Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.2004, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 19 VINNUEFTIRLITIÐ hefur síð- an árið 1997 tekið þátt í samstarfs- neti Evrópuþjóða (European Net- work for Workplace Health Promotion) sem hefur það að markmiði að efla heilsu og forvarnir á vinnustöðum. Núver- andi vinnuáætlun nets- ins (4th initative) mið- ar að því að efla samstarf ýmissa hags- munaaðila í hverju landi fyrir sig og mynda innanlandsnet um heilsueflingu í öll- um þátttökulöndum Evrópu. Stofnfundur Landsnets um heilsu- eflingu á vinnustöðum á Íslandi var haldinn 12. maí 2003 og er það hýst hjá Vinnueftirlit- inu. Ása G. Ásgeirs- dóttir (asa@ver.is) er verkefnisstjóri lands- netsins. Hlutverk landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum Með þessu starfi er ætlunin að umræða um lýðheilsu og vinnuvernd fái greiðari aðgang að vinnustöðum. Hugtakið heilsuefling á vinnustað skilgreint vítt í þessu samhengi og felur í sér að bæta líkamlega, and- lega og félagslega færni vinnandi fólks. Starfsemi netsins er ætlað að ná athygli ráðandi afla í þjóð- félaginu, auka almennan skilning á gildi heilsueflingar á vinnustöðum og stuðla að aukinni ábyrgð og þátttöku þeirra sem í hlut eiga, þ.e. vinnuveitenda, starfsfólks, stjórnenda, félagasamtaka, fag- fólks og hins opinbera. Öllum vinnustöðum er boðin aðild að net- inu. Fræðslufundir hafa verið haldn- ir annan hvern mánuð í húsakynn- um vinnustaða sem eiga fulltrúa í Landsneti um heilsueflingu á vinnustöðum. Fundir voru haldnir í vetur hjá Landsvirkjun, Sjóvá- Almennum hf., Marel hf. Á fund- unum hafa fulltrúar fyrirtækjanna kynnt heilsueflingar- og heilsuverndarstarf innan vinnustaðanna. Einnig hafa sérfræð- ingar á sviði lýðheilsu og vinnuverndar flutt fyrirlestra um tób- aksvarnir, áhættu- mat, geðrækt, heilsu- vernd og ábyrgð og líðan á vinnustöðum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Gefið var út raf- rænt fréttabréf en einnig var landsnetið kynnt á námskeiðum fyrir öryggistrún- aðarmenn og -verði hjá Vinnueftirlitinu. Fræðslufundur um streitu var haldinn á Grand Hóteli 3. febr- úar síðastliðinn. Fundurinn var hald- inn í samvinnu við Starfsleikni.is og var yfirskrift hans: Streita – forvarnir og viðbrögð. Einnig voru flutt erindi um heilsuvernd og starf Landsnets um heilsueflingu á vinnustöðum kynnt. Í lok fundarins voru pall- borðsumræður með þátttöku ým- issa sérfræðinga og fulltrúa úr at- vinnulífinu. Fjórða ráðstefnan á vegum Evr- ópska samstarfsnetsins um heilsu- eflingu á vinnustöðum verður hald- in í Dublin á Írlandi 14. og 15. júní 2004. Yfirskrift ráðstefnunnar er Myndun tengslaneta í Evrópu með áherslu á heilsueflingu á vinnu- stöðum (Networking workplace health in Europe). Kynnt verða störf landsneta Evrópulandanna, þar á meðal íslenska landsnetsins. Einnig verður heilsueflingarstarf á íslenskum vinnustað kynnt. Skrán- ingafrestur á ráðstefnuna rennur út 15. apríl 2004 (sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins - www.vinnueftirlit.is eða www.whpdublin2004.org/). Starfi vetrarins er nú að ljúka og verður síðasti fræðslufundur vetrarins haldinn 12. maí nk. hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi og hefst hann kl. 8.30. Líkt og áður eru allir velkomnir. Um leið og ég þakka þeim sem sóttu fræðslu- fundina okkar, og/eða fluttu fyrir- lestra, fyrir samstarfið í vetur vil ég minna á að starf landsnetsins hefst á ný að loknu sumarleyfi og verður það kynnt nánar á heima- síðu Vinnueftirlitsins Heilsuefling á vinnustöðum Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir skrifar um heilsu og forvarnir ’Með þessustarfi er ætlunin að umræða um lýðheilsu og vinnuvernd fái greiðari aðgang að vinnustöð- um.