Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 32
r 32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 Ú T L Ö N D S L Ú D U R BRÚÐKAUP í CAMP DAVID Dorothy Le- Blond, dóttir Ge- orge og Barböru Bush, hefur til- kynnt að hún hyggist giftast í annað sinn. Brúðguminn til- vonandi er Ro- bert nokkur Koch, en sá er nánasti ráðgjafi Richards Gep- hardts, sem er Og enn stækkar fjölskyldan þingllokksformaður demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Brúðkaupið fer fram í Camp David, en dagsetning hefur ekki verið gefin upp enn. Dorothy á tvö böm af fyrra hjónabandi. SAMSÆRITIL SÖLU I framhaldi af kvikmyndinni JFK er nú komin út myndsnælda vestur í Bandaríkjunum, sem ber nafnið The Jim Garrison Tapes. Þar er samsæriskenning þeirra Jims Garrisons og Olivers Stones rakin í smáatriðum. Gagnrýnend- um ber saman um að sannleiks- gildi snældunnar sé álíka mikið og myndarinnar eða nær ekkert. LENÍN AFMÁDUR Síðasta vígið austur í Moskvu er að falla. Rússneski seðlabank- inn hefur tilkynnt að á næstunni verði vangamyndum af Lenín kippt út af rúbluseðlunum. Enn er ekki búið að ákveða hverjir taka við af þessum fmmkvöðli Sovét- kommúnismans, en nú er mynd hans á 10, 25, 50 og 100 rúblna- seðlunum. Fómartamb mónetarista Garrison ásamt grunuöum HORNSTEINN MARKAÐSVÆÐINGAR Teningunum er kastað Sylvester Stallone var ekki fyrr búinn að taka við menningarorðu í París en hann brá sér til Búdapest í Ungverjalandi til að gera sitt við að móta hina nýju heimsmynd. Þar lagði Stallone hom- steininn að spilavíti í banda- rískum stfl. „Það er mér sönn ánægja að taka þátt í breytingunum í Ungveijalandi," sagði leik- arinn heimskunni. Spilavítið á að heita Las Vegas Casino og verður aðallega ætlað ferðamönnum og nýríkum Ungverjum. ÚR KONUNGSSTÚLITIL BENNY HILL Michael Jackson er nýkominn úr ömurlegri Afríkuferð, þar sem hann var meðal annars krýndur konungur einhvers ættbálks. Hann kom við í Lundúnum á leiðinni heim en hékk inni á hót- elherbergi mestallan tímann. Hið eina sem hann gerði annað var að fara í vaxmyndasafn Madame Tussaud til að skoða vaxmynd af sjálfum sér og hins vegar að heimsækja „gamanlcikarann" Benny Hill á sjúkrahús, en Jack- son mun hafa sérstakt dálæti á honum. Benny, sem var að jafna sig eftir vægt hjartaáfall, var útskrifaður á mánudag. Úr öskunni í eldinn. Cos Anaeles Hugsum smátt fyrir Rússa Robert Strauss, sendiherra okkar í Rússlandi, hefur viðrað nokkrar athyglisverðar hugmyndir um hvernig byggja megi á rústum hins sovéska hagkerfis. Þær snúast um það hvernig Bandaríkjamenn geti best og skjótast komið Rússum til hjálpar. A sama tíma og aðrir hugleiða stórkostlegar og tröllauknar áætlanir um neyðaraðstoð og lán hugsar Strauss smátt. Hér eru nokkrar hugmyndir: • Opnuð verði eins og tylft kjörbúða í einkaeign, sem geti betur komið í umferð matvöru en ríkið getur og auk þess sýnt fram á að einstaklingsframtakið virkar og þannig styrkt Jeltsín. • Bandarískur járnbrautaverkfræðingur endurskipuleggi hið af- ar stóra og vonlausa jámbrautakerfi landsins. • Olíusérfræðingar leiðbeini við að reka olíulindir hagkvæmar, sem aftur myndu afla gjaldeyris. • Landbúnaðarráðunautar verði sendir um allar sveitir. Sendiherrann hugsar smátt og það mun vafalaust skila sér ríku- lega. Fall fararheill? Hrösun Clintons Knight-máe, Eftir óvænt úrslit forkosning- anna í New Hampshire hafa síð- ari úrslit verið frekar í samræmi við það er menn áður hugðu. George Bush Bandaríkjafor- seti hefur sótt í sig veðrið gegn íhaldsmanninum Pat Buchanan og línur eru að mestu farnar að skýrast demókratamegin. Það verður þó ekki fyrr en annan þriðjudag — „súper-þriðjudag“ sem svo er nefndur vegna fjölda forkosninga, 11 alls — sem unnt er að fara að spá í þær af ein- hverju viti. Og það er mikið í húfi. Formlega ræðir hér um for- setaefnisútnefningu Demókrata- flokksins og á næstu tveimur vik- um þurfa frambjóðendumir að þeysa milli fjölda ríkja og gera hosur sínar grænar fyrir kjósend- um. Sennilega er þetta harðasta barátta, sem nokkur bandarískur stjómmálamaður getur tekið þátt í. Þegar skyggnst er bak við tjöldin líkist baráttan hins vegar afar flóknu tafli með endalausum varaleikjum, dulinni hemaðar- list, völdunum, hrókeringum og skákum. Og það er ekki auðvelt að leika til sigurs í þessu tafli. Þegar Tsongas hóf að kaupa auglýsingatíma í Atlanta, höfuð- borg Georgíu, sannfærðust að- stoðarmenn Clintons um að