Morgunblaðið - 08.04.2004, Síða 10
10 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
J
ake Berry hefur það að
starfa að skipuleggja tónleika
fyrir rokksveitir. Á ensku
kallast starfið „production di-
rector“ en hann útskýrir í
viðtalinu hvað það felur í sér
og gefur góða innsýn í hvern-
ig það er að starfa með hljómsveit-
um á borð við U2, Mötley Crüe,
Guns N’ Roses og Metallica, sem er
á leið til landsins m.a. fyrir tilstilli
Jakes. Hann starfar náið með Roll-
ing Stones og varð það til þess að
hann komst í kynni við Ísland og Ís-
lendinga. Eins og margir muna kom
til tals að kapparnir kæmu hingað
til lands en það datt uppfyrir.
Morgunblaðið fékk tækifæri til að
spjalla við þennan viðkunnanlega
mann þegar hann heimsótti Ísland á
dögunum.
„Ég hef skemmt mér mjög vel
hérna. Ég kom hérna í fyrsta sinn
fyrir fimm árum út af því að ég vinn
fyrir lítið band sem heitir The Roll-
ing Stones. Okkur langaði mjög til
að halda tónleika hérna og þó það
hafi ekki gengið upp vingaðist ég
við gott fólk hérna,“ segir Jake, en
umræddir vinir eru Ragnheiður
Hanson og Halldór Kvaran, sem
standa að RR ehf. Fyrirtæki þeirra
hefur verið starfandi í um tíu ár og
hefur flutt inn m.a. David Bowie,
Robbie Williams, Jerry Seinfeld og
Travis en næst á dagskrá er Met-
allica.
„Ég kom hingað mér til skemmt-
unar en það væri gaman að sjá tón-
leika hérna, ég heyri að það er
margt í gangi,“ segir hann en í
þetta skipti var hann hér í um viku.
Sannarlega er það rétt hjá honum
að margt sé í gangi hér en á döfinni
eru m.a. tónleikar Pixies, Kraft-
werk, Korn og Placebo, svo eitthvað
sé nefnt. „En ég mundi gjarnan
vilja koma hingað til að vinna. Það
væri algjör draumur,“ segir Jake.
Ekki fara of geyst
Nýlega hefur Egilshöll bæst í
hópinn yfir tónleikastaði á Íslandi
og gerir það að verkum að hægt er
að halda meira en helmingi stærri
tónleika en áður, eða fyrir um
12.000 manns. „Það ætti að gera
tónleikahöldurum á Íslandi auðveld-
ara fyrir. Þarna er hægt að fá fleira
fólk á staðinn til að borga það
stönduga gjald sem hljómsveitir
taka fyrir þessa dagana. En þó
þarna sé kominn stærri tónleika-
staður búa samt ekki margir á Ís-
landi þannig að það þarf að íhuga
valið á hljómsveitunum vel. Þetta er
stækkandi markaður og það þarf að
byggja hann upp smám saman. Það
er of mikið ef 20 hljómsveitir koma
hérna á fjórum mánuðum og hrein-
lega klára alla peningana,“ segir
hann og bætir við að það sé engum
til góðs.
„Ég heyri alltaf ýmiss konar orð-
róm þegar ég kem hingað. Ég vinn
fyrir U2 líka og ég get lýst því yfir
hér og nú að það er útilokað að U2
spili á Íslandi á þessu ári,“ segir
hann en hann upplýsir að sveitin
fari í Bandaríkjatúr vorið 2005.
„Þannig að ef U2 kemur hingað þá
verður það ekki fyrr en þegar liðið
verður á árið 2005 eða hugsanlega
2006,“ segir hann.
En hvað með Rolling Stones?
„Ég verð að játa að það voru von-
brigði þegar ekki tókst að fá þá
hingað. Ég verð að segja að það var
ekki út af skipuleggjendunum. Allir
vildu koma hingað og allir lögðust á
eitt en þetta bara gekk ekki upp.
