Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 58

Morgunblaðið - 17.04.2004, Side 58
ÍÞRÓTTIR 58 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir að komast ekki í lið Ástrala í 400 metra skriðsundi á Ól- ympíuleikunum sem fram fara í Aþenu í Grikklandi í sumar, er ekki loku fyrir það skotið að heims- meistarinn Ian Thorpe fái tækifæri til að verja ólympíutitil sinn í grein- inni. Thorpe var dæmdur úr leik í 400 metra skriði á úrtökumóti í Ástr- alíu í síðasta mánuði, en hann komst hins vegar í ástralska liðið í 100 og 200 metra skriði. Mestu möguleikar hans á sigri í Aþenu eru hins vegar taldir vera í 400 metra skriðsundi – greininni sem hann á ekki að fá að keppa í. Craig Stevens, annar ástralskur sundkappi, tryggði sér rétt til að keppa í 400 metra skriðsundi á úr- tökumótinu, en hann íhugar nú að gefa sæti sitt eftir til Thorps þannig að heimsmeistarinn fái tækifæri til að synda sína uppáhalds grein. Stevens hefur fengið umboðs- mann til að leggjast yfir málið með sér og ætlar að taka ákvörðun á allra næstu dögum. „Við skoðum málið gaumgæfi- lega, en það getur verið að það sé best fyrir mig að einbeita mér að því að synda 1.500 metra skrið- sundið,“ sagði Stevens í gær. Fari svo að hann dragi sig úr keppninni í 400 metra skriði getur ástralska sundsambandið tilnefnt annan keppanda í hans stað og þá er Thorpe nokkuð augljós kostur. Ian Thorpe með í 400 m skriðsundi? MARKÚS Máni Michalesson, leik- maður Vals, gekk á fimmtudags- kvöldið frá þriggja ára samningi við þýska handknattleiksliðið Düsseldorf, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í gær. Þar er sagt að Markús hafi verið óskaleikmaður Richards Ratka, þjálfara liðsins, sem stýrir því í efstu deild þýska handknatt- leiksins á næstu leiktíð. „Við verðum með öflugan skyttudúett frá Íslandi á næstu leiktíð,“ segir Ratka á heimasíðu Düsseldorf, en fyrir er hjá liðinu Alexander Pet- erson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR sem hefur leikið vel með liðinu í vetur í 2. deildinni. Samningur Markúsar við Düss- eldorf tekur gildi 1. júlí sumar. Frágengið hjá Markúsi Mána  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma í dag fyrri úrslita- leik spænsku liðanna Valladolid og Portland San Antonio í Evrópu- keppni bikarhafa.  HÁKON Sigurjónsson formaður dómaranefndar HSÍ er staddur í Grænlandi þar sem hann er við eftirlitsstörf í úrslitakeppni græn- lensku deildarinnar.  Í LOKAHÓFI Íslands- og bikar- meistaraliðs Keflavíkur í karla og kvennaflokki í körfuknattleik í fyrrakvöld voru Gunnar Einarsson og Anna María Sveinsdóttir út- nefnd bestu leikmenn ársins.  KYLFINGARNIR Nick Faldo frá Englandi, Daninn Thomas Björn, Ian Woosnam frá Wales og Skotinn Colin Montgomerie verða á meðal keppenda á Volkswagen Masters- mótinu sem fram fer í Peking í Kína þann 29. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótaröðin er með mót í Kína en keppt verður á Pine Valley vellinum sem er lík- legur til þess að verða keppnisvöll- urinn á Ólympíuleiknum árið 2008, verði golf á meðal keppnisgreina á þeim leikum.  FALDO er í miklum ham þessa dagana og keppir á flestum mótum sem eru í boði þar sem hann er að reyna að hala inn stig til þess að verða valinn í Ryderlið Evrópu næsta haust.  BOCHUM, lið Þórðar Guðjóns- sonar, hefur gengið frá samningi við slóvenska varnarmanninn Aleksander Knavs sem leikur með Kaiserslautern. Knavs, sem er 28 ára gamall, gerði þriggja ára samn- ing við Bochum.  PAUL Merson sem gerði garðinn frægan með liði Arsenal á árum áð- ur mun stýra liði Walsall út leiktíð- ina í ensku 2. deildinni í stað Colins Lee sem vikið var frá störfum í gær. Lee var í viðræðum við Plymouth og það sættu forráða- menn Walsall sig ekki við og viku Lee frá störfum. FÓLK það þyrfti að virkja tennis betur á landsbyggðinni og fá fleiri til að mæta á mót sem þetta. Eftir að venjubundinni keppnilauk var svo boðið upp á að mæla hraða í uppgjöfum keppenda og var mikil eftir- vænting eftir henni – myndaðist hópur krakka til að æfa sig hálftíma fyrir keppn- ina. Öllum gafst svofæri á að taka þátt í páskahappdrættinu og voru tíu páskaegg í verðlaun. Herlegheitun- um lauk svo með pitsu- og vídeó- veislu þar sem keppendur slökuðu á og borðuðu á sig gat eftir hörð átök. Að þessu sinni tóku aðeins félög af höfuðborgarsvæðinu þátt og vakti það spurningar um tennisiðkun á landsbyggðinni. Raj Bonifacius, mótstjóri og tennisþjálfari, sagði að Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Brugðið á leik á milli leikja – Heiðrún Fivelstand, Sonja Sigrún Jónsdóttir, Arney Rún Jóhann- esdóttir, Arnar Þór Jóhannsson, Andri Yeoman og Gísli Brynjarsson. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Eyrún Andrésdóttir, Brimrún Óskarsdóttir, Daníel Snorri Gunn- arsson, Ólöf Svava Magnúsdóttir og Sif Svavarsdóttir safna boltum og gera sig klár í næsta leik. Ljósmynd/Andri Karl Sigurjón Eyjólfsson, Birkir Gunnarsson, Andri Rafn Yeoman og Rafn Bonifacius hefðu getað fengið verðlaun fyrir að snæða flestar pitsusneiðar. Ljósmynd/Andri Karl Mótið endaði með pitsu- veislu og myndbandssýn- ingu og allir skemmtu sér. Ljósmynd/Andri KarlÞeir biðu spenntir eftir hraðamælingu. Tennis með páskaeggjum og pitsum ÁHERSLA var lögð á skemmtigildi tennis í stað venjubundins keppn- isanda á Íslandsmótinu í tennis sem fór fram helgina 19. til 22. mars í Sporthúsinu í Kópavogi. Börn og unglingar frá sex félögum af höf- uðborgarsvæðinu voru skráð til keppni, alls 24 keppendur. Andri Karl skrifar Ljósmynd/Andri Karl Rafn Kumar Bonifacius og Óskar Bragi Guðmundsson bíða eftir hraðamælingum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.