Pressan


Pressan - 24.10.1991, Qupperneq 10

Pressan - 24.10.1991, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 24. OKTÓBER 1991 Ráðherrabílar Ellefu síöustu mánuöina sem Steingrímur Hermannsson gegndi embœtti forsœtisráöherra notaöi hann einkabíl sinn sem ráð- herrabU. Var það vegna þeirrar óvissu sem ríkti með skattgreiðslur ráðherra af ráðherrabílum. Á tímabili voru Steingrími greiddar 184.000 krónur á mánuði vegna rekstrar jeppa hans í þágu forsœtisráðuneytisins. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisrád- herra, ákvað að byrja að nota eigin bifreið skömmu eftir að skattaleg óvissa kom upp um greiðslur ráðherra af bif- reiðahlunnindum. Steingrímur fékk greitt frá ráðuneyt- inu fyrir eigin bíl í 11 mánuði samtals 2.020.000 krónur eða tæplega 184.000 á mánuði. Á sama tíma var ráð- herrabifreiðin í notkun fyrir ráðuneytið. Einnig fékk Steingrímur greiddan reikning fyrir akstur á eigin bíl á meðan hann notaði ráðherrabílinn, samtals 159.000 krónur vegna aksturs upp á 4.877 kílómetra. Engin nið- urstaða hefur enn fengist í deilunni um skattgreiðslur ráðherra vegna afnota á ráðherrabílum. Samkvæmt túlk- un ríkisskattstjóra skulda því flestir núverandi og fyrrver- andi ráðherrar verulegar upphæðir í skatta. Eins og áður sagði hefur engin niðurstaða fengist í deilu þeirri sem Gardar Valdimarsson ríkisskattsjóri hefur átt í við ráðherrana. í PRElSSU-viðtali við Garðar 26. sept- ember kom fram að hann telur að launagreiðandi, þ.e.a.s. fjármála- ráðuneytið, eigi að taka staðgreiðslu af notkun ráðherra á bílunum. „Þetta er staðgreiðsluskylt," sagði Garðar. Þrætan nær í raun aftur til ársbyrj- unar 1989 þegar strangari ákvæði um skatt af bifreiðahlunnindum tóku gildi. Það virtist koma flatt upp á ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar þegar skattstjóri sagði að þeim bæri að greiða skatt af afnotum ráðherra- bílanna. Þó voru hin hertu reglu- gerðarákvæði um skattgreiðslur af bifreiðahlunnindum sett á með vit- orði þeirra. Þeir virðast hins vegar hafa litið svo á að sérstakar reglur giltu um þá sjálfa. STEINGRÍMUR NÆR í JEPPANN SINN Steingrímur Hermannsson ákvað 1. apríl 1990 að hefja notkun eigin bifreiðar, G-1149, sem er jeppi af gerðinni Wagoneer Limited 1987. Notaði Steingrímur jeppann þá 11 mánuði sem hann átti eftir í sæti for- sætisráðherra. Þá var hann seldur en gangverðið á þessum bílum er um tvær milljónir króna. Arftaki Wagoneersins er Cherokee Limited og er grunnverð 1991-árgerðarinn- ar 3.240.000 krónur. Þar sem ráð- herrabíll ráðuneytisins, af gerðinni Oldsmobile, var ekki seldur rak ráðuneytið tvo ráðherrabíla á þess- um tíma. í svari forsætisráðuneytisins við fyrirspurn PRESSUNNAR kemur fram að fyrir þessa 11 mánuði greiddi ráðuneytið Steingrími 2.020.000 krónur vegna rekstrar jeppans eða 184.000 krónur á mán- uði. Sú upphæð skiptist þannig að 347.000 eru vegna bensínreikninga, 556.000 eru í viðhald og er athyglis- vert að fyrstu 7 mánuðina þurfti að gera við bílinn fyrir 427.000 krónur. Þá fékk Steingrímur greiddar 868.000 krónur vegna sérstakra fyrningarreglna sem fela í sér að ráðherra, sem notar eigin bíl, fær greidd 20% af verði bílsins á ári tvö fyrstu árin en 15% eftir það. Þessi upphæð sem Steingrímur fékk þarna á 11 mánuðum í endurnýjun- argreiðslu nálgast verðið á nýjum Nissan Sunny-bíl. Endurnýjunar- greiðslan til ráðherra er að sjálf- sögðu því hærri sem hann á dýrari bíl. Undir liðnum „ýmislegt" fékk Steingrímur greiddar 249.000 krón- ur en eftir því sem komist verður næst er það meðal annars vegna trygginga. RÁÐHERRABÍLSTJÓRINN KEYRÐI JEPPANN En ráðherrabifreiðin af Olds- mobile-gerð, með einkennisstafina R-36689, var áfram í notkun fyrir ráðuneytið eins og kemur fram í svari þess....notuð til að létta af bifreið ráðherrans verkefnum og til einstakra ferða". Kostnaður ráðuneytisins vegna þessarar bifreiðar var 660.000 krón- ur, að mestu vegna bensíns og við- halds. Þá kemur það fram í svari ráðu- neytisins að bílstjóri ráðuneytisins, þ.e.a.s. bílstjóri fonsætisráðherra, ók á jeppanum fyrir Steingrím á tíma- bilinu sem um ræðir. Þá er athyglisvert að Steingrímur sendi inn reikninga í forsætisráðu- neytið vegna nota á eigin bifreið á tímabilinu 1. ágúst 1989 til 1. apríl 1990. Á þeim tímanotaði hann hins vegar ráðherrabifreið sem ráðu- neytið lagði honum til. Samtals námu þessar greiðslur 159.000 krónum og voru allar vegna aksturs. Reikningur frá 9. ágúst 1989 var upp á 1.662 km og fyrir það voru Stein- grími greiddar 44.708 krónur. 