Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991
9
Ingjaldur Hannibalsson. Hann var forstjóri gamla Álafoss
og var annar höfunda útreikninganna sem notaöir voru
sem grundvöllur fyrir sameininguna.
Jón Sigurðarson. Fyrir sameiningu var hann forstjóri ull-
ariðnaðardeildarinnar. Hann er annar höfunda útreikn-
inganna sem notaðir voru sem grundvöllur sameiningar-
innar. Hann varð einnig fyrsti forstjóri hins nýja Álafoss.
allir þeir sem eiga kröfur á hendur
fyrirtækinu haft fyrir því að lýsa
kröfum í búið.
„Til hvers að lýsa kröfum? Það út-
heimtir bara vinnu og peninga og
það er vitað að ekkert fæst greitt. Þá
er betra að tapa því sem þegar er
tapað en vera að auka tapið og leið-
indin með því að vera að elta þetta
„kvikindi" sem Álafoss var,“ sagði
lögmaður í samtali við PRESSUNA.
ÁLAFOSSI GEFNAR
113 MILUÓNIR
Álafoss hefur oft notið stuðnings
hins opinberra, en það hefur aldeilis
ekki dugað. Fyrir einu og hálfi ári
beittu Steingrímur Hermannsson,
þáverandi forsætisráðherra, og Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra sér fyr-
ir aðstoð til handa fyrirtækinu. Rík-
isstjórn íslands samþykkti eftirtald-
ar aðgerðir:
Álafossi var endurgreiddur sölu-
skattur, 45 milljónir króna, 10 millj-
ónum var varið til „ullarátaks", 20
milijónir voru settar í markaðsátak í
formi víkjandi láns, þá voru 38 millj-
ónir gefnar, aftur í formi víkjandi
láns, og í þetta sinn til endurskipu-
lagningar á sölukerfi í Bandaríkjun-
um. Þá keypti ríkissjóður eignir Ála-
foss á Akureyri fyrir 75 milljónir
króna. Eignirnar voru keyptar á
markaðsverði.
Með þessu ákvað þáverandi ríkis-
stjórn að gefa Álafossi 113 milljónir
króna og kaupa eignir fyrir 75 millj-
ónir. Þess ber að geta að þessi fast-
eignakaup voru og eru mjög vafa-
söm og ljóst að ekki var verið að
hugsa um hag ríkissjóðs með kaup-
unum.
AÐDRAGANDI AÐ
STOFNUN ÁLAFOSS
Það var á vordögum 1986 að fyrst
var athugað með sameiningu gamla
Álafoss og ullariðnaðardeildarinn-
ar. Niðurstaða þess var sú að ekki
væri grundvöllur til sameiningar.
Það var síðan snemma árs 1987
sem Jón Sigurdarson, þáverandi
framkvæmdastjóri ullariðnaðar-
deildarinnar, og lngjaldur Hanni-
balsson, þáverandi forstjóri gamla
Álafoss, iögðu fram útreikninga um
að með sameiningu gæti fengist
talsverður ávinningur. Eftir það fóru
sameiningarviðræður af stað og voru
haldnir fjölmargir fundir árið 1987.
Bandaríska ráðgjafarfyrirtækið
Boston Consulting Group var fengið
til að meta framtíð ullariðnaðar á ís-
landi. Þá átti fyrirtækið einnig að
gera tillögur um með hvaða hætti
mætti treysta stöðu uljariðnaðar-
deildarinnar og gamla Álafoss.
Það var síðan í september sem
skýrsla bandaríska ráðgjafarfyrir-
tækisins var lögð fram. Niðurstöður
hennar voru þessar helstar: í fyrsta
lagi að ullariðnaðurinn ætti enga
framtíð fyrir sér hér án verulegra
skipulagsbreytinga. I öðru lagi að
sameining fyrirtækjanna tveggja
væri skynsamlegasta leiðin og í
þriðja lagi að sameining ásamt
markaðsátaki gæti tryggt framtíð
ullariðnaðar á Islandi.
SAMEININGIN BLASIR VIÐ
Það var í framhaldi af þessu sem
hjólin tóku að snúast af meiri krafti
en áður. Aðeins tveimur vikum eftir
að Bandaríkjamennirnir höfðu skil-
að áliti sínu var haldinn fundur í
Landsbankanum. Á fundinum voru
fulltrúar gamla Álafoss og bankans.
