Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 21

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 21 HÚN er lífseig lygasagan sem sögð var um að vondir karlar í Brussel hefðu sett reglugerð um hvernig agúrkur megi rækta, hvaða bogi megi vera á þeim o.s.frv. Ekki þekki ég uppruna þessarar lygasögu en get mér til um að hún hafi verið spunnin í því skyni að koma ein- hvers konar óorði á reglugerðarsetningar Evrópusambandsins. Sagan er hvorki gáfu- leg né sannfærandi. Er hægt að segja agúrku- plöntu fyrir um það hver bogi á afurðinni, agúrkunni, skuli vera? Einn þingmaður breskra íhaldsmanna á Evrópuþinginu end- ursagði þessa sögu í bresku blaði sl. haust og Morgunblaðið þýddi með velþóknun og færði lesendum sínum á miðopnu. Og enn er hún end- urtekin af sæmilega upplýstu fólki (að maður hélt) á síðum Morg- unblaðsins. Mánudaginn 2. febrúar birtust á miðopnu blaðsins hugleiðingar bæj- arstjórans í Garðabæ, Ásdísar Höllu Bragadóttur, um skólamál í landinu undir fyrirsögninni „Á hraða snigils- ins og hérans“, þar sem hún vill auka fjölbreytni í vali nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi og gera mönnum kleift að stunda nám hvort heldur sem er „með hraða snigilsins eða hérans“ og er allt gott um það að segja. Bæjarstjórinn byrjar hins vegar grein sína með til- vitnun í fyrrnefnda lygasögu. Þar segir orðrétt: „Ein af eftirminnilegri fréttum frá Evrópusambandinu er um agúrku-reglugerðina en með henni var leyfilegur heildarbogi á agúrkum ákveðinn. Flestum finnst þetta fráleitt enda ættu neytendur að fá að borða kengbognar agúrkur, hefðu þeir áhuga á því. Agúrku- reglugerðin hefur stundum komið upp í kollinn á mér þegar menn skeggræða um hvort stúdentsprófi eigi að ljúka á þremur eða fjórum árum.“ Ég er sammála bæj- arstjóranum í Garðabæ að neytendur eiga að eiga þess kost að velja hversu bognar agúrkur þeir borða þótt ég sjái ekki í fljótu bragði samhengið við um- ræðuna um styttingu náms til stúdentsprófs. En bæjarstjórinn get- ur hætt að láta tilvitn- aða reglugerð koma stöðugt í koll sér því hún er einfaldlega ekki til. Reglugerðir eru oftar en ekki settar neytendum til verndar og hagræðis við kaup og framleið- endum til leiðsagnar við sölu, þótt eflaust megi deila um ofnotkun slíkra reglugerða. Fyrir allnokkrum árum setti t.d. landbúnaðarráðu- neytið reglugerð um flokkun á kindakjöti þar sem það var flokkað í fjóra flokka, eftir fituhlutfalli m.a., neytendum til hagræðis. Þeir sem vildu magurt kjöt gátu þá keypt þann flokk sem innihélt minnsta fitu. Árið 1988 setti Evrópubandalagið (sem Evrópusambandið hét þá fram til 1992) reglugerð um flokkun og pökkun á agúrkum til neytenda að beiðni hagsmunasamtaka í garð- yrkju á Evrópumarkaði. Með því átti að samræma flokkunarreglur milli landa svo allir sætu við sama borð, framleiðendur og neytendur, hvar svo sem agúrkurnar voru framleiddar. Það ríkir nefnilega samkeppni í þessum málum, nokkuð sem Íslendingar eiga ekki að venj- ast og sumir erfitt með að skilja. Í reglugerð þessari, sem er núm- er 1677/88, er gert ráð fyrir að ag- úrkur séu flokkaðar í þrjá gæða- flokka og eru m.a. tölur um boga og lengd eitt af lýsingum annars flokks. Ef menn vildu kengbognar agúrkur keyptu þeir að sjálfsögðu þann flokk sem inniheldur þær. Eins og alltaf er var það nefnd hagsmunaaðila sem samdi þessa reglugerð. Þó að garðyrkjumenn kunni eflaust að vera misgreindir held ég að það hafi aldrei hvarflað að neinum þeirra að skipa agúrku- plöntunni fyrir um hvernig bogi ag- úrkunnar skuli