Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 32
32 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í TVEIMUR síðustu frímerkja-
þáttunum ræddi ég um yfirprent-
unina þrír frá 1897. Í framhaldi af
þeim er þessi þáttur, þar sem ég
hugleiði ofangreinda fyrirsögn eftir
smásendingu til mín frá Þór Þor-
steins og bréf frá ritnefnd Frí-
merkjablaðsins.
Þór Þorsteins sendir mér nokkuð
sérstæðan tón í Mbl. 22. marz sl.,
sem hann kallar Athugasemd um
Yfirprentunina þrír 1897. Ekki fæ
ég séð, að hann geri í raun nokkra
tilraun til þess að hrekja það, sem ég
segi í „tveimur langhundum“, sem
hann orðar svo af smekkvísi sinni og
eins því, að hann geri ekki ráð fyrir,
„að margir hafi sökkt sér niður í
lestur þeirra“.
Ég hef hins vegar orðið var við, að
ýmsir hafa þrátt fyrir hugboð Þórs
veitt orðum mínum og athugasemd-
um við grein hans athygli. En það
skiptir ekki öllu máli, hversu margir
hafi lesið greinar mínar. Hitt verður
lesendum „athugasemda“ Þórs
ljóst, að þær eru engar, heldur að-
eins hnútuköst – á svo lágu „plani“,
að þær eru í reynd ekki svaraverðar.
En vegna ýmissa ummæla um mig
persónulega hlýt ég – því miður – að
bregðast við þeim, svo að þeir les-
endur þessa þáttar, sem leggja á sig
að lesa hann, sjái, hversu sannorður
Þór Þorsteins er. Hann segir, að ég
halli réttu máli, þegar ég segi, að
grein minni hafi verið synjað um
rými í Frímerkjablaðinu. Hann seg-
ir orðrétt: „Höfundur reyndi að vísu
að fá inni fyrir skrif sín í blaðinu en
hafnaði vinsamlegum tilmælum rit-
stjórnar um að stytta mál sitt, þar
sem hún taldi sig ekki hafa rúm fyrir
grein upp á þrjár þéttskrifaðar síð-
ur“. Hér hallar Þór vísvitandi réttu
máli. Satt er það, að grein mín, sem
var tilbúin fljótlega eftir að þrír-
grein Þórs birtist í Frímerkja-
blaðinu fyrir tveimur árum, þótti í
upphafi of löng. En hvað gerðist svo
að lokum? Sjálfur formaður Land-
sambandsins, Gunnar Rafn, og jafn-
framt ritnefndarmaður blaðsins fór
ásamt mér yfir greinina og stytti
hana. Eftir það varð ég ekki var við
annað en Gunnar teldi sjálfsagt, að
hún fengi inni í blaðinu, þar sem ég
áleit, að hún ætti heima og hvergi
annars staðar. Ég á ekki von á öðru
en Gunnar Rafn geti staðfest það,
sem hér er sagt um tilraun okkar til
þess, að greinin fengi inni í Frí-
merkjablaðinu. En það skyldi þó
aldrei vera, að aðalritari blaðsins
hafi komið í veg fyrir birtingu henn-
ar í blaðinu? Í framhaldi af þessum
ummælum aðalritarans neyðist ég
til að birta hluta úr bréfi því frá 9.
febrúar 2004, sem ritnefndin sendi
mér, þegar hún hafnaði endanlega
birtingu greinar minnar.
Hér vil ég taka fram, að ég hafði
orð á því við formann og varafor-
mann LÍF, þegar mér var orðið
ljóst, að tregða væri á því, að grein
mín gæti yfirleitt komið í Frí-
merkjablaðinu, að ég yrði þá að
koma henni inn í frímerkjaþátt Mbl.,
þar sem ég hefði greiðan aðgang.
Ég ætla svo að birta hér kafla úr
bréfi ritnefndar til mín, sem Gunnar
Rafn Einarsson undirritar sem
ábyrgðarmaður, Rúnar Þór Stef-
ánsson sem ritnefndarmaður (en
jafnframt varaformaður LÍF, inn-
skot mitt) og Þór Þorsteins sem rit-
nefndarmaður. Hér álít ég, að rit-
nefndin sé komin inn á hættulega
braut, hvað varðar ritfrelsi í Frí-
merkjablaðinu. Þessa orðsendingu
fæ ég svo frá þeim: „Við þetta bætt-
ist einnig að svargrein þín var talin
allt of löng til birtingar þótt hún sé í
núverandi mynd heldur styttri en í
upphaflegri mynd. Eðlilegt og sjálf-
sagt er að birta umsagnir og athuga-
semdir við birt efni. Lengd slíkra at-
hugasemda verður þó jafnan að
stilla í hóf og ritnefnd hlýtur ávallt
að eiga lokaorðið um hvað tekið er til
birtingar þegar rými er takmarkað.
