Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 23
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 23
Hringdu í síma 800 7000 eða komdu í verslun Símans
og fáðu þér heimasíma á tilboði, aðeins 1.950 kr.
Heimilissíminn – ódýrari og öruggari símaþjónusta.
Leyfðu þér að spjalla.
Mínútuverð á kvöldin og um helgar er
aðeins 1,09 kr.* milli heimilissíma.*
In
na
n
ke
rf
is
o
g
að
ei
ns
0
,9
3
kr
. m
ín
út
an
m
.v
. v
in
i o
g
va
nd
am
en
n
in
na
nl
an
ds
.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
1
7
9
0
ÞAÐ er engu líkara en náin
samvinna sé með borgarstjóra og
12 alþingismönnum við að ná til
unglinga með vín og
bjór.
Borgarstjóri lagði
til að vínveitingar,
léttvín og bjór, yrðu
leyfðar í íþróttahús-
inu Egilshöll í Graf-
arvogi í eitt ár til
reynslu. Tillagan var
samþykkt. Tillaga
þessi var svo dregin
til baka, eftir því sem
Fréttablaðið segir 3.
apríl sl. Í greininni í
Fréttablaðinu kemur
fram að Guðlaugur
Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins, var einn
þeirra sem sam-
þykktu leyfisveit-
inguna. Að hann sem
er formaður íþrótta-
félagsins Fjölnis skuli mæla með
vínnotkun í húsinu er stór-
furðulegt og ekki í samræmi við
reglur slíkra staða.
Hvar er forvarnahugsunin hjá
formanni íþróttafélagsins Fjölnis?
Sjónvarpsfréttir
Í sjónvarpsfréttunum að kvöldi 5.
apríl sl. kemur Jóhanna Vigdís
Hjaltadóttir fréttakona með þá
frétt að 12 þingmenn hafi lagt
fram frumvarp á Alþingi þar sem
eitt meginmarkmið þeirra sé að
leyfa sölu áfengra drykkja í mat-
vöruverslunum landsins. Hver var
það svo sem svaraði fréttakon-
unni? Borgarfulltrúinn og þing-
maður Sjálfstæðisflokksins Guð-
laugur Þór Þórðarson. Það er
engu líkara en hann sé aðalbar-
áttumaður fyrir því öfgakennda
frjálsræði, sem er að egna fyrir
unglingana með sem frjálsustum
aðgangi að víni og bjór. Hann end-
ar samtalið við fréttakonuna á því
að segja: Aðalatrið er að umræðan
verði málefnaleg og án öfga. Er
þessi stefna þingmanna ekki öfga-
kennt frjálsræði? Samkvæmt
frumvarpinu verður allt af-
greiðslufólk að vera orðið 20 ára
til að afgreiða í mat-
vörubúð, þar sem vín
væri selt. Hvað verð-
ur fjölgun eftirlits-
fólks mikil og lög-
gæslumanna ef
frumvarpið nær fram
að ganga? Eru nægir
peninga í kössum
fjármalarráðuneyt-
isins?
Öfgar
Hvað er þetta annað
en óábyrgar gjörðir
að ætla sér að selja
áfengi í íþrótta-
miðstöð þar sem m.a.
börn og unglingar eru
að leik. Er það ekki
öfgakennt frjálsræði
að dreifa víni og bjór
út um allt land þar
sem matvara er seld? Ennfremur
er annað frumvarp til umfjöllunar
nú á Alþingi, breyting á lögum um
aldur fólks til kaupa á víni. Breyt-
ing frá 20 ára aldri niður í 18 ár.
Samskonar breyting og hér um
ræðir var leyfð í Bandríkjunum
fyrir um 10–15 árum. Hún reynd-
ist svo illa að leyfin voru aft-
urkölluð. Þar er nú í öllum ríkjum
vínkaupaaldur miðaður við 20 ár.
Það sem olli mestri breytingu þar,
var aukin drykkja hjá ungu fólki
og stóraukin slysatíðni vegna ölv-
unaraksturs.
Hverjir eru þessir 12 þing-
menn? Íslenskar barnafjölskyldur
verða að vita nöfn þeirra svo hægt
sé að útiloka þá frá þingmennsku í
næstu kosningum. Þetta eru ekki
fjölskylduvænar aðgerðir sem
þessir þingmenn eru að vinna að.
Er samvinna á milli
Reykjavíkurborgar
og Alþingis?