6. september 1989 sendi hann inn reikning vegna 1.805 km og fékk greiddar 48.555 krónur. 2. apríl 1990 sendi hann inn reikning vegna 2.450 km og fékk greiddar 66.302 krónur. Síðasti reikningurinn er dagsettur eftir að hann var farinn að nota jeppann fyrir ráðuneytið vegna þeirrar óvissu sem ríkti um skattgreiðslur ráðherranna. HALLDÓR ÆTLAR AÐ ÁFRÝJA TIL RÍKISSKATTANEFNDAR Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er nú unnið að því í fjár- málaráðuneytinu að reyna að fá botn í þetta mál. Er annars vegar rætt um að breyta reglugerðinni eða einfaldlega fá úrskurð ríkisskatta- nefndar, sem er æðsti úrskurðarað- ili í skattamálum. Það er sú leið sem Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, vill fara: „Ég taldi á meðan ég var ráðherra á sínum tíma að það væri gersam- lega óviðunandi fyrir ráðherra að starfa við einhverja óvissu í þessum efnum. Ríkisskattstjóri taldi þessi bílaafnot ráðherra skattskyld og hefur margítrekað það. Fjármála- ráðuneytið hefur ekki kveðið upp úr um þetta mál. Ég sé enga aðra lausn í því en að málið fari bara eðlilegar leiðir, skattstjórar leggi á viðkom- andi menn, og þeir þurfa þá bara að reka mál sín fyrir ríkisskattanefnd og dómstólum landsins. Ég kann engar aðrar leiðir í því. Hitt er ann- að mál að ég var ósammála ríkis- skattstjóra á sínum tíma og er enn,“ sagði Halldór. SKULDA MILUÓNIR í SKATTA Eins og málið stendur í dag skulda ráðherrarnir verulegar fjárhæðir í skatta vegna notkunar ráðherrabif- reiða. í síðustu ríkisstjórn notuðu þó tveir ráðherrar eigin bíla, þau Jó- hanna Sigurdardóttir og Olafur Ragnar Grímsson. í fjármálaráðu- neytinu var reyndar bíll sem Ólafur Ragnar gat notað Hvorki hann né Jóhanna létu ríkið greiða sér endur- nýjunargreiðslur né rekstrarkostn- að vegna bifreiðanna. Ef ráðherrarnir verða rukkaðir um þessar greiðslur yrði líklega Halldór Ásgrimsson að greiða hæstu upphæðina vegna þess að hann keyrði um á dýrasta bílnum, Benz 500 SEL, sem Albert Guö- mundsson keypti í fjármálaráð- herratíð sinni. Þorsteinn Ftílsson neitaði að nota hann þegar hann tók við fjármálaráðuneytinu en keyrir reyndar á honum í dag sem sjávarútvegsráðherra. Slíkur bíll kostar um 8 milljónir í dag og ársafnot af honum eru talin jafngilda tekjum upp á 1,2 milljónir króna. Tekjuskattur og útsvar af því eru upp á 490.000 krónur eða um 40.000 krónur á mánuði. Skatta- skuld Halldórs frá ársbyrjun 1989, þegar óvissan kemur upp, er því um 1,1 milljón króna. Jón Sigurösson iðnaðarráðherra var á næstdýrasta bílnum en hann lét ráðuneytið kaupa Range Rover Vogue í október 1989. Bíllinn var að sjálfsögðu keyptur í Heklu, en það- an koma flestir ráðherrabílarnir. Þá kostaði hann 3,3 milljónir króna, sem stæði nálægt fjórum milljónum í dag. Skattaskuld hans má reikna upp á 880.000 krónur fram til ríkis- stjórnarskiptanna í vor. Síðan hefur hann bætt við þá skuld um 260.000 krónum. Flestir hinna ráðherranna voru á bílum sem jafngiltu tekjum upp á 39.000 til 55.000 krónur á mánuði. Þeir hafa þvi safnað skattaskuld upp á 200.000 til 250.000 krónur á ári. Ráðherrar núverandi rikisstjórnar hafa ekki greitt af þessum hlunnind- um hingað til þannig að þeir hafa einnig hlaðið upp skuld — nema að sjálfsögðu Jóhanna, sem hefur sama hátt og áður, og Sighvatur Björguinsson, sem lætur ráðuneyti sitt reka nýjan Volvó-bíl sinn eins og Steingrímur gerði. Sigurður Már Jónsson t

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.