Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 18
AUÐLESIÐ EFNI
18 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UPPREISN sjíta í Írak heldur
áfram og berjast nú
Bandaríkjamenn og
bandamenn þeirra við þá og
uppreisnarmenn súnníta á
mörgum vígstöðvum. Hafa
meira en 20 bandarískir
hermenn fallið á nokkrum
dögum, þar af 12 í einni árás
í borginni Ramadi. George W.
Bush Bandaríkjaforseti segir,
að ekki verði hvikað frá
baráttunni við „þrjóta og
morðingja“.
Mannfallið meðal Íraka var
komið vel á annað hundraðið
í gær og voru í þeim hópi að
minnsta kosti rúmlega 30
óbreyttir borgarar.
Moqtada Sadr, róttækur
sjítaklerkur, sem
Bandaríkjamenn vilja
handtaka, hefur skipað
fylgismönnum sínum að
halda áfram baráttunni gegn
hernámsliðinu en
Bandaríkjamenn hafa einnig
verið með miklar aðgerðir í
borginni Fallujah þar sem
súnnítar hafa haldið uppi
látlausum árásum á
bandaríska hermenn. Þar
voru fjórir starfsmenn
bandarískra verktaka myrtir
fyrir skömmu og lík
þeirra svívirt.
Mark Kimmitt
hershöfðingi sagði á
blaðamannafundi í
gær, að
Mehdi-hersveitum
Sadrs yrði tortímt og
Bush sagði að ekki yrði látið
undan síga í Írak. „Þessir
morðingjar eiga sér engin
siðferðileg gildi,“ sagði hann
um írösku
uppreisnarmennina.
Bush og Blair funda
Arababandalagið hvatti í
gær Sameinuðu þjóðirnar til
að skerast í leikinn í Írak og
stöðva blóðbaðið þar
en þeir Bush og Tony
Blair, forsætisráðherra
Bretlands, munu eiga
með sér fund í næstu
viku. Segir BBC,
breska ríkisútvarpið,
að um verði að ræða
neyðarfund vegna
ástandsins í Írak þótt þeir vilji
ekki kannast við það.
Ástandið í Írak er
aðalfréttaefni fjölmiðla um
allan heim og jafnvel í Ísrael
hefur það skyggt á fréttir af
átökunum við
Palestínumenn. Segja
dagblöð þar, að upp sé komin
„intifada“ í Írak en svo hefur
uppreisn Palestínumanna
gegn Ísraelum verið nefnd.
Barist á mörgum vígstöðvum í Írak
Sjítaklerkurinn
Moqtada Sadr.
Vaxandi mannfall meðal Íraka og
bandarískra hermanna
LIÐ Verzlunarskólans vann lið
Borgarholtsskóla í
bráðabana í úrslitum Gettu
betur, spurningakeppni
framhaldsskólanna, á
föstudaginn var. Er þetta í
fyrsta skipti sem
Verzlunarskólinn vinnur
þessa keppni.
Í sigurliði Verzlunarskólans
voru Björn Bragi Arnarson en
hann var einnig í sigurliði
skólans í Morfis-keppninni
um síðustu helgi, Hafsteinn
Viðar Hafsteinsson og
Steinar Örn Jónsson. Í liði
Borgarholtsskóla voru
Baldvin Már Baldvinsson,
Björgólfur Guðbjörnsson og
Steinþór Helgi Arnsteinsson.
Menntaskólinn við
Hamrahlíð vann söngkeppni
framhaldsskólanna, sem fór
fram á laugardagskvöld í
Kaplakrika í Hafnarfirði.
Fulltrúar skólans voru Sunna
Ingólfsdóttir og Sigurlaug
Gísladóttir sem sungu „Ég er
svo græn“. .
Versló vann
Gettu betur
og MH söng-
keppnina
Morgunblaðið/Golli
ÞAÐ voru viðburðaríkir dagar
hjá sundkonunum Kolbrúnu
Ýri Kristjánsdóttur frá
Akranesi og Ragnheiði
Ragnarsdóttur úr Hafnarfirði
um sl. helgi, en sú fyrrnefnda
setti Íslandsmet í 100 metra
skriðsundi á móti sem fram
fór í Amsterdam í Hollandi en
Ragnheiður setti Íslandsmet í
50 metra skriðsundi á Grand
Prix-móti sem fram fór í
Stokkhólmi.
Þær stöllur skiptust
hreinlega á um að setja
Íslandsmet í 50 og 100 m.
skriðsundi. Á laugardag bætti
Kolbrún Ýr Íslandsmetið í 50
metra skriðsundi sem var
áður í eigu Elínar
Sigurðardóttur, en Kolbrún
synti á 26,68 sekúndum og
bætti met Elínar um 11/100
úr sekúndu. Ragnheiður tók
sig til og bætti met Kolbrúnar
með því að synda á 26,50
sekúndum á mótinu í Svíþjóð
og bætti metið um 18/100 úr
sekúndu.