Við þá ákvörðun verður ritnefnd að
meta hvað sé áhugavert fyrir les-
endur blaðsins og áframhaldandi út-
gáfu þess.“ Og ritnefndin heldur
áfram og segir: „Einnig má minna á
að fyrir útgáfu 8. tölublað(s) Frí-
merkjablaðsins upplýsir þú sjálfur
að fengi greinin ekki inni í því tölu-
blaði yrði hún birt í Morgunblaðinu.
Ekki var unnt að koma greininni að
þar vegna mikils efnis varðandi frí-
merkjasýninguna Nordiu 03 og töld-
um við þá að ekki ætti að huga frek-
ar að birtingu greinarinnar í
Frímerkjablaðinu. Gerðum við af
þeim sökum ekki ráð fyrir henni við
undirbúning 9. tölublaðs.“ Svo mörg
eru þau orð í bréfinu til mín.
Hvor hallar hér réttu máli, ég eða
aðalritari Frímerkjablaðsins, um af-
drif greinar minnar í blaðinu? Ljóst
er, að hér er hrein ritskoðun á ferð-
inni hjá aðalritara og formanni og
varaformanni LÍF, ef þeim líkar
ekki aðsent efni. Ritnefndin segir
berum orðum, að hún sjálf verði að
taka ákvörðun um það „að meta
hvað sé áhugavert fyrir lesendur
blaðsins og áframhaldandi útgáfu
þess“. Hvernig hefði farið um at-
hugasemdir mínar við grein aðalrit-
arans og hugleiðingar um kenningar
hans um þrír-yfirprentunina 1897,
ef ég hefði ekki haft þá leið opna að
koma þeim á framfæri í frímerkja-
þætti mínum í Mbl. Og hver er það,
sem gerir frímerkjaáhugamönnum
bjarnargreiða með ofangreindum
orðum og afstöðu sinni? Skyldi það
ekki einmitt vera aðalritarinn sjálf-
ur og meðnefndarmenn hans? Ég
tel þessa stefnu þeirra stórhættu-
lega fyrir alla þá, sem þyrftu hugs-
anlega einhvern tímann síðar meir
að gera athugasemd við efni blaðs-
ins og hefðu ekki í önnur hús að
venda.
Þar sem mér er orðið ljóst eftir
móttöku framangreinds bréfs, að
skoðanaskipti um frímerkjamál og
póstsögu eru ekki talin æskileg í
Frímerkjablaðinu, er umræðu minni
um þrír-yfirprentunina 1897 lokið –
nema sérstakt tilefni verði til.
Hver er stefna
Frímerkjablaðsins?
FRÍMERKI
Jón Aðalsteinn Jónsson
Forsíða Frímerkjablaðsins.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK Gullsmára spil-
aði tvímenning á 14 borðum mánu-
daginn 5. apríl. Miðlungur 264.
Beztum árangri náðu:
NS
Unnur Jónsdóttir – Jónas Jónsson 324
Katarínus Jónsson – Auðunn Guðm. 323
Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnl. 302
Steindór Árnason – Tómas Sigurðss. 297
AV
Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 342
Páll Guðmundsson – Haukur Bjarnas. 321
Guðjón Ottóss. – Guðmundur Guðv. 311
Dóra Friðleifsdóttir – Jón Stefánsson 299
Bridsfélag Selfoss og nágrennis
Keppni hófst í Íslandsbankatví-
menningnum 1. apríl sl. Til leiks
mættu 14 pör. Þetta mót er þriggja-
kvölda tvímenningur, og gilda 2
bestu kvöldin til verðlauna. Þessi pör
skoruðu mest:
Þröstur Árnason – Brynjólfur Gestsson 51
Helgi Hermannss. – Vilhjálmur Þ. Pálss. 21
Guðmundur Sæm. – Hörður Thorarens. 16
Björn Snorras. – Kristján M. Gunnarss. 14
Nánar má finna um gang mála á
heimasíðu félagsins www.bridge.is/
fel/selfoss.
Ekkert verður spilað á skírdag,
fimmtudaginn 8. apríl, en önnur um-
ferðin í mótinu verður spiluð
fimmtudaginn 15. apríl.
Frá Bridsdeild Breiðfirðinga
Úrslit sunnudaginn 28/3. 16 pör
mættu til leik.
NS
Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 154
Lilja Kristjánsd.– Sigríður Gunnarsd. 141
Haukur Guðbj. – Sveinn V. Kristinss. 140
AV
Alda Guðnadóttir – Kristján Snorrason 148
Birna Lárusd.– Sturlaugur Eyjólfsson 146
Guðni Einarss. – Örvar Snær Óskarss. 145
Ekki verður spilað snnudaginn 11.
apríl.
Vetrarlokamót félagsins verður
síðan tveggja kvölda keppni í tví-
menningi, 18. og 25. apríl kl. 19.
Spilastjóri verður bæði kvöldin.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson