Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 39

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 39 Trommari Fræbbblanna var Stetán Guðjónsson, sem nú nemur sagntræði í | Háskólanum: Ætluðum upphatlega | aðgera I góðlátiegt k grín að || skólameistar II anum. Gunnþór Sigurðs- son, fyrrum bassa- leikari hljómsveit- arinnar Q4U, sem núna starfar sem gripill hjá Sjónvarp- inu. Auk hans voru í sveitinni áðumefndur Steinþór, Kormákur Geirharðsson, Kommi, trommari sem nú starfar á Akur- eyri og spilar meðal annars í Tjútti og trega hjá Leikfélagi Akur- eyrar, og um sönginn sáu Elínborg Hall- dórsdóttir, EUý, og Linda Garðarsdóttir. Ellý hefur meðal annars komið fram sem dans- mærin Bonný en Linda er við nám í Bandaríkj- unum. „Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá var ekki mikið sukk í kringum þessar hljómsveitir allar. Það kom seinna, þegar þetta var allt saman í andarslitrunum og fólk var að reyna að halda í eitthvað sem var löngu búið,“ segir Gunnþór, aðspurður um mikil óregla hafi verið þessum tíma samfara, en einhvem veginn fylgdi þessum tímum einhvers konar sukkímynd. Aðrir viðmælendur okkar tóku í sama streng og Gunn- þór og töldu óregluna ekki hafa verið mikla yfir línuna. En í þessum hópi voru náttúr- lega svartir sauðir eins og annars staðar og einhveijir leiddust út í mikla neyslu. í myndinni segist þú vera orðinn þreyttur á þessu sósíal- ista- og mussuliði? „Já, þessu mussukjaftæði og þessu Ge- valíapakki." Þú segir líka að það sé ekkert gott nema það sé með hamar og sigð og einnig staðhæfirðu að ef menn hafi ekki unnið í fiski í tíu ár þyki þeir ekkert sniðugir. Þama ertu að skjóta á Bubba Morthens? „Já, þama var ég svolítið að skjóta á Bubba og þetta slordæmi allt saman. A þessum tíma héngu leifamar af hippunum - þetta yfirmeð- vitaða lið sem var orðið grænt í framan af hassreykingum sko - á Hótel Borg og gerðu ekki rassgat. Og einu skiptin sem þeir fóm út var þegar þeir röltu til Keflavíkur og til baka aftur. Þeir hengdu sig á hamar og sigð og einhverja frasa sem virkuðu ekkert, virkuðu ekki þá og geta alls ekki virkað, eins og hefur komið í ljós. Nú vill enginn kannast neitt við neitt og hvað verður um alla litlu mussuklæddu kerfisfræð- ingana sem hlustuðu á Lenn- on? Ég bara spyr,“ svarar Gunnþór. Gunnþór segir að sér finnist það vera synd að unglingarnir í dag skuli ekki upplifa neina tíma sköpunar, eins og óneit- anlega var á pönktímabilinu. I aag skapi krakkamir ekkert sjálfir heldur séu þeir mataðir. „Eftir að þessi frjálsa, innan gæsa- lappa, fjölmiðlun byrjaði er búið að hamra inn í heila kyn- slóð algjöra meðalmennsku." FÓRU í BÆINN TIL AÐ VERÐA FRÆGIR Taugadeildin var ein þeirra sveita sem settu svip sinn á þessa tíma. Arni Daníel Júlíus- son var einn meðlima henn- ar og var reyndar líka í um tíma. kom í bæinn frá Ak- ureyri, en þar var hann í hálfgerðri pönkklíku sem hneyksl- aði góðborg- ara með ýmsum uppátækj- um. í þess- ari klíku voru meðal annarra Asgeir Jónsson, sem seinna varð söngvari Bara- flokksins og hefur nú undan- farið sungið lög eftir David Bowie á Púlsinum, og títt- nefndur Steinþór. Ami og Steinþór fóm til Reykjavíkur með það að markmiði að stofna hljómsveit og verða frægir. „Okkur tókst nú að stofna hljómsveit en hvort við urðum frægir veit ég ekki,“ segir Ámi. Hann er orðinn sagnfræð- ingur í dag og er annar höf- unda Islenska sögu- atlassins. „Þetta voru mjög skemmti- legir tímar og mikið fjör. Við gerðum það sem okkur fannst skemmtilegt og það var nokkuð stór hópur í kringum þetta,“ segir Ámi. RISAEÐLAN OG PIZZUR Lagið „Ó Reykja- vík“ með Vonbrigð- um