Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 Á L I T PRIÐRIK Þ Ó R FRIÐRIKSSON Eru frystihús að verða úrelt? gerði kvikmyndina „Börn náttúrunnar", sem tilnefnd hefur verið til Óskarsverðlauna. Árangurinn hefur orðið íslenskri kvikmyndagerð lyftistöng en kynningin ytra er eftir, og hún getur haft úrslitaáhrif um áframhaldandi velgengni myndarinnar. Friðrik telur framlög til kvikmyndagerðar ónóg og úlfúð meðal kvikmyndagerðarmanna megi rekja til ljónagryfjunnar sem þeim er hent út í. Hann stefnir að því að gera myndir sem hrífa fólk með sér. Telma L. Tómasson AÐ SKERA NIÐUR HÚS „Það er siðlaust að skera niður fjárframlag til Þjóð- leikhússins. eins siölaust og að koma inn á heimili manns og láta höggva eitt herbergi af húsinu hans - af þvf hann eigi ekki skilið svo mörg herbergi. jafnvel þótt hann hafi unnið fyrir þeim öllum og sé tilbúinn til að borga viðhald af þeim á meðan hann lifir.“ Súsanna Svavarsdóttir í grein í Morgunblaðinu. Ólafur Arnarson, aðstoð- armaður menntamálaráð- herra: „Það er siðlaust að reka ríkissjóð með 13 millj- arða halla eins og síðasta rík- isstjóm gerði. Þjóðleikhúsið er skorið niður. eins og aðrir útgjaldaliðir ríkisins, til að reyna að halda útgjöldum ríkisins innan ramma fjár- laga. Þegar taka þarf á jafn- erftðum fjárhagsvanda og ríkissjóður á núna við að etja verða allir að láta eitthvað á móti sér, - líka Þjóðleikhús- ið. Það er siðleysi að halda því fram að einhverjireigi að vcra stikkfrí þegar tekið er á svo stórum vanda.“ KLIPPA DAVÍÐ „Hann á að fara í klipp- ingu. Hann er til skammar með þennan lubba.“ Ónefnd kona um Davið Oddsson forsætisráðherra í Þjóðarsál Rásar2. Biggi hjá Jóa og félögum: „Ég er alveg á því að hann eigi að fara í klippingu. Það ætti að setja svolítinn raka. djúpnæringu. í hárið á honunt og róa hann svolítið niður karlinn.“ MISVÆGI í EVRÓVISJÓN „Mig langar til að koma á framfæri vanþóknun minni á því sem ég veit að er orðið nokkuð almennt hér á landi, þ.e. misvægi milli landshluta í hvert skipti og verið er að kjósa um eitthvað. Nýjasta dæmið var í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þá vógu atkvæði landsbyggðarmanna jafn mikið og þau á þéttbýlis- svæðunum." BÁ í lesendadálki DV. Sigmundur Örn Arngrímsson, varadag- skrárstjóri Sjónvarps: „Við höfum gert okkur grein fyrir því að um er að ræða visst misvægi milli landshluta. Við höfum ekki lagt í að hafa forgöngu um að breyta þessu misvægi. en það kemur fram víðar. til dæmis í kosningum til Alþingis. Málið hefur oft komið til umræðu og einn liður í því að reyna að leiðrétta þetta misvægi hefur verið sú ákvörðun okkar að hafa þessa níundu dómnefnd sem skipuð er fagfólki. sem hefur í flestum tilvikum verið búsett á þéttbýlissvæðunum hér á suð-vesturhominu.“ Meðal þess sem við íslendingar þurfum að velta fyrir okk- ur í framtíðinni er framleiðsluaðferðir og hvemig sölu á ferskum og frystum fiski skuli háttað. Frystihúsin eru of mörg og eiga í samkeppni við frystitogara á sama tfma og samgöngur fara síbatnandi og eftirspum eftir ferskum fiski eykst. 200.000.000 kr. duga til að sögueyjan standi undir nafni Ertu búiwi að vekja nýjan metnað hjá íslenskum k\’ik- myndagerðarmönnum ? „Við höfum alltaf haft metn- að, en getum nú sagt að með þessu hafi ákveðnum áfanga verið náð. Nú getum við mælt árangurinn, en hann kemur að öllum líkindum einnig fram f aúknum straumi ferðamanna til landsins og gjaldeyristekjur aukast væntanlega samfara því.