Pressan


Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 12

Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31.0KTÓBER 1991 x V okkuð víst er talið að Reykja- víkurborg taki ekki við hlutverki Kópavogs og byggi handboltahöll fyrir heimsmeistara- keppnina 1995. Fyr- ir liggur að í Reykja- vík eru aðrar íþróttahúsbyggingar framar á fprgangs- listanum. í Árbæjar- hverfi bráðvantar íþróttahús, bæði fyrir Árbæjarskóla og eins fyrir Fylki. Þá eru KR-ingar að huga að byggingu íþróttahúss. Talsvert hefur verið rætt um hvar KR-ingar koma niður nýju íþrótta- húsi. Nú er mest rætt um að rífa braggann, þ.e. gamla íþróttahúsið, og byggja stórt íþróttahús þar sem bragginn er nú. Ef af verður ætla KR-ingar að byggja hús sem tekur 1.500 til 2.000 áhorfendur. Markús Orn Antonsson og aðrir þeir sem stjórna Reykjavíkurborg finna þrýstinginn vegna þessara tveggja húsa og geta varla samþykkt að byggja stóru höllina á undan þess- um tveimur húsum ... jVI 1T Aikil olga er meðal foreldra við Austurbæjarbarnaskólann vegna skólatannlæknisins. Hefur ítrekað verið kvartað yfir honum án þess að skóla- eða heilbrigðisyfirvöld hafi hreyft sig vegna þess. Er þetta tilfelli reyndar talið dæmigert fyrir þá óstjórn sem ríkir í skólatanniækn- ingum ... M xTAiklar vangaveltur eru nú um það hverjum er ætlað að taka að sér að ritstýra hinu nýja dagblaði sem hefur verið boðað. Annars staðar í blað- inu er þess getið að Stefán Jón Haf- stein sé óskamaður sumra, en einnig mun hafa verið rætt við Einar Karl Haf- aldsson, fyrrverandi ritstjóra Þjóð- viljans og síðar ritstjóra Nordisk Kontakt. Einar hefur ekki gefið nein svör ennþá . . . M ATAisjöfn eru mannanna verk. Þegar framkvæmdir við Horna- fjarðarós voru boðnar út reyndist fyrirtæki Gunnars I. Birgissonar, Gunnar og Guð- mundur, vera með lægsta tilboðið. Hag- virki, undir stjórn Jóhanns G. Berg- þórssonar, gerði hins vegar öðruvísi tilboð sem var einhverju lægra en tilboð Gunnars og Guðmundar. Úr varð að tilboði Hagvirkis var tekið. Síðar kom í ljós að ekki var hægt að vinna verkið eins og Hagvirki ætlaði og því varð að fara sömu leið og upphaflega hafði verið ákveðið. Þess vegna varð að greiða Ha gvirki sjö milljónir króna til viðbótar. Þar með var til- boð Hagvirkis orðið talsverðu hærra en tilboð Gunnars og Guð- mundar . . . Undanfarið hefur verið nokkur umræða í Þjóðarsálinni um málefni Sophiu Guðrúnar Hansen og dætra hennar, sem er haldið úti í Tyrk- landi. íslensk yfir- völd virðast vera ráðalaus, en nú er að verða eitt og hálft ár síðan stúlkurnar, sem eru íslenskir ríkisborgarar, voru fluttar úr landi. Hvorki dómsmálaráðuneytið né ut- anríkisráðuneytið hafa haft neina burði til þess að hreyfa við málinu þannig að niðurstaða fáist. Má sem dæmi taka að sá starfsmaður utan- ríkisráðuneytisins sem annaðist málið í upphafi fór snemma á árinu til starfa erlendis . . . N x T u um skeið hefur verið hægt að fylgjast áskrifendasöfnun Þjóð- viljans, þar sem tilkynnt var að tak- markið væri að fá 2.000 áskrifendur. Var ráðinn sérstakur starfsmaður í átakið, enginn annar en Guðrún Ágústs- dóttir borgarstjórn- arfulltrúi. Nú er eins og hafi fjarað undan söfnuninni síð- an ákveðið var að stofna nýtt dag- blað. Hins vegar er ekki vitað hvort þeir 1.500 áskrifendursemnúþegar hafa fengist verða framvísanlegir inn í hið nýja blað ... F i_Jkkert bólar a atta manaða upp- gjöri bæjarsjóðs Kópavogs. Fjár- hagsáætlun bæjarins hefur heldur ekki verið endur- skoðuð, sem sam- kvæmt sveitar- stjórnarlögum ber að gera. Þrátt fyrir það bólar ekkert á slíkri endurskoðun í sveitarfélagi þeirra Gunnars I. Birgissonar og Sig- urðar Geirdal. . . v ▼ erið er að leggja síðustu hönd á Stangveiðiárbókina undir ritstjórn Gunnars Bender og Guðmundar Guðjónssonar. Þeir eru báðir reyndir blaðamenn, vinna á DV og Mogganum. Til þessa hefur Fróði gefið bókina út en nú er það ísafold sem sér um útgáfuna. í bókinni verða um 150 ljósmyndir og um 500 veiðimanna er getið. Þetta er eina bókin um þetta efni sem kemur út fyrir þessi jól, en í fyrra voru þær fjórar... Viðbótarsaeti um ril Kanaríeyja »íólin og í jan á ó trúlegu verði Jólaferð 19. des..................................2 vikur 60 viðbótarsæti 2. janúar........................................3 vikur 38 viðbótarsæti 9. janúar 3 vikur........................uppselt 23. janúar 3 vikur..................12 sæti laus Brottfarir í febrúar og mars.........laus sæti *Verð innifelur flug, gistingu, ferðir til og frá flugvelli erlendis [ t ffi U I U I & Q T S I! I U og íslenska fararstjórn. Ekki eru innifalin fiugvallarskattur á íslandi og á Spáni og forfallagjald. _y* Austurslræli IJ„ Reykfotiik, símr; (fU622 011 ttl 1100 Verð frá kr. 39.800,- Hjón með 2 börn, 2—11 ára. Playa Flor, 2. janúar. Verð frá kr. 56.900,- Hjón með 2 börn, 2—11 ára. Playa Flor, 19. desember. Verð frá kr. 72.200,- Tveir í íbúð, 19. desember.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.