‘ Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir Höfundur er sérfræðingur hjá Vinnu- eftirlitinu og verkefnisstjóri Lands- nets um heilsueflingu á vinnustöðum. GIPPSLAND er syðst í Ástralíu og skammt frá Melbourne. Lengra frá Íslandi er varla hægt að komast; þar virðist þó við fyrstu sýn margt vera líkt og hér varðandi sjóinn og náttúru hans sem og sjómenn. – Ný- lega mátti lesa smásögu í tímaritinu Coochgrass Chronicle; allir voru staðirnir eins, hver röðin á fætur annarri af skrifborðum með tölvu- skjám og á hverri hæðinni eftir aðra í kontórbyggingum; þeim hefur fjölgað með tvöföldunarhraða á hverju tímaskeiði á síðustu tuttugu árum. Hvort sem það er í Ameríku, Ástralíu, Nýja-Sjálandi eða Evrópu hefur fiskveiðistjórnun vaxið á ósjálfbæran hátt. Rut og Fred höfðu horfið frá lærdómi áður en þau gátu lokið háskólaprófum og áður en þau gátu fengið tækifæri til að heillast af vísindum. Þess í stað fóru þau á sjó- inn. „Það er engin leið til þess að öll þessi nýju fiskiskip geti verið sjálf- bær; þau geta ekki staðið undir öll- um þessum áhangandi kostnaði af öllu tagi eins og t.d. af rannsóknum á áhrifum af dekkhosum og slöngum skipanna á vistkerfi sjávar; útgerð- irnar eru síðan rukkaðar um kostn- aðinn,“ sagði Fred dapurlega. Satt að segja hafa útgerðir verið að týna tölunni hver af annarri og skipin sem eftir eru þurfa að borga sífellt meira fyrir fiskveiðistjórnun. Það var sístækkandi skrifstofukostnaður í landi sem rýrði hlut útgerðanna í fyrstu og síðan sveitarfélaganna einnig með minnkandi tekjum af hafnargjöldum og at- vinnutekjum í fiskiðn- aði. Í fyrstu tengdist fiskveiðistjórnunin há- skólunum og síðan fjöl- miðlunum og varð sí- fellt dýrari í rekstri og ósjálfbærari; hún breiddi úr sér eins og plága um heim allan að því er virðist. „Vís- indamenn segja ekkert meira en það sem byggist beint á því, að þeir eru vísindamenn,“ sagði þá Rut. „Í næst- um hálfa öld hafa þeir heimsótt höfn eftir höfn og fiskmarkaði, en þeir hafa eingöngu sagt að of margir fiskar séu dregnir úr sjó, án þess þó að hafa nokkru sinni farið til sjós sjálf- ir. Til að hræða fólk almennilega hafa þeir sífellt klifað á verstu dæm- um um veiðiskap, jafnvel verri en verstu sögur fara af og notað þau sem afsökun fyrir því að setja flota eftir flota á hausinn með ofstjórnun. Það er auðvelt fyrir þá; fréttamenn- irnir hafa sumir hverjir prófgráður frá sömu háskólum og þeir,“ sagði Rut síðan. Sannast sagna eru dæmi um of- stjórnun fjöldamörg. Auglýsingum um lausar stöður í svæðisblöðum og á Netinu fyrir líffræðinga, hagfræð- inga, vistfræðinga, stærðfræðinga og jafnvel mannfræðinga fjölgar sí- fellt; þær eru augljóslega vitnis- burður um sársaukafullt atvinnu- ástand í fræðigreinum þeirra og aukna skatt- lagningu á sjávarútveg til að mæta minnkandi opinberum framlögum. Eftir að sjávarútvegs- fyrirtækjum hefur ver- ið lokað hafa vísinda- mennirnir starf til frambúðar við að stjórna endurreisn fiskstofna. Með þétt- riðnu hagsmunaneti sínu eru þeir betur skipulagðir en mafían sjálf; alls staðar eiga þeir skyldmenni og hagsmunatengsl um allar ríkisstjórnir og í öllum þrepum í píra- mídum