Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 20
UMRÆÐAN
20 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NEFND umhverfisráðherra um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs legg-
ur til, samkv. frétt Morgunblaðsins
4. apríl, að umferð
vélknúinna ökutækja
verði bönnuð á
ákveðnum svæðum á
Vatnajökli. Hvannadals-
hnjúkur verði þannig
lokaður allt árið og
Öræfajökull sunnan
Snæbreiðar, Eyja-
bakkajökull og Skeið-
arárjökull á tímabilinu
1. apríl til 15. septem-
ber. Sé með þessu mein-
ingin að skilgreina leiðir
sem eingöngu verða fyr-
ir göngufólk. Í leiðara
Morgunblaðsins daginn eftir segir að
sjálfsagt sé að verða við þessum til-
lögum enda fylgi véknúnum öku-
tækjum drasl og óþrifnaður og varla
sé það eftirsóknarvert að Hvanna-
dalshnjúkur verði fórnarlamb þeirra
einkenna okkar nútímamanna.
Hvað á leiðarahöfundur við? Á
hann við að vélsleða- og jeppafólk sé
af því tagi sem ekki kunni að um-
gangast náttúruna af virðingu held-
ur skilji eftir sig matarleifar hvar
sem er eða varahluti eða olíubrúsa
eða hvað annað? Á hann við að vékn-
únum ökutækjum fylgi svo mikil loft-
og hávaðamengun að göngufólki sé
óvært í náttúrunni? Hvað sem hann
á við virðist mér ljóst að skrifin beri
vott um fordóma sem blaðinu er eng-
inn sómi að.
Hvað jeppamennskuna varðar er
rétt að henni fylgdu á árdögum sín-
um oft drasl og óþrifnaður. Menn
brutu og brömluðu, skiptu um eða
gerðu við á staðnum
og skildu leifarnar eft-
ir. Meðfylgjandi mynd
af kambi sem tekin
var við Fremri-
Emstruá ofan Þórs-
merkur sl. haust sýnir
það. Hann hefur nú
verið fjarlægður og
komið á safn. Þetta er
dæmi um liðna tíð,
sem ekki var bundin
við umgengni fólks á
vélknúnum ökutækj-
um. Göngufólk var
ekki undanskilið í um-
ræðunni á sínum tíma. Vandamálum
almennt í þessum efnum hefur þó
ekki verið eytt, hvorki hér né annars
staðar. Á sumum hæstu tindum ver-
aldar hlaðast vandamálin upp í orðs-
ins fyllstu merkingu vegna úrgangs
sem göngumenn skilja eftir sig.
Einn æðri öðrum?
Fjölmargt áhugafólk um ferðalög
um hálendi og jökla er í ríkum mæli
jafnvígt á gönguskó og ökutæki.
Fjölskyldur og einstaklingar gera
hvort tveggja í bland og ríkir almenn
virðing meðal fólks sem kýs ólíkan
ferðamáta. Þannig reyna þeir sem
aka um á bílum eða vélsleðum að
trufla ekki ferðalög gangandi vegfar-
enda að óþörfu. Á sama hátt er mik-
ilvægt að þeir sem kjósa gönguferðir
láti ekki sem sá ferðamáti sé æðri og
merkilegri en hinna. Svo er almennt
raunin meðal Íslendinga að minnsta
kosti, að þeir taka tillit hver til ann-
ars.
Umferð bönnuð
Um tillögur nefndar umhverf-
isráðherra er ekki unnt að fjalla
formlega þar sem þær hafa enn ekki
verið kynntar í heild á aðgengilegan
hátt fyrir almenningi. En án efa
munu hagsmunahópar senda inn at-
hugasemdir þar sem við á. Af frétt
Morgunblaðsins 4. apríl virðist þó
við fyrstu sýn sem sumt í tillögunum
sé óljóst og annars staðar kunni að
vera of langt gengið. Hvað er til
dæmis átt við þegar lagt er til að um-
ferð vélknúinna ökutækja verði
bönnuð á Hvannadalshnjúki? Að ein-
ungis verði heimilt að aka upp að
honum, þangað sem hlíðar hans hefj-
ast (hvar á að setja mörkin?) eða
uppá topp? Það er mín skoðun að
eðlilegt sé að banna brölt upp á sjálf-
an hnjúkinn enda tilgangslaust og
nær óframkvæmanlegt! Sama má
segja um tillögur um bann við akstri
um Öræfajökul sunnan Snæbreiðar
á tímabilinu 1. apríl til 15. septem-
ber. Hvers vegna ætti að veita gang-
andi ferðafólki einkarétt á þessari
miklu víðáttu? Og læt ég þá liggja
milli hluta að gangandi umferð hefst
ekki að ráði á jöklum fyrr en í fyrsta
lagi í júní. Um bann við akstri á sama
tímabili um Eyjabakkajökul og
Skeiðarárjökul gerir ef til vill minna
til, þar sem umferð ökutækja þar,
einkum bíla, er undantekning og að-
eins fær við mjög sérstök skilyrði.