vera. Ekki frekar en að bændum sé með reglugerð skipað að af fjalli skuli bara koma mögur lömb. Ef menn vilja feitt kjöt kaupa menn þann flokk sem inniheldur feitt kjöt, þeir sem heldur vilja mag- urt kjöt eiga þá kost á að velja ann- an flokk. Bæjarstjóranum í Garðabæ til leiðbeiningar vil ég benda á að ein- falt er að skoða þessa agúrku- reglugerð á Netinu (hún heitir „Common standards of quality for cucumbers regulations“). En það verður þó að segjast eins og er að þekkingaröflun hennar um þessi mál virðast frekar hafa verið með hraða snigilsins en hérans. Enn um agúrkur og ESB Kristján E. Guðmundsson fjallar um samkeppni ’Þar ríkir nefnilegasamkeppni í þessum málum, nokkuð sem Ís- lendingar eiga ekki að venjast og sumir erfitt með að skilja.‘ Kristján E. Guðmundsson Höfundur er félagsfræðingur og framhaldsskólakennari. „HVER eru ítök bókstafstrúar- manna í stjórn landsins?“ spurði blaðamaður Morgunblaðsins Mo- hammad Al Sharief í viðtali sem birtist í blaðinu 1. apríl s.l. Al Shar- ief er formaður sendi- nefndar ráðgjafaþings Sádí-Arabíukonungs og var í heimsókn hér á dögunum til að kynna sér reynslu Ís- lendinga af lýðræði, eins og þar stóð. For- maðurinn vék sér fim- lega undan spurningu blaðamanns og sagði: „Við köllum þá ofsa- trúarmenn.“ Og bætti við að slíkir menn hefðu framið hryðju- verk í landinu og reynt væri að minnka ítök þeirra með því að reka þá úr kennslustörfum og banna þeim að gefa út trúarlegar tilskipanir (fatwa) o.fl. Annaðhvort var spurning blaða- mannsins sett fram af vanþekkingu eða hugsuð sem brandari. Kóraninn er stjórnarskrá Sádí-Arabíu svo lengra er ekki hægt að ganga í bók- stafstrú en Sádar gera. Bókstafs- trúarmenn einir hafa ítök í stjórn Sádí-Arabíu. Formaðurinn upplýsti blaðamann um að í 75 ár hefðu Sádar haft sitt eigið lýðræði, sem kallast shura, og væru stoltir af því. Í Islam-lexikoni Politikens frá 1995 stendur að shura þýði samráð. Síðan lýsti Al Sharief því hvernig kóngur velur frammámenn í þjóðfélaginu í 120 manna samráðsþing. Þetta fyr- irkomulag grundvallast á stjórn- arskrá landsins, Kóraninum, Suru 42 – Ráðgjöf. Kóraninn og réttindi kvenna Og blaðamaður spurði formanninn um stöðu kvenna m.a.með tilliti til menntunar. Og fékk það svar að fleiri konur en karlar útskrifuðust úr háskólum landsins. Í grein í The Economist (27. mars–2. apríl) sem fjallar um ný- lega fangelsun 11 frjálslyndra frammámanna í Sádí-Arabíu kemur fram að 6 blaðamenn hafi á liðnu ári misst vinnuna fyrir að leggja til að trúarlögreglan verði lögð niður og konum leyft að keyra bíl. Vonandi hefði blaða- maður Morgunblaðsins ekki misst vinnuna þótt hann hefði fylgt spurningu sinni eftir með annarri: Hvers vegna er þessum há- skólamenntuðu konum meinað að keyra bíl? Svarið er vænt- anlega að finna í stjórnarskrá lands- ins, Kóraninum, Súru 24.: „Segðu trúuðum konum, að þeim beri að hverfa sjónum sínum burt frá freist- ingum og vernda hreinleik sinn, að hylja prýði sína, nema þá sem sýnd er með eðlilegum hætti, að bregða blæju yfir barm sinn og eigi sýna fegurð hans öðrum en eiginmanni sínum, föður sínum, tengdaföður, sonum sínum…“ o.s.frv. Og í Súru 33 fengu eiginkonur spámannsins þessi fyrirmæli m.a. sem yfirfærst hafa á aðrar konur: „Haldið kyrru fyrir heima við, og skreytið yður ekki, eins og konur gerðu á tíð fá- vizkunnar.