Pressan


Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 18

Pressan - 31.10.1991, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 31. OKTÓBER 1991 JJNDIR OXINNI Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra — Er ekki erfitt fyrir stjórnmálamann sem boðar frelsi at- vinnulífsins og sam- keppni að setja slik höft? „Nei, það er ekki verið að setja höft. Það er verið að setja almennar reglur sem miða að því að ná meiri nýtingu og meiri gæðum. Allir sem uppfylla þær kröfur geta gert út slík skip." — Þetta er tak- markandi frá því ástandi sem nú er? „Menn þurfa að uppfylla strangari kröfur — það er rétt. Menn þurfa að tryggja betri nýtingu og meðferð afla um borð í þessum skip- um? — Hefur þá veriö brotalöm á nýtingu skipanna hingað til? „Að mínu mati, já." — Finnst þér ekki frekar hlutverk stjórnvalda að setja almennar leikreglur en banna ákveðin at- vinnutæki? „Það er það sem við erum að gera." — En þarf að tak- marka þennan hóp? „Það þarf að setja almennar reglur um það hvernig farið er með fisk um borð og hvernig hann er nýtt- ur. — En má ekki mæla gæði þessarar starfsemi í verðmæti afurðanna, sem hefur verið mikið hingað til? „Við höfum hvar- vetna fengið hátt verð fyrir fiskinn. Þetta er spurning um að tryggja gæði og meiri og betrí nýt- ingu." — Munu einhver önnur bönn fylgja í kjölfarið? „Við erum að setja almennar reglur og það er kjarninn í þessu, auk þess sem aðstaðan á milli vinnslu í landi og á sjó er jöfnuð." — Er krafan um þetta komin frá þeim sem vinna afla i landi? „Nei, þetta er alfar- ið komið frá mér." Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur boðað lagasetn- ingu um aukna nýtingu frysti- skipa, sem mun hefta fjölgun þeirra. Þetta gerist þrátt fyrir að þau skili mestu aflaverðmæti fiskiskipaflotans i dag. Sveinbjörn Björnsson háskólarektor ,,Það sem mér líkadi ekki vid þetta blad er ad undir dreifibréfinu stendur; rneð bestu kveðju Hóskóli íslands. Það hefur enginn umbod til aö nota nafn Háskólans ann- ar en yfirstjórn hans. Stúd- entafélög mega ekki senda bréfí nafni Háskólans,“ sagdi Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor. Röskva, félag félagshyggju- fólks í Háskólanum, gaf í sumar út blað sem dreift var á hvert heimili í landinu. Þeg- ar verið var að safna auglýs- ingum í blaðið var það kynnt sem hátíðarblað í tilefni 80 ára afmælis Háskóla íslands. I bréfinu segir meðal ann- ars: ,,í samráði við háskólayf- irvöld var ákveðið að ef hagnaður yrði af útgáfu blaðsins mundi hann renna óskiptur til sjóðs sem hefur það að markmiði að bæta að- stöðu fatlaðra námsmanna við skólann. Umsjón með sjóðnum hefur Háskólarekt- or.“ Umræddur sjóður hefur ekki verið stofnaður. „Þetta gerðist í sumar þeg- ar Sigmundur var rektor. Ég hef þetta blað hér og á eftir að spyrja forystumenn Röskvu nánar um þetta. Ég hef enga ástæðu til að halda annað en þetta með sjóðinn sé eins og það er sagt. Þetta blað kom út seint á sumar- mánuðum en söfnunin fór fram eitthvað fyrr. Ef Háskól- Sveinbjörn Björnsson háskölarektor. Hann segist þurfa að upp- lýsa blaðaútgáfuna. Honum líkaði ekki að Röskva skyldi nota nafn Háskólans við söfnun auglýsinga. inn á að hafa umsjón með sjóðum þá eru þeim settar reglugerðir." I bréfinu segir að háskóla- rektor hafi umsjón með sjóðnum. ,,Ég get ekki svarað núna hvað þau hafa samið um við Sigmund. Hann er í Dan- mörku og ég get leitað eftir upplýsingum um þetta. Ég þarf hvort eð er að upplýsa þetta fyrir mig,“ sagði Svein- björn Björnsson háskólarekt- or. í bréfi Röskvu segir meðal annars að blaðinu sé ætlað að kynna Háskólann og tengja hann betur fólkinu í landinu. Blaðið er 24 síður og í því er mikið af auglýsingum. Kópavogur Skerða akstur með fatlaða Hrafn Sæmundsson hjá Fé- lagsmálastofnun Kópavogs. Hann segir ferðaþjónustuna vera fötluðum lífsnauðsyn- lega en því miður hafi þurft að grípa til niðurskurðar. Þeim íbúum í Kópavogi sem hafa notið ferdaþjónustu fyrir fatlada hefur verid