Það væri því lítið tjón þótt slíkt bann
yrði sett þar.
Sjónarmið öfgamanna?
Tímabært er fyrir þá sem áhrif hafa í
þessum efnum að þeir tileinki sér í
ríkari mæli umburðarlyndi gagnvart
ólíkum ferðamáta og átti sig jafn-
framt á þeirri staðreynd að sérstaða
íslenskrar ferðamennsku felst meðal
annars í jeppaferðunum. Ég er
þeirrar skoðunar að hætta sé á að
öfgafull sjónarmið fái ráðið of miklu í
þessum efnum, sjónarmið sem ættuð
eru erlendis frá. Mér er minnisstætt
spjall sem ég átti við Sigurð Bjarna-
son í Hofsnesi í Öræfum, sem flytur
ferðamenn á heyvagni út í Ingólfs-
höfða. Hann sagði mér frá vanda-
málum sem af og til koma upp í sam-
skiptum við suma hópa erlendra
ferðamanna. Sem dæmi sagði hann
mér frá því er hann eitt sinn tók upp
unga sem var við það að hrökklast
fram af bjargbrúninni undan ágangi
ferðamannanna og setti hann niður
ofar í brekkunni þar sem hann var
óhultur. Þetta athæfi „eyðilagði“
daginn fyrir sumum í hópnum því
hann snerti ungann og hafði þar með
áhrif á náttúruna með athæfi sínu.
Ennfremur er mér minnistæð skoð-
un fyrrverandi þingmanns er sagðist
álíta að banna ætti umferð ökutækja
á jöklunum því rákirnar sem mynd-
uðust í snjónum spilltu ásýnd þeirra
séð úr lofti.
Net gönguleiða
Austfirðingar hafa lyft grettistaki í
merkingu gönguleiða, sem eru af öllu
erfiðleikatagi. Á fjölmörgum öðrum
stöðum á landinu hafa heimamenn
og félagasamtök farið svipaða leið. Á
Netinu er gríðarmikil upptalning
merktra gönguleiða; leiða sem ein-
göngu eru ætlaðar göngufólki.
Það er engin ástæða til þess að
taka undir ofangreindar tillögur
þjóðgarðsnefndar um umferð á jökli,
þar sem sérstaða íslenskrar ferða-
mennsku birtist í sinni skýrustu
mynd. Það leiðir ekki til góðs ef
ryðja skal öðrum ferðamáta burtu
tíma- eða ótímabundið svo göngu-
menn fái notið sín einir og ótruflaðir.
Það er ekki farsæl leið auk þess sem
hún skerti mjög rekstrargrundvöll
ýmissa ferðaþjónustuaðila.
Skrýtinn leiðari!
Bolli Valgarðsson skrifar
um Vatnajökulsþjóðgarð ’Fjölmargt áhugafólkum ferðalög um hálendi
og jökla er í ríkum mæli
jafnvígt á gönguskó og
ökutæki. ‘
Kambur, líklega úr Hilux. Myndin er úr Fremri-Emstruá ofan Þórsmerkur.
Höfundur er áhugamaður um ferða-
lög á hálendi og jöklum landsins.
Veffang: www.pbase.com/bolli
Bolli Valgarðsson
SÉRSTAKAR húsaleigubætur
tóku gildi 1. mars sl. og eru þær, að
sögn R-listans í borgarstjórn, hugs-
aðar til að leysa hús-
næðisvandann í borg-
inni. Nú er hins vegar
komið á daginn að sér-
stöku húsaleigubæt-
urnar ná ekki til þeirra
sem þær voru upp-
haflega ætlaðar. Ein-
ungis brot af áætl-
uðum fjölda uppfyllir
hin þröngu skilyrði
sem R-listinn setur.
Sægur embættis-
manna vann tillög-
urnar og ekki þarf
færri en tvær sérskip-
aðar nefndir bara til
að fylgjast með fram-
kvæmdinni.
