Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 16

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 16
16 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er betra að þegja en margt að segja,“ sagði Helgi og vísaði okkur til sætis í einni af stofunum á Gamla- Hrauni. Bærinn stendur niðri við sjó á milli Eyrarbakka, eða Bakka eins og Helgi nefnir plássið, og Stokks- eyrar. Niður úthafsöldunnar dynur í eyrum og sunnanúði af hafi umvefur allt í mildum þokusudda. Fangelsið á Litla- Hrauni, eða „vinnuhælið“ eins og Helgi kallar þá landsþekktu stofnun, blasir við af tröpp- unum. Helgi er löngu hættur öllum búskap og segist helst slæpast þessa dagana. Bú- skapnum á Gamla-Hrauni lauk óvænt þegar óveður setti lokapunktinn. „Það gerði ofsaveður af austri hér 1992. Veðrið gekk til, það er það versta þegar snýst í útsuður,“ segir Helgi. „Veðrið tók helminginn af fjósþakinu og sama dag fóru skepnurnar héðan og hafa ekki komið síðan. Ég var með níu kýr, kálfa og tvo hesta. Seinna reif ég það sem eftir var af þakinu svo nú er fjósið þaklaust.“ Þennan óveðursdag var ekkert í sjóinn, eins og Helgi orðar það. Annað en 1960 þegar öldurótið ruddið brim- varnargarðinum yfir túnin svo þau voru eins og hraun yfir að líta. „Versta veðrið sem ég man er líklega það sem gerði hér 1990 þegar allir sjógarðar fóru og sjógarðurinn var byggður upp á Eyrarbakka. Þá gekk sjór hér alveg upp að bæ. Það fór allt á kaf.“ Fer vel með ellina Helgi er fæddur á Bakka í Ölfusi 14. júní 1921 og verður því 83 ára í sumar. „Ég hef stundum verið sagður ljúga því að ég sé fæddur 1921. Ég fór til læknis á heilsugæsl- unni á Eyrarbakka að láta sprauta mig gegn flensu. Þegar ég var búinn að skrifa mig og fæðingardaginn á blaðið horfði hann á mig og blaðið til skiptis og sagði: Þú ferð vel með ell- ina! Ég hafði heyrt það áður, hvað sem hæft er í því.“ Eftir fyrsta ár æviár Helga á Bakka færði fjölskyldan sig um set að Torfastöðum II, næsta bæ við Alviðru þaðan sem Þorvaldur Jónsson faðir Helga var ættaður, og bjó fjöl- skyldan þar í fjögur ár. Móðir Helga var Málfríður Sigurðardóttir frá Hlíð í Grafningi. Haustið 1926 varð fjölskyldan fyrir áfalli. „Pabbi fékk snert af lömunarveiki. Það varð að tvístra barnahópnum, við vorum fjög- ur systkinin og ég elstur,“ segir Helgi. Næst honum var Steinþóra, fædd 1922, þá Sigurjón fæddur 1924 og Guðgeir fæddur 1926. Mar- grét Sigríður fæddist í Alviðru í Ölfusi 1928 og dó sama ár. Frá Torfastöðum lá leiðin að Borg í Eyrarbakkahreppi. Fjölskyldufaðirinn Þorvaldur dvaldist í Reykjavík meðan hann var að ná aftur heilsu. Þau keyptu svo Gamla-Hraun árið 1930. „Þegar við komum hingað var smalað sam- an öllum krökkunum,“ segir Helgi. Á Gamla- Hrauni bættust í hópinn systkinin Sigurður, fæddur 1934, og Þorbjörg Hulda, fædd 1940. „Við vorum fyrst í torfbæ eins og þá var al- gengt. Sigurður Gíslason, móðurafi minn, byggði svo þetta hús 1934. Hann var trésmið- ur og útgerðarmaður og byggði öll stærstu húsin á Eyrarbakka fyrir 1930. Þar á meðal Vinnuhælið,“ segir Helgi. Mörgum árum síð- ar, eða 1945, byggði Helgi svo sjálfur við bæ- inn á Gamla-Hrauni. Að heiman til vinnu Helgi leitaði sér vinnu utan heimilisins og var löngum við byggingarvinnu. Fyrst fór hann til vinnu hjá setuliðinu í Kaldaðarnesi. „Ég var þar heilt sumar og þótti vistin ágæt. Það var aldrei gerð árás á okkur. Fyrst vann ég í flugvellinum og svo við braggasmíð og svoleiðis. Þar kynntist ég mörgum ágætum Bretum.“ Ólíkt mörgum ungum mönnum af Suður- landi segist Helgi hvorki hafa verið til sjós né farið á vertíð. Hann hélt sig þess í stað við smíðarnar þegar hann var ekki heima við bú- störfin. „Ég fór að vinna á Selfossi og var fyrst hjá „Hallæris-Fúsa“, Vigfúsi Guðmundssyni.“ – Hvers vegna fékk hann þetta viðurnefni? „Það var allt í hallæri hjá honum. Fátæktin var svo mikil. Þeir sem bjuggu og höfðu skepnur höfðu arð af þeim. Gátu étið skepn- urnar og selt eitthvað af kjöti og mjólk í mjólkurbúið. Svo voru menn hér með mikla kartöflugarða og höfðu meira upp úr þeim en skepnunum. Á Gamla-Hrauni höfðum við 24 tonn af mjólk á ári og annað eins af kart- öflum. Við sáum meðal annars spítalanum í Landakoti fyrir kartöflum og seldum tugi tonna. Það er sendinn jarðvegur hér og við keyrðum þara í garðana yfir veturinn. Svo „Ég þoli ekki fargan“ Helgi á Gamla-Hrauni hefur búið einn frá því móðir hans lést 1978. „Ég hef enga hús- hjálp og hef aldrei haft. En ég er vanur húsverkum… Sænskur maður sem kom hér sagði að það væri eins og ég hefði tvær konur!“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.