varð þónokkuð vinsælt á þessum ár- um og heyrist meira að segja einstaka sinnum enn þann dag í dag á öldum ljósvakans. Þetta lag er einmitt upphaf Rokks í Reykjavík, ef undan er skilinn rímnaflutningur Sveinbjörns Bein- teinssonar allsherj- argoða. Vonbrigði vom starfandi allt fram til ársins 1985 og óbreytt allan tímann. Innanborðs vom bræðurnir Þórarinn trommuleikari og Árni gítarleikari Kristjánssynir. Jóhann Vil- hjálmsson söng og Gunnar Ell- ertsson spilaði á bassa. Þórarinn var ný- orðinn 14 ára þegar myndin var tekin upp og því einn af yngstu hljómsveitar- meðlimunum sem eitthvað kvað að. Hann hefur alls ekki sagt skilið við tónlist- ina, því hann spilar nú með Risaeðlunni og Júpíters (reyndar keyrir hann líka stundum út pizzur um helgar). Ámi menntaðist sem raf- eindavirki, en hann hefur ekki lagt gítarinn á hilluna því hann spilar nú með hljóm- sveitinni Silfurtónum. Og eins er með Jóhann; hann er enn viðloðandi músík og er einn meðlima hljómsveitarinnar Leiksviðs fáránleikans. Hann starfar hjá ræstingafyrirtæki. ALLT í LAGI AÐ SOFA í HLJÓM- SKÁLAGARÐINUM Textinn við „Ó Reykjavík" vakti talsverða athygli. Hann samdi Sigurlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Didda, er hún var 16 ára. Á þessum ár- um samdi Didda nokkuð marga texta og er ekki hætt enn, því hún hefur samið texta fyrir hljómsveitina Sókrates og fleiri sveitir. „Maður er alltaf að skrifa wn- hvað en maður sýnir engum neitt,“ segir hún. „Þetta vom dásamlegir tím- ar, alveg dásamlegir. Mér var hent á götuna og svoleiðis og þetta var eilíf barátta á hverj- um degi en hún var yndisleg. Maður sætti sig alveg við að sofa í Bernhoftstorfunni og Hljómskálagarðinum. Manni fannst þetta allt í lagi af því maður var að gera eitthvað al- veg voðalega merkilegt. Þetta var fínt.“ Þú sérð ekki eftir neinu? „Nei, nei, alls ekki. Ég hefði ekki viljað hafa þetta öðmvísi og ég finn til með fólki sem missti alveg af þessu,“ svarar Didda. Didda dreif sig til London og lærði þar tösku- og veskjagerð og starfar nú við viðgerðir á Skóvinnustofu Sigurbjöms í Austurveri. MÓHÍKANINN ER Á HELLISSANDI Það er náttúrlega út í hött að tala um pönktímabilið án þess að minnast á hljómsveit- ina Sjálfsfróun. I henni vom Bjarni Þórðarson móhíkani og Siggi pönk aðalsprautum- ar. Bjami varð heimsfrægur á Islandi fyrir sinn þátt í Rokki í Reykjavík, en þar talar hann um sniff. Um áhrif þess að sniffa og reynslu sína af því. Auk þess brýtur hann gítar með miklum tilþrifum og það er hrein unun að sjá tilþrif hans við verknaðinn og hvem- ig hann ögrar áhorf- og heyr- endum með leikrænum til- burðum. Bjami starfar nú í Hrað- frystihúsinu á Hellissandi en okkur reyndist lífsins ómögu- legt að ná sambandi við hann. Hvað á daga þeirra félaganna í Sjálfsfróun hefur drifið verður því að bíða betri tíma. Eftir stendur minningin um skemmtilega og gróskumikla tíma sem hafa haft mikil áhrif á íslenska rokktón- list. Unglingar pönktímans eru margir hverjir orðnir foreldrar í dag og eftir örfá ár verða böm þeirra komin á tánings- aldurinn. Skyldu þau geta tekið upp á einhveiju sem kem- ur til með að ganga fram af gömlu pönk- urunum? Haratdur Jónsson Rósa frænka málar heiminn rauðan Líkt og aðrar þjóðir nota íslendingar mun oftar lík- ingar um ýmsa þætti kynlífs- reynslunnar en orð sem lýsa fyrirbærinu hreint og beint. Fáum er tamt að ræða eðli- lega um kynlíf. Kynlífið er enn það viðkvæmt í hugum okkar að við tölum mun oft- ar undir rós. Gott dæmi um það em orð yfir kynfæri kvenna. Þegar ég hef gert óformlegar kann- anir meðal stúlkna á fram- haldsskólastigi um hvaða heiti þær séu