Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 9
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 9 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 24 nætur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum þér góð íbúðarhótel á meðan á dvöl- inni stendur. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Benidorm 25. apríl í 24 nætur frá kr. 29.995 Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktutilboð, 25. apríl, 24 nætur. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð, stökktutilbð, 24 nætur. Flug, gisting, skattar. Netverð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. AÐDRAGANDI Það ómaði söngur af austrænum hæðum, þar sem ókunnur maður fór. Ríðandi á ösnu sem aðrir teymdu, og allir sungu í kór. Friður sé með þér, frelsari vor, friður sé með þér, Guðs son. Hann blessaði fólkið og bað fyrir því og breiddi út hlýjan faðm. Ákallaði sinn ástkæra föður og ýmsum þrýsti við baðm. Hann elskaði alla, hvert barn og hvert blóm, sem brostu af gleði við klukknanna hljóm. En yfir hans andlit sveif öðru hvoru ógnvekjandi ský. Hann vissi að bikarinn beiskur var, sem bragða átti hann, því þrátt fyrir söng og sigurtóna var söngurinn falskur á ný. Hann vissi að lýðurinn laut oft öðru en lýsandi kærleikans yl. Hann vissi að breyting brátt gat orðið, sem boðaði ógnarbyl. Því fljótlega lýðurinn skipti um skoðun, skjótar en orð verða til. BARÁTTA Hann laugaði fætur lærisveina, laut þeim, en talaði fátt. Við borðhald kvöldsins hann brosti og sagði: „Nú borðum við allir í sátt. En einhver ykkar þó svíkur í sinni son Guðs og æðsta mátt.“ Einn var sá sem ekki þoldi augnaráð meistara síns. Hann reis upp frá borði með sakbitnum svip og sagði alls ekki neitt. En Jesús vissi hver sveik hann sjálfan og í sannleika hafði’ ann deytt... Og Júdas kom og kyssti sinn herra, þá kominn var hermanna gnýr, og inn í garðinn Getsemane gekk þar nú svikari nýr, sem hafði gefið sinn besta bróður; frá bölvun hann aldrei flýr. GOLGATA Um götuslóða manna múgur mjakaðist, Golgata til. Lýðurinn hafði dæmt að deyða Drottin; ég það ei skil. Enginn sá þá sök, né fann, samt skyldi lífláta þennan mann. Hann krossinn bar á baki sér, það bogaði sviti af enni. Lýðurinn hló og lék sér við að láta frelsarann kenna til. Hæða og hrinda. Láta hann engan finna frið, í för til dauðans linda. Píslargangan sigurdur.aegisson@kirkjan.is Helgiljóðið Píslar- gangan, eftir sigl- firska alþýðuskáldið Bjarna Marinó Þor- steinsson sem nýlega fyllti 80. aldursárið, er lýsing á atburðum kyrruviku og páska- dags. Sigurður Ægisson birtir í dag þann hluta sem fjallar um pálma- sunnudag, skírdag og föstudaginn langa. Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Silkiblóm og gjafavara SMS tónar og tákn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.