Af hálfu bankans mættu Helgi Bergs
og Gunnlaugur Kristjánsson.
Bankamönnunum var gerð grein
fyrir væntanlegri sameiningu. Við
sameiningu var gert ráð fyrir að eig-
endur fyrirtækjanna legðu fram
verulega aukið hlutafé. Lánveitend-
ur þeirra höfðu, þegar hér var kom-
ið, margbent á að slíkt væri nauð-
syn.
Það var um miðjan október 1987
að samkomulag um sameiningu var
undirritað. Undirbúningsstjórn og
nýr forstjóri, Jón Sigurðarson, tóku
til starfa í framhaldi af því.
Það var svo fyrsta desember sem
stofnfundur hins nýja fyrirtækis var
haldinn. í stofnsamningi er gert ráð
fyrir að framlag stofnenda sé 700
milljónir króna. 500 milljónir í
hlutafé og 200 milljónir í varasjóð.
BÓNARFERÐ í BANKANN
Hinn nýi ullarrisi var aðeins um
sex vikna þegar stjórnarformaður-
inn, SigurdurHelgason, og stjórnar-
formaður Framkvæmdasjóðs, Þórö-
urFridjónsson, gengu á fund banka-
stjóra Landsbankans, þeirra Helga
Bergs og Jónasar Haralz.
Eftir þann fund var þess farið á leit
við ríkissjóð að veitt yrði heimild til
að taka 200 milljónir króna að láni
erlendis og þau veð sem fyrirtækið
gat boðið yrðu könnuð, og það án
ábyrgðar forsvarsmanna Alafoss.
Nokkrum dögum síðar hittust eft-
irtaldir á fundi: Jón Sigurðsson ráð-
herra, Steingrímur Hermannsson,
Atli Freyr, Jónas Haralz, Björgvin
Vilmundarson, Sigurður Helgason,
Þórður Friðjónsson, Valur Arnþórs-
son, Gylfi Þ. Gíslason og Jón Sigurð-
arson. Jón Sigurðsson lagði fram til-
lögu, sem kölluð var þriðjungs-
lausn. Hún byggðist á því að hver
aðili, þ.e. Landsbankinn, SÍS og
Framkvæmdasjóður, legði fram 70
milljónir króna og Landsbankinn
tæki fyrirtækið þar með í viðskipti.
Þremur dögum síðar féllst banka-
stjórn Landsbankans á þriðjungs-
lausnina og þar með var Álafoss
kominn í viðskipti við Landsbank-
ann.
Eftir þetta var lítið gert þar til
seint um haustið árið 1988.
FJÁRHAGSLEG
ENDURSKIPULAGNING
Haustið 1988 var hafin vinna að
fjárhagslegri endurskipulagningu
Álafoss. Hugmyndin var að eftir-
taldir tækju þátt í verkinu: Iðnþró-
unarsjóður, Iðnlánasjóður, Byggða-
stofnun, Atvinnutryggingasjóður,
eigendur Álafoss, sveitarfélögin og
Landsbankinn.
Nokkru síðar bættust eftirtaldir
aðilar i hópinn sem vann að endur-
skipulagningunni: Ríkissjóður, SÍS,
Iðnaðarbankinn, Samvinnubank-
i.nn og Samvinnulífeyrissjóðurinn.
Niðurstaðan varð sú að ríkissjóð-
ur gaf fyrirtækinu 113 milljónir
króna, eins og getið er um fyrr í
greininni, og eigendurnir yfirtóku
viðskiptakröfur að fjárhæð 130
milljónir og leystu inn hlutabréf í ís-
lenskum markaði, 90 milljónir. Þá
var hlutafé aukið um 180 milljónir
króna og Framkvæmdasjóður
keypti verksmiðjuhúsið í Mosfells-
bæ á 264 milljónir.
Þrátt fyrir allt þetta er Álafoss
gjaldþrota og það er ekkert smá-
gjaldþrot; tvö þúsund og fimm
hundruð milljónir króna umfram
eignir.
ÖLL SUND LOKAST
Segja má að öll sund hafi ekki lok-
ast fyrr en eftir að skipt var um ríkis-
stjórn fyrrihluta síðasta sumars.
Davíd Oddsson gaf í skyn fljótlega
eftir að hann tók við forsætisráðu-
neytinu að Álafoss gæti ekki lengur
róið á mið ríkisins.
