Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 3
Hollandi. „Ég er í raun eins og landafjandi út um allt, en það bara fylgir þessu starfi,“ segir Arndís Halla, en hún flýgur til nýrra staða um hverja helgi og syngur á einni helgi fyrir um 20 þúsund manns á hestasýningu, þar sem hinum ólíku listum er blandað saman, þ.e. list- reið og óperulistinni. Nú í haust verður búin til ný hestasýning og segist Arndís Halla róa að því öllum árum að koma íslenska hestinum að á þeirri sýningu og vera jafnframt með sérstakt Íslandsnúmer þar sem flutt verði tónlist með sterkum íslenskum blæ. „Þetta er auðvitað enn allt í vinnslu, en þetta væri frá- bært tækifæri fyrir íslenska hest- inn ef hann kæmist þarna að.“ Það eru samt barnaóperur sem eiga hug og hjarta Arndísar Höllu um þessar mundir. „Við Holger Ehlers, sambýlismaður minn, höf- um verið í samvinnu við óperuhús í Hamborg sem nefnist Theater für Kinder Hamburg og er elsta at- vinnubarnaleikhús Þýskalands og jafnframt eitt flottasta barnaóperu- hús í Evrópu. Þetta leikhús hefur verið rekið með góðum árangri síð- ustu 35 ár, en það sérhæfir sig í sviðsetningum á óperum ætluðum börnum. Sviðsettar eru alvöru óp- erur á borð við t.d. Niflungahring- inn eftir Wagner, Brottnámið úr kvennabúrinu og Töfraflautuna eft- ir Mozart og er mikið í uppfærsl- urnar lagt, t.d. hvað allt útlit varð- ar.“ Samstarf Holgers við leikhúsið felst í því að þegar sýningum lýkur í Hamborg þá flytur hann upp- færsluna til Berlínar. Á síðasta ári settum við upp Brottnámið, þar sem ég söng hlutverk Konstanze, og fengum við þá inni í Theater am Kurfürstendamm, sem þykir eitt flottasta „boulevard“-leikhús Þýskalands. Þar sýndum við Brottnámið fram að jólum og fengum alveg glimr- andi góða krítík og frábærar und- irtektir. Í Berlín er mjög erfitt að fá inni hjá gagnrýnendum og því þykir jafnvel betra að fá slæma krítík en enga. En það var ekki nóg með það að við fengum krítík frá öllum fjölmiðlum, heldur fengum við hreint út sagt frábæra dóma. Við munum fylgja þessu eftir með uppsetningu á Töfraflautunni á hausti komanda, þar sem ég syng hlutverk Næturdrottningarinnar, jafnframt því sem fyrirhugað er að fara með uppfærsluna á Brottnám- inu í sýningarferðalag um Suður- Þýskaland, Belgíu og Holland og mögulega til Austur-Evrópu líka, en auðvitað er þetta allt spurning um peninga.“ Bjóðum krökkum upp á kvalítet Innt eftir því hver munurinn sé á barnaóperu og venjulegum óperu- uppfærslum segir Arndís Halla verkin yfirleitt alltaf eitthvað stytt, auk þess sem talmál verksins er einfaldað, þ.e. í þeim verkum þar sem er talað mál milli söngva. „Oft eru barnasýningar hafðar á ein- hverju barnamáli, en það er akk- úrat það sem við erum ekki að gera. Vissulega styttum við verkin til að hafa þau aðgengilegri, enda tæki t.d. Töfraflautan um þrjá tíma í flutningi óstytt. Markmið okkar er hins vegar að bjóða krökkum upp á kvalítet. Raunar eru sýningarnar stílaðar inn á fólk á öllum aldri þannig að það ættu allir að geta notið þeirra. Eitt af því sem mér finnst svo skemmtilegt við þessar uppfærslur er að þarna er verið að setja upp vandaðar uppsetningar undir leiðsögn góðra leikstjórn og bæði leikmynd og búningar eru fal- legir og vel gerðir,“ segir Arndís Halla. Í samtalinu við hana verður fljót- lega ljóst að hún er orðin nokkuð þreytt á hinum endalausu smart- heitum í nútímasviðsetningum sem tröllríða þýska óperuheiminum um þessar mundir. „Eitt af því sem há- ir þýska óperuheiminn eru nútíma- sviðsetningar sem eru bókstaflega að kaffæra bæði verk og söngvara. Sýningarnar eru orðnar svo absúrd að áhorfendur skilja ekki neitt og hundleiðist þar af leiðandi. Mér liggur við að segja að sýningarnar séu orðnar hálfúrkynjaðar. Ég skal alveg viðurkenna að ég er mjög harðorð í gagnrýni minni, en ég er einfaldlega komin með upp í kok af svona sýningum, enda búin að fá minn skerf í gegnum tíðina bæði sem þátttakandi og áhorfandi. Þannig að mér finnst frábært í barnaóperunum að fá tækifæri til að taka þátt í alvöru klassískri upp- færslu, án allra stæla.“ Að lifa heilbrigðu lífi í annars klikkuðum rytma Þegar Arndís Halla er spurð hvernig það sé að syngja fyrir börn og leggja þannig sitt af mörkum til að ala upp framtíðaróperuunnendur ljómar andlit hennar og hún svarar: „Það er æðislega gaman að geta boðið upp á úrvalsbarnaefni, vegna þess að því miður virðist mun meira framboð á þriðja flokks barnaefni. Auðvitað er ekki síður mikilvægt að ala upp nýja áhorfendur, því bæði leikhús- og óperugestir eru sífellt að verða eldri og því bráð þörf fyrir talsverða endurnýjun meðal áhorf- enda. En þess utan er líka afskap- lega mikilvægt að geta með list- sköpuninni opnað ungum krökkum nýjar dyr, því það skiptir svo miklu máli að börn fái að kynnast listum þar sem listin er bæði mannbætandi og góð fyrir sálina.