Pressan - 31.10.1991, Síða 4

Pressan - 31.10.1991, Síða 4
Z^Ori D&y & A/8ght UR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 Skemmtilegir skór bæði á karla og konur í Cinderellu í Borgarkringlunni. Café %pmance Einn af þessum sérstæðu stöðum sem fáir vita um, en ef þú kemur þangað einu sinni liggur leiðin þangað aftur og aftur. Og það er alltaf eitthvað sem kemur manni á óvart; spilað á píanó, blásið í saxófón, nú svo er þetta líka tilvalinn staður til að skreppa á með viðhaldinu, sitja við arininn og horfast í augu, það er líka-í góðu lagi að fara með karlinn, þennan eina sanna, eða með stelpunum^ í saumaklúbbnum. Að minnsta kosti staður fyrir alla með toppþjónustu. Á Café Romance eitt afþessum kvöldum komu fram Rósa Ingólfs og Linda Pétursdóttir ésamt flokki fríðra kvenna og sýndu það nýjasta frá tískuversluninni SÉR. BORGARKRINGLAN Ein af þessum fáu hlýlegu og skemmtilegu verslunarmiðstöðvum. Þegar ég leit þar inn um daginn fann ég heila Simpson-fjölskyldu á gangi ræðandi við yngri kynslóðina. Einnig fann ég allsérstæða verslun er ber nafnið FIL A FIT og er ein sinnar tegundar hér á landi. Hún sérhæfir sig í skyrtum og slifsum í öllum stærðum, litum og gerðum fyrir bæði kynin. /j/ Brillering í blús lsHRÐIN0UR og ævintýri hans í Reykjavík Þetta var árið sem við Reimar dúxuðum, eins og sagt hefur verið frá í ítarlegu máli upp á síðkastið, lesandi minn, og ekki allt komið enn. En hvers vegna á líka að hætta góðum sögum? Er það ekki skylda sögumanns við skrásetjara og skrásetj- ara við lesendur að skemmta, halda glæðum í sögunni. Niður með svart- nættisþruglið! Mér hefur stundum komið til hugar hvers vegna við borgum himinhá afnotagjöld af út- varpi og sjónvarpi, er það til að sýna okkur fræðsluþætti sem allir eru á einn veg; heimurinn er að farast? Er það til að flytja okkur kvik- myndir í svarthvítu um sorg- ir og sifjaspell? Er það nú upplífgun í skammdeginu. Nei, höldum áfram með æv- intýri Reimars, sem er sama og ævisaga mín, það er ekki allt komið enn. Sem betur fer dreif eitt og annað á daga okkar þessa tvo daga sem við urðum að bíða þar til miðsvetrarpróf voru afhent. Reimar fór í prufu til Sturlunga, hljóm- sveitarinnar skæslegu sem fyrst hljómsveita varð síð- hærð í þá daga. Þetta gerðist á þeim tíma þegar Shadows voru að geispa golunni og Bítlarnir og Rolling Stones og Pretty Things og aðrar frábærar grúppur voru að taka yfir. Reimar var skikk- anlegur á gítar en hann var undarlega fastheldinn á gamla hluti í mússíkkinni. Hann var svo sjúklegur Shadows-aðdáandi að hann vildi ekki þetta nýja sánd. Annar var líka veikleiki hans í tónlist og lífi. Hann varð alls staðar að vera aðal- maðurinn. Ég held helst hann hafi talið að þeir i Sturl- ungum ætluðu sér að gera hann að hljómsveitarstjóra strax á fyrstu æfingunni. En Reimar var ekki einn um að kunna skil á mússíkk. Ég kunni ekki á eitt einasta hljóðfæri en ég gat sungið. Og ég var töluvert á undan minni samtíð, sem sést á því að ég var dágóður ræfla- rokkari með ekki ósvipaðan stíl og Johnny Rotten á þeim dögum þegar Johnny Rotten kúrði enn í vöggu, blautur og syfjaður, og beið eftir pel- anum frá mömmu sinni. Einn daginn, í sól og stór- kostlegri birtu, lét Reimar draga Kadilakkinn í gang og við ókum austur í bæ að hitta strákana í Sturlungum. Bílinn malaði eins og kol- svört gaddaskata eftir göt- unum. Reimar var alltaf að gefa honum inn og segja: — Finnurðu í honum tökurnar, Nasi? Er þetta ekki frábær vagn? Þeir í Sturlungum voru að opna bílskúrinn þar sem þeir æfðu þegar við Reimar renndum að með lágmælt- um V-8-drunum. Það var bú- ið að stilla upp hljóðfærun- um og þeir tjáðu sig fúsa til að hlusta á Reimar. Reimar upp á senu, greip einn gítar- inn og tók stórkostlegt sóló. Það var bara eitt í veginum. Þetta var Shadows út í gegn. — En þetta er Shadows- sound maður, sagði sá sem hafði orð fyrir Sturlungum. Hann hét Gústaf og var kall- aður Gubbi. Forljótt feitt kvikindi með sólskinsgult hár og rétt sást í rauðan þrút- inn nebba út úr öllu saman. — Geturðu ekki spilað dálít- ið grúví mússíkk? — Shadows eru nú helvíti góðir, sagði Reimar. — Þeir eru halló, sagði Gubbi hljómsveitarstjóri og stelpa sem var á staðnum flissaði. Reimar stokkroðn- aði. Hann þoldi illa þegar stelpur hlógu að honum. Nú fóru Sturlungar í gang. Þeir vildu sýna hvernig átti að fara að þessu. Þeir voru hrikalega góðir. Bílskúrinn nötraði og skalf, svo terpen- tínuflaska og málningardoll- ur sem stóðu á hillu upp við einn bárujárnsvegginn skulfu. Söngvarinn hafði ekki látið sjá sig og mússíkk- in sem var á döfinni var blús, lesandi góður, ósvikinn blús, hrár og harmþrunginn. Og þar sem ég var ættaður frá Afríku gat ég ekki stillt mig. Áður en ég vissi hafði ég stokkið upp á eplakassa, gripið mækinn og byrjað að tjá tilfinningar mínar. Ég söng um föður minn, sem ég saknaði svo mjög. Fyrsta lín- an sem ég grenjaði á ensku yfir bílskúrinn var þessi; My father's been away a long long time, ye-ah. En það þýðir; kominn er dagur og ár síðan ég hef séð kallinn hann pabba. Og allt í einu lifnaði lagið. Textinn kom af sjálfu sér, ég gólaði og grenj- aði lagið út í hljómleikahöll- ina eins og Van Morrison í tí- unda veldi og Sturlungar drundu að baki mér með öll- um þeim sorgmædda seið- andi hljómi sem blúsinn hef- ur upp á að bjóða, því ég var Afríkani og brúkaði ekki blúsinn til að bæta við sorgir mínar, ég var að syngja mig frá þeim, og þegar lagið var búið lá við að ég gæfi skít í föður minn, sem hafði ekki hirt um að hafa samband við mig síðan ég fæddist. Eg var tekinn í hljómsveit- ina á staðnum. Reimar var fjólublár af öfund og illsku. Hann mátti ekki mæla fyrr en við vorum komnir út í Kadilakk. Þá sagði hann: — Nasi, Nasi, Nasi, þetta urg var ekki söngur. — Shadows, ha! hló ég. Alla leiðina heim töluðum við ekki orð saman vegna tónlistarlees ágreinings. Ólafur Gunnarsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.