, söngvara og tónlistarmanns. Á föstudaginn langa verður messa klukkan 14. Magnea Tóm- asdóttir sópran flytur passíusálma- lög í útsetningu Smára Ólafssonar við undirleik Guðmundar Sigurðs- sonar organista. Lesið verður úr píslarsögunni. Á páskadagsmorgun verður há- tíðarguðsþjónusta kl. 8 með fjöl- breyttri tónlist. Annan dag páska verður ferm- ingarguðsþjónusta kl. 10.30 og er það síðasti fermingarhópurinn á þessu vori í Bústaðakirkju. Ljóð og gítar á kvöldvöku Óháða safnaðarins AÐ kvöldi föstudagsins langa kl. 20.30 mun Sigurbjörn Þorkelsson ljóðskáld með meiru flytja nokkur ljóða sinna á kvöldvöku í kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg við ljúfan undirleik Hannesar Þ. Guðrúnarsonar gítar einleikara. Auk þess verður píslarsagan les- in og gestum boðið til altaris áður en altarið verður afskrýtt og kirkj- an rökkvuð og fólk heldur út í nótt- ina. Sr. Pétur Þorsteinsson, safn- aðarprestur Óháða safnaðarins, leiðir kvöldvökuna. Allir velkomn- ir. Passíusálmarnir lesn- ir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi GRÉTAR Einarsson les Passíusálm- ana í kapellunni á 1. hæð á Landa- koti. Hann byrjar lesturinn kl. 9:00 árdegis og les alla sálmana. Lest- urinn tekur um það bil 4 klukku- tíma. Einnig les Gísli valda Pass- íusálma í kapellunni á líknar- deildinni í Kópavogi milli kl. 14:00 og 15:00 og Helgi Bragason leikur á orgel. Sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki á Landakoti og á líkn- ardeildinni er boðið að hlýða á upp- lesturinn. Fólk getur setið lengi eða stutt allt eftir því hvað best hentar hverjum og einum og hlustað á einn sálm eða fleiri. Helgihald í Seljakirkju GUÐSÞJÓNUSTA verður á föstu- daginn langa kl. 14. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Píslarsagan verður flutt og Litanían sungin. Anna Jónsdóttir og Anna Margrét Óskarsdóttir syngja úr Stabat Mater eftir Pergolesi. Á Páskadag hefjum við daginn snemma í Seljakirkju og köllum til hátíðarguðsþjónustu með kröftug- um lúðrablæstri á upprisutíma Jesú Krists kl. 8. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Hlín Pétursdóttir syngur einsöng. Kl. 11 verður fjölskylduguðsþjón- usta. Þar mun barnakórinn syngja og mikil páskagleði ríkja. Um eft- irmiðdaginn verður svo messaði í Skógarbæ, þar sem Sr. Bolli Pétur Bollason prédikar. Kór Seljakirkju syngur við athafnirnar undir stjórn Jóns Bjarnasonar organista Selja- kirkju. Verið velkomin og gleðilega hátíð. Hátíðarsamkoma í Fíladelfíu HÁTÍÐARSAMKOMA verður í Fíladelfíu á páskadag kl. 16:30. Ræðumaður er Vörður Leví Traustason. Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyrirbæn í lok sam- komu. Barnakirkja á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Hátíðarhald í Dómkirkjunni í kyrruviku og um páska Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.