sáttastar við yf- ir kynfæri kvenna koma at- hyglisverðir hlutir í ljós. Yfirgnæfandi meirihluti þekkir ekkert orð sem þeim finnst nothæft yfir kynfæri kvenna. Flest orð sem þær vita af finnst þeim niður- lægjandi og síst til þess fall- in að hefja konulíkamann til vegs og virðingar. Það em aðeins örfá orð sem þeim líkar við. Má þar nefna „skaut“, sbr. konu- skaut og móðurskaut, yfir kynfærin og „sníp“ en það er það líffæri kvenna sem hefur þann eina tilgang að veita kynferðislega vellíðan (það er raunar stórmerkilegt að það skuli vera til almenni- legt orð yfir það.) Orðið „skaut“ er hins vegar aldrei notað í daglegu tali. Það er helst að því bregði fyrir í ættjarðarljóðum. Ékki einu sinni ljósmæður hafa komið sér niður á fal- legt orð yfir kynfæri kvenna. Kynfærin em ekki til í heild sinni heldur eru bútuð niður í „burðarbarma" (skapa- barma), cervix („legháls'j og „vagina" (leggöng) sem dæmi. Eins og orðið gefur til kynna er ljósmóðir kona sem aðstoðar við að koma nýju lífi (ljósi) í heiminn. Ljós- móðir er fallegt starfsheiti. Þessi ljósburður er mikið kraftaverk og óskiljanlegt að konur skuli ekki eiga neitt fallegra heiti yfir kynfæri sín en „fæðingarvegur" í sam- bandi við barnsburð. Þessi vöntun á nothæfu orði yfir kvenskaut finnst mér dapur- leg staðreynd og gefa til kynna að það sé vissum vandkvæðum bundið fyrir konur að vera sáttar við lík- ama sinn. I Islensku kynlífsbókinni kemst höfundur, Óttar Guð- mundsson, að sömu niður- stöðu. Hann segir að það hafi komið sér á óvart hvað mörg orð yfir kynfæri kvénna eru til í niðrandi merkingu samanborið við orð yfir kynfæri karla. Skortur á nothæfum orð- um yfir skaut kvenna endur- speglar ef til vill þá dulúð sem umlykur kynferðislegar þarfir kvenna. I nánum sam- böndum búa konur gjaman til orð yfir kynfæri sín svo tjáskiptin gangi snurðulaust fyrir sig í ástaleikjum. Einna algengast er að konur per- sónugeri kynfæri sín og nefni þau gælunöfnum eins „Það að nota krúttleg gœlunöfn er skárra en ópersónuleg, læknisfrœðileg heiti eins og vagína (nœr líka bara yfir hluta innri kyn- fœra - leggöng- in) eða ruddaleg orð eins og tussa. “ og til dæmis „Bína“, „Lulla" eða „Palla“. Þetta eru heiti sem þær sætta sig við • - svona til málamynda uppi í rúmi hjá elskunni sinni. Það að nota krúttleg gælunöfn er skárra en ópersónuleg, læknis- fræðileg heiti eins og vagína (nær líka bara yfir hluta innri kynfæra - leggöngin) eða ruddaleg orð eins og tussa. Það að nota gælunafn við- heldur hins vegar þeirri í- mynd að konur hafi ekki kynhvöt, því það er ríkjandi viðhorf að stúlkubörn séu gersneyddar kynlöngun. Það kemur mér ekki á óvart að karlmenn skuli ekki hafa gælunöfn til að skírskota til sinna kynfæra í kynmökum, enda hafa þeir úr miklu fleiri eðlilegri orðum að moða og kynhvöt þeirra viðurkennd. Tíðablæðing er líkams- starfsemi sem lengi vel var litin hornauga. Það mátti ekki minnast á blæðingar en þess í stað talað um „þetta mánaðarlega", „Rósa frænka er komin í heimsókn" eða „vera forfölluð". Þegar ég var í tólf ára bekk kom alltaf undirfurðulegur svipur á sumar stelpurnar þegar ein- hver tilkynnti að hún væri „forfölluð" og gæti þess vegna ekki farið í leikfimi. Nú á tímum er það engin afsökun að sleppa við leik- fimitíma heldur málar Rósa frænka heiminn rauðan ef henni sýnist svo. Þá á ég við að konur geta gert allt á blæðingatímanum sem þær annars gera þegar þær eru ekki á túr. Tíðir eru eðlilegt fyrirbæri og við höfum gott nafn yfir það. Það er greinilega tími til kominn að við fáum einnig góð nöfn yfir kynfæri kvenna. Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.