Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.04.2004, Blaðsíða 58
ÍÞRÓTTIR 58 LAUGARDAGUR 17. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÁTT fyrir að komast ekki í lið Ástrala í 400 metra skriðsundi á Ól- ympíuleikunum sem fram fara í Aþenu í Grikklandi í sumar, er ekki loku fyrir það skotið að heims- meistarinn Ian Thorpe fái tækifæri til að verja ólympíutitil sinn í grein- inni. Thorpe var dæmdur úr leik í 400 metra skriði á úrtökumóti í Ástr- alíu í síðasta mánuði, en hann komst hins vegar í ástralska liðið í 100 og 200 metra skriði. Mestu möguleikar hans á sigri í Aþenu eru hins vegar taldir vera í 400 metra skriðsundi – greininni sem hann á ekki að fá að keppa í. Craig Stevens, annar ástralskur sundkappi, tryggði sér rétt til að keppa í 400 metra skriðsundi á úr- tökumótinu, en hann íhugar nú að gefa sæti sitt eftir til Thorps þannig að heimsmeistarinn fái tækifæri til að synda sína uppáhalds grein. Stevens hefur fengið umboðs- mann til að leggjast yfir málið með sér og ætlar að taka ákvörðun á allra næstu dögum. „Við skoðum málið gaumgæfi- lega, en það getur verið að það sé best fyrir mig að einbeita mér að því að synda 1.500 metra skrið- sundið,“ sagði Stevens í gær. Fari svo að hann dragi sig úr keppninni í 400 metra skriði getur ástralska sundsambandið tilnefnt annan keppanda í hans stað og þá er Thorpe nokkuð augljós kostur. Ian Thorpe með í 400 m skriðsundi? MARKÚS Máni Michalesson, leik- maður Vals, gekk á fimmtudags- kvöldið frá þriggja ára samningi við þýska handknattleiksliðið Düsseldorf, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins í gær. Þar er sagt að Markús hafi verið óskaleikmaður Richards Ratka, þjálfara liðsins, sem stýrir því í efstu deild þýska handknatt- leiksins á næstu leiktíð. „Við verðum með öflugan skyttudúett frá Íslandi á næstu leiktíð,“ segir Ratka á heimasíðu Düsseldorf, en fyrir er hjá liðinu Alexander Pet- erson, fyrrverandi leikmaður Gróttu/KR sem hefur leikið vel með liðinu í vetur í 2. deildinni. Samningur Markúsar við Düss- eldorf tekur gildi 1. júlí sumar. Frágengið hjá Markúsi Mána  STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson dæma í dag fyrri úrslita- leik spænsku liðanna Valladolid og Portland San Antonio í Evrópu- keppni bikarhafa.  HÁKON Sigurjónsson formaður dómaranefndar HSÍ er staddur í Grænlandi þar sem hann er við eftirlitsstörf í úrslitakeppni græn- lensku deildarinnar.  Í LOKAHÓFI Íslands- og bikar- meistaraliðs Keflavíkur í karla og kvennaflokki í körfuknattleik í fyrrakvöld voru Gunnar Einarsson og Anna María Sveinsdóttir út- nefnd bestu leikmenn ársins.  KYLFINGARNIR Nick Faldo frá Englandi, Daninn Thomas Björn, Ian Woosnam frá Wales og Skotinn Colin Montgomerie verða á meðal keppenda á Volkswagen Masters- mótinu sem fram fer í Peking í Kína þann 29. apríl. Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótaröðin er með mót í Kína en keppt verður á Pine Valley vellinum sem er lík- legur til þess að verða keppnisvöll- urinn á Ólympíuleiknum árið 2008, verði golf á meðal keppnisgreina á þeim leikum.  FALDO er í miklum ham þessa dagana og keppir á flestum mótum sem eru í boði þar sem hann er að reyna að hala inn stig til þess að verða valinn í Ryderlið Evrópu næsta haust.  BOCHUM, lið Þórðar Guðjóns- sonar, hefur gengið frá samningi við slóvenska varnarmanninn Aleksander Knavs sem leikur með Kaiserslautern. Knavs, sem er 28 ára gamall, gerði þriggja ára samn- ing við Bochum.  PAUL Merson sem gerði garðinn frægan með liði Arsenal á árum áð- ur mun stýra liði Walsall út leiktíð- ina í ensku 2. deildinni í stað Colins Lee sem vikið var frá störfum í gær. Lee var í viðræðum við Plymouth og það sættu forráða- menn Walsall sig ekki við og viku Lee frá störfum. FÓLK það þyrfti að virkja tennis betur á landsbyggðinni og fá fleiri til að mæta á mót sem þetta. Eftir að venjubundinni keppnilauk var svo boðið upp á að mæla hraða í uppgjöfum keppenda og var mikil eftir- vænting eftir henni – myndaðist hópur krakka til að æfa sig hálftíma fyrir keppn- ina. Öllum gafst svofæri á að taka þátt í páskahappdrættinu og voru tíu páskaegg í verðlaun. Herlegheitun- um lauk svo með pitsu- og vídeó- veislu þar sem keppendur slökuðu á og borðuðu á sig gat eftir hörð átök. Að þessu sinni tóku aðeins félög af höfuðborgarsvæðinu þátt og vakti það spurningar um tennisiðkun á landsbyggðinni. Raj Bonifacius, mótstjóri og tennisþjálfari, sagði að Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Brugðið á leik á milli leikja – Heiðrún Fivelstand, Sonja Sigrún Jónsdóttir, Arney Rún Jóhann- esdóttir, Arnar Þór Jóhannsson, Andri Yeoman og Gísli Brynjarsson. Morgunblaðið/Stefán Stefánsson Eyrún Andrésdóttir, Brimrún Óskarsdóttir, Daníel Snorri Gunn- arsson, Ólöf Svava Magnúsdóttir og Sif Svavarsdóttir safna boltum og gera sig klár í næsta leik. Ljósmynd/Andri Karl Sigurjón Eyjólfsson, Birkir Gunnarsson, Andri Rafn Yeoman og Rafn Bonifacius hefðu getað fengið verðlaun fyrir að snæða flestar pitsusneiðar. Ljósmynd/Andri Karl Mótið endaði með pitsu- veislu og myndbandssýn- ingu og allir skemmtu sér. Ljósmynd/Andri KarlÞeir biðu spenntir eftir hraðamælingu. Tennis með páskaeggjum og pitsum ÁHERSLA var lögð á skemmtigildi tennis í stað venjubundins keppn- isanda á Íslandsmótinu í tennis sem fór fram helgina 19. til 22. mars í Sporthúsinu í Kópavogi. Börn og unglingar frá sex félögum af höf- uðborgarsvæðinu voru skráð til keppni, alls 24 keppendur. Andri Karl skrifar Ljósmynd/Andri Karl Rafn Kumar Bonifacius og Óskar Bragi Guðmundsson bíða eftir hraðamælingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.