Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 14
14 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
A
ndspænis öllum þessum
tæknilegu möguleikum á
myndbirtingu og myndgerð
er óhjákvæmilegt að velta því
fyrir sér hvað hefur tilgang
og þá hvaða. Það vekur þá
einnig spurningar um heim-
inn í dag og hvað sé honum til góðs. Stríðs-
ástand og ýmiss konar hörmungar og misrétti
er þá ofarlega í huga.
Nýlega, eða á sl. ári, kom út í Bandaríkj-
unum eftir Susan Sontag bókin „Regarding
the Pain of Others“ eða „Að skoða þjáningu
annarra“. Þar fjallar höfundurinn á áleitinn
hátt um notkun myndefnis um stríð og fórn-
arlömb styrjalda, um hvort og hvernig það
kemur að gagni að sýna slíkt efni, hvernig
myndefni geti skapað almenningsálit gegn
stríði eða verið notað til áróðurs fyrir stríði.
Myndefni geti miðlað skilningi og skapað sam-
kennd.
Bók Sonntag fjallar einnig um spurningar
um hvar og hvernig myndefni sé birt og um
virðingu gagnvart þekkjanlegum fórn-
arlömbum á myndum eða aðstandendum
þeirra. Einnig eru vangaveltur um það að fag-
leg og listræn gæði mynda skipta máli og geti
skapað sterkari áhrif og aukið samkennd. Þótt
bókin fjalli að miklu leyti um notkun ljós-
mynda og sjónvarpsefnis eða kvikmynda þá
kemur þar með einnig umræðan um þátt
myndlistarinnar og spurningar um annað gildi
þeirra mynda sem unnar eru um sama efni en
eru ekki myndir af ákveðnum atburðum eða
ákveðnum persónum.
Ótal áleitnar spurningar eru settar fram
eins og hvort mikið af myndefni af óhugnan-
legum atburðum geri okkur ónæm og að við
flýjum þá upplýsingar um staðreyndir. Sontag
tekur þá afstöðu að við eigum að horfast í augu
við heiminn án þess að víkja undan og reyna að
nota vitneskju okkar til að bæta ástandið.
Þetta efni hefur oft á tímum verið ofarlega í
huga listamanna og nefna má ótalmörg þekkt
og áhrifarík dæmi úr listasögunni eins og
grafíkseríu Goya „Hörmungar stríðs“ og
„Guernica“ Picassos.
Oft vaknar sú spurning hvort list hafi ein-
hver áhrif til að koma í veg fyrir stríð eða mis-
kunnarlaust ofbeldi eða dragi úr því á ein-
hvern hátt. Því verður kannske helst svarað
með annarri spurningu. Væri heimurinn ekki
enn verri ef ekkert af þessum listaverkum
væri til? Oft hafa listaverk verið unnin í ein-
lægni til að sýna þjáningar annarra svo að
hægt sé að fyrirbyggja og bæta úr og þá gjarn-
an lögð áhersla á hið sam-mannlega.
Aldrei oftar stríð — Käthe Kollwitz 1924
Nú er sú er þetta skrifar stödd í norðurhluta
New York-ríkis og skoðar eitthvað af því sem
þar er að finna á sviði myndlistar og lýtur að
þessu þema á beinan hátt.
Í galleríi Hamilton College í Clinton norð-
arlega í New York-ríki stendur yfir sýning
sem ber nafnið „Stríð“. Þar eru sýndar um 30
litógrafíur eftir Käthe Kollwitz. Hún er einn af
þeim listamönnum sem höfðu áhrif og voru vel
þekktir, a.m.k. meðal evrópskra listamanna
sem höfðu áhuga á baráttu fyrir réttlátari
heimi fyrir og um miðja síðustu öld. Í huga
margra er Kollwitz einn af ágætum fulltrúum
vissrar tegundar baráttulistar. Viðfangsefni
hennar var hin harða lífsbarátta alþýðunnar,
uppreisn öreiganna og afleiðingar styrjalda,
þá ekki síður fyrir þá sem heima bíða, missa og
syrgja.
Túlkun í línum, formum og litum er oft það
sem ræður hvort myndefni nær að tala til
áhorfandans og ræður þá úrslitum um hvort
mynd hefur áhrif. Þetta er augljóst í expressj-
ónisma en gildir þó að meira eða minna leyti
um margt annað þar sem hluti af viðfangsefn-
inu liggur í útfærslu verksins. Áferð og hver
dráttur teikningar tjáir það sem verkið er að
miðla. Slík vinnubrögð eru einkennandi í verk-
um Kollwitz.
