Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 25

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 L í K A M I N N 25 HVAP ER UKAMINN 6AMALL? ER MAÚINN KANNSKI Á MIÐJUM ALDRI, HNÉN TUTTU6U OG FIMM, HÁRLÍNAN FERTUG, HJARTAÐ EIN$ OC í UNÚBARNI OC KYNHVÖTIN Á REIKI... HVERSU GAMALL/GÖMUL ERTU í RAUN OG VERU? Þrátt fyrir óskhyggju um ei- lífa æsku kemur að því hjá öll- um að fmna til einkenna sem gefa til kynna að styrkur lík- amans fari dvínandi. Vömbin fer að slappast, barmur missir reisn og ýmsir aðrir líkams- partar láta á sjá. Líkamanum eru fleiri takmörk sett en áður, mæðin sækir á og snerpan er ekki söm. Engin spuming, ald- urinn er að færast yfír. En seg- ir útlitið endilega alla söguna eða leynist í sumum unglingur langt frameftir aldri? Til eru þeir sem geta prísað sig svo sæla, en það kostar sitt; þjálf- un, skynsamlegt mataræði og, umfram flest annað, rétt hug- arfar. Ef þessari töfraleið er fylgt ætti hver og einn að ná langt í að fækka óæskilegum fylgifiskum aldursins. ERU AUdUN SPECILL SÁLARINNAR? Versnandi sjón með aldrin- um er óhjákvæmileg örlög hverrar manneskju. Virkni augans slaknar og hæfni þess til að ná skýrri mynd minnkar. Ef þú heldur til dæmis blaðinu frá þér núna með útrétta hand- leggi þá ertu vafalaust um 45 ára (plús/mínus einn afmælis- dagur). HVERSU GÖMUL ERU AUGUN? Tvítug _ þrítug: Þú getur lesið hvað sem er hvenær sem er... án gleraugna. Fertug: Þú getur lesið hvað sem er hvenær sem er... en nú þarftu að halda blaðinu vel frá þér og án efa ertu með lesgler- augu. Fimmtug: Bíltúrar að kvöldlagi verða ævintýri lík- astir og ólíklegt er að þú finnir sæti þitt í myrkvuðum sölum kvikmyndahúsa. Sextug: Nú sérðu ekkert al- mennilega lengur, þú þarft sterkari leslampa og dropa til að halda rakanum í augunum eðlilegum. Sjötug: Veruleg afturför og þú sérð aðeins fyrirsagnir blaðanna ef leynivopnið, gler- augun, er ekki til staðar. Attræð: Líklegt er að þú hafir um allt annað að hugsa en sjónina. heillaráð Lítið annað en að fylgjast vel með og þykjast ekki vera með betri sjón en raun ber vitni. Það vita hvort eð er allir hvað er að gerast þegar þú ert farinn að píra aug- un. HEYRIRÐU HÁLFA HEYRN? Areiti nútímans verður oftar en ekki til að skaða heym. ÖIl desíbelin sem fara inn um ann- að og út um hitt hafa víst meiri áhrif en maður heldur. Hæfi- leiki eyrans til að heyra minnkar um eitt desíbel á ári og fer dalandi strax á unglings- árum. HVERSU GÖMUL ER HEYRNIN? Ef fjölskyldan er farin að kvarta yfir því að þú eigir að taka betur eftir því sem fram fer í kringum þig ættirðu að at- huga þinn gang. Taktu líka eft- ir því hversu oft á dag þú segir smáorðið; ha. Milli tvítugs og þrítugs er heyrnarsvið mann- eskjunnar um 12 metrar, um fertugt dettur það niður um einn og fer síðan smálækkandi þar til sjötugsaldri er náð og menn ná ekki lengur að heyra nema um fjóra metra frá sér. HEILLARÁÐ Ef þú finnur til einkenna láttu lækni hreinsa úr eyrunum, lækkaðu niður í græjunum og notaður eyrna- tappa þegar þú ferð á skytterí. Ef ekkert gengur og ástandið er orðið verulega slæmt þá er heyrnartæki ef til vill eina ráð- ið. HÁRLUBBI EÐASKALLI Vandamál sem fæstar konur glíma við, en aftur á móti 30 prósent karlmanna, er veruleg þynning hárs. Grái liturinn leggst hins vegar jafnt á bæði kynin. HVERSU GAMALT ER HÁRID? Tvítugt: Hárið sýnist þykkt og fallegt, en ef þú ert í 30 pró- senta hópnum og ert karlmað- ur þá er það farið að þynnast, án þinnar vitundar. Þrítugt: Þá fara gráu hárin að birtast eitt af öðru og þeir sem eru í áhættuhópi skalla fara að verða varir við ástand- ið. Fertugt: Þá eru karlmenn gjarnir á að skipta um rakara, því þeir eru vissir um að sá gamli sé búinn að missa til- finningu fyrir starfi sínu. Fimmtugt: Stöðugt þynnra. Um helmingur karlmanna er kominn með skalla. Kunnara er en frá því þurfi að segja að flestar konur halda sínu hári þótt grásprengt sé. HEILLARÁÐ Það má lita til að fela þau gráu, kollur eru sí- vinsælar og það má láta græða HVAÐA LÍKAMSRÆKT HEFURÐU PRÓFAÐ? ÞORVALDUR GUÐLAUGSSON auglýsingateiknari LÍKAMSRÆKT FÓTBOLTA Skúli Helgason dagskrárgerðarmaður á rás 2 KNATTSPYRNU SUND GÖNGUFERÐIR Hugarleikfimi OG ALLT ÞETTA ÓPRENTHÆFA ElNAR ÖRN BENEDIKTSSON tóntistarmaður HANDBOLTA í Melaskólanum FÓTBOLTA HJÁ KR - var góður í tækiingum SUND fer fyrst í gufu SPILA Á SVIÐI Bullworker CHARLES Atlas Eiríkur Óli ÁRNASON versiunarstjóri hjá Sævari Karii Bankastræti LÍKAMSRÆKT JÚDÓ SKÍÐI Fjallgöngur SVEINN LÍNDAL JÓHANNSSON verstunarstjóri f Skífunni Kringlunni FÓTBOLTA Handbolta Veggtennis Fjallgöngur

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.