Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 6
6 D FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
L eikstjórinn P.J. Hogan erfrægastur fyrir að hafaleikstýrt tveimur brúð-kaupsmyndum; MurielsWedding og My Best
Friend’s Wedding. Hogan vill láta
kalla sig P.J. eða ,,Pídjey“ til að-
greiningar frá öðrum Paul Hogan
sem einnig er frá Ástralíu og er
frægur fyrir Crocodile Dundee-
myndirnar. Leikstjórinn P.J. varð
að bæta marklausu joði við nafnið
sitt til að koma í veg fyrir hvim-
leiðan krókódílaruglinginn. Það var
engu líkara en tíminn hefði staðið í
stað á Dorchester-hótelinu, því ég
hafði einmitt tekið við hann viðtal í
tengslum við My Best Friend’s
Wedding á þessu sama hóteli í
London fyrir nokkrum árum. Gott
ef þetta var ekki bara sama svítan.
Börn, dýr og nóg af vatni
Fyrir réttum hundrað árum bjó
breski rithöfundurinn J.M. Barrie
til undraheiminn Hvergiland þar
sem Pétur Pan réð ríkjum og íbú-
arnir voru síungir og gátu flogið.
Hann gaf ímyndunaraflinu lausan
tauminn og setti söguna í hefð-
bundið ævintýraform með börnum
á flótta undan hættulegum sjóræn-
ingjum og fúlum krókódíl. Sagan
hefur haldið vinsældum sínum í
heila öld og höfðar sterklega til
barna og fullorðinna um víða ver-
öld. Trúlegast á hin sígilda teikni-
mynd sem Disney gerði á sínum
tíma stóran þátt í frægð sögunnar í
dag. Pétur Pan tekur nú flugið í
stórmynd þar sem tölvutækninni er
beitt til að láta ævintýrið lifna við á
nýjan leik.
Að þessu sinni var P.J. að takast
á við allt það sem telst erfiðast í
kvikmyndaheiminum, stórmynd
með börnum, dýrum, flóknum
tæknibrellum og vatni. En hann
var hvergi banginn og sagðist hafa
viljað gera kvikmynd sem væri eins
nálægt upphaflegu sögunni og
mögulegt var: ,,Það hefur aldrei
verið gert, ekki eins og J.M. Barrie
ætlaði sér það.
Sagan hefur birst í mörgum
myndum, sem leikrit, söngleikur,
teiknimyndir og svo var gerð fram-
haldsmyndin Hook, þar sem Pétur
Pan er orðinn fullorðinn maður. Í
upphaflegu sögunni fann ég fullt af
hlutum sem hafa horfið í gegnum
árin og svo las ég allt sem ég komst
yfir um Barrie sjálfan því þetta er
hans persónulegasta verk. Ég held
því að þessi kvikmynd sé sú útgáfa
af Pétri Pan sem kemst hvað næst
upprunanum.“
– Tæknibrellum hefur fleygt
fram og gera þær kvikmyndagerð-
armönnum kleift að gera ótrúlega
hluti, var eitthvað sem þið vilduð
gera en gátuð ekki?
,,Nei, eiginlega ekki, en það var
erfitt að hanna þennan fræga og
dæmigerða búning bæði á Pétur og
Skellibjöllu og jafnframt fela belti
og ólar sem flugvírarnir voru
tengdir í.“
– Hvernig tengist Mohamed Al
Fayed gerð myndarinnar?
,,Hann átti réttindin að myndinni
með Colombia Tri-Star, en hann
tengdist gerð myndarinnar ekki að
neinu öðru leyti. Það að myndin
skyldi vera tileinkuð syni hans var
hluti af samningnum.“
Ungir stórleikarar
Titilhlutverk myndarinnar og
mesti þunginn hvíla á grönnum
herðum Jeremy Sumpters og
Rachel Hurd-Wood sem leika Pétur
Pan og Vöndu. En það var ekki að
sjá að þeim þætti ábyrgðin mikil
eða þung. Jeremy brýst inn í her-
bergið með Rachel í fanginu, það er
óhætt að segja að hann kunni vel
að meta alla þá athygli sem hann
fær. Hann byrjar strax að skoða
upptökutækið mitt, er óðamála og
er alveg heillaður af þessu tækni-
undri.
– Ertu tæknióður?
