Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 29
Menntaskólinn Hraðbraut
Yfirsetustarf
Samviskusöm manneskja óskast til að sitja
yfir nemendum við námsvinnu tvo daga í viku
samkvæmt sérstakri vinnuáætlun.
Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið
ohj@hradbraut.is.
Upplýsingar um starfið eru ekki gefnar í síma.
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Strætó bs. auglýsir eftir vagnstjórum
til sumarafleysinga.
Upplýsingar um starfið veitir
Steindór Steinþórsson í síma: 540 2700.
Hæfniskröfur: Meirapróf, rútupróf.
Reynsla æskileg.
Leiðbeinandi
— kennari
Slysavarnaskóli sjómanna leitar eftir leiðbein-
anda/ kennara til starfa við skólann. Slysa-
varnaskólinn er í eigu Slysavarnafélagsins
Landsbjargar og er staðsettur um borð í skóla-
skipinu Sæbjörgu. Tilgangur starfsins er vinna
að markmiðum Slysavarnaskóla sjómanna
sem eru að efla öryggisfræðslu sjómanna með
öflugum skóla, sem uppfyllir íslenskar og
alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna og
auka þjónustu við sjómenn og aðra aðila með
fræðslu um slysavarnir við sjó og vötn.
Starfið felur í sér m.a.:
Leiðbeinendastörf á námskeiðum skólans
í Reykjavík og á landsbyggðinni.
Þróun og undirbúning námskeiða, æfinga
og námsefnis um öryggismál sjómanna.
Viðhald námstækja og námsgagna skólans.
Að starfa í áhöfn skólaskipsins Sæbjargar
á siglingum þess.
Viðhald skips og búnaðar skólaskipsins Sæ-
bjargar.
Leitað er eftir einstaklingi með a.m.k. 5 ára víð-
tæka reynslu til sjós, með góða tölvuþekkingu
og þekkingu og reynslu í öryggismálum sjó-
manna. Æskilegt er að viðkomandi hafi kennslu-
réttindi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst Unnið er samkvæmt gæðastjórnunar-
kerfi ISO 9001:2000.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsferil ásamt mynd berist Slysavarnafélag-
inu Landsbjörgu, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík,
merktar: „Leiðbeinandi“, fyrir 26. apríl nk.
Kennarar óskast
að Reykhólaskóla,
Austur-Barðastrandarsýslu
Okkur vantar kennara í eftirtaldar stöður:
Myndmennt, átta kennslustundir á viku.
Smíði, átta kennslustundir á viku.
Handmennt, átta kennslustundir á viku.
Ein kennarastaða - stærðfræði, eðlisfræði,
tölvunotkun.
Tvær kennarastöður - almenn kennsla, margt
kemur til greina.
Á Reykhólum er grunnskóli með 1.-10.bekk og um 50 nemendur.
Mjög góð vinnuaðstaða. Á Reykhólum er fallegt og einungis tæplega
3 tíma akstur til Reykjavíkur. Þar er öll almenn þjónusta svo sem
leikskóli, sundlaug, bókasafn, heilsugæsla og verslun. Í sumar verður
byggt nýtt og glæsilegt íþróttahús við Reykhólaskóla.
Gott húsnæði í boði, flutningsstyrkur.
Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2004.
Nánari upplýsingar verða veittar hjá skólastjó-
ra í síma 894 1966 eða vs. 434 7806 og/eða hjá
sveitarstjóra í síma 434 7880.
Kennarar
Okkur á Siglufirði vantar nokkra menntaða
kennara til starfa. Meðal kennslugreina eru:
Almenn kennsla, textílmennt, heimilisfræði,
enska og sérkennsla. Ef þú hefur áhuga hafðu
þá samband.
Við höfum síðan 1997 staðið að markvissri
uppbyggingu á skólastarfinu. Unnið að
auknum gæðum náms (AGN) eftir breska IQEA
vinnuferlinu (Improving the Quality af Edu-
cation for All). Unnið markvisst gegn einelti
skv. Olweus áætlun sl. tvö skólaár. Við höfum
notið þess að vaxa, læra og ná árangri saman.
Ef þú hefur áhuga á því sem við erum að gera
hafðu þá samband við Jónínu Magnúsdóttur
skólastjóra í síma 460-3733 og 467-1449 eða
netfangið skolastjori@sigloskoli.is. Upplýsing-
ar um skólann okkar er að finna á
www.sigloskoli.is og upplýsingar um bæinn
á www.siglo.is
Mannlíf og menning
Í bænum er nýlegur leikskóli, góður tónskóli, öflug heilsugæsla,
nýlegt íþróttahús, sundlaug og eitt af betri skíðasvæðum landsins.
Á undanförnum árum hefur Síldarminjasafnið byggst upp og vakið
verðskuldaða athygli og nú hillir undir að Þjóðlagasetur verði að
veruleika. Mannlífið er sérstakt í nyrsta kaupstað landsins og einkenn-
ist af öflugu félagslífi.
Velkomin til Siglufjarðar
Bifvélavirki
Bílvogur ehf. bílaverkstæði óskar eftir vönum
bifvélavirkja, sem getur unnið sjálfstætt og
hefur haldgóða þekkingu á bílarafmagni.
Við bjóðum upp á góða og hreinlega vinnu-
aðstöðu hjá umboðsverkstæði í Kópavogi.
Upplýsingar gefa Björn og Ómar í símum
564 1180 eða 894 1181/864 8459.
Gleðilega páska
Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Við óskum viðskiptavinum
okkar gleðilegra páska.
Skútustaðahreppur,
Mývatnssveit
Kennarar
Í Mývatnssveit er vel búinn grunnskóli.
Vinnuaðstaða kennara er mjög góð. Skólinn er
einsetinn með mötuneyti. Á næsta skólaári verða
nemendur u.þ.b. 80 í 1.—10. bekk. Íþróttahús
með tækjasal og sundlaug eru við skólann.
Okkur vantar kennara
Helstu kennslugreinar eru almenn kennsla
yngri barna og unglinga.
Mývatnssveit er náttúruperla sem á sér engan
líka, jafnt að vetri sem sumri.
Hvernig væri að slá til?
Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2004. Nánari
upplýsingar veitir Hólmfríður Guðmundsdóttir,
skólastjóri, í símum 464 4379 og 868 1862.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R