Dagskráin breyttist og önnur tilboð
komu upp,“ segir hann.
„Allir halda að Rolling Stones
komi þá aldrei til Íslands eða spili
aldrei aftur en það er bara rugl.
Rolling Stones ætluðu að fara á
sinn síðasta túr fyrir fimmtán árum
en eru enn að og eru frábærasta
rokksveit í heimi.“
Umgjörðin gerð minni
Jake segir að Rolling Stones hafi
m.a. spilað í Hong Kong á síðasta
tónleikaferðalagi. „Það góða við það
var að við þróuðum frábæra sýn-
ingu sem við gætum farið með á
ákveðna staði í heiminum, eins og
Singapore eða Reykjavík. Umgjörð-
in er aðeins minni til að gera það
hagstæðara að ferðast á nýja staði,“
segir hann.
Hann bendir á að á síðustu tón-
leikaferð Rolling Stones hafi hljóm-
sveitin spilað á mismunandi stórum
stöðum og tekur London sem dæmi.
„Við spiluðum í Twickenham Rugby
Stadium sem tekur 55.000,
Wembley Arena sem tekur 11.000
og Astoria sem tekur 1.800 manns.
Eftir þetta vitum við að við getum
spilað á mismunandi stórum stöðum
og aðlagað sýninguna eftir því,“
segir hann.
„Rolling Stones eiga aldrei eftir
að hætta. Þeir eru frábærir og það
er verið að athuga með að sveitin
fari í tónleikaferð á næsta ári,“ seg-
ir Jake sem bætir við að líkurnar
aukist bara með tímanum á því að
Stones komi hingað til lands.
„Ég held að Metallica væri góð
hérna,“ segir hann en það er ein
önnur stórsveitin sem hann hefur
unnið fyrir. Jake bætir við að hann
telji að þær hljómsveitir sem spili
hugsanlega í nýju Egilshöllinni
verði að höfða til fleiri en einnar
kynslóðar.
Þó Jake hafi ekki upplýst það í
viðtalinu þá var hann hingað kom-
inn til að líta á aðstæður í Egilshöll
fyrir hugsanlega tónleika með Met-
allica. Nú hefur verið staðfest að
fyrstu stórtónleikarnir í Egilshöll-
inni verði með Metallica sunnudag-
inn 4. júlí. Draumur Jakes um að
koma í vinnuferð til landsins hefur
því ræst.
Yfir 200 manna starfslið
Hvað felst í starfinu þínu? „Það
fer eftir stærðinni á tónleikaferða-
laginu. En ef við tölum U2 og Roll-
ing Stones þá er skipulagningin
svipuð,“ segir Jake og bætir við að
kallaðir séu til alls kyns hönnuðir,
eins og sviðshönnuðir. Oftar en ekki
er Mark nokkur Fisher í þessum
hópi en hann hefur hannað svið fyr-
ir Rolling Stones, Metallica og
Aerosmith, svo að nefndar séu
Vinnur að skipulagningu tónleikaferðalaga Rolling Stones og fleiri stórsveita um heiminn
Eins og að vinna
Wimbledon
Reuters
Rolling Stones á sviði í Hong Kong. Mick syngur í forgrunni á meðan Keith er á stórum skjá á bak við.
Jake Berry hefur unnið við
skipulagningu tónleika með
stærstu rokksveitum heims
og átt ævintýralegan feril.
Hann fræddi Ingu Rún
Sigurðardóttur um inn-
viðina í bransanum.
’ Fyrir tíu árum fóru hljómsveitir í tónleikaferðalag til að kynnaplötu. Núna með diskabrennurum og niðurhali á tónlist af Netinu
hefur þetta breyst. Tónleikaferðalögin eru orðin mikilvægari þáttur
af tekjum þeirra. Tónleikarnir verða að gefa eitthvað af sér. ‘