Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 15 MIKIÐ er rætt þessa dagana um greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til hálaunafólks og fyrirhugað þak á greiðslur úr sjóðnum. Virðist mörgum nauð- synlegt að setja þetta þak, því himinháar greiðslur úr sjóðnum til einstaklinga sam- ræmist ekki þeim fé- lagslegu markmiðum sem hugmyndin um fæðingarorlof byggist á. Ég mun ekki ræða þessa hlið á fæðing- arorlofsgreiðslum, heldur vil ég líta á hinn endann á launaskal- anum, þá þiggjendur fæðingarorlofs sem falla í hóp lág- launafólks. Eru lög um fæðingar- og foreldraorlof að ná fram sínum fé- lagslegu markmiðum gagnvart þess- um hópi fólks? Ef lögin eru lesin, þá eru með þeim tvenns konar markmið. Annars vegar að tryggja barni samvistir bæði við föður og móður, og hins vegar að gera bæði konum og körl- um kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Sjálfsagt má túlka þessi markmið á ýmsa vegu, eins og sæm- ir góðum lagabálki, en í umræðu undanfarinna daga virðist skoðun al- mennings að fæðingar- orlofsgreiðslur eigi að gegna þeim megintilgangi að leyfa foreldrum að fara í orlof til að eiga samvistir með nýfæddu barni sínu, án þess að lenda í fjárhagslegum ógöngum. Þetta sést t.d. á þeim rökum með þaki á greiðslur að hálaunafólk geti auðveldlega tekið á sig tímabundna launalækkun án þess að það hafi mikil áhrif á afkomu þess. En hvernig er málum háttað hjá láglaunafólki? Tökum dæmi af ný- bökuðu foreldri með 120.000 krónur á mánuði í laun. Fæðingarorlof er 80% af launum, þ.a. ef í fæðing- arorlof er farið, þá eru orlofs- greiðslur 96.000 krónur í stað 120.000 króna launa. Lækkunin hljóðar því upp á 24.000 krónur. Þetta virðist ósköp lítið í krónutölu, sérstaklega ef borið saman við laun- þega sem lækkar úr 600 þúsund krónum í 480 þúsund krónur – tekju- tap 120 þúsund krónur. Hins vegar er auðvelt að færa fyrir því rök að 24 þúsund krónurnar skipti meira máli fyrir láglaunamanninn heldur en 120 þúsundin fyrir há- launamanninn. Til dæmis er það nú einu sinni þannig að barn- eignum fylgja margs konar viðbótarútgjöld – bleiur, þurrmjólk, barnamatur o.s.frv. Allt kostar þetta skild- inginn og bleiur á barn láglaunamannsins eru jú ekki ódýrari en á barn hálaunamannsins. Ef svör félagsmála- ráðherra, dagsett 10. mars sl., við fyrirspurn um greiðslur úr Fæðingarorlofs- sjóði, eru skoðuð ásamt frétt Morg- unblaðsins á miðopnu 31. mars, þá má sjá ýmislegt fróðlegt í þessu samhengi. Morgunblaðið birtir heildarfjölda þeirra sem fengu greitt úr sjóðnum á síðustu árum, en í svörum félagsmálaráðherra má m.a. sjá hversu margir fengu greitt meira en 150 þúsund á mánuði úr Fæðing- arorlofssjóði árið 2002 og fyrstu tíu mánuði 2003. Nú má reikna hversu margir fengu greiðslur lægri en 150 þúsund á mánuði (sjá meðfylgjandi töflu). Hvað má sjá úr þessum töl- um? Lítum á tvennt. Annars vegar að árið 2002 fengu rúm 58% þeirra sem þáðu greiðslur undir 150 þús- und krónum á mánuði. Árið 2003 var sama hlutfall 52%. Sem sagt, meira en helmingur undir 150 þúsund krónum. Hins vegar að það hallar greinilega mjög á konur í þessum hópi. Tæp 76% kvenna árið 2002 og rúm 68% árið 2003 fá 150 þúsund krónur eða minna. Er ekki vafamál að stór hluti þessa fólks er í erf- iðleikum með að láta enda ná saman. Eru einstæðir foreldrar í þessum hópi? Þær upplýsingar sjást ekki úr þeim tölum sem notaðar eru hér, en annað er ólíklegt. Þá aftur að upphaflegu spurning- unni: Eru lög um fæðingar- og for- eldraorlof að ná fram félagslegum markmiðum sínum gagnvart