Sigurður Magnússon
skrifar um áfengismál
’Er þessi stefnaþingmanna ekki
öfgakennt
frjálsræði? ‘
Sigurður Magnússon
Höfundur er fyrrv. yfirrafmagnseftir-
litsmaður og kanslari í Þingstúku
Alþjóðareglu góðtemplara I.O.G.T.
HÉR á árum áður voru það
ákvarðanir framkvæmdavaldsins til
þess að eyða sparifjáreign eldri
borgara og fjölskyldufólks. Sjálfsagt
gekk stjórnvöldum gott eitt til á
verðbólguárunum en
hins vegar ber þeim í
dag að líta til þessa
tíma og meta hvort
stefna þeirra nú geti
leitt til sambærilegra
ófara og áður. Hvers
vegna verðbólgumark-
mið ef krónan ónýtist?
Nýlega hafa bæði
forsætisráðherra og
bankastjóri Seðla-
banka Íslands skorað á
lánastofnanir á Íslandi
að gæta hófs í erlend-
um lántökum. Hvers
vegna er þörf á slíkum
varnaðarorðum frá stjórnvöldum?
Það er vissulega ástæða til að vara
við því þegar innlánsstofnanir hafa
aukið erlendar lántökur m.v. tölur
frá síðasta ári þar sem þær numu um
kr. 300 milljörðum. Nam verg lands-
framleiðslan 2003 kr. 806 milljörðum.
Lántakan reyndist því vera tæplega
40% af landsframleiðslunni. Spurn-
ingin er því sú hvort bankar geti
hamlað ríkinu að sækja erlend lán ef
umsvif þeirra eru jafnmikil og raun
ber vitni? Um þessar mundir eru
vextir í endurhverfum viðskiptum
með krónur 5,3%, þ.e. REIBOR, á
meðan vextir erlendis eru þar langt
um lægri, LIBOR fyrir EURO um
2,1 %, LIBOR fyrir USD um 1,1 %
og því eftir miklu að slægjast.
Með lántökum bankastofnana hér
á landi er m.a. verið að auka útrás ís-
lenskra fyrirtækja á erlendum vett-
vangi og ber þar að nefna t.a.m. fyr-
irtæki eins og Marel, Pharmaco,
Bakkavör, Baug og Össur. Ekki
nægir að líta á skuldahliðina í þessu
efni heldur verður einnig að horfa á
eignahliðina, þ.e. á verðmæti þessara
öflugu íslensku fyrirtækja sem nú
auka hróður landsins á erlendum
vettvangi. Með stuðningi innlendra
lánastofnana, þar sem þau hafa á að
skipa mjög hæfum stjórnendum, er
þessum fyrirtækjum nú
gert kleift að nýta bæði
þekkingu og menntun
ungs íslensks vinnuafls
í útrás á erlendri
grundu. Er þetta ekki
einmitt það sem við
höfum ætíð óskað?
Um mitt þetta ár
mun Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) kveða úr
um hvort íslenska ríkið
hafi heimild til að fram-
fylgja væntingum fé-
lagsmálaráðherra varð-
andi ný íbúðarlán. Á
síðasta ári nam aukning
í nýjum lánum Íbúðalánasjóðs um 50
milljörðum og reikna má með að
þessi eftirspurn haldist áfram. Ef
þetta gengur eftir má ætla að um 30
til 40 milljarðar verði teknir að láni
erlendis þar sem þessi krónubréf
verði greidd með dollurum eða evr-
um.
Hvað getur gerst eftir t.d. 5 ár til
10 ár þegar þessir fjárfestar, m.a.
vegna aflabrests hér heima eða betri
kjara í öðrum bréfum, vilja flestir
selja bréfin? Ríkið er ábyrgt og hing-
að geta streymt inn skuldabréf og út
fer gjaldeyrir og krónan veikist gríð-
arlega. Hvernig hafa stjórnvöld ætl-
að sér að taka á þessu? Hefur verið
hugað að útgönguleiðum í þessu
efni? Hvað er fengið með sjálfstæðri
peningastefnu ef hún getur stuðlað
að versnandi kjörum bæði fyrirtækja
og almennings? Íslenskir stjórn-
málamenn verða að huga sterklega
að því hve alvarlegar afleiðingar geta
orðið af því fyrir íslenskt efnahagslíf
ef skuldsetning heimila verður fjár-
mögnuð að stórum hluta erlendis.