stjórnkerfanna. „Þú getur þó ekki annað en dáðst að slóttugheitum þeirra,“ sagði þá Fred. „Þeir eru þeir einu sem hafa vit á mál- unum; þess vegna geta þeir kennt ofveiðum um allt; stjórnvöld, sem í örvæntingu sinni reyna að bæta at- vinnuástand og minnka regluverks- fargan, geta þá gert það að meina- lausu á meðan. Yfirvöld hvetja síðan sjávarútvegsfyrirtæki til að hætta strandveiðum eftir endalausar vís- indaritgerðir og skýrslur sem eru allar á einn veg; á sama tíma geta fræðimenn kennt atvinnuveiðum um allt sem aflaga hefur farið til sjós og stjórnmálamenn uppskera síðan at- kvæði kjósenda fyrir að hafa haft hugrekki til að gera það sem vís- indamenn lögðu til,“ bætti Fred síð- an við. Ofstjórn í veiðum er alheims- vandamál, sem ógnar ekki aðeins fiskveiðum heldur einnig heilu mat- vælagreinunum; fólk sem kann ekki að veiða fisk né rækta matvæli rægir aðra sem geta það og það hagnast á því að setja atvinnugreinar þeirra á vonarvöl og fá notið yfirburðaþekk- ingar sinnar sem varnar gegn allri gagnrýni. „Hver mun ráða fram úr hinum raunverulegu vandamálum þegar við erum farin frá?“ sagði Rut síðan með fortíðarsöknuð í röddinni: „Hver verður eftir til að veiða fisk og rækta matvæli handa öllum stjórn- endunum og vísindamönnunum, svo ekki sé minnst á almenning – hef- urðu annars tekið eftir því hvernig verð á fiski er orðið?“ Við nánari eftirgrennslan á Net- inu kom í ljós að orðið „coochgrass“ þýðir villigróður, sem leggur undir sig allt það land sem ekki er í rækt- un í Gippsland. Umrætt tímarit er þá aðallega í hugskoti manns að nafni Bob McDo- nald sem er líffræðingur og starfar á vegum sjómannasamtaka hinum megin á hnettinum. Nefna má því tímaritið Villigrasatíðindi. Þar sem allt snýr á haus þar í suðri miðað við okkur getur allt eins verið, að sjón- armið þeirra Rutar og Freds séu einnig alveg öfug við það sem tíðkast hér á landi. En vissulega er það sér- kennilegt t.d. að ástand fiskstofna í Norðursjó hefur aldrei verið verra á sama tíma og aldrei hafa fleiri vís- indamenn verið að rannsaka sjóinn þann. Af villigrösum í suðri Jónas Bjarnason fjallar um ofstjórn Jónas Bjarnason ’Ofstjórn í veið-um er alheims- vandamál, sem ógnar ekki að- eins fiskveið- um …‘ Höfundur er efnaverkfræðingur. SL. FÖSTUDAG ritar Björgvin Benediktsson opið bréf til undirrit- aðrar um skipulagsmál í Reykjavík. Mér er bæði ljúft og skylt að bregðast við bréfinu og vil jafn- framt þakka fyr- irspyrjanda tækifærið til að koma sjón- armiðum borgaryf- irvalda á framfæri. Mál málanna Að undanförnu hefur átt sér stað mikil um- ræða um skipulagsmál sem er mjög af hinu góða. Borgaryfirvöld hafa haldið fjölmarga fundi á síðustu vikum sem borgarbúar hafa nýtt sér til skoðanaskipta. Heildarskipulag höf- uðborgarsvæðisins, þétting byggð- ar, ný byggð í norðurhluta Kvos- arinnar og á hafnarsvæðinu, færsla Hringbrautar, Sundabraut og nýjar áherslur varðandi nýtingu lands hafa kveikt áhuga almennings og aukið skilning á mikilvægi skipulags sem stjórntækis. Að sama skapi hef- ur skýrst að þau viðhorf áttunda og níunda áratugar síðustu aldar sem uppi voru þess efnis að allir vildu lóðir, og þær helst nógu stórar til að byggja einbýlishús, eru mjög á und- anhaldi. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins Alls staðar um hinn vestræna heim eru menn að átta sig á verðmæti lands. Þétting byggðar er víða lyk- ilhugtak í skipulagi og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samein- ast um svæðisskipulag sem gerir ráð fyrir ákveðinni skiptingu íbúða- svæða, atvinnusvæða og lykilsvæða, þar sem rauði þráðurinn er þétting byggðar. Framboð byggingarlands á höfuðborgarsvæðinu er því mjög misjafnt frá einum tíma til annars. Með nýju svæðisskipulagi höf- uðborgarsvæðisins hafa sveit- arstjórnarmenn, hvar í flokki sem þeir standa, reynt að sameinast um heildarskipulag á svæðinu, lagt gamlan hrepparíg til hliðar en í stað þess lagt áherslu á sameiginlega hagsmuni og þarfir íbúa allra. Flest sveit- arfélögin á svæðinu hafa einnig farið þá leið að selja lóðir enda er farið að líta á land sem verðmæti. Auðvitað geta alltaf verið skiptar skoðanir um að- ferðafræði varðandi út- hlutun takmarkaðra gæða og sala er ein að- ferð. Í þessu samhengi má benda á að þegar útboð fór fram í Reykjavík á lóðum í Norðlingaholti og Kópavogur úthlutaði lóðum í Vatns- endalandi var söluverð lóðanna mjög svipað. Framboð íbúðar- húsnæðis í Reykjavík Borgaryfirvöld hafa markað þá stefnu að hafa fullbúnar um 600–800 íbúðir á ári og nú er unnið að því að ná þeim fjölda á þéttingarsvæðum í tengslum við eldri byggð vestar í borginni. Þar má nefna svæði s.s. Mýrargötu, gamla Slippasvæðið með um 200 íbúðum, Skipholt-Braut- arholt með um 35 íbúðum, Hlíð- arenda með 50 íbúðum, Naustreit með 30 íbúðum, Norðurstígsreit með 35 íbúðum og fleiri reiti s.s. Sóltún, Borgartún o.fl. Að auki verður að hafa það í huga að í ýmsum hverfum borgarinnar sem byggðust upp á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, s.s. Breiðholti og Fossvogi, á sér stað ákveðin end- urnýjun. Þeir sem byggðu þau hús flytja í húsnæði hentugra eldra fólki og yngri Reykvíkingar sem vilja ein- býli kaupa eignirnar. Gamla þjóð- sagan um að allir vilji lóð, þar sem kynslóðirnar geti alist upp við nagl- hreinsun, er að sumu leyti liðin tíð. Engu að síður gera borgaryfirvöld sér ljóst að það sem hentar einum er ekki endilega það sem hentar öðr- um. Þannig er gert ráð fyrir tæplega 300 íbúðum í sérbýli í Norðlingaholti og þess vegna er næsta stóra ný- byggingarsvæði borgarinnar í suð- urhlíðum Úlfarsfells. Í fyrsta áfanga þess hverfis er gert ráð fyrir allt að 900 íbúðum þar sem tæplega 300 íbúðir verða í sérbýli, þ.e. parhúsum, raðhúsum eða einbýlishúsum. Í sam- ræmi við stefnuna um þéttingu byggðar vestar í borginni, sem felur m.a. í sér betri nýtingu grunngerðar borgarinnar, verður það metið um mitt þetta ár hvort markmiðið um fjölda íbúða næst vestan Elliðaáa. Því má gera ráð fyrir að á seinni hluta þessa árs eða fyrri hluta þess næsta verði hægt að ráðstafa íbúðar- húsnæði í suðurhlíðum Úlfarsfells. Þessu til viðbótar vil ég nefna svæði við Jaðarsel í Seljahverfi. Þar er nú verið að leggja lokahönd á deili- skipulag um 40 einbýlishúsalóða u.þ.b. 150 m² á einni til tveimur hæð- um með bílskúr. Þær lóðir koma til ráðstöfunar síð- ar á þessu ári eða byrjun þess næsta. Þessi upptalning gefur vonandi fyrirspyrjanda yfirlit yfir skipu- lagsáform borgaryfirvalda á næst- unni. Svar formanns skipulags- og byggingarnefndar Steinunn Valdís Óskarsdóttir svarar opnu bréfi Björgvins Benediktssonar ’Að sama skapi hefurskýrst að þau viðhorf áttunda og níunda áratugar síðustu aldar sem uppi voru þess efnis að allir vildu lóðir, og þær helst nógu stór- ar til að byggja einbýlis- hús, eru mjög á und- anhaldi. ‘ Steinunn Valdís Óskarsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.