Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.04.2004, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 19 MOQTADA al-Sadr, sjítaklerkur- inn, sem staðið hefur fyrir uppreisn gegn bandaríska hernámsliðinu í Írak, sagði í gær, að samningar við það væru til einskis og kvaðst hann tilbúinn til að deyja „píslarvættis- dauða“. Þá sagði fulltrúi Ali al-Sist- anis, æðstaklerks sjíta, að réðust Bandaríkjamenn á borgirnar Najaf og Karbala, yrði gripið til „róttækra aðgerða“ í framhaldi af því. „Við munum ekki leyfa hernáms- öflunum að koma inn í Najaf,“ sagði al-Sadr í ræðu í gær, þeirri fyrstu, sem hann heldur í tvær vikur. „Samningar við þau eru ekki til neins því að þau eru staðráðin í að halda okkur í herkví árum saman.“ Al-Sadr kvaðst vera þátttakandi í „byltingu trúarleiðtogans Mehdi“, 12. trúarleiðtoga sjíta en á hann líta þeir sem bjargvætt. „Ég þrái að líða píslarvætti og skora því á ykkur að styðja mig og skilja, að þetta er stríð gegn sjít- um,“ sagði al-Sadr. Hefur hann þús- undir manna undir vopnum í Najaf en við borgarmörkin hefur banda- rískt herlið búið um sig og virðist tilbúið til að leggja til atlögu. Al-Sistani varar Bandaríkjamenn við Abdul Mehdi al-Karbalai, fulltrúi al-Sistanis, æðstaklerks sjíta, sagði í vikulegri messu í Karbala í gær, að réðust Bandaríkjamenn á Najaf og Karbala, tvær helgustu borgir sjíta, myndi það hafa „mjög alvar- legar“ afleiðingar. Borgunum mætti líkja við rautt strik, sem ekki mætti fara yfir. Sagði hann, að æðstaráð sjíta hefði reynt að setja niður deil- una milli al-Sadrs og Bandaríkja- manna en ef blóðsúthellingar héldu áfram, myndi það grípa til „rót- tækra ráða“ til að verja borgirnar tvær. Grunnt hefur verið á því góða með þeim al-Sistani og al-Sadr og er þetta í fyrsta sinn sem sá fyrr- nefndi varar Bandaríkjamenn op- inberlega við. Jerzy Szmajdzinski, varnarmálaráðherra Póllands, sagði í gær á fréttamannafundi í Varsjá með úkraínskum starfsbróður sín- um, Evhen Marchuk, að herlið ríkjanna í Írak væri ekki „árás- arafl“. Hlutverk þess væri að gæta friðar og myndi það því ekki beita vopnum nema á það yrði ráðist. Ekki kæmi til greina, að það tæki þátt í beinum árásaraðgerðum í landinu. Al-Sadr segir samn- inga vera til einskis AP Bandarískir hermenn við búðir, sem þeir hafa komið upp við Najaf. Ali al- Sistani, æðstiklerkur sjíta, hefur nú varað þá við alvarlegum afleiðingum þess að ráðast á borgina. Fulltrúi al-Sistanis, æðstaklerks sjíta, varar við alvar- legum afleiðingum þess að ráðast á Najaf og Karbala Karbala, Varsjá. AFP. ÓTTAST er, að dönskum kaup- sýslumanni hafi verið rænt í Írak en að sögn danska utan- ríkisráðuneytisins hafa þó eng- ir lýst ráninu á hendur sér. Tal- ið er, að þetta geti bundið enda á þátttöku Dana í uppbygging- arstarfinu í Írak, um stundar- sakir að minnsta kosti. Danska utanríkisráðuneytið staðfesti, að mannsins væri saknað en á fréttavef danska ríkisútvarpsins kom fram, að honum hefði verið rænt á þriðjudag í bænum Al Taji, skammt frá Bagdad. Benti margt til, að mannránið hefði verið framið í auðgunarskyni fremur en í pólitískum tilgangi. Sagði útvarpið, að maðurinn væri á fertugsaldri og hefði ætlað að koma á fót skolplagna- fyrirtæki í Basra með kunn- ingja sínum þar. Jann Sjursen, þingmaður Kristilega þjóðarflokksins, sagði að ránið gæti þýtt enda- lokin fyrir þátttöku Dana í upp- byggingarstarfinu í Írak. Það væri augljóslega of hættulegt að vera þar nú um stundir. Samtök danskra atvinnurek- enda hafa einnig varað alla kaupsýslumenn við að fara til Íraks. Dana rænt í Írak Kaupmannahöfn, Basra. AP, AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.