Rachel verður fyrri til að svara:
„Nei, nei, hann er bara óður.“
Jeremy fer að fikta í ljósatökk-
unum til að verða okkur úti um
meira ljós. Hann er fjórtán ára óða-
mála unglingur og hefur leikið síð-
an hann var tíu ára. Hann hefur
komið fram í sjónvarpsþáttunum
Bráðavaktinni og fleiri bandarísk-
um sjónvarpsþáttaröðum og lék
einnig í kvikmyndinni Frailty.
Rachel er þrettán, róleg og hagar
sér eins og yfirveguð hefðardama.
Hún hefur sótt leiklistarnámskeið í
breska einkaskólanum sínum.
Rachel, þú hefur ekki leikið neitt
áður, er það?
,,Nei, ekki beinlínis, það var aug-
lýst eftir stúlku á mínum aldri til að
leika Vöndu og foreldrar mínir
spurðu mig hvort ég vildi prófa og
ég sagði já. Ég hélt að það gæti
Hinn sanni Pétur Pan
Í London, fæðingarborg
Péturs Pan, rakst Dagur
Gunnarsson á leikara og
ástralskan leikstjóra
nýrrar stórmyndar um
drenginn sem neitar að
fullorðnast.
J
ason Isaacs sem leikur bæði herra Darling og
Kobba krók er trúlegast þekktastur fyrir leik
sinn sem illmennið Lucius Malfoy í Harry Pott-
er-myndunum. Isaacs er ekki alveg jafnhár-
prúður og illmennin tvö, Krókur og Malfoy sem eru báðir
með hár niður á mitt bak, en hann er uppfullur af persónu-
töfrum og skemmtisögurnar vella upp úr honum.
–Þú virtist hafa skemmt þér við gerð þessarar myndar.
,,Það lítur bara út fyrir að ég hafi skemmt mér vel, því
ég er ákaflega mikill fagmaður í mínu
starfi. Þetta var algjör martröð, þetta
var líkamlega erfitt, sársaukafullt,
óþægilegt, sveitt og flókið. Ég var með
árans krókinn á hægri hendinni svo ég
gat ekki snýtt mér eða hringt í nokkurn
mann til að kvarta. Svo var ég með
sverð í vinstri hendinni sem leit út eins
og hún hefði hefði verið grædd á mig,
því ég er rétthentur og get ekki beitt
henni af neinu viti í svona íþróttaiðkun.
Verst af öllu var þegar ég var hífður
upp í rjáfur á streng sem hefði eins vel
getað verið hnýttur beint í nærbux-
urnar og svo var ég látinn dingla þar í
þrjá eða fjóra mánuði. Svona leið mér
og ef það leit út fyrir að ég hafi haft
gaman af þessu þá get ég trúlegast
skipt ávísuninni með góðri samvisku.“
Elsta saga í heimi
– Hefurðu gaman af því að leika illmenni?
,,Kobbi krókur er ekki raunverulegt illmenni, hann er
kannski reiður, en hann hefur líka ástæðu til þess. Á hverj-
um degi þarf hann að óla þennan hryllilega krók á stúf
sem grær aldrei almennilega. Hann finnur til stöðugs sárs-
auka allan daginn og svo lítur hann í spegilinn og sér
hvernig hann er að eldast án þess að fá að sjá drauma
sína verða að veruleika og það pirrar hann ógurlega. Svo
er þessi strákaormur sem ber enga virðingu fyrir honum,
manninum sem ætti að ráða yfir heimsins höfum og
strákurinn niðurlægir hann bara. Hann er mjög líkur mér,
hann er reiður, bitur og frústreraður.“
–Hvað er það sem gerir þið reiðan, bitran og ergilegan?
,,Ég veit ekki hvað það er sem angrar mig ekki, hvað
hefurðu mikinn tíma? En það er ekki til hrein illmennska,
gott illmenni í góðri sögu hefur ástæður fyrir því sem það
gerir og Kobbi krókur er hræddur við að verða niður-
lægður og að hann missi stöðu sína í samfélaginu. Og það
gerir hann hættulegan, hann er ekki illmenni, hann er eins
og sært dýr, ákaflega hættulegur maður.“
–En hvað um herra Darling?
,,Hann er hin hliðin á Kobba krók, þeir kljást við sömu
vandamálin, hann er líka hræddur. Hann er hræddur við
allt og alla, hann er hræddur við nágrannana, yfirmanninn,
konuna sína og sinn eigin hund. En hann bregst öðruvísi
við, hann lokar allt inni og þykist vera fullorðinn, hann þyk-
ist vita allt og þykist vera mikilvægur maður. Hann þyrfti
að sleppa sér svolítið lausum, vera meira eins og Kobbi.“
-Þetta er voðalega sorgleg saga.