lág- launafólki? Ég leyfi mér að fullyrða að fyrir stóran hóp láglaunafólks fylgja fjárhagslegir erfiðleikar því að fara í fæðingarorlof, og því er markmiðinu um „samræmingu fjöl- skyldu- og atvinnulífs“ ábótavant. Hvað er til bóta? Núna þegar rætt er um tekjutengingu fæðingarorlofs á efri hluta skalans, má þá ekki líka ræða tekjutengingu á lægri enda skalans? T.d. væri hægt að veita þeim sem hafa undir 150 þúsundum í laun á mánuði greiðslur sem nema 100% af launum, 90% fyrir þá sem eru milli 150 og 200 þúsunda, og 80% fyrir ofan það upp að þakinu. Hvað skyldi þetta nú kosta? Ekki væri þetta ókeypis, svo mikið er víst, og ekki myndu greiðslur úr sjóðnum lækka. Án þess að hafa nægar upp- lýsingar til að reikna kostnaðinn af nákvæmni, má leiða að því líkum að hann hlaupi á einhverjum hundr- uðum milljóna króna á hverju ári. Hálfur milljarður er líklega ekki of- mat. En áttum okkur á því að það þýðir að í dag eru fátækustu foreld- arnir að verða fyrir afkomutapi sem nemur a.m.k. hálfum milljarði króna, af því einu að fara í fæðing- arorlof. Er félagslegum markmiðum náð? Fæðingarorlof – lægri endinn á skalanum Vilhjálmur H. Wiium fjallar um fæðingarorlof ’Með þaki á greiðslureru þau rök, að há- launafólk geti auðveld- lega tekið á sig tíma- bundna launalækkun án þess að það hafi mikil áhrif á afkomu þess. ‘ Vilhjálmur H. Wiium Höfundur er lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Fjöldi þeirra er þáðu greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, greiðslur hærri og lægri en 150.000 á mánuði 2002 2003 Karlar Konur Samtals Karlar Konur Samtals Greiðslur yfir 150 þúsundum 2.678 1.515 4.193 2.947 1.633 4.580 Greiðslur undir 150 þúsundum 1.139 4.746 5.885 1.484 3.516 5.000 Heildarfjöldi 3.817 6261 10.078 4.431 5.149 9.580 Hlutfall lægri 29,8% 75,8% 58,4% 33,5% 68,3% 52,2% www.thumalina.is Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ HÚS Í STYKKISHÓLMI UM HELGINA Bókhlöðustígur 3 - Stykkishólmi verður til sýnis milli kl . 14 og 16 alla dagana frá skírdegi til annars í pásk- um. Um er að ræða 101 fm bjarta og rúmgóða 4ra herbergja efri sér- hæð í tvíbýlishúsi. M.a. sjónvarps- hol, eldhús, stofa, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Nýleg eldhúsinnrétting. Fal- legt útsýni út á eyjarnar. Ýmis skipti koma til greina. V. 8,9 m. 3946 GLEÐILEGA PÁSKA AÐALFUNDUR VÉLBÁTAÁBYRGÐARFÉLAGS ÍSFIRÐINGA Aðalfundur Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga verður haldinn á Hótel Ísafirði, Silfurtorgi 2, Ísafirði, laugardaginn 24. apríl 2004 og hefst kl. 14:00. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjulega aðalfundarstörf samkvæmt. 6. gr. laga félagsins, sbr. þó dagskrárlið 2. 2. Tillaga stjórnar um slit félagsins og úthlutun til félagsaðila. Stjórn félagsins leggur til að hreinni eign félagsins að frádregnum kostnaði ársins og slitakostnaði, ásamt áætluðum óþekktum kostnaði verði skipt á milli félagsmanna í réttu hlutfalli samkvæmt atkvæðisskrá 31.07.2000. Inneign félagsmanna verður skuldajafnað á móti ógreiddri iðgjaldsskuld. 3. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, ársreikningur félagsins og drög að úthlutunargerð munu liggja frammi á skrifstofu Sjóvá-Almennra trygginga hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík og við Silfurtorg, 400 Ísafirði, sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Félagsmenn sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að gera það skriflega. Stjórn Vélbátaábyrgðarfélags Ísfirðinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.