Með íslenska krónu sem gjaldmiðil
til lengdar verða hömlur lagðar á ís-
lensk fyrirtæki sem í góðri trú reyna
að byggja upp fjölbreyttara atvinnu-
líf hér á landi, stuðla að nýsköpun.
Ef Seðlabanki Íslands beitir stýri-
tækjum sínum, t.d. með vaxtahækk-
unum á næstu misserum, eru líkur til
þess að slíkt verði aðeins til að hvetja
íslensk fyrirtæki að færa sig úr landi
þrátt fyrir 18% tekjuskatt. Verður
þetta til þess að heimilin í landinu
borga hærri vexti, rekstur fyr-
irtækja þyngist sem velta því út í
verðlagið og sem svo aftur verður til
að hækka vexti vegna verðbólgu-
markmiða bankans. Hvað er þá feng-
ið með þessu og hvað kostar fyrir
þjóðina að halda í krónu sem gjald-
miðil? Að halda í íslensku krónuna
getur tæpast talist vera hluti af því
að halda í sjálfstæði íslensku þjóð-
arinnar ef það stuðlar að því að
hætta þjóðinni í holskeflu sambæri-
legri þeirri sem átti sér stað á verð-
bólguárunum. Á þeim tíma rýrnaði
krónan, sú hætta er enn til staðar en
mun bera öðruvísi að. Stjórn-
málamenn og aðrir, sem telja að
vegna lítils hagvaxtar á evrusvæðinu
sé einhver hætta á ofþenslu hér á
landi án krónunnar og stjórnun
Seðlabanka Íslands, ættu að líta á þá
fjölmörgu þætti sem geta haft önnur
og afdrifaríkari áhrif í þessu efni.
Landsmenn hafa ekki góð tök á, í
einangruðu myntsamfélagi hér á Ís-
landi, að kaupa tryggingar fyrir hús
sín erlendis, fá ódýr lán og þannig
aukið á sparnað og samkeppni innan-
lands, þ.e. ef stjórnvöld stuðla að því.
Að halda í óbreytt ástand getur leitt
til kjaraskerðingar fyrir heimilin í
landinu, skerðingar sem líkja má við
holskeflu verðbólguáranna. Ef ekki
verður brugðist við mun óbreytt
krónustefna geta leitt til þess að sá
árangur, sem undanfarna áratugi
hefur skilað þjóðinni því sem hún
hefur, orðið að engu. Í þessu efni má
telja mjög mikilvægt að könnuð verði
aukaaðild að myntsamstarfi Evrópu
með fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar
að leiðarljósi og að opnað verði á um-
ræðu um þessi mál.
Krónan er dauðvona
Sveinn Óskar Sigurðsson
skrifar um efnahagsmál ’Að halda í óbreyttástand getur leitt til
kjaraskerðingar fyrir
heimilin í landinu,
skerðingar sem líkja má
við holskeflu verðbólgu-
áranna. ‘
Sveinn Óskar
Sigurðsson
Höfundur er MBA-nemi og formaður
MAESTRO, félags meistaranema við
viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands.
ur sjálfum – hamrar best járnið
heitt. Uppspretta allrar mann-
legrar hamingju er í þeim guðlega
neista sem við þurfum aðeins að
læra að magna upp og leyfa að
njóta sín hjá okkur sem og hjá
öðrum. Ýmsar aðferðir kenna okk-
ur að beisla þessa guðlegu orku
oft nefnd Prana eða Kundalini.
Leyfum Alheimsvitundinni eða
Hinum Fullkomlega Hreina Guð-
lega Anda að hjálpa okkur til þess
í okkar breysku tilveru. Hlýðum
kröfu Meistarans sem skerpti skil
góðs og ills í eitt skipti fyrir öll og
gaf líf sitt til að hnika okkur
áfram í siðferðilegum þroska svo
við mættum læra að elska hvort
annað. Dæmum ekki aðra heldur
leyfum samvisku sérhverrar sálar
að bæta sjálfri þau mistök sem
hún hlýtur að gera á sinni torsóttu
göngu. Lærum heldur að hreinsa
okkur frá þjakaðri sektarkennd
hins liðna og tæma hugann frá
eirðarlausri framkvæmdarhyggju
hins ókomna í fullkomlega tærri
Stund sem aldrei kemur aftur.
Lærum að virða þau náttúrulög-
mál sem við þegar þekkjum.
Brjótum odd af oflæti okkar og
sameinumst í krafti einlægrar
auðmýktar til að vinna heildinni
sigur.
Höfundur er myndlistarmaður
og rithöfundur.
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn