Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 17 var mokað úr þessu rétt áður en sett var nið- ur. Þangið er mjög góður lífrænn áburður. Það er best að taka hann lifandi úr fjörunni. Þegar gerði í sjóinn barst þarinn upp að ströndinni.“ Fullur hnefi af vindlum Helgi vann m.a. hjá Almenna bygginga- félaginu við stækkun Ljósafossstöðvar og vann við smíðar á Selfossi og víðar. „Sumarið 1944 vorum við á Þingvöllum að búa staðinn undir lýðveldishátíðina. Ég fór heim kvöldið fyrir hátíðina því það var slag- veður og spáði illa. Það rigndi óskaplega mik- ið á þjóðhátíðardaginn. Þegar búið var að ganga frá eftir hátíðina létu þeir Árni Snævarr verkfræðingur og Gústav Pálsson, forstjóri Almenna bygginga- félagsins, mig vera yfir við byggingu sum- arbústaðar Ólafs Thors. Ólafur varð svo for- sætisráðherra um haustið.“ Helgi segist hafa kynnst Ólafi lítillega þeg- ar hann kom að athuga hvað byggingu bú- staðarins leið. „Ólafur kom með fullan hnefa af vindlum og sagði mér að dreifa þessu á karlana. Við vorum einir átta við bygginguna. Ég hef aldr- ei notað tóbak og ekki vín heldur – en ég pú- aði vindlana frá Ólafi. Hann kom með þetta af kumpánaskap.“ Eins og með tvær konur Helgi býr einn og hefur gert frá því móðir hans dó 1978. „Ég giftist aldrei, því ég þurfti að hjálpa foreldrum mínum. Þeir voru heilsu- veilir og móðir mín sérstaklega þegar hún fór að eldast. Búskapurinn er slítandi. Vissulega langaði mig að festa ráð mitt og fékk tæki- færi til þess. Ég var að læra sund í Hveragerði og kynntist Lárusi Rist. Kynni okkar urðu þannig að hann vildi gefa mér dóttur sína. Hún var ekki mótfallin því, en það varð ekki. Ég var hjá Lárusi í tvær vikur og lærði að synda á tæpri viku. Eftir vikuna synti ég hálfan annan kílómetra.“ Helgi segist ekki hafa verið alveg ókunnugur sundiðkun þegar hann fór á námskeiðið. „Ég var vanur að fara hér í sjóinn og notaði björgunarhring til að synda á. Þegar ég kom úteftir kenndi Lárus mér að bera mig að því að synda án hrings- ins.“ Það vekur athygli hvað allt er snyrtilegt og vel til haft á heimilinu. Skyldi Helgi hafa hús- hjálp? „Ég hef enga húshjálp og hef aldrei haft. En ég er vanur húsverkum. Þegar móðir mín fór að verða öldruð og gat ekkert gert í nokkur ár varð ég að bæta húsverkunum á mig með búskapnum. Það er mikið snyrtifólk í minni ætt, sérstaklega móðurættinni. Sænskur maður sem kom hér sagði að það væri eins og ég hefði tvær konur!“ Líkburður úr fjörunni Brimgarðurinn við Eyrarbakka er vett- vangur örlagaatburða, líkt og 1. apríl 1937 þegar togarinn Loch Morar fórst með manni og mús. Ekki leið á löngu uns líkin tók að reka á fjöruna við Gamla-Hraun. „Þeir sáu strandið frá Stokkseyri því skip- verjar skutu upp flugeldum. Björgunarmenn fóru strax um morguninn og fremstur í flokki var Jón Sturlaugsson, sem bjargaði mörgum úr lífsháska um ævina. Togarinn hafði strandað á Framnesboða hér suðaustur af bænum. Skipið sökk í brimgarðinum. Það er hægt að fara á strandstaðinn á báti þegar ró- legt er í sjó, en þarna varð litlu bjargað. Svo fóru líkin að fljóta upp og þegar áttin var þannig bárust þau að landi. Við sáum hér að heiman þar sem líkin lágu í fjörunni. Þau voru öll allsber. Ég bar upp nokkur lík með öðrum. Skipstjórann rak strax um morguninn og var enn volgur þegar hann barst til lands. Hann var lítill og feitlaginn. Líkin voru látin inn í skúr þar sem þau voru kistulögð. Svo voru þau flutt út á Bakka og grafin þar í kirkjugarðinum.“ Hagur á tré, járn og fleira Auk þess að vinna við húsasmíðar hefur Helgi komið að eldsmíði og smíðað húsgögn og báta svo nokkuð sé nefnt. Heimili hans prýða bókaskápar, bókahillur, borð og fleira sem hann hefur smíðað. Hann sýnir okkur verkfæri sem hann smíðaði í eldsmiðju, til dæmis stórt og mikið kúbein. Trilla sem hann smíðaði fyrir sjálfan sig hvílist úti í skúr á Gamla-Hrauni, að sögn Helga, full af drasli. En hvar lærði Helgi bátasmíðina? „Ég fylgdist með gömlum manni, Sigurjóni Jóhannessyni, sem smíðaði báta hér á hlaðinu. Ég lærði af honum og sjálfum mér að smíða bátana. Hann átti hér tvo syni, ann- an á Bakkanum og hinn á Stokkseyri. Þeir voru báðir við bátasmíðar og smíðuðu upp- skipunarbáta fyrir Kaupfélag Árnesinga og Vesturbúðina, sem var dönsk verslun.“ Bátur sem Helgi smíðaði sér 1948 var knú- inn handsnúinni vél. Helgi sat um borð og sneri sveif og hver snúningur sneri skrúfunni níu hringi. Þessi útbúnaður skilaði bátnum jafn hratt og ef honum var róið. „Ég fór á bátnum hér út fyrir brimgarðinn á þyrskling. Dorgaði með annarri hendi og andæfði á sveifinni með hinni,“ segir Helgi. Rafmagnið heillaði Helgi heillaðist af rafmagninu sem ungur maður og smíðaði ýmis rafknúin tæki, meðal annars útvarpssendi, og sendi út eigin munn- hörpuleik. „Ég var hálfgerður krakki, bara 16 ára, þegar ég smíðaði senditækið. Það var hægt að hlusta á það í útvarpinu. Ég lærði svolítið um Marconi og heilmikið af Thomasi Alva Edison.“ Helgi er með verkstæði í kjallaranum á Gamla-Hrauni. Þar úir og grúir af margs konar tólum og tækjum. Undir vegg stendur rennibekkur sem Helgi smíðaði 16 ára gam- all. Í fyrstu var bekkurinn fótstiginn en er nú knúinn af rafmótor. Eins er þar hjólsög sem Helgi smíðaði. Hann keypti sér austurrískan rennibekk fyrir 35 árum. Fyrsta verkefnið í bekknum var að renna ný handföng úr öx- ulstáli í stað steyptra plasthandfanga sem verksmiðjan útbjó bekkinn með. Helgi sagði okkur að hann hefði smíðað þrjú sjálfstýritæki í báta. Síðasta tækið, kompásþræll að enskri fyrirmynd, var full- komnast og afar nákvæmt að sögn Helga. Tækið segist hann hafa smíðað fyrir um hálfri öld. Hann dregur kompásþrælinn und- an bedda. Völundarsmíð og nosturslegt að allri gerð. „Ég þurfti ekki nema að stilla á ákveðna gráðu og þá stýrði tækið í rétta átt. Það var fljótara að stýra á rétta stefnu en þegar ég var við stýrið.