“ O.s.frv. Fyrirmælin um að bregða blæju yfir barminn og aðra prýði kon- unnar hafa Sádar tekið svo bók- staflega að þeir setja allar konur í poka ef þær þurfa að bregða sér af bæ, oftast svarta, sem hylja þær frá toppi til táar og aðeins höfð ofulítil rifa fyrir augun. Það segir sig sjálft að pokinn er ekki sérlega heppileg- ur klæðnaður fyrir manneskju sem ætlar að keyra bíl. Auk þess sem það er bundið í stjórnarskrá að kon- ur skuli „halda kyrru fyrir heima við“. (Sjá Kóran í þýð. Helga Hálf- danarsonar, Mál og menning1993.) Bókstafstrú gegn konum Mohammad Al Sharief hélt því fram í viðtalinu á leiðarasíðu Morg- unblaðsins að réttindi kvenna væru raunar tryggð í Kóraninum, sem er klausa sem hljómar kunnuglega af munni bókstafstrúarmanna hér á Vesturlöndum. Og þessi réttindi skýrði hann þannig: „M.a. er skylda karlmannsins að sjá um fjárhags- legar þarfir konunnar. Hann þarf að útvega henni húsnæði og allt sem hana vanhagar um.“ Al Sharief gat þess ekki hvað gert er við konur sem sjálfar vilja sækja það sem þær vanhagar um og létu sér detta í hug að gera það á bíl og blæjulausar. Hann minntist hvorki á trúar- lögregluna, vandarhöggin né lífláts- dómana. Ísland fær öðru hverju heimsókn- ir fulltrúa vondra stjórnvalda héðan og þaðan úr veröldinni og veitir þeim blíðar móttökur. Oft verða þó einhverjir til þess að mótmæla gest- unum eða því sem þeir standa fyrir. Að þessu sinni var óvenju lítið um gagnrýnin viðbrögð og áleitnar spurningar, kannski vegna þess að bókstafstrúarfasisminn kemur verst niður á konum í Sádí-Arabíu. Ég vil þó af veikum mætti andmæla þeirri grimmilegu kvennakúgun sem stjórnvöld þar standa fyrir og þeim hálfsannleik um stöðuna sem Morg- unblaðið birti gagnrýnislaust í við- tali við fulltrúa landsins, Mohamm- ed Al Sharief 1. apríl sl. Ítök bókstafstrúarmanna Steinunn Jóhannesdóttir skrifar um bókstafstrú ’Bókstafstrúarmenneinir hafa ítök í stjórn Sádí-Arabíu.‘ Steinunn Jóhannesdóttir Höfundur er rithöfundur. SNEMMA vetrar birtust myndir af utanríkisráðherra og starfs- mönnum Þróunarsamvinnustofn- unar á ferð um Afríku þar sem þeir voru að veita þróunaraðstoð. Þeir opnuðu skóla hér og skrifuðu undir samning um aðstoð við sjávarútveg þar o.s.frv. Aðstoð við fá- tæk þróunarríki er auðvitað hið besta mál og þetta voru fagrar myndir. Vandinn er sá að aðstoð í formi ölmusu er ekki það sem þró- unarríkin vilja og þurfa. Þau hafa ítrek- að lagt áherslu á það að lykillinn að raun- verulegum framförum og þróun þeirra sé að- gangur að markaði auðugu ríkjanna fyrir afurðir sínar og einn- ig að ríkar þjóðir hætti að greiða niður samkeppnisvörur og gera framleiðsluvörur þeirra fátæku óseljanlegar. Þau benda á að sjálf hafi þau opnað markaði sína fyrir bæði fjármagn og iðnvarning þeirra ríku og nú sé komið að þeim ríku að veita þeim líka frelsi til við- skipta. Þessi áhersla á viðskiptafrelsi er samhljóða málflutningi Jóns Sig- urðssonar forseta, leiðtoga og frels- ishetju eins fátækasta landsins í Evrópu á nítjándu öld. Eitt ljótasta dæmið um það hvernig niðurgreiðslur hafa skaðað þróunarríkin er aðstoð Bandaríkja- stjórnar við bómullarbændur sína. Tuttugu og fimm þúsund bændur í Texas og nálægum ríkjum sem framleiða fjórðung heims- framleiðslunnar á bómull fá nú nið- urgreiðslur sem nema fjögur þús- und milljónum dala. Afleiðingin er sú að þeir geta selt vöru sína á hvaða verði sem er og verðið á heimsmarkaði hefur fallið um fjórð- ung og ellefu milljónir fátækra afr- ískra bómullarbænda hafa verið sviptir framfærslu sinni. Af þeim eru teknar ófagrar myndir sem erf- itt er að horfa á. Um svipað leyti og fögru myndirnar birt- ust frá Afríku var haldin í Cancún í Mexíkó ráðstefna Al- þjóðaviðskiptastofn- unarinnar, World