Borgaryfirvöld
kynna sérstöku húsa-
leigubæturnar sem
raunhæfan valmögu-
leika fyrir fólk í hús-
næðiserfiðleikum. En
þær eru það ekki því
að til að eiga rétt á
þeim þurfa viðkom-
andi einstaklingar að
uppfylla ströng skil-
yrði og skora mjög
hátt í stigagjöf. Jafnvel atvinnulaus,
skuldug, einstæð móðir með tvö
börn, í ótryggu leiguhúsnæði og á
fjárhagsaðstoð frá borginni hefur
það ekki nógu slæmt til að uppfylla
skilyrðin og öðlast rétt til sérstakra
húsaleigubóta.
Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðum fram tillögu í borgarstjórn 2.
október 2003 um skipan starfshóps
til að fjalla um og leita leiða til að
draga úr þeim mikla húsnæðisvanda
sem blasir við öllum þeim ein-
staklingum og fjöl-
skyldum sem eru á bið-
lista eftir félagslegu
leiguhúsnæði í borg-
inni. Starfshópurinn
hefði ennfremur það
verkefni að setja fram
tillögur til að gera það
eftirsóknarvert fyrir
einstaklinga og bygg-
ingafyrirtæki að
byggja og leigja út fé-
lagslegar leiguíbúðir og
leiguíbúðir á hinum al-
menna húsnæðismark-
aði.
Tillaga okkar sjálf-
stæðismanna hefur nú
týnst í borgarkerfinu
þrátt fyrir ítrekaða eft-
irgrennslan! R-listinn
hefur sífellt færst und-
an að svara henni með
fullnægjandi hætti og
sífellt vísað á sérsöku
húsaleigubæturnar.
Þær taka ekki heild-
stætt á þeim mikla hús-
næðisvanda sem mörg
hundruð Reykvíkingar
standa frammi fyrir í
dag. Staðreyndin er sú að tillögur R-
listans um sérstakar húsaleigu-
bætur eru meira til að sýnast en að
þær boði raunhæfar úrbætur.
Sér og stakar
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
skrifar um húsaleigubætur
Guðrún Ebba
Ólafsdóttir
’R-listinn hefursífellt færst
undan að svara
henni með full-
nægjandi hætti
og sífellt vísað
á sérsöku
húsaleigu-
bæturnar. ‘
Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í félagsmálaráði.
Ípistlum þessum hefur alloftverið vikið að notkun for-setninga og þykir sumumvafalaust nóg komið af svo
góðu en þó skal enn hjakkað í
sama farið.
Notkun forsetninganna að og af
er nokkuð á reiki í nútímamáli en
ein af þeim reglum sem styðjast
má við er að forsetningin að vísar
oft til kyrrstöðu (tillitsmerking)
en forsetningin af hins vegar til
hreyfingar (hvaðan). Af þessari
reglu leiðir að samkvæmt mál-
venju er sagt:
Umsjónarmaður þykist hafa
orðið þess var að óvissa um notk-
un forsetninganna að/af veldur
því að það er einkum forsetningin
að sem sækir í sig veðrið, hún er
oft notuð þar sem hún á alls ekki
við. Það er eins og menn noti
fremur að en af þegar þeir vilja
vanda sig. Dæmi um þetta úr fjöl-
miðlum eru t.d.: ?afstaða einhvers
mótast að einhverju (í stað: af ein-
hverju); ?kauptilboð að hálfu
stjórnar SPRON (í stað: af hálfu);
eitthvað gerist ekki að sjálfu sér (í
stað: af sjálfu sér); ?lögin leiða að
sér mikinn kostnað fyrir fyrir-
tækin (í stað: leiða af sér mikinn
kostnað). Dæmi um hið gagn-
stæða eru vitaskuld auðfundin,
t.d.: ?NN hefur verið nefndur sem
hugsanlegur kaupandi af bank-
anum (í stað: kaupandi bankans/
(að bankanum).
Önnur regla sem styðjast má
við um notkun forsetninganna að
og af er sú að forsetningin að get-
ur vísað til undirbúnings (leggja
drög að e-u; skrifa uppkast að e-u)
en af til afrits (mynd af húsi; kort
af landsvæði). Til einföldunar má
vísa til ‘undirbúningsmerkingar’
og ‘afritsmerkingar’ og með all-
nokkrum orðum koma báðar for-
setningarnar til greina með merk-
ingarmun. Þannig er eðlilegt að
tala um að einhver skrifi handrit
að kvikmynd en einnig vitum við
að til eru mörg handrit af Njáls
sögu. Með sama hætti er unnt að
gera líkan að höfn eða skoða
mynd sem sýnir líkan af höfn. Í
sumum tilvikum kemur upp
óvissa. Undirritaður hefur rekist
á dæmi í nútímamáli þar sem tal-
að er um teikningu/uppdrátt að
húsi enda húsið ekki til. Margir
munu fremur kjósa að tala um
teikningu/uppdrátt af húsi. Svipað
á við um orðasambandið lesa próf-
örk að/af bók. Sá sem lítur á próf-
örkina sem undanfara eða upp-
kast að bókinni les væntanlega
próförk að henni en sá sem telur
að próförkin sér einhvers konar
afrit af bókinni eða sérstök gerð
af henni les próförk af bókinni
(skoðar ljósrit af henni). Hér er
því um nokkurn merkingarmun að
ræða en hann er svo lítill að eðli-
legt er að fram komi óvissa um
notkun. Sá sem þetta ritar hefur
vanist því að lesa próförk af bók.
