Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 Töffara Steinunn Halldórsdóttir stjórnmálafræðispekúlant og söngnemi „Svona gœja...þú veist dömuhúkkara, á stór- um amerískum bíl." Stefán Jónsson leikari „Mér detta í hugýmsir töffarar og þá sérstak- lega Bobby Harrison. “ Helga Stefánsdóttir leikmynda- og búningahönnuður „Mér dettur í hug svona hallœrisleg týpa." Eyþór Amalds tónlistarmaður „John Wayne. Ása Björk Ólafsdóttir alvegaðverða myndlistarkona „Það eru svona hljóm- sveitagæjar sem þurfa að vera voðalega kaldir út á við...yfirleitt karlmaður sem má ekki sýna tilfinningar. “ Steingrímur Másson kvikmyndagerðarmaður „Sólgleraugu og leður- jakki." Ingibjörg Gréta Gísladóttir leikkona „George Michael. Alfreð Gíslason handknattleiksmaður „Fyrst og fremst ein- hver sem þykist vera eitthvað annað en hann er." Berglind Jónsdóttir módel „Dóttir mín...hún er töffarinn minn." «1 KfíuFBUST ÞfSS AÐÍSIENSKI BÍMUHIN YKBILATINN UUS Norski saksóknarinn krafðist dauðadóms yfir Ólafi Péturs- syni vegna hlutdeildar hans í stríðsglæpum nasista. Hann var hins vegar dæmdur til 20 ára hegningarvinnu. Þegar ís- lensk stjórnvöld höfðu fengið hann lausan úr fangelsi flutti hann til íslands og bjó þar til dauðadags, 1972. Fyrstu viðbrögð almennings og hluta ríkisstjórnarinnar við kröfu Wiesenthal-stofnunarinnar um framsal eða íslertsk réttarhöld yfir Eðvald Hinrikssyni, öðru nafni Evald Mikson, vegna meintra stríðsglæpa voru að stilla málinu upp sem árás á íslenskan ríkisborgara. Þessi viðbrögð minna á afstöðu íslenskra stjórnvalda árið 1947 þegar þau fengu Ólaf Pétursson lausan úr fangelsi í Nor- egi, en þar hafði hann verið dæmdur til 20 ára hegningarvinnu vegna stríðsglæpa. Hinn 31. maí árið 1947 var kveðinn upp dómur f lög- mannarétti Gulaþings í Bergen í Noregi yfir Ólafi Péturssynj, Hann var fundinn sekur um að hafa starfað fyrir leyniþjón- ustu þýska hersins á hemáms- árum hans í Noregi og með störfum sínum fyrir hana átt þátt í dauða og fangelsisvist fjölmargra Norðmanna. Saksóknari fór fram á dauðadóm yfir Ólafi en meiri- hluti dómaranna dæmdi hann til 20 ára hegningarvinnu. Ólafur var fundinn sekur um að hafa komið hátt f fimrh- tíu manns undir hendur þýsku leyniþjónustunnar. Af þeim herliðinu í Danmörku um borð f íslensku skipi. Esju, áður en það lagði frá bryggju í Kaup- mannahöfn á leið til íslands. Ólafur hefði síðan verið send- ur til Noregs að beiðni norskra lögregluyfirvalda til að bera Vitni. Við yfirheyrslur yfir honum kom síðan í Ijós að hann hefði framið alvarleg af- brot. Bjarni sagði að athugun utanríkisráðuneytisins hefði leitt f ljós að ekki hefði verið farið eftir réttum reglum við handtöku Ólafs og framsal hans til Noregs og hefði ráðu- neytið óskað eftir skýrslu frá norskum stjórnvöldum um þetta mál. Bjami sagðist ekki Bjarni Benedikts- son, þá utanríkis- ráðherra, tók mál Ólafs Pétursson- ar upp í ríkis- stjórninni. Hann greindi frá því að fjölskylda Ólafs leitaði mjög fast eftir aðstoð ráðu- Jóhann Jósefs- son fjármálaráð- herra taldl áatæðulaust