Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 D 11  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 nokkrar stórsveitir. „Þvínæst funda hljómsveitirnar með öllum hönnuð- unum og byrjað er að þróa ákveðið konsept. Á öðrum eða þriðja fundi kem ég svo inn í málið. Það er mik- ilvægt að skipuleggja málin þannig að umgjörðin verði meðfærileg og svo þarf að gera fjárhagsáætlun. Það er ég sem samhæfi þetta allt og held utan um það,“ segir Jake og heldur áfram að útskýra vinnuferl- ið. „Mark smíðar módel af sviðinu og við skoðum þetta og veltum upp hugmyndum með hljómsveitinni. Eftir nokkur slík skipti er búið að komast að niðurstöðu. Svo er sviðið byggt þannig að auðvelt sé að pakka öllu þessu saman og flytja. Þá fer ég og tala við ljósa- og vídeó- og sviðsmyndarfyrirtæki og ræð starfsfólk til framkvæma þetta allt,“ segir Jake. Margar hendur þarf til að láta tónleikaferðalag stórrar rokksveitar um heiminn ganga upp. „Eins og með Rolling Stones þá vinna um 170 manns við framleiðsluferlið. Til viðbótar koma svo 50 manns sem ferðast með hljómsveitinni. Þetta eru tvö aðskilin teymi,“ segir hann en samtals vinna því 230 manns við tónleikaferðalag af þessu tagi. Jake vinnur líka fyrir AC/DC. „Mér mundi líka finnast frábært að sjá þá hér. Þeir voru fyrsta hljóm- sveitin sem ég vann fyrir, það var árið 1979, svona til að afhjúpa aldur minn. Ég er búinn að vera í brans- anum lengi og hef unnið mér inn bæði silfurúr og gullúr en í Bret- landi fær maður gullúr eftir 25 ára starf,“ gantast Jake. „Þeir ættu að höfða bæði til þeirra eldri hér sem ólust um með þeim og svo líka yngri rokkkynslóðarinnar.“ Tónleikar orðnir mikilvægari „Eins og ég segi þá er ég búinn að vera í bransanum lengi og tón- listariðnaðurinn hefur breyst mikið á þessum tíma. Fyrir tíu árum fóru hljómsveitir í tónleikaferðalag eftir að hafa gefið út plötu til að kynna þá plötu. Núna með diskabrennur- um og niðurhali á tónlist af Netinu hefur þetta breyst því sala á plötum hefur dregist saman. Tónleikaferða- lögin eru orðin mikilvægari þáttur af tekjum þeirra. Tónleikarnir verða að gefa eitthvað af sér,“ segir hann og bætir við að þá þýði ekki að fara til sömu staðanna ár eftir ár. „Það verður að finna nýja staði til að fara á, eins og Ísland.“ Jake ólst upp á Englandi en flutti vinnunnar vegna til Bandaríkjanna og er búsettur í Arizona. Hann ferðast líka mikið starf síns vegna, eins og gefur að skilja. „Í fyrsta skipti sem ég ferðaðist um heiminn var það frábært og líka í annað, þriðja og fjórða skiptið. En í fimmta skiptið var það bara allt í lagi. Ég er mjög heppinn en ég er líka góður í því sem ég geri. Ég ferðast um heiminn, bý á góðum hótelum og borða góðan mat. En það sem mað- ur tapar er að maður á ekkert heimilislíf. Maður verður að fórna einhverju. En ég er fimmtugur og aldrei að vita nema maður fari að breyta til. Ég hef verið í rokkinu á skemmtilegum tíma og séð það breytast. Mér finnst margt af þess- ari nýju tónlist ekkert skemmtileg. Ég ætla ekkert að setjast í helgan stein en það er hægt að taka það ró- legar.“ Er eitthvert ákveðið tónleika- ferðalag sem stendur upp úr í minn- ingunni? „Þau eru nú öll í uppá- haldi, það eru nú bara eitt eða tvö tónleikaferðalög sem hafa verið mjög erfið. En tónleikaferðalag með Frankie Goes to Hollywood stendur virkilega upp úr í minningunni. Það er mjög sérstakt fyrir mér og var skemmtilegt en dóttir mín kom í heiminn á meðan á ferðalaginu stóð. Það eru liðin 17 ár síðan,“ segir hann. Brjálæði á níunda áratugnum Jake lætur hugann reika og held- ur áfram að rifja upp. „Ég vann líka mikið með þungarokkssveitum á ní- unda áratugnum. Ég vann með Mötley Crüe; það voru allir geggj- aðir á níunda áratugnum. Margt það sem er í gangi núna kemur frá brjálæðinu á þessum tíma. Ég vann líka með Guns N’ Roses,“ segir Jake og tekur til við að segja smá dæmisögu. „Guns N’ Roses hitaði upp í tón- leikaferðalagi fyrir Mötley Crüe í Bandaríkjunum. Það var fyrsta tón- leikaferðalagið þeirra. Og Mötley Crüe hitaði upp á tónleikaferðalagi fyrir Ozzy Osbourne, sem ég hef líka unnið fyrir. Þannig lærði fólk hvað af öðru. Núna gefa hljómsveit- ir út plötu og fara strax í tónleika- ferðalag þar sem þær eru aðalnúm- erið. Þessi staða lærlings er ekki mikils metin núna. Áður hituðu hljómsveitir upp fyrir stærri sveitir áður en þær fóru sjálfar á túra þar sem þær eru aðalatriðið.“ Jake er stoltur af því að vinna fyrir Rolling Stones. „Fyrir mann í mínu starfi þá er það mikill heiður að starfa með Rolling Stones, það er eins og fyrir tennisleikara að vinna Wimbledon.“ ingarun@mbl.is Reuters James Hetfield og Kirk Hammett á sviði. Metallica er ein af þeim sveitum sem Jake Berry vinnur fyrir en hún er á leið- inni hingað til lands í sumar og heldur tónleika í Egilshöllinni. Morgunblaðið/Jim Smart „Allir halda að Rolling Stones komi þá aldrei til Íslands eða spili aldrei aftur en það er bara rugl. Rolling Stones ætluðu að fara á sinn síðasta túr fyrir fimmtán árum en eru enn að og eru frábærasta rokksveit í heimi,“ segir Jake. ’ Ég er mjögheppinn en ég er líka góður í því sem ég geri. Ég ferðast um heim- inn, bý á góðum hótelum og borða góðan mat. En það sem maður tapar er að maður á ekk- ert heimilislíf. Maður verður að fórna einhverju. ‘ HS Bólstrun ehf. www.bolstrun.is/hs M EI ST AR AF ÉLAG BÓLSTRA R A STOFNAÐ 1928

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.