Eins og fram hefur komið er
forsetningin að oft notuð með
nafnorðum sem vísa til undanfara
eða aðdraganda einhvers (‘und-
irbúningsmerking’), t.d.: leggja
drög að einhverju og gera upp-
kast að samningi. Þetta er auðvit-
að gott og gilt þar sem það á við
en ýmis dæmi virðast benda til að
notkun forsetningarinnar að sé
farin að færa út kvíarnar á kostn-
að ýmissa annarra forsetninga.
Dæmi af þeim toga eru t.d.:
?leggja fram tillögu að dagskrá (í
stað: um dagskrá); ?tillaga að
breytingu (í stað: um breytingu);
?koma fram með hugmynd að ein-
hverju (í stað: um eitthvað);
?uppástunga að einhverju (í stað:
um eitthvað); ?gera tillögu að
nýju skipulagi (í stað: um nýtt
skipulag); ?upphafið að þættinum
(í stað: upphaf þáttarins/upphafið
á þættinum); ?undirbúningur að
atkvæðagreiðslu (í stað: fyrir) og
?eitthvað er aðeins forsmekk-
urinn að því sem koma skal (í
stað: forsmekkurinn af því sem
...).
Vart þarf að taka fram að ein og
sama forsetning getur verið notuð
í mismunandi merkingu, t.d. leika
sér að einhverju (‘með e-ð’) og
vera að leik (‘vera í leik, að leika
sér’). Í eftirfarandi dæmi er um að
ræða þá sem voru viðstaddir leik:
?áhorfendur að leik (í stað: áhorf-
endur á leik).
Að gefnu tilefni
Nýlega urðu nokkrar umræður
um skipan ráðherra Framsóknar-
flokksins. Einn varaþingmanna
flokksins, Guðjón Ólafur Jónsson,
kvað upp úr um það að hann vildi
að Siv Friðleifsdóttir hyrfi úr
ríkisstjórn í haust. Umhverfis-
ráðherra brást ókvæða við og
svaraði á heimasíðu sinni: Með
þessari yfirlýsingu hefur Guðjón
Ólafur nú tvívegis vegið opin-
berlega að ráðherra síns eigin
flokks ... Það er því greinilegt að
húskarlar eru komnir á kreik.
Hér er hnyttilega að orði kom-
ist og það virðist blasa við að lík-
ingin um húskarlana eigi rætur
sínar í húskarlavígunum sem lýst
er í Njáls sögu (35.–42. kafla).
Þær Hallgerður, kona Gunnars,
og Bergþóra, kona Njáls, stóðu í
mannráðum (‘réðu menn af dög-
um’), hvor sendi flugumenn til að
drepa menn (m.a. húskarla) fyrir
hinni. Húskarlar þeir sem um-
hverfisráðherra talar um virðast
því vísa til þeirra sem ‘vega að
ráðherra síns eigin flokks.’ Í
Fréttablaðinu er þetta skilið allt
öðrum hætti og ýjað að því að
Guðjón Ólafur sé húskarl flokks-
formanns. Í sama blaði segist
Guðjón Ólafur ekki átta sig á hvað
Siv sé að fara með ummælum sín-
um og segir: ‘Ég geng ekki erinda
eins eða neins og hef ekki leitað
eftir leyfi formanns til að tjá mig
um menn og málefni. Ég veit ekki
hvers húskarl ég er og lýsi eftir
húsbónda mínum.’ Ef umsjónar-
maður hefur skilið ummæli ráð-
herra rétt er sýnt að sá sem
fjallaði um þau í Fréttablaðinu
hefur misskilið þau hrapallega.
jonf@hi.is
ÍSLENSKT MÁL
Jón G. Friðjónsson
25. þáttur
gaman er að einhverju hafa gaman af einhverju
henda gaman að einhverju hafa ánægju af einhverju
ávinningur er að einhverju hafa ávinning af einhverju
að gefnu tilefni skal sagt ... af þessu tilefni; í tilefni af því að ...
verða uppvís að e-u sannur að sök