“ Getur kynning myndarinnar haft úrslitaáhrif á velgengni hennar ytra? „Við erum núna að reyna að ná samningum við amerískt fyrirtæki og þeir taka þessi mál þá að mestu yfir. Þetta fyrir- tæki sá um þrjár síðustu Ösk- arsverðlaunamyndir og þeir vilja vinna með okkar. Ríkis- stjómir viðkomandi landa hafa hins vegar alltaf lagt kynning- arstarfseminni lið og ekki hægt að semja við þá fyrr en eitt- hvað liggur fyrir í þeim efnum hér. Ég á sjálfur ekki fjármagn til að standa í svona kynning- arstarfsemi, en hún kostar tugi milljóna króna. Það þarf að koma „Bömunum“ á framfæri ef við eigum að eiga einhvem séns þama úti. Það getur haft úrslitaáhrif um vinningslíkur myndarinnar hvemig staðið er að kynningu, því það em 5.000 manns sem þarf að hafa áhrif á, en það em þeir dómnefndar- menn sem akademían hefur á að skipa. Þetta er fmmskógur sem ég hef lítið vit á.“ Heldurðu að viðhorf stjórn- valda til kvikmyndagerðar breytist? „Ég vona það. Öll þessi úl- fúð milli kvikmyndagerðar- manna og samtakaleysi er allt sprottið upp úr því að okkur er AUMINGI EÐA RAGGEIT „Hetjuímyndinni er fljót- lega komið inn í koll hans og ber honum strax á þroska- ámnum að sýna kjark og taka á sig hvers konar áskomn kynbræðra sinna vilji hann sanna karlmennskuna, jafn- vel þótt það kosti hann meiðsli eða fötlun. Ef hann tekur ekki áskomninni er hann álitinn aumingi eða raggeit." Úr grein í Morgunblaðinu um vanda nútímakarlmanna Magnús Ver Magnússon, sterkasti maður heims: „Það er alltaf áskomn; í strákahóp vill eneinn vera eftirbátur hinna. I raun er þó engin skömm að því þótt ein- hver geti ekki stokkið jafn- langt og hinir, til dæmis, því engir tveir em eins - hvorki líkamlega né andlega. Sami maður gæti seinna unnið alla við taflborðið og borið þar af öðmm.“ FAGNA TAPINU „Ég hef orðið vitni að því hent út í ljónagryfju þar sem allt of h'tið er um peninga. Við væmm ekki að gera kvikmyndir ef það væm ekki erlendir aðilar sem settu peninga helming og oft meira í íslenska kvikmyndagerð. Við þá stefnu miss- um við alltaf meira og meira forræði yf- ir myndunum okkar og það tel ég mjög slæmt." Hversu há fram- lög myndu, að þínu ntati, duga k\’ik- myndagerðinni í dag? „200 milljónir væm nóg í þessari stöðu. Þá gætum við aukið kvik- myndaframleiðslu okkar og myndað ákveðna sérstöðu. Við gætum gert 5-10 myndir með það fjármagn, sem væri alveg nóg til að allir sem em starfandi gætu sannað sig eða tekið þátt í því að sögu- eyjan stæði undir nafni." En er réttlœtan- legt að allttr þessi peningur sé settur í kvikmyndagerð? ,Já, ef við ætlum að vera sjálfstæð þjóð. þá verður að gera myndir með reisn. Hins vegar er spuming um það hvers lags myndir við emm að gera, en ég vil að við gemm myndir þar sem við keppum á jafnréttis- gmndvelli. Við getum ekki verið að apa eftir hinum og alls ekki því sem best er gert í Hollywood. Annað svar við þessu væri það að gera ennþá ódýrari myndir, einfaldari.“ Felst velgengni þá ekki líka í réttum Intgmyndum? Jú. og líka í stíl. Sti'll ís- lenskra mynda er mjög mis- jafn. bæði hafa góðir húmo- ristar gert kvikmyndir en eins hafa þær verið mjög sjónræn- ar. Það er það skemmtilega við þær. Minn stíll er mjög ein- faldur og myndirnar fremur ólíkar. Ég er því ekki kominn niður á það sem ég ætla að gera.“ Hvað œtlarðu að gera? „Ég ætla að gera myndir sem hrífa fólk með sér.