Hún lagði áherslu á teikningar og graf-
íkverk og voru teikningar hennar oft stúdíur
fyrir grafíkina og leið til að þróa hugmyndir
fyrir endanlega útfærslu. Grafíkina vann hún
ýmist á stein, í tré eða í kopar. Möguleikar á
fjölföldun er gerði verkið aðgengilegt fyrir
fleiri heilluðu hana.
Verk Kollwitz sýna djúpa samkennd með
manneskjunni, þar eru tjáningarfull andlit, lík-
amar, hendur sem tala til okkar, viðfangsefni
allra tíma.
Að sjá hið algenga, hið venjulega á nýjan hátt
Buzz Spector er bandarískur listamaður
sem er þekktur fyrir innsetningar og bókalist.
Hann vinnur mikið með bókina sem hug-
myndalegt og myndrænt viðfangsefni og setur
fram verk með miklum og djúpum pælingum
um tengslin við bókina og þær hugsanir sem
hún miðlar og hin andlegu og jafnvel líkamlegu
tengsl lesandans við þá bók sem hann nýtur.
Spector hefur líka verið virkur í þjóðfélags-
málum og þá sérstaklega áður fyrr, t.d. í and-
stöðu við Víetnam-stríðið og einnig með sýn-
ingum er vekja hugsanir um neyslusamfélagið.
Nú varð verkefnið að vinna sýningu um frið
ekki síður mikilvægt í ljósi atburða síðustu ára
og vann hann innsetningu upp úr ljósmyndum
sem eru heimildir um sögu friðarbaráttu og
mótmælaaðgerða almennings. Þá sýningu
vann hann fyrir Bókasafn Swarthmore College
í Pennsylvaníuríki. Þar er mjög merkt heim-
ildasafn er stofnað var fyrir um 70 árum og er
þar að finna efni frá mótmælaaðgerðum og
baráttu fyrir friði og mannréttindum frá ýms-
um stöðum í heiminum. Safnið á heimildir um
slíka atburði er ná aftur til 17. aldarinnar.
Hendur sem segja sögu og vekja hugsanir
í innsetningu Buzz Spectors
Spector vann út frá 112 ljósmyndum í svart-
hvítu sem hann valdi úr yfir 38.000 myndum í
eigu Swarthmore-bókasafnsins. Sýninguna
kallaði hann „Public/Private Peace“ eða „Op-
inber/einka friður“. Þar er myndum af fólki frá
ýmsum tímum og af ýmsum kynþáttum raðað
upp án þess að hið sögulega upplýsingagildi sé
aðalatriðið heldur sett upp eins og fyrir áhorf-
andann að leita að nýju samhengi. Þar lagði
Spector áherslu á hendur á myndunum, hend-
ur afmarkaðar í rauðum ferningi, hendur ein-
staklinga í fjöldanum, hendur sem halda í,
kreppast, leiða, tengja, tjá. Þá vann hann einn-
ig út frá þessum verkum bók þar sem ein-
göngu eru hendur teknar út úr myndunum og
raðað frá hinum krepptu, lokuðu til þeirra opn-
ustu, n.k. „handbók“ eða handabók.
Þessi ljóðræna framsetning Spectors vekur
tilfinningar fyrir hinu sam-mannlega og hugs-
anir um samspil hins almenna og einstaklings-
bundna um mikilvæg sam-mannleg mál eins
og friðarleit einstaklinganna og fjöldans.
Hinar ólíku nálganir listamanna bæði á mis-
munandi tímum og á sömu tímum eru áhuga-
vert umhugsunarefni og er full ástæða til að
skoða þær með það í huga að oftast er unnið að
sama markmiði, þ.e. að bæta heiminn eða að
bæta við einhverju sem er til góðs.
Ýmsir tímar
og ýmsar
leiðir í listum
Hvað er heimslist? Hvað er al-
þjóðleg list? Hvaða list hefur áhrif
og þá í hvaða átt? Ekki fást einföld
svör við því og kannski ekki heldur
ástæða til að reyna að skilgreina
það. Myndlistarkonan og ferðalang-
urinn Jóhanna Bogadóttir fjallar
hér um sitthvað umhugsunarvert
sem hún hefur rekist á nýlega og
tengist myndlistinni.
Frá innsetningu Buzz Spectors í Swarthmore College.
Frá hinu lokaða til hins opna — handabók Buzz Spectors handfjötluð.
Drepinn í bardaga eftir Käthe Kollwitz.Aldrei aftur stríð eftir Käthe Kollwitz.
Höfundur er myndlistarmaður.