Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 5
sem komst í alþjóðlega fjölmiðla. Þá höfðu landsmenn fengið nóg. Þeir fylltu stræti landsins og mótmæltu yfirgangi stjórnarinnar. Herinn dró fram vopn sín og reyndi að hemja mannfjöldann. Á sex vikum voru að minnsta kosti 3.000 manns drepnir og ótölulegur fjöldi settur í fangelsi. Vegna þrýstings bæði frá heima- mönnum og alþjóðasamfélaginu lof- aði stjórnin að halda lýðræðislegar kosningar. Einn af flokkunum sem landsmenn settu saman var Nation- al League for Democracy (NLD). Talsmaður hans, Aung San Suu Kyi, varð fljótt afar vinsæl. Hún varð raunar svo vinsæl að stjórnin sá sér hollast að loka hana inni. Árið 1989 var Aung San Suu Kyi sett í stofu- fangelsi. Þrátt fyrir það gjörsigraði flokkur hennar í kosningunum árið eftir. Allt kom fyrir ekki. Herstjórnin ætlaði sér ekki að láta af völdum. Æðsti maður stjórnarinnar, Ne Win, hafði að vísu sagt af sér – en það var almennt álitið sjónarspil. „Allir vissu að á bak við tjöldin stjórnaði hann áfram öllu,“ benti heimamaður blaðamanni á. Stjórnin bar hitt og þetta fyrir sig, sem afsökun fyrir því að af- henda ekki völdin til réttkjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Eitt var að fyrst yrði að setja saman nýja stjórnarskrá. Fjórtán árum síðar hefur sú skrá ekki enn litið dagsins ljós. Friðarverðlaun Nóbels Þingmenn NLD voru ofsóttir og sendir í fangelsi. Aung San Suu Kyi var áfram haldið í stofufangelsi – hermenn vöktuðu hús hennar og hún mátti ekki fara út. Henni voru settir þeir skilmálar að annaðhvort myndi hún yfirgefa landið og aldrei koma aftur eða vera haldið áfram inni. Hún þverneitaði að taka fyrri kostinn í mál, jafnvel þótt það þýddi fjarveru frá eiginmanni og sonum í Englandi. Árið 1991 fékk Aung San Suu Kyi friðarverðlaun Nóbels fyrir starf sitt í þágu friðar og lýðræðis í Myanm- ar. Stjórnin hirti ekkert um að sleppa henni úr stofufangelsinu. Hún losnaði ekki fyrr en árið 1995 – eftir sex ára vist. „Ekkert hefur breyst. Mér hefur bara verið sleppt lausri. Það er allt og sumt,“ var haft eftir Aung San Suu Kyi. Menn höfðu bundið vonir við breytingar. Það kom hins vegar á daginn að herstjórnin ætlaði sér að hafa hlutina áfram eftir sínu höfði. Viðræður á milli Aung San Suu Kyi og stjórnarinnar skiluðu engum ár- angri. Stjórnin vakti áfram yfir Suu Kyi og setti hana loks aftur í stofufang- elsi árið 2000. Tveimur árum síðar var henni sleppt en í maí á síðast- liðnu ári endurtók sama sagan sig. Sem stendur er Aung San Suu Kyi lokuð af á heimili sínu í höfuðborg- inni Yangon. Hvenær henni verður sleppt út og hver framtíðin verður fyrir fólkið í Myanmar verður tím- inn einn að leiða í ljós. Litlir bátar eru algengur farkostur. Flestir landsmenn búa í bambuskofum og ná í vatn úr ám og brunnum. Fæst heimili hafa rafmagn. Rafmagn er dýrt og mikill skortur á því. Víða er það skammtað og dettur út fyrirvaralaust. Konur af einum fjölmargra þjóðflokka í Myanmar halda af markaði. Á 5 daga fresti hittast íbúar í þorpunum í kring, selja vörur og kaupa. Margir þurfa að ganga langar leiðir. Körfur eins og konurnar bera eru mikið notaðar. Ólar krækj- ast fram fyrir höfuðið og aftan í körfuna, þannig að þunginn liggur á enninu. siggavidis@hotmail.com Höfundur er BA í heimspeki. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 5 It’s how you live

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.