Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 19

Morgunblaðið - 17.04.2004, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 19 MOQTADA al-Sadr, sjítaklerkur- inn, sem staðið hefur fyrir uppreisn gegn bandaríska hernámsliðinu í Írak, sagði í gær, að samningar við það væru til einskis og kvaðst hann tilbúinn til að deyja „píslarvættis- dauða“. Þá sagði fulltrúi Ali al-Sist- anis, æðstaklerks sjíta, að réðust Bandaríkjamenn á borgirnar Najaf og Karbala, yrði gripið til „róttækra aðgerða“ í framhaldi af því. „Við munum ekki leyfa hernáms- öflunum að koma inn í Najaf,“ sagði al-Sadr í ræðu í gær, þeirri fyrstu, sem hann heldur í tvær vikur. „Samningar við þau eru ekki til neins því að þau eru staðráðin í að halda okkur í herkví árum saman.“ Al-Sadr kvaðst vera þátttakandi í „byltingu trúarleiðtogans Mehdi“, 12. trúarleiðtoga sjíta en á hann líta þeir sem bjargvætt. „Ég þrái að líða píslarvætti og skora því á ykkur að styðja mig og skilja, að þetta er stríð gegn sjít- um,“ sagði al-Sadr. Hefur hann þús- undir manna undir vopnum í Najaf en við borgarmörkin hefur banda- rískt herlið búið um sig og virðist tilbúið til að leggja til atlögu. Al-Sistani varar Bandaríkjamenn við Abdul Mehdi al-Karbalai, fulltrúi al-Sistanis, æðstaklerks sjíta, sagði í vikulegri messu í Karbala í gær, að réðust Bandaríkjamenn á Najaf og Karbala, tvær helgustu borgir sjíta, myndi það hafa „mjög alvar- legar“ afleiðingar. Borgunum mætti líkja við rautt strik, sem ekki mætti fara yfir. Sagði hann, að æðstaráð sjíta hefði reynt að setja niður deil- una milli al-Sadrs og Bandaríkja- manna en ef blóðsúthellingar héldu áfram, myndi það grípa til „rót- tækra ráða“ til að verja borgirnar tvær. Grunnt hefur verið á því góða með þeim al-Sistani og al-Sadr og er þetta í fyrsta sinn sem sá fyrr- nefndi varar Bandaríkjamenn op- inberlega við. Jerzy Szmajdzinski, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í gær á fréttamannafundi í Varsjá með úkraínskum starfsbróður sín- um, Evhen Marchuk, að herlið ríkjanna í Írak væri ekki „árás- arafl“. Hlutverk þess væri að gæta friðar og myndi það því ekki beita vopnum nema á það yrði ráðist. Ekki kæmi til greina, að það tæki þátt í beinum árásaraðgerðum í landinu. Al-Sadr segir samn- inga vera til einskis AP Bandarískir hermenn við búðir, sem þeir hafa komið upp við Najaf. Ali al- Sistani, æðstiklerkur sjíta, hefur nú varað þá við alvarlegum afleiðingum þess að ráðast á borgina. Fulltrúi al-Sistanis, æðstaklerks sjíta, varar við alvar- legum afleiðingum þess að ráðast á Najaf og Karbala Karbala, Varsjá. AFP. ÓTTAST er, að dönskum kaup- sýslumanni hafi verið rænt í Írak en að sögn danska utan- ríkisráðuneytisins hafa þó eng- ir lýst ráninu á hendur sér. Tal- ið er, að þetta geti bundið enda á þátttöku Dana í uppbygging- arstarfinu í Írak, um stundar- sakir að minnsta kosti. Danska utanríkisráðuneytið staðfesti, að mannsins væri saknað en á fréttavef danska ríkisútvarpsins kom fram, að honum hefði verið rænt á þriðjudag í bænum Al Taji, skammt frá Bagdad. Benti margt til, að mannránið hefði verið framið í auðgunarskyni fremur en í pólitískum tilgangi. Sagði útvarpið, að maðurinn væri á fertugsaldri og hefði ætlað að koma á fót skolplagna- fyrirtæki í Basra með kunn- ingja sínum þar. Jann Sjursen, þingmaður Kristilega þjóðarflokksins, sagði að ránið gæti þýtt enda- lokin fyrir þátttöku Dana í upp- byggingarstarfinu í Írak. Það væri augljóslega of hættulegt að vera þar nú um stundir. Samtök danskra atvinnurek- enda hafa einnig varað alla kaupsýslumenn við að fara til Íraks. Dana rænt í Írak Kaupmannahöfn, Basra. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.