Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27.FEBRÚAR 1992
Lífeyrissjóður verslunarmanna
KOSNINGAR
í FYRSIA SINN
í SÖGUNNI
Atök um fulltrúa bæði atvinnurekenda og launþega
M E N N
Heimir Steinsson
Charles Bronson
í hefndarhug
Lengi skal manninn reyna.
Sjálfsagt hafa allir haldið að
Heimir Steinsson væri sauð-
meinlaust grey. Flestir hafa
meira að segja talið að hann
hafi verið gerður að útvarps-
stjóra einmitt vegna þessa; að
hann væri sauðmeinlaust grey.
Hann er nefnilega svipaður
mörgum öðrum menningar-
lega sinnuðum mönnum með
fræðilegu ívafi sem hafa kom-
Heimir er nefni-
lega eins og
Charles Bronson.
Þessir menn geta
litið út fyrir að
vera sauðmein-
lausir; Ijúfir
heimilisfeður og
góðir grannar.
Allt þar til ein-
hver illmenni
gera þeirra nán-
ustu eitthvað illt.
Þá snúast þeir til
varnar og guð
verndi þá sem
verða fyrir hefnd
þeirra.
ist til mikilla metorða. Þannig
vill þjóðin hafa forsetann,
þannig vill hún hafa útvarps-
stjórann og þannig vill hún
hafa að minnsta kosti einn ráð-
herra í hverri ríkisstjóm. Þetta
síðasttalda hefur hins vegar
sjaldan fengist og ekki síðan
Bjami Guðnason felldi ríkis-
stjómina og Magnús Torfi
missti ráðherrastólinn.
Þannig munum við eftir
Heimi og þannig hefur Ólafuf
G. Einarsson sjálfsagt líka
munað eftir honum þegar hann
skipaði hann í stöðu útyarps-
stjóra. Standandi uppi á barmi
Almannagjár, fom, eins og
hluti af sögu staðarins. Að
minnsta kosti eins og hluti
þeirrar sögu sem viljum halda
á lofti; einskonar vatnslita-
sögu, þar sem allt er dregið pa-
stellitum; bæði skraútklæðin
og blóðið.
En þetta var bara nnur hliðirt
á Heimi. Hina hliðina kynnti
hann þjóðinni í fyrri viku.
Heimir er nefnilega eins og
Charles Bronson. Þessir menn
geta litið út fyrir að vera sauð-
meinlausir; Ijúfir heimilisfeð-
ur og góðir grannar. Allt þar til
einhver illmenni gera þeirrá
nánustu eitthvað illt. Þá snúast
þeir til vamar og guð vemdi þá
sem verða fyrir hcfnd þeirra.
Heimir sat undir því þegar
þjóðin hló að honum og gerði
grín. Hann sat fyrir framan
sjónvarpsskjáinn og sá mis-
góða gamanleikara apa eftlr
sér. Hann opnaði blöðin og sá
skopmyndir af sér í fáránleg-
ustu stellingum og furðuleg-
ustu kringumstæðum.
Hann heyrði um sig grín f
útvarpinu. Eri ekkert af þessu
hafði nein áhrif á Heimi, ekki
frekar en það hcfði haft áhrif á
félaga hans Bronson.
En þegar Heimir taldi að
háðið, skopið og grínið beind-
ist gegn eiginkonu sinni varð
hann trylltur. Hann hótaði
Stöðvar 2- mönnum blóðsút-
hellingum (en þar mun grínið
hafa birst). Hann benti þeim á
að í gamla daga hefði verið
hefnt fyrir níð með blóði og
enginn vill efast um að Heimir
hafi rétt fyrir sér um það sem
gerðist í gamla daga. Hann
spáði því að stutt væri í að
venjulegir borgarar tækju lög-
in í sínar hendur og færu að
ráði forfeðra sinna. Hann
spáði því að upp risi Charles
Bronson í hefndarhug; Death
Wish 5.
ÁS
Nú um mánaðamótin eiga
að verða stjómarskipti í Líf-
eyrissjóði verslunarmanna.
Enn er þó óleyst deila Félags
íslenskra stórkaupmanna (FÍS)
Og VerslunatTáðsins um hver
elgi að vera fulltníi FÍS í hinni
nýju Stjóm og að óbreyttu
stefnir f kosningar um stjóm
sjóðsins í fyrsta sinn f sögu
hans.
Fulltrúi FÍS í stjóm lífeyris-
sjóðsins hefur verið Jóhann J,
Ólafsson, sem einnig er fráfar-
andi formaður Verslunarráðs-
ins. Eins og greint hefur verið
frá ákvað stjóm FÍS að skipta
um fulltrúa sinn í stjóminni og
tilnefna í Jóhanns stað Birgi
Rafn Jónsson, formann FÍS.
Þetta vildi Verslunarráð ekki
Jóhann J. Ólafsson. Skipt
út úr stjórn lífeyrissjóðslns.