“ Áður en Arndís Halla þarf að rjúka á næstu æfingu er ekki annað hægt en forvitnast um hver lykill hennar sé að því að halda röddinni í góðu formi undir því gríðarlegu álagi sem fylgir því að vera lausráð- inn söngvari og þess vegna stöðugt á ferð og flugi. Arndís Halla hugsar sig vel um og segir síðan: „Maður lærir auðvitað með tímanum að hlífa röddinni sem slíkri þó að mað- ur sé oft sjálfur alveg búinn á því. Ef maður finnur að röddin er ekki alveg í nógu góðu formi þá lærir maður líka að taka ekki of hart á sér og leika bara þeim mun meira. Hins vegar er alltaf mikilvægt að taka sér reglulega frí til hvíla sig vel og núna í maí þegar sýningum á Töfra- flautunni í Hamborg lýkur þá ætla ég t.d. að taka mér tveggja vikna frí og þegja um tíma. Annað sem skipt- ir miklu máli er að vera í góðu jafn- vægi andlega og gera eitthvað ann- að skemmtilegt inn á milli sem lyftir manni upp svo maður fái ekki á tilfinningunni að maður sé alveg að kafna. En kannski er lykillinn að þessu öllu saman samt sá að vera með sterka rödd, góða tækni og lifa síðan eins heilbrigðu lífi og hugsast getur í þessum annars klikkaða rytma sem maður lifir í,“ segir Arn- dís Halla að lokum áður en hún er rokin á næsta áfangastað. Þess má að lokum geta að Arndís Halla er að öllum líkindum að fara að syngja hlutverk Næturdrottningarinnar á næsta leikári við Staatsoper í Prag. silja@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 3 Aðalfundur Samvinnulífeyrissjóðsins verður 27. maí, kl. 17:00, á Grand hóteli í Reykjavík Upplýsingar um starfsemina 2003 Meginniðurstöður ársreiknings í milljónum króna S a m t r y g g i n g a r d e i l d i r Stigadeild Aldursháð deild Séreignardeild Efnahagsreikningur 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 Verðbréf með breytilegum tekjum 4.825 4.287 407 270 282 220 Verðbréf með föstum tekjum 8.885 7.136 749 449 519 366 Veðlán 3.477 3.718 293 234 203 191 Aðrar fjárfestingar 314 307 26 19 18 16 17.501 15.448 1.475 972 1.022 792 Kröfur 121 212 10 13 7 11 Annað 178 194 15 12 10 10 Skuldir -11 -11 -1 -1 -1 -1 Eignir samtals 17.789 15.843 1.499 997 1.039 812 Eignir sjóðsins eru ávaxtaðar sameiginlega en hér er þeim skipt í deildir í hlutfalli við hreina eign deildanna. Í árslok 2003 var hrein eign sjóðsins 20.327 milljónir króna en var 17.652 milljónir króna í lok 2002. Yfirlit um breytingar á hreinni eign 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 Iðgjöld 347 352 338 289 123 126 Lífeyrir -805 -768 -5 -3 -24 -20 Fjárfestingartekjur 2.450 600 182 32 135 28 Fjárfestingargjöld -21 -31 -2 -2 -2 -2 Rekstrarkostnaður -24 -22 -11 -10 -5 -5 Hækkun á hreinni eign á árinu 1.947 131 502 306 227 127 Hrein eign frá fyrra ári 15.844 15.712 997 691 812 685 Hrein eign til greiðslu lífeyris 17.791 15.843 1.499 997 1.039 812 Samtals jókst hrein eign sjóðsins um 2.675 milljónir króna á árinu 2003 en um 564 milljónir króna árið 2002. Heildariðgjöld ársins 2003 voru 808 milljónir króna en 767 milljónir króna árið 2002. Lífeyrisskuldbindingar skv. úttekt tryggingarfræðings 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar -95 -1.238 321 161 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum -0,5% -6,6% 24,3% 17,3% Eignir umfram heildarskuldbindingar -1.012 -2.143 610 361 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum -4,1% -9,0% 8,6% 6,0% Kennitölur 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 31.12.2003 31.12.2002 Nafnávöxtun (ársgrundvöllur) 15,7% 3,9% Hrein raunávöxtun (ársgrundvöllur) 12,2% 1,4% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 5,6% 4,6% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) 6,8% 6,2% Eignir í íslenskum krónum 97,3% 97,9% Eignir í erlendum gjaldmiðlum 2,7% 2,1% Fjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu 1.331 1.465 3.297 3.389 3.641 4.023 Fjöldi lífeyrisþega í desember 2003 2.632 2.530 39 20 19 20 Kostnaður sem hlutfall af eignum 0,21% 0,21% Heildarfjöldi greiðandi sjóðfélaga á árinu 2003: 4.628, þar af 3.641 í séreignardeild. Skipting lífeyris í samtryggingardeildum 31.12.2003 31.12.2002 Ellilífeyrir 68,5% 68,9% Örorkulífeyrir 15,9% 15,2% Makalífeyrir 14,9% 15,1% Barnalífeyrir 0,7% 0,8% 100,0% 100,0%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.