Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 7
verið gaman að geta sagt vinum
mínum að ég hefði farið í svona
leiklistarprufu fyrir svona stórt
hlutverk. Svo var ég bara kölluð í
fleiri og fleiri endurkomur sem
enduðu með því að ég var send til
Ástralíu í prufuupptöku með Jer-
emy og Jason og það var virkilega
gaman. Og svo fékk ég hlutverkið.“
Jeremy: ,,Það var mér að þakka,
ég sagði við P.J. að þetta væri rétta
stelpan. Það var önnur stelpa sem
kom í prufu og P.J. sagði okkur að
fara afsíðis til að lesa yfir textann
og hún fór að strjúka á mér lærið
og laga blússuna sína og spyrja mig
hvort það væri ekki svakalega heitt
og svoleiðis og þegar P.J. kom aft-
ur þá hristi ég bara hausinn og not-
aði táknmál til að segja honum að
þetta væri hræðileg leikkona.“
Frábært að fljúga,
skylmast og allt …
– Jeremy, var þetta erfitt hlut-
verk fyrir þig?
,,Já, ég eyddi tveim tímum á dag
í ræktinni í sex vikur til að ná upp
styrk í bakvöðvana til að geta flog-
ið. Og svo var ég í margra mánaða
skylmingaþjálfun, það voru fjórir
tímar á dag. Það var þegar ég var í
sumarfríi frá skólanum. Og ólarnar
í flugbeislinu bíta mann aldeilis,
maður veit sko alveg af þeim þegar
maður dinglar í vírunum og svo
verður maður allur blár og marinn
eftir þetta.“
– Þannig að það var ekkert gam-
an að fljúga?
,,Það var frábært, það besta við
myndina maður. Þegar maður var
búinn að venjast ólunum. En það
var samt það erfiðasta í myndinni,
mér fannst erfiðasta atriðið þegar
ég þurfti bæði að skylmast við
Jason og fljúga. Og það tók marga
mánuði að kvikmynda bara það at-
riði.“
Rachel: ,,Það var kannski ekki
ýkja auðvelt að fljúga. Maður þurfti
að reyna að líta út eins þokkafullt
og glæsilega og mögulegt er við
þessar aðstæður.
Jeremy: ,,Já, en henni finnst allt
erfitt.“ Hann tekur um handlegginn
á henni og sýnir mér: „Hún er ekki
mjög sterk, handleggirnir á henni
eru eins og núðlur … Nei, fyrir-
gefðu, Rachel, ég meinti þetta
ekki.“
„Ég framkvæmdi öll áhættuatrið-
in mín sjálfur og í einu atriðinu
hefði ég getað hálsbrotnað ef ég
hefði klúðrað því. Það var þegar ég
þurfti að snúa mér í loftinu og setja
lappirnar í vegginn áður en ég lenti
á honum til að geta spyrnt í og
fljúga aftur á Jason. Nema einu
sinni þegar Pétur lendir í netinu og
skýst út í sjó, það var fenginn
áhættuleikari til að gera það, pabbi
vildi ekki leyfa mér að gera það at-
riði.“
Grípur í leiklistina ef sjávarlíf-
fræðin gengur ekki upp
– Rachel, ég las einhvers staðar
að þig langaði ekki að verða leik-
kona heldur sjávarlíffræðingur.
„Já, ef ég get, nú ef ég fæ ekki
nógu góðar einkunnir þá verð ég
kannski bara hundaþjálfari eða eitt-
hvað og ef það gengur ekki upp og
ég get gripið í leiklistina þá væri
það náttúrlega alveg frábært.“
– Flest börn vilja fullorðnast eins
fljótt og auðið er, en Pétur Pan vill
það ekki, hvað um ykkur?
Jeremy: ,,Ég hef ástæður til að
vilja fullorðnast og ég hef ástæður
til að vilja ekki fullorðnast. Ég vil
ekki sitja við borð og gera leið-
inlega hluti eins og skattframtalið
og sjá um reikningana. En ég vil
fullorðnast því ég vil eignast fjöl-
skyldu til að geta ráðskast með
börnin mín þegar ég verð eldri og
svo vil ég eignast bíl, Jagúar eða
BMW.“
Rachel: ,,Já, því maður getur lát-
ið til sín taka þegar maður er full-
orðinn og fólk tekur meira mark á
manni og það er svo margt sem
maður getur gert þegar maður er
fullorðinn.“
Jeremy: ,,Já, og ég vil verða leik-
ari og síðan leikstjóri þegar ég verð
stór, ég vil leikstýra Tom Cruise og
Brad Pitt.“
– Jeremy er greinilega vanur að
vera miðpunktur alls, en hvernig
var það fyrir þig, Rachel, að vera
að leika í svona stórri mynd allt í
einu, á svona stóru sviði og svo
framvegis?
Rachel: ,,Það getur enginn annar
verið miðpunkturinn ef Jeremy er
nálægur ...
Jeremy: ,,Ég ræð ekki við það,
ég fæddist svona. En ef við vorum
tvö á sviðinu þá var hún ávallt mið-
punkturinn fyrir mér.
– Hvað er næst á döfinni hjá
ykkur?
Jeremy: ,,Ég er ekki með neitt
sérstakt í deiglunni, ég er að lesa
fullt af frábærum handritum, en
það sem mig langar að gera er að
leika James Bond, með stelpunum,
bílana og allar græjurnar. Það væri
frábært.“
lifnar við
www.urvalutsyn.is
* Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í viku, fer›ir
til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
42
58
0
4/
04
Örfáar íbú›ir í bo›i
Portúgal 24. apríl í 24 nætur
43.005 kr.* á mann m.v. 2 í stúdíó á Brisa Sol
54.805 kr.* á mann m.v. 2 í stúdíó á Paraiso de Albufeira
Mallorca 26. apríl í 24 nætur
45.180 kr.* á mann m.v. 2 í stúdíó á Club Royal Beach
Krít 25. apríl í 29 nætur
49.270 kr* á mann m.v. 2 í stúdíó á Helios
2fyrir1
Ekki missa af flessu einstaka tilbo›i.
Fyrstir koma, fyrstir fá.