Sú varð raunin og þess vegna varð
stjórn fyrirtækisins að gefast upp og
óska eftir gjaldþroti. Þrátt fyrir að
marga hafi grunað hver staða fyrir-
tækisins var áttu fæstir von á að
gjaldþrotið yrði eins stórt og raun
varð á.
Að lokum skal minnt á að Álafoss
var aðeins tæplega fjögurra ára þeg-
ar reksturinn stöðvaðist.
Sigurjón Magnús Egilsson
*
I Suðurnesjafréttum í síðustu viku
er viðtal við Kristján Pétursson,
sem missti móður sína og bróður í
snjóflóðinu á Patreksfirði 1983. Þar
kemur fram að Kristjáni finnst þeir
sem eiga um sárt að binda eftir snjó-
flóðið hafa verið meðhöndlaðir sem
þriðja flokks fólk. Kristján er sér-
staklega ósáttur við bótaþáttinn.
Hann hefur nú ákveðið að leita til
dómstóla í von um að fá leiðréttingu
sinna mála. Kristján og fleiri hafa
þegar sótt um gjafsókn hjá dóms-
málaráðuneytinu ...
F
A lokkseigendafélag Svavars
Gestssonar og félaga á enn mikil
ítök í Alþýðubandalagsfélaginu i
Reykjavík. Það
mátti sjá á fundi fé-
lagsins í siðustu
viku, þar sem voru
mættir 50 manns. Á
fundinum voru
kosnir 60 fulltrúar á
landsfund, sem verð-
ur haldinn síðar í þessum mánuði.
50 af þeim 60 fulltrúum sem kosnir
voru tilheyra Svavarsarminum en
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður flokksins, náði aðeins 10 full-
trúum inn. Þetta er þó betri árangur
hjá Ólafi en í fyrra, en þá komst eng-
inn Ólafsmaður inn, ekki einu sinni
Guðrún Helgadóttir þingmaður.
Samt sem áður er ekki að sjá á þess-
ari kosningu að mikill sáttavilji riki
meðal félaga í Alþýðubandalaginu í
Reykjavík um deilurnar í flokkn-
um ...
M
lfleð auglýsingu Hollustu-
verndar um starfsleyfi til handa fyr-
irhugaðri fiskmjölsverksmiðju við
Örfirisey, sem liggur frammi til
kynningar til 25. nóvember, eru
nokkur fylgiskjöl. í auglýsingunni
er vísað í fimm fylgiskjöl en nú hafa
þrjú þeirra verið fjarlægð. Mun það
hafa verið ákvörðun stjórnar Holl-
ustuverndar að gera það og var Ól-
afi Péturssyni, forstöðumanni
Hollustuverndar, skipað að fjar-
lægja skjölin. I þessum þremur
horfnu fylgiskjölum komu fram
ýmsar upplýsingar sem ekki þóttu
beinlínis hvetja til þess að verk-
smiðjan fengi starfsleyfi. Þegar for-
vitnast var um hverju þetta sætti
fengust þau ein svör að í skjölunum
hefðu verið „leiðandi" upplýsing-
ar...
Jón Sigurðsson. Hann er meðal ann-
ars höfundur „þriðjungslausnarinn-
ar" sem samþykkt var í februar 1988
og getið er um í greininni.
Björgvin Vilmundarson. Hann er einn
af bankastjórum Landsbankans sem
samþykktu að taka Álafoss í við-
skipti.
Jónas Haralz. Hann átti einnig mik-
inn þátt í viðskiptum Landsbankans
og Álafoss.
Davíð Oddsson. Það var fyrst og
fremst hann sem ákvað að ekki vrði
veitt frekari aðstoð til að halda Ala-
fossi gangandi.
F
i-lkki liggur þeim á í HSI að til-
kynna að sambandið sé hætt við að
halda heimsmeistarakeppnina í
handknattleik. í
raun rennur frestur-
inn út nú um ára-
mót, því þá þurfa
framkvæmdir við
húsið að hefjast ef á
að takast að byggja
það á tilsettum tíma.
Ef svo heldur fram sem horfir og HSÍ
getur ekki haldið keppnina verður
Jón Hjaltalín Magnússon eða eft-
irmaður hans að tilkynna það á IHF-
fundi sem haldinn verður í tengslum
við Ólympíuleikana í Barcelóna á
Spáni næsta haust. HSÍ þarf líklega
ekki að greiða sektir ef formleg til-
kynning kemur í tíma ...