sent bréf þar sem tilkynnt er að þjónustan veröi skert veru- lega um nœstu mánaöamót. Til þessa hefur verið hœgt að fá ökuþjónustu alla daga til klukkan ellefu að kvöldi og eins um helgar. Meö breyting- unni verður akstri hœtt klukkan fimm á daginn og ekkert ekið um helgar. „Þetta kemur sér mjög illa. Ég er til dæmis ekki búin í skólanum fyrir en um klukk- an sjö. Eins hef ég talað við fleiri sem ýmist eru í skóla eða vinnu lengur en til klukk- an fimm á daginn. Mér brá mjög þegar ég las bréfið frá þeirn," sagði fötluð kona í Kópavogi. I bréfinu segir að þar sem fjárveiting til þessa mála- flokks sé búin hafi bæjaryfir- völd ekki annað ráð en draga úr þjónustunni. Þá segir einn- ig í bréfinu að um næstu ára- mót verði öll þessi þjónusta endurskoðuð en ekki með hvaða hætti eða til hvers. í bréfinu, sem félagsmála- stjórinn í Kópavogi, Aðal- steinn Sigfússon, skrifaði undir, stendur einnig að reynt verði að halda uppi nauðsyn- legustu þjónustu. í lok bréfs- ins segir að yfirvöldum þyki leitt að þurfa að grípa til þess- ara aðgerða en hjá þeim verði ekki komist. „Okkur er skýrt uppálagt að vera innan ramma fjár- hagsáætlunar. Við vitum að þessu fólki er lífsnauðsynlegt að hafa þessa þjónustu. Við áttum engra kosta völ,“ sagði Hrafn Sœmundsson hjá Fé- lagsmálastofnun Kópavogs. Hrafn sagði að búið væri að senda annað bréf þar sem skýrt er tekið fram að þeir sem þessarar þjónustu njóta geti fengið hana eins og hing- að til, fyrir klukkan fimm á daginn alla virka daga. Alls var ætlað að verja 4,1 milljón króna til þessa verks á árinu. Þeir peningar eru bún- ir og samningum við verk- taka hefur verið sagt upp frá og með næstu áramótum. Hrafn sagðist vonast til að þjónustan yrði komin í samt lag aftur um áramót. Hjálmar Helgi Ragnarsson tónskáld var kjörinn forseti Bandalags islenskra listamanna um siðustu helgi. „Hann Hjálmar hefur dásamlega kyntöfra ekki síður en pabbi hans, hann Ragnar á Isafirði. Og þetta sem ég vil kalla kyntöfra speglast í list hans (saman unnum við sem leikstjóri og tón- skáld í Þjóðleikhúsi) og líka í hinu veraldlega puði (sem ég þekki á tíma mínum sem forseti BÍL og hann með mér í stjórn)," segir Brynja Benediktsdóttir leikstjóri. „Hjálmar er mjög sanngjarn og heiðarlegur. Hann er fluggáfaður. Hann á ofsalega flott bindi. Hjálmar finnur mjög gjarnan nýjan flöt á málum og er afar frumlegur i hugsun. Hann segir brandara," segir Karólína Eiríksdóttir tónskáld. „Hjálmar er að mínum dómi stórbrotið tónskáld sem vill brjóta upp gamlar hefðir. Hann er mjög Ijúfur og skemmti- legur við samvinnu og það er mjög gaman að vinna með honum. Sem tónskáld er hann á ein- hvern hátt skyldur Jóni Leifs," segir Halldór Vilhelmsson söngvari. „Hjálmar var fjörugur og kraftmikill strákur án þess þó að vera bald- inn. Hann tók virkan þátt í félagsstarfi og var sí- spilandi, á kvöldvökum og samkomum eins og í skátafélaginu, í tónlistarskólanum og víðar. Hjálmar er bráðgáfaður og vel menntaður tón- listarmaður og ég hef ekki starfað með skemmtilegri kórstjóra. Hann er ákveðinn og strangur en þó glaðiyndur. Enda er maðurinn einstaklega geðgóðurj' segir Gunnlaugur Jónasson, bóksali á ísafirði. Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og forseti Bandalags íslenskra listamanna „Hann er of almennilegur við fólk sem á það ekki skiiið," segir Brynja Benediktsdóttir. „Hann segir stundum vonda brandara," seg- ir Karólina Eiriksdóttir. „Hann er nokkuð mis- kunnarlaus við raddir (þ.e. hvernig hann skrifar fyrir raddir). Hann er kröfuharður, gefur ekki eftir sinn hlut og það ætti enginn að ráðleggja honum neitt. Hann fer sínar eigin leiðir," segir Halldór Vilhelmsson. „Stærsti ókosturinn við Hjálmar frá mínu sjónarhorni er hvað hann hefur starfað fá ár hér í bænum, en úr því má bæta. Hjálmar er ekki góður söngvari. Ég reyndi einu sinni að láta hann syngja í kvartett en það var vonlaust," segir Gunnlaugur Jónasson.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.