Trade Organization. Við þessa ráðstefnu bundu þróunarríkin miklar vonir, því fyr- irheit höfðu verið gefin um að á henni yrðu samþykktar tillögur um aukið frelsi þeirra til að koma vörum sín- um á markað á jafn- réttisgrundvelli. Þeir töldu að ráðstefnan myndi marka tímamót í möguleikum þeirra til þróunar og framfara. Í stuttu máli varð ráðstefnan þróun- arríkjunum mikil vonbrigði. Hin auðugu ríki leyfðu sér að ganga á bak orða sinna og svíkja þau fyr- irheit sem gefin höfðu verið. Ekki þarf að fjölyrða um það í hvaða lið utanríkisráðherra skipaði hinni for- ríku þjóð Íslandi. Hann vildi setja okkur í sigurliðið. Liðið gegn lít- ilmagnanum. Ráðherrann virðist hafa farið að ræða um fátækt í heiminum og þörfina fyrir aukna aðstoð við þró- unarlönd í tengslum við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Það segir sitt um íslensk stjórnmál að ekki var minnst orði á þetta framboð í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar fyrir ör- fáum mánuðum. Svo virðist sem framboðið eigi að einkennast af fögrum myndum og hræsni. Það kemur ekki íslenskum kjósendum á óvart sem nú upplifa efndir að afloknum kosningum. Fátækt, frelsi og fagrar myndir Halldór Jónsson talar um kosningaloforð og efndir Halldór Jónsson ’Svo virðist semframboðið eigi að einkennast af fögrum mynd- um og hræsni.‘ Höfundur er heimilislæknir. HVERS vegna að leyfa vínveit- ingar í Egilshöllinni? Viljum við blanda saman vínveitingastað og íþróttaiðkun barnanna okkar? Borgarráð ákvað með naumum meiri- hluta að leyfa vínveit- ingar í Egilshöllinni, einn fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins og tveir fulltrúar Vinstri grænna greiddu at- kvæði gegn veiting- unni. Vegna þess að ágreiningur var um málið var það tekið fyr- ir í borgarstjórn og urðu miklar deilur þar, sitt sýnist hverjum í þessu máli. Nið- urstöður í borgarstjórn urðu þær að málinu var skotið aftur til borg- arráðs og þar mun það verða tekið fyrir fljót- lega. Það sem hér er um að ræða (eða um er að ræða vínveitingastað) er vínveitingastaður, öðru nafni bar inni í íþróttahöll þar sem annars eru stundaðar íþróttir. Þessum vínveit- ingastað getum við líkt við sportbar svipaðan þeim sem við þegar þekkj- um á höfuðborgarsvæðinu, dæmi um þess konar bari eru Ölver og Players. Eiga vínveitingastaðir og sportbarir samleið með ungum íþróttamönnum? Viljum við að börn- in okkar setjist inn á barinn eftir æf- ingu og fái sér kókglas og horfi á leik í enska boltanum? Eða verður börnunum kannski bannaður að- gangur? Það eru margar spurningar sem vakna þegar svona mál koma upp og ljóst að við þeim öllum er ekki hægt að fá svör að svo stöddu. Það er ekki síst þess vegna sem er betra að gefa ekki for- dæmið og gefa ekki leyfi fyrir þessu því að með leyfinu er tekin mikil áhætta. Það er ýmislegt sem fylgir áfengi og óhóflegri áfengisneyslu, það eru margir sem ekki kunna með áfengi að fara og þeir leita ekki síður inn á bari en hin- ir sem kunna með áfengi að fara og neyta þess einungis í hófi. Höldum veit- ingastöðum í íþrótta- mannvirkjum borg- arinnar áfengis- og reyklausum og leggjum metnað okkar í það að vera góðar fyr- irmyndir. Stundum forvarnir á sem flestum stöðum og sem víðast í borginni okkar. Áfengi í Egilshöll? Jórunn Frímannsdóttir skrifar um áfengisveitingar ’Eiga vínveit-ingastaðir og sportbarir sam- leið með ungum íþróttamönn- um? ‘ Jórunn Frímannsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og móðir ungra íþróttamanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.