Felldur úr stjórn Verslunar-
rððs.
sætta sig við og ritaði stjóm
sjóðsins bréf þar sem spurst
var fyrir um hvemig haga ætti
kosningum til stjómarinnar, ef
samkomulag tækist ekki. Sam-
kvæmt upplýsingum PRESS-
UNNAR ætlar hvorugur aðil-
inn að gefa eftir í málinu og
samningaumleitanir hafa ekki
borið árangur, þrátt fyrir yfir-
lýstan vilja nýrrar stjómar
Verslunarráðs til að ná sam-
komulagi. Verslunarráðið hef-
ur frest til morguns til að til-
kynna stjóm sjóðsins hvort
samkomulag hafi tekist og
frest til tíunda mars til að til-
kynna nöfn frambjóðenda
sinna í væntanlegu stjómar-
kjöri.
í tengslum við þessar deilur
Birgir Rafn Jónsson. Nýi
kandidatinn í andstöðu við
Verslunarráð.
sagði Jón Sigurðarson fram-
kvæmdastjóri sig nýlega úr
stjóm FIS og vísaði til
óánægju með hvemig hún
hefði meðhöndlað þetta mál.
PRESSAN hefur heimildir
fyrir því að fleira hafi hangið á
þeirri spýtu. Það hafði verið
rætt innan stjómar lífeyris-
sjóðsins að sjóðurinn keypti
hlutafé í hinu nýja sjávarút-
vegsfyrirtæki Ámesi hf., en
Jón var einn aðalhvatamaður-
inn að stofnun þess. Ef Jóhann
hverfur úr stjóm sjóðsins
þykja litlar líkur á að af þessu
verði.
En stjómarkjör í lífeyris-
sjóðnum hefur líka valdið titr-
ingi innan Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur, en það til-
Guðmundur H. Garðarsson.
Formaðurinn stóð tæpt.
..Viðvörunarbjöllurnar
hringja. Skuldimar eru það
miklar. Ég hef ekkert fyrir mér
um að þessi Ijárhagsáætlun sé
raunhæfari en áætlunin frá því
í fyrra. sem stóðst ekki.“ sagði
Guðmundur Oddsson. bæjar-
fulltrúi Alþýðuflokks í Kópa-
vogi.
Hann sagðist hafa þungar
áhyggjur af skuldastöðu bæj-
arsjóðs. Sem dæmi nefndi
hann að 250 til 260 milljónir
króna færu í fjármagnskostnað
á þessu ári. Þá sagði Guð-
mundur að allar framkvæmdir
á vegunt bæjarins yrðu kostað-
ar með lánsfé. Slíkt væri af-
leitt.
Þegar fjárhagsáætlun fyrir
þetta ár var samþykkt kom í
ljós að skuldir bæjarsjóðs em
ríflega 2.6 milljarðar króna.
Gert er ráð fvrir að heildartekj-
ur bæjarsjóðs á árinu verði
tveir og hált'ur milljarður.
rúmum eitt hundrað milljón-
um króna lægri en skuldimar.
nefnir þrjá fulltrúa í stjóm
sjóðsins. Minnstu munaði að
Guðmundur H. Garðarsson
félli í því kjöri, en hann hefur
verið formaður stjómarinnar.
Hann hafnaði í þriðja til fjórða
sæti með jafnmörg atkvæði og
Ingibjörg Guðmundsdóttir og
varð því að kjósa aftur á milli
þeirra tveggja. Guðmundur
hafði betur í seinni umferð.
Það er eftir miklum áhrifum
að slægjast t stjóm lífeyris-
sjóðsins. Höfuðstóll hans er nú
um tuttugu milljarðar og í kjöl-
far umtalsverðra hlutabréfa-
kaupa undanfarin misseri hef-
ur hann sterk ítök í flestum
stórfyrirtækjum landsins.
Jón Sigurðarson. Vildi að
sjóðurinn keypti hlutabréf í
Árnesi.
Þessar niðurstöður em í
samræmi við það sem komið
hefur fram í fréttum PRESS-
UNNAR af tjármálum Kópa-
vogskaupstaðar.
Bæjarstjórn hefur tekist að
bæta veltufjárhlutfallið tais-
ven. Það var gert með skuld-
breytingum. það er að segja
skammtímalánum var breytt í
langtímalán.
Þegar fjárhagsáætlunin var
rædd í bæjarstjórn sagði Guð-
mundur Oddsson að það væri
gott og blessað. en sagði jafn-
framt að veltuljárhlutfall
greiddi ekki skuldir og benti á
að með þessu væri búið að
vísa hluta skuldanna yfir til
gjaldenda framtíðarinnar.
bamanna.
Meirihluti bæjarstjómar
hefur sagt að eðlilegt sé að
skuldir aukist þegar fram-
kvæmdir eru miklar. Hins veg-
ar er deilt um hvenær tekjur
koma á móti framkvæmdun-
um sem ráðist hefur verið í.
Viðvörunarbjöllurnar
hringja í Kópavogi
- segir Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi
minnihlutans
Guðmundur Oddsson. Hann segir að ekkert bendi til að
nýafgreidd fjárhagsáætlun í Kópavogi sé raunhæfari en
fjárhagsáætlun síðasta árs, en hún fór talsvert úr skorðum.