Rimma þeirra hélt áfram á
sunnudag, en Kolbrún hóf
daginn með því að setja
Íslandsmet í undanrásum í
100 metra skriðsundi á
mótinu í Amsterdam, er hún
kom í mark á 57,92
sekúndum. Ragnheiður hélt
uppteknum hætti í Svíþjóð og
bætti metið sem hafði aðeins
staðið í nokkrar
klukkustundir, en Ragnheiður
kom í mark á 57,87
sekúndum.
Kolbrún Ýr synti síðan í
b-úrslitum í Amsterdam og
varð þriðja á nýju Íslandsmeti,
57,55 sekúndum og bætti
met Ragnheiðar um 32/100
úr sekúndu. Kolbrún Ýr tók
einnig þátt í B-úrslitum í 50 m
baksundi en hún hafði öðlast
keppnisrétt í A-úrslitum en lét
ekki verða af því að keppa í
A-úrslitum þar sem keppni í
50 metra baksundi fór fram
skömmu áður en keppni í 100
metra skriðsundinu fór fram.
Kolbrún sigraði í B-úrslitum
í 50 metra baksundi á
tímanum 30,95 sekúndum en
það er 19/100 úr sekúndu frá
Íslandsmeti hennar, en það
sund fór fram aðeins 15
mínútum eftir að keppni lauk í
100 metra skriðsundi.
Kolbrýn Ýr og
Ragnheiður kepptust
um að setja met
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Kolbrún Ýr í keppni.
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar
Ragnheiður Ragnarsdóttir
BETUR fór en á horfðist þegar
lítilli einkaflugvél, TF-TOF,
hlekktist á skammt vestan
við Hvolsvöll laust upp úr kl.
17 á sunnudag.
Vélin var að fara á loft
þegar hún missti flugið og
brotlenti rétt sunnan við
flugvöllinn sem er lítill
einkaflugvöllur í nágrenni
Eystri-Rangár. Um borð í
vélinni voru tvö börn og tveir
fullorðnir. Annar hinna
fullorðnu kvartaði yfir
bakmeiðslum, og reyndist
hann skaddaður á hrygg, og
fór hann í aðgerð vegna þess
á Landspítala.
Flugmaður flugvélarinnar
telur sig hafa fengið óvæntan
meðvind með fyrrgreindum
afleiðingum. „Ég tók af stað í
logni að ég hélt, en tel mig
hafa fengið óvæntan
meðvind sem varð til þess að
vélin náði ekki að fljúga á
brautinni,“ sagði
flugmaðurinn sem óskaði
nafnleyndar. „Allir komust
heilir út úr vélinni og héldu ró
sinni. Við löbbuðum upp í
sumarbústað minn skammt
frá og ég lét vita af óhappinu.
Það þótti ekki ástæða til að
kalla á sjúkrabíl en
farþegarnir fengu far í bæinn
með vinafólki sem átti leið
hjá.“
Flugmaðurinn sagði annað
hjól vélarinnar hafa rekist í
barð utan við í flugbrautina
og hafi það dregið úr hraða
hennar. Síðan hafi hún
flækst í girðingarvír sem dró
enn frekar úr hraðanum.
Girðingarvírinn hafi hins
vegar ekki verið nein orsök
óhappsins.
Vélin er eins hreyfils og
fjögurra sæta af gerðinni
Jodel DR 220. Hún
skaddaðist allnokkuð, annar
vængur hennar fór illa og
skrúfan brotnaði. Vélin dró á
eftir sér rafmagnsgirðingu
þónokkra vegalengd áður en
hún fór alveg niður við
brautarendann og fram af
barði sem þar er.
Lítilli flug-vél hlekktist á
Morgunblaðið/Steinunn Ósk
Vélin er illa farin eftir
óhappið, annar vængurinn er
illa farinn og skrúfan er
brotin.
UM 45% landsmanna segjast vera hlynnt því að flóðlýsa
Gullfoss þegar dimma tekur að haust- og vetrarlagi en 43% er
því andvíg. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun Þjóðarpúls
Gallup.
Rúmlega 10% svarenda í könnuninni taka ekki afstöðu til
flóðlýsingar Gullfoss.
Fram kemur í niðurstöðum hennar að fylgni er á milli
viðhorfa til flóðlýsingar og aldurs svarenda. Því yngra sem fólk
er því hlynntara er það flóðlýsingu og því eldra sem fólk er því
andvígara er það hugmyndinni um að lýsa upp fossinn.
Morgunblaðið/RAX
Tæplega helmingur lands-
manna vill flóðlýsa Gullfoss