,,Þetta er elsta saga í heimi, hún fjallar um stúlku sem er
að reyna fá dreng til að fullorðnast! Vanda bjó þennan
heim sinn til og setti í hann myndarlegan strák sem er full-
ur af uppátækjum og svo setti hún alvöru karlmann sem
er hættulegur og lítur svolítið út eins og pabbi hennar því
það er það sem ungar stúlkur gera því þær þekkja bara
pabba sinn. Allar konur sem ég þekki standa í þessu
ströggli og ef karlmaðurinn sem þær hafa fundið neitar að
fullorðnast þá fara þær frá honum, alveg eins og Vanda fer
frá Pétri í lok sögunnar.“
–Hvort er meira af Pétri Pan eða Kobba krók í þér?
,,Það eru hlutar af öllum persónum sögunnar í okkur.
Þess vegna hefur þessi saga verið svona vinsæl í gegnum
tíðina. Við sjáum sjálf okkur í Kobba krók því enginn vill
eldast, við hugsum stundum of mikið
um hvað aðrir hugsa um okkur og því
sjáum við sjálf okkur í Herra Darling og
í raun erum við ennþá börn inni við
beinið og því höfðar Pétur Pan til okkar.
Frú Darling er fullorðna manneskjan
sem við öll þráum að vera, hún er sátt
við sjálfa sig og hver hún er.“
–Undirbjóstu þig mikið fyrir verkið?
,,Nja, ég las bókina og að þessu sinni
sá ég hvað þetta er flókin saga sem er
töluvert erfitt að komast í gegnum.
Hún er sneisafull af skondnum heim-
spekilegum athugasemdum um líf full-
orðinna sem ég er viss um að börn
grípa ekki. Það er ákaflega gefandi fyrir
fullorðna að lesa hana og það er nokk-
uð sem maður rekst ekki oft á í barna-
bókmenntum og þess vegna hafa for-
eldrar gaman af því að lesa hana fyrir börnin sín. Höfund-
urinn, Barrie var að fást við alvörufólk í sinni sögu og talaði
aldrei niður til lesandans.“
–En hvernig var þá að vinna með krökkunum?
,,Mjög svipað og að vinna með hundinum … Nei, ekki
skrifa það, ég var bara að grínast. Jeremy hafði leikið áður
og var þess vegna vanur. Rachel og flestir af Týndu drengj-
unum höfðu ekki gert það og því varð maður að hjálpa
þeim að einbeita sér. Leiklist er svona þykjustuleikur og ef
allir standa sig frábærlega í einhverju atriði en eitt barnið
er bara að bora í nefið þá er það atriði ónýtt og því verða
allir að vera eitthundrað prósent með í þykjustuleiknum.
Þykjustuleikurinn er ekki svo ólíkur því sem krakkar gera
úti um allan heim og mitt starf var að gera leikinn rosalega
spennandi svo að allir tækju þátt í honum.“
Krækti í krókinn
–Fékkstu að halda króknum?
,,Já, ég hreinlega stal honum. Eða sko, ég bað um hann
og fékk neitun en leikmunadeildin miskunnaði sig yfir mig
og gaf mér gúmmíkrók sem var notaður í hættulegum
flug- og skylmingaratriðum. Svo var verið að mynda viðtal
við mig baksviðs, fyrir sjónvarpið, og þar var slatti af krók-
um í kassa og ég stakk einum sígildum alvöru krók undir
frakkann og tók með mér heim.“
–Lentirðu einhverntímann í veseni með krókinn?
,,Já, allt varð mjög erfitt, ég gat ekki losað mig úr flug-
beislinu, talað í símann eða farið á salernið án þess að
stórslasa mig. Krókurinn er ólaður á mann svo að það er
ekki hægt að vera alltaf að taka hann af sér og setja hann
á sig. Í einu atriðinu á móti Richard Briars rek ég krókinn
inn fyrir gleraugun hans og eftir tökuna segir hann: ,,Ég vil
ekki vera með neitt vesen, en er það rétt athugað hjá mér
að þú hafir næstum því krækt úr mér augað í þessu atriði?
Þá var ég ekki alveg búinn að átta mig á lengd króksins og
fór aðeins lengra en ég ætlaði mér.“
Krókur dinglandi á nærbuxunum
Isaacs með „árans krókinn“.