að bfða eftir skýrslu Norðmanna ef réttarreglur hefðu verlð brotnar á Ólafi. Garðar Þor- steinsson, þing- maður Sjálfstæð- isflokks, sagði að Ifta bærl á málið „prinsipelt" og fá mannlnn fram- seldan sem Is- lending. neytisins. voru 9 ýmist skotnir í Noregi eða létust í þýskum fangabúð- um. Frá þessu máli hefur með- al annars verið greint í bók 111- uga og Hrafns Jökulssona. ís- lenskum nasistum. og er hér stuðst við gögn er birtast í þeirri bók. MÁLIÐ TEKIÐ FYRIR í UTANRÍKISMÁLANEFND Tæpum þremur mánuðum áður en dómurinn var kveðinn upp kom mál Ólafs Pétursson- ar fyrir utanríkismálanefnd Alþingis. Þar gerði Bjarni Benediktsson. þáverandi Utan- ríkisráðherra. grein fyrir því að ættingjar Ólafs leituðu mjög fast eftir því að íslensk stjómvöld færu fram á framsal hans. í máli Bjama kom frajn að Ólafur hefði verið handtek- inn sumarið 1945 af breska treysta sér til að gera meira í málinu fyrr en þcssi skýrsla bærist. en spurði nefndarmenn hvort þeir teldu ástæðu til frekari aðgerða. Jóhann Jósefsson. atvinnu- og fjármálaráðherra. sagðist álfta að ef réttarfarsreglur hefðu verið brotnar á piltinum væri varla ástæða til að bíða skýrslunnar áður en gripið yrði til frekari aðgerða. Þrátt fyrir þessa skoðun Jó- hanns samþykkti nefndin að bíða svars frá Norðmönnum. EKKI SPURNING UM HVERSU LJÓTT MÁLIÐ ER - AÐALATRIÐIÐ AÐ ÓLAFUR ER ÍSLENDINGUR Næst kom málið til kasta ut- anríkismálanefndar 2. maí 1947. Bjami Benediktsson greindi nefndinni þá aftur frá málinu og minntist aftur á formgalla á afhendingu breska herliðsins á Ólafi til Noregs. Bjarni lýsti þeirri persónulegu skoðun sinni að vafasamt væri að krafa íslendinga um framsal á þessari forsendu yrði tekin til greina, jafnvel þótt málið kynni að fara til alþjóðadóm- stóla. Hans G. Andersen, þá þjóð- réttarfræðingur utanríkisráðu- neytsins, greindi nefndar- mönnum einnig frá málavöxt- um og sagði meðal annars að mál Ölafs væri svo ljótt að framtalskrafa héðan mundi mælast illa fyrir í Noregi og ekki yrði fallist á hana. Hann benti auk þess á að skiptar skoðanir væm um hvort fram- talskrafa ætti að koma frá ein- staklingi eða ríkisstjóm. Garðar Þorsteinsson. þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði hæpið að meta mál út frá því hversu ljót þau væru. Líta bæri á málið prinsipelt og fá manninn framseldan sem ls- lending. Hermann Jónasson. formaður Framsóknarflokks. var sömu skoðunar. Einar 01- geirsson, formaður Sósfalista- fiokks. sagðist telja eðlilegt að láta dóm ganga í Noregi en fara síðan fram á náðun. Ás- geir Ásgeirsson. þingntaður Alþýðuflokks. vildi að af ís- lands hálfu yrði gerð hæversk krafa um framsal. Garðar Þorsteinsson. Hcr- mann Jónasson og Páll Zóp- haníasson. þingmaður Frarn- sóknarfiokks. vom hins vegar harðir á því að krefjast bæri framtals og halda fast við þá kröfu og skjóta málinu til al- þjóðadómstóla ef Norðmenn yrðu ekki við kröfunni. NOREGSKONUNGUR VÍSAÐI ÓLAFI ÚR LANDI Frá þessum fundi fóm ríkis- stjómin og utanríkisráðuneyt- ið að beita sér af fulium þunga í málinu. Ekki var