“ Fyrsta rafgirðingin Áður en rafveita kom að Gamla-Hrauni setti Helgi þar upp vindorkustöð sem fram- leiddi rafmagn fyrir bæinn. Hann sagði okk- ur frá því hvernig hann útbjó fjarstýringu fyrir vindmylluna og gat stöðvað hana eða sett af stað innan úr bænum. Merkin til myll- unnar sendi hann um sömu lagnir og fluttu rafmagnið frá vindorkustöðinni. Nú stendur undirstaðan ein eftir af vindmyllunni. „Ég var slyngur rafvirki og lagði allt rafmagn í þetta hús,“ segir Helgi. Hann segir okkur frá því hvernig hann setti upp fyrstu rafgirð- inguna í sinni sveit, ef ekki á Íslandi. Þá hafði hann aldrei heyrt af rafgirðingum en datt þetta í hug árið 1941 og háspennukefli úr Gamla Ford gaf stuðið í girðingarstrenginn. Nýjasta uppfinning Helga er okkur sýnd í miklum trúnaði og tekið af okkur loforð um að ljóstra ekki neinu upp um tækið. Að sögn Helga er það mjög byltingarkennt og gæti gjörbreytt öllu grasfari á jörðinni. Með því að beita tækinu segist Helgi hafa örvað jarð- argróður og unnið bug á sníkjudýrum sem spilla uppskeru. En hvers vegna má ekki segja frá tækinu? „Það skapar svo mikið fargan. Ég er orð- inn svo gamall að ég þoli ekki fargan.“ Laginn við viðgerðir „Ég er þekktastur fyrir að gera við allt mögulegt,“ segir Helgi. „Ég hef starfað í aukavinnu við að laga úr og klukkur. Svo hef ég gert við sjónauka, útvarpstæki, sjónvarps- tæki, myndsegulbönd og margt fleira. Ég er sjálfmenntaður í þessum fræðum og það er fátt í þeim sem ég hef ekki skilgreint. Ég endurbæti tækin þannig að þau hætta að bila! Sjónaukar hafa dottið og myndin orðið tvöföld, ég laga það. Flottasti sjónaukinn sem ég fékk til viðgerðar stækkaði 16 sinnum. Hann var gefinn formanni einum. Þetta var flókinn sjónauki og þurfti að passa að glopra honum ekki í götuna. Ég varð að breyta sjón- aukanum svo hann stækkaði tífalt og þá var hann í lagi.“ Helgi segist aldrei hafa smíðað klukku en gert við þær margar og smíðað stykki sem höfðu bilað eða týnst. „Síðasta klukkan sem ég smíðaði í var keypt 1930. Þetta var forláta klukka, geysi- lega flott. Það var búið að fara með hana til úrsmiðs sem hafði hreinsað hana en ekki get- að lagað. Ég smíðaði stykki í klukkuna og tók úr henni annað sem var ónothæft. Útlitið á klukkunni var frábært og fólkið sem á hana líka frábært.“ Það þarf ekki að taka það fram að auðvitað fór hún að ganga eins og klukka! Af því sem Helgi hefur gert við þykir hon- um úrin merkilegust. „Það er það fínasta. Ég hef gert við mörg hundruð úr, gætu verið á annað þúsund. Stundum lágu fyrir 20 úr sem þurfti að gera við. Hingað var stríður straumur af fólki með hluti sem þurfti að gera við. Ég er eiginlega hættur öllum viðgerðum. Þarf ekkert að standa í þeim lengur. Hef nóga peninga, er einsamall og mátulega spar- samur.“ En hvernig líða dagarnir? „Ég slæpist. Svo þarf ég að elda ofan í mig og svoleiðis. Það er verst að ég get varla gengið lengur – er orðinn svo slæmur í löpp- unum.“ Morgunblaðið/RAX Helgi er með verkstæði í kjallaranum á Gamla- Hrauni. Þar úir og grúir af margs konar tólum og tækjum. Meðal annars er þar rennibekkur sem Helgi smíðaði 16 ára gamall. Í fyrstu var bekk- urinn fótstiginn en er nú knúinn af rafmótor. gudni@mbl.is, rax@mbl.is Að eigin sögn hefur Helgi smíðað þrjú sjálf- stýritæki í báta. Það síðasta, kompásþrællinn, var fullkomnast og nákvæmast. Tækið var lagt ofan á segulkompás, nam stöðu kompásrósarinnar og stýrði bátnum á valda stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.