Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PHMSSAN 27. FEBRÚAR 1992 PREÍSAN Útgefandl Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson, Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptiborös: Ritstjórn 621391, dreifing 621395 (601054), tæloiideild 620055, slúðurlína 621373. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakiö. Rannsakið málið Mál Eðvalds Hinrikssonar hefur að vonum vakið ýmsar spumingar. í fyrsta lagi er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort Eðvald, eða Evald Mikson eins og hann hét í Eist- landi, sé sekur eða saklaus af þeim ásökunum sem Wiesenthal-stofnunin í Jerúsalem birti í bréfi til Davíðs Oddssonar. Hins vegar er enginn þess um- kominn að komast að niðurstöðu af þeim upplýs- ingum sem hafa komið fram um málið. í öðru lagi er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort nokkur ástæða sé til að ýfa þetta mál upp nú, fimm- tíu árum eftir að meintir glæpir eiga að hafa verið framdir. Þetta er gömul samviskuspurning sem margar þjóðir hafa meiri þjálfun í að glíma við en íslendingar. Hvort sem mönnum þykir ástæða til að stofna til réttarhalda til að dæma um sekt eða sak- leysi Eðvalds eða ekki, þá hljóta þeir að vera sam- mála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið til að freista þess að draga hið sanna í ljós. Það hlýtur jafnt að gilda um þá sem eru sannfærðir um sak- leysi Eðvalds og þá sem eru ekki jafnvissir í sinni sök. í þriðja lagi er eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvers vegna íslensk stjómvöld séu í þeirri aðstöðu nú að vera hálfneydd til þess að láta rannsaka hvað hæft sé í ásökunum á hendur Eðvald Hinrikssyni um striðsglæpi, þrátt fyrir að þrjátíu ár séu síðan þær vora birtar opinberlega hér heima. Ef mönnum þyk- ir of langt um liðið frá meintum glæpum í dag þá var sú ekki raunin rétt eftir 1960, Eins og fram kemur í PRESSUNNI í dag er þetta ekki eina tilfell- ið þar sem íslensk stjómvöld hafa afgreitt stríðs- glæpi eða ásakanir um þá sem eitthvað sem kom þeim ekki við. Það er blettur á sögu þjóðarinnar. í fjórða lagi er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvað íslensk stjórnvöld vissu um ásakanir á hendur Eðvald þegar honum var veitt landvistarleyfi og síðar ríkisborgararéttur. Um þetta atriði snýst harð- asta ásökunin gagnvart íslendingum í bréfi Wie- senthal-stofnunarinnar. Það er því eðlilegt að hið sanna íþví máli verði dregið fram. Ásakanir Wiesenthal-stofnunarinnar á hendur Eð- vald Hinrikssyni eru ekki einkamál, þótt þær snerti hann og fjölskyldu hans meira en alla aðra Islend- inga. Þetta mál snertir jafnframt sjálfsvirðingu þjóð- arinnar og af þeim sökum ber að rannsaka og draga fram í dagsljósið alla þætti þess. Þegar því er lokið geta menn síðan velt því fyrir sér, - ef tilefni verður þá nokkurt til, - hvort ástæða sé til að stjórnvöld grípi til einhverra réttarfarslegra aðgerða. V I K A N FÉLAGSSKÍTUR VIKUNNAR Á úrslitastund virðast allir ætla að bregðast handboltanum: ríkis- stjórtiin klikkaði fyrir löngu og líka Kópavogur og nú svfkja sjálf- ir burðarásamir lit, skotföstustu menn þjóðarinnar. Júlíus Jónasson segist vera meiddur og vill f raun- inni miklu frekar vera hjá fólaginu sfnu á Spáni en í bé-keppninni. Alfreð Gíslason hefur hins vegar enga aðra afsökun en að hann kýs frekar að vera í makindum á Ak- ureyri en í baráttunni í Austurríki. Hann lætur sem vind um eyru þjóta ótal skilaboð um að án hans geti liðið ekki verið. að án hans sé framtíð handboltaíþróttarinnar f voöa. Við hverja bón forherðist Al- freð í þeirri skoðun sinni að það sé hans prívatmál hvort hann spili handbolta eða ekki. Því er FAGNAÐARBOÐSKAPUR VIKUNNAR Einar Oddur Kristjánsson er al- veg gallharður á þeirri skoðun að þjóðin eyði aurunum sínum í vit- leysu í stað þess að láta þá ávaxt- ast skynsamlega í arðbærum at- vinnuvegum. eins og til dæmis frystiiðnaði. Hann hefur verið ófeiminn að skamma þjóðina síð- ustu árin og segja henni að nú verði að „nauðhemla“. nú eða aldrei verði að „draga úr þensl- unni". Þjóðin hefur ekki látið sér segjast. Því stígur Einar Oddur nú feti framar og boðar íslendingum fagnaðarerindi sitt. Hann vill hækka tekjuskattinn og minnka eyðsluna. Eða til að gera langt mál stutt: „Það verður að létta sköttum af atvinnuvegunum og skattleggja þjóðina." segir Einar Oddur. FUNDUR VIKUNNAR Jón Sigurðsson hefur setið á mörgum góðum fundum um dag- ana - það gæti reyndar vel verið að hann hafi notað aðstöðu sína sem embættismaður og pólitfkus til að setja íslandsmet í fundar- setum. Því geta ábyggilega fáir ógnað nema kannski Jóhannes Nordal. Á engum fundi sem þeir HVERS VEGNA > A að halda áfram að hundelta stríðsglæpamenn hálfri öld eftir að glæpirnir voru framdir? EFRAIM ZUROFF, FORSTJÓRI WIESENTHAL-STOFNUNARINNAR, SVARAR Sú staðreynd. að einhver tfmi er um liðinn, breytir í engu þeirri sannfæringu okkar að draga eigi þá til ábyrgðar sem hafa myrt saklausa borg- ara. Glæpirnir voru sérstak- lega hræðilegir vegna þess að fórnarlömbin voru valin ein- göngu vegna þess að þau að- hylltust ákveðin trúarbrögð. Það er þess vegna sérstaklega mikilvægt að þeir, sem þá frömdu, séu látnir sæta ábyrgð. Ef ísiendingar komast að þeirri niðurstöðu í þessu til- tekna máli að ekki sé ástæða til frekari aðgerða, ekki á grundvelli gagna heldur vegna þess að maðurinn hefur búið lertgi í friði á íslandi, þá er verið að segja umheiminum úð sá. sem er nógu klókur eða rtógu heppinn nógu lengi. komist upp mcð morð. Sá hinn sami fær þau verðlaun að fá að lifa í ró og friði án þess að neinn geri athugasemd við það. Hverjum cr þjónað mcð þessu? Hvað vinnst? Þetta er spurning um rétt- læti. scm þjónar ckki neinum tilteknum cinstaklingum. heldur felst í því að sá sem dreptir saklausa borgaru á ekki skilið að fá að lifa í friði. Þetta skiptir máli bæði fyrir fram- tíðina og fortíðina. Simon Wiescnthal sagði citt sinn að sá sem lætur eins og hann viti ekki af morðingjum fortíðar- innar búi í haginn fvrir morð- ingja framtíðarinnar. Þetta snýst Ifka um skyldu- rækni gagnvart horfnum kyn- slóðurn. Karlar. konur og börn. sem voru myrt. eiga skilið að við reyntim að draga morðingja þcirra til ábyrgöar. Þetta gcra rfkisstjórnir allra siðmennt- aðra landa. Það var þannig ástatt fyrir gvðingum á þcss- utn líma að þcir áttu sér ckkert fööurland scm gat gætt hags- muna þeirra. Það cr því hlut- verk afkomenda þeirra að grípa til viðcigandi ráðstafaria. Er það ekki blind hel'nd að halda þessu áfram eftir háll'a öld? Nei. hefnd fælist í því að fara til Reykjavíkur og drepa manninn. Við viljum að hann fái tækifæri til að svara til saka eflir reglum réttvísinnar. Það cr mcira en hann gaf fóm- arlömbum sínum færi á. Fólk getur spurt sig: cf einhver hefði drepið föður þinn. móð- ur eða barn og ákvcðinn tírni liði áður en hann næðist. myndi það draga tir vilja þín- um til að draga hann til ábyrgðar? félagar hafa staðið fyrir hefur þó rfkt meiri bjartsvni en þegar ál- viðræðunefndin fór til London um daginn að ræða stöðuna í álmál- inu. Þjóðin er náttúrlega orðin úrkula vonar um að hér verði byggt álver. fréttamenn telja lík- legra að álverið í Straumsvík verði lagt niður en að nýtt rísi á Keilisnesi. en útlendir sérfræðing- ar segja að áliðnaðurinn sé í því- líkri kreppu að hann eigi sér ekki viðreisnar von fyrr en í fyrsta lagi eftir aldamót - ef þá nokkurn tíma. En þótt Jón sé ekki alltaf glaður á svipinn er hann svo bjartsýnn og vongóður að eðlisfari að hann telur horfur allgóðar: „Stóra spumingin er hvenær verð- ur hægt að hefja framkvæmdir." segir Jón. Niðurstaða fundarins varð hins vegar sú