þó farið fram á framsal fyrir réttar- höldin. sem hófust 19. maí. Dómurinn tók hins vegar af- stöðu til formgallans á hand- tökunni og hafnaði honum. Fulltrúi íslenska utanrikis- ráðuneytisins sat við hlið verj- Hermann Jónas- son, formaður Framsóknar, vildi líka fá manninn framseldan til ís- lands. Einar Olgeirsson, formaður Sósíal- istaflokksins, vildi láta Norð- menn dæma Ólaf en krefjast síðan náðunar. Ásgeir Ásgeirs- son, þá þingmað- ur Alþýðuflokks, vildi leggja fram hæverska kröfu um framsal. anda Ólafs við réttarhöldin í Bergen og átti hann í viðræð- um við fulltrúa norska dóms- málaráðuneytisins um hugsan- legt framsal Ólafs eftir að dómur væri kveðinn upp. Síð- an var málið sótt af fullum þunga; fyrst í gegnum sendi- ráð Islands í London og frá sendiráðinu í Osló eftir að það var opnað. Eftir nokkurt þref féllust norsk stjórnvöld á að vísa Ólafi úr landi án sakar- uppgjafar ,.af sérstakri tillits- semi“ við ísland. Þar sem konungur Noregs var sá eini sem hafði umboð til slíks þurfti að taka málið fyrir á rík- isráðsfundi og var það gert í ágúst 1947. Ólafur Pétursson kom síðan til Islands 17. þess mánaðar. ALDREI VAFI UM SEKT ÓLAFS Allan tímann sem íslensk stjórnvöld höfðu afskipti af málinu lék aldrei nokkur vafi á sekt Ólafs. Hann hafði sjálf- ur játað á sig öll þau atriði sem hann var fundinn sekur um. Enginn þeirra sem komu nálægt máli. hvort sem það voru ráðherra. nefndarmenn utanríkismálanefndar eða embættismenn. hefði átt að velkjast í nokkrum vafa um það. Þeir kusu hins vegar að líta framhjá því en leggja í staðinn ofuráherslu á form- galla á framsali breska her- liðsins á Ólafi til Noregs. Það var þó ekki vegna þess formgalla sem Ólafi var vísað úr landi. Dómurinn í Bergen hafnaði því atriði og ekkert í norskum gögnum sem birst hafa um málið bendir til að þessi formgalli hafi haft áhrif á afstöðu þarlendra stjórn- valda. Ólafi var sleppt ..af sér- stakri tillitssemi" við íslensk stjórnvöld og vegna þeirrar áherslu sem þau lögðu á mál- ið. HVERNIG GETUR STRÍÐSGLÆPAMAÐUR í SVO STÓRUM STÍL SLOPPIÐ VIÐ REFSINGU? Mál þetta vakti nokkra at- hygli í Noregi. enda voru glæpir Ólafs kunnir flestum Norðmönnum. Þar gekk hann undir nafninu ..íslenski böðull- inn". Niðurstöðum málsins var mótmælt; bæði í dagblöð- um og eins í stórþinginu. Sem dæmi um andann í þessum mótmælum skal hér birtur kafii úr ræðu sem þing- maðurinn Dailand hélt er hann fylgdi fyrirspurn sittni um málið úr hlaði: ..Pétursson var fyrst dæmdur 1947. Sennilegt má telja. að dómurinn hefði orðið mun þvngri en 20 ára fangelsi ef hann hefði verið dæmdur fyrr. Eins og sjá má. var hann einn hinn ntesti skað- ræðismaður þeirra. sem við höfðurn í Noregi á stríðsárun- um. Þegar það varð kunnugt. að norsk yfirvöld hefðu látið þennan mann lausan og afhent hann íslenskum yfirvöldum. vakti það ekki litía gremju. _ sérstaklega vestanljalls. Spurt var um það. hvemig það gæti verið. að stríðsglæpamaður í svo stórum sti'l gæti sloppið við refsingu." Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.