“ Ertu með eittlivað í bigerð? „Ég er að hefja samvinnu við bandaríska kvikmynda- framleiðandann Jim Stark. sem meðal annars framleiddi „Mvsterv Train". Mvndin heit- ir „Cold Fever" og japanskur leikari fer með aðalhlutverkið. „Óskarinn" kemur þama óvænt inn í og því fer þessi mynd ekki á koppinn fyrr en í maí. Síðan er ég með tvö hand- rit tilbúin. Annað er eftir Einar Kárason. byggt á „Djöflaeyj- unni". en hitt heitir „Bíódag- ar". er eftir Einar Má Guð- mundsson og mig. og er æsku- minningar. Bíódagar tengjast Bömum náttúmnnar mjög mikið og verða i' svipuðum stíl. Myndimar em teknar á sömu slóðum og persónumar skyldar. Það hefði ef til vill verið rökréttara að fara í þessar myndir á undan. þótt ég sé mjög ánægður með að fara í japönskukvikmyndina." að fslenskir íþróttamenn í hópíþrótt hafa grátið af von- brigðum eftir tap í landsleik og verið algjörlega miður sfn. Þeir komu ekki hlæjandi inn í búningsklefann eftir leiklnn og þeir fögnuðu ekki tapinu. Þar var alvara á ferðum. Af þeim íþróttamönnum mættu skíðamenn okkar mikið læra.“ Stefán Kristjánsson, íþróttafréttamaður DV, hundóánægður með árangur (slendinga á Vetrarólympíuleikunum. Sigurður Einarsson, for- maður Skíðasambands ís- lands: „Mér finnst þetta ósmekklegt og ekkert annað.“ GUNNAR RAGNAfiS FORSTJÓRI ÚTGERÐARFÉLAGS AKUREYRINGA HF. „Ég svara þessu með einu orði og það er nei. Það hefur ekki enn fundist betri aðferð til að geyma fisk en að hraðfrysta hann. Þetta er ekki spumingin um annaðhvort frystitogara eða frystihús, heldur bara bæði og. Það er ekki annað dautt og hitt lif- andi.“ rr ÞRÖSTUR ÓLAFSSON AÐSTOÐARMAÐUR UTANRÍKISRÁÐHERRA „Frystihús em úrelt í núverandi mynd, en með breytingum geta þau orðið samkeppniShæf. Staðreyndin er sú að ef borin er saman vinnslá við frystihús í Evrópubandalaginu annars vegar og frystitogurum hins vegar, sem er ekki annað en frystihús úti á sjó, þá stenst venjulegt íslenskt frystihús ekki þá samkeppni. Til að það geti orðið þarf vinnslutíminn að breytast, það þurfa að komast á vaktir og vinnslumagnið þarf að aukast." 4,r HERBERT GUÐMUNDSSON FÉLAGSMÁLASTJÓRI VERSLUNARRÁÐS fSLANDS „Frystihúsin eru alls ekki að verða úrelt, En hins vegar eru þau allt of mörg og kannski ekki nægilega tæknilega undir það búin að takast á við frekari fullvinnslu fisksins, til dæmis til þess að selja hann í neytendapakkningum. Þessi þróun tnun skipta sköpum fyrir okkur, ef við eigum ekki að selja flskjnn í enn meira mæli óunninn úr landi.“ if SVANFRfÐUR JÓNASDÓTTIR AÐSTOÐARMAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA 4.4. Já, þau eru að verða úrelt í þeirri mynd som við höfum þekkt þau fram til þessa dags. Það sem á eftir að breytast, og er að breytast, er fyrst og fremst samgöngumar og því auðveld- ara að flytja ferskan mat á markað. Neytendur vilja borga betur fyrir ferskt en fryst. Frysting er jú bara geymsluaðferð og ef við þurfum ekki að geyma fiskinn þá úreldast að sjálfsögðu frysti- hús. Ég tel þróunina jákvæða og þarfa. Ég er aftur á móti hrædd við íhaldssemi SH og Sambandsins. Ef frystihús í óbreyttri mynd eiga sér lengri lífdaga á íslandi er það vegna íhaldssemi þessara aðilá og væntanlega á ábyrgð þeirra.“ mm ÞORSTEINN VILHELMSSON SKIPSTJÓRI rr „Nei, ég held þau séu ekki að verða úrelt. Aftur á móti hefðu þau kannski orðið úrelt ef frysti- togarar hefðu ekki komið til sögunnar og veitt samkeppni og aðhald. Frystihúsin hafa tekið sig mikið á. Ég held að í framtíðinni verði frystihús og frystitogarar góð í bland og veiti hvort öðru gott að- hald.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.