hann ætlaði sér að berjast af alvöm þar. Ef það er tilfellið (og það er engan veginn víst) þarf Clinton að líkindum að eyða meiru þar sjálfur og grynnka þannig á sjóð- um, sem ella nýttust annars stað- w. í Maryland gáfu liðsmenn Clintons til kynna í sfðustu viku að þeir ætluðu aðeins að heyja málamyndakosningabaráttu þar. Á hinn bóginn er kjósendahópur- inn afar álitlegur fyrir Clinton og yfirburðasigur Tsongas þar yrði honum dýrkeyptur. Þess vegna telja sumir að yfirlýsingar Clin- tons-manna séu til þess eins fallnar að vekja falska öryggistil- ftnningu hjá stuðningsmönnum Tsongas og þvf engin leið að vita hvað gerist fyrr en of seint. Og það er mikið í húfi. Skrið- kraftur framboðanna og trúverð- ugleiki, hvort Bob Kerrey og Tom Harkin komast á annað borð áfram í baráttunni, fmynd þeirra Tsongas og Clintons, og að lokum — fyrir þann einn, sem eftir mun standa — möguleikinn á að velta sitjandi forseta og komast í Hvíta húsið. Fyrir alla fjóra (og Jerry Brown, fyrrverandi ríkisstjóra Kalifomíu, að auki) er markmið- ið að komast sem allra lengst næsta þriðjudag til þess að sýna fram á að framboð þeirra eigi sér lífsvon, séu í uppsveiflu og þess virði að gefa peninga til fyrir „súper-þriðjudag“ í næstu viku. Náist þetta markmið geta menn farið að beita sér af alvöru hinn 17. mars þegar mikilvægar forkosningar eru haldnar í Mich- igan og lllinois. Gerist ekkert verulega óvænt virðist þó kristalklárt að baráttan stendur milli þeirra Tsongas og Clintons. Hinir geta annaðhvort bitist um varaforsetaefnisstólinn eða vonast eftir betra veðri næst. Samkvæmt skoðanakönnun meðal kjósenda demókrata um Bandaríkin öll, sem gerð var af New York Times og fréttastofu CBS, vilja 29% að Clinton hljóti útnefninguna, 24% Tsongas, en stuðningur við aðra er mun dreifðari. Það hjálpar Clinton líka að mun fleiri telja hann lík- legan til að sigra George Bush í kosningum en Tsongas. Tsongas á í nokkrum erfið- leikum, aðallega vegna þess að lið hans er ungt og óreynt og fæstir í því hafa komið nálægt kosningabaráttu á landsvísu áð- ur. Hann reiðir sig því meira á „súper-þriðjudaginn“ en flestir telja hollt. Og þrátt fyrir að Clinton haft lent í öðru sæti í New Hampshire og enn séu uppi efasemdir um hjónabandshollustu hans og frammistöðu á meðan Víetnam- stríðinu stóð hefur hann forskot á Tsongas á mörgum vígstöðvum. I fyrsta lagi er hann eini fram- bjóðandinn, sem rekur alvöru kosningabaráttu á landsvísu, með starfsfólk á launum og fjölda stuðningsmanna í röðum emb- ættismanna demókrata á öllum stjómsýslustigum ríkjanna, sem kosið verður í þriðjudaginn 10. Honum hefur einnig gengið langbest demókrata við að afla framlaga í kosningasjóði sína og er talið að hann haft jafnvirði um 120 milljóna króna handbært og jafnvirði 60 milljóna á leiðinni frá hinu opinbera. Þá sakar það ekki að hann er best þekktur allra frambjóðendanna í Suðurríkjun- um, en það er einmitt þar sem kosið verður þriðjudaginn 10. mars og getur riðið baggamuninn um framhaldið. I Flórída hvílir til dæmis kosn- ingabrátta Tsongas á einum starfsmanni og símsvaranum hans. Þar hefur Clinton hins veg- ar að minnsta kosti 32 starfs- menn í fullu starfi. í Flórída verða kjörnir 148 landsfundar- fulltrúar en það er aðeins í Texas, sem fleiri fulltrúar verða valdir á þriðjudag. Stuðningsmenn Tson- gas játa að Flórída sé verulega veikur hlekkur og segja ástæðuna vera einfalda: fjárskort. Merle Black, sérfræðingur f stjómmálum Suðurríkjanna við Emory-háskóla í Atlanta, telur að Tsongas hljóti litla náð hjá demókrötum þar syðra. „Hvort sem það er réttmætt eða ekki, þá er litið á hann sem skilgetið af- kvæmi Mikes Dukakis." Black spáir því að Clinton fái um helming fulltrúa Georgt'u hinn 3. mars og fái nær alla full- trúa í afgangi Suðurríkjanna á „súper-þriðjudeginum“. Aðrir telja óvarlegt að spá honum svo miklu fylgi, enn geti komið til nýjar uppljóstranir um einkalíf hans. Og hver veit, á næstu tveimur vikum getur allt gerst. Andrés Magnússon. Að neðan sést hvernig forkosningar demókrata í Bandaríkjunum raðast á næstu mánuði. Nokkur svæðaskipting er milli mánaða. Aðalstraumhvörfin verða væntanlega á „súper-þriðjudegi“ hinn 10. mars, en afar ósennilegt er að úrslitin ráðist fyrr kosið verður í New York og Kaliforníu. Í-..VÚ„n, -n- Febrúar nKosningan □ Liönai^ ^7 en tfl tflnefn-1. inyar þarí 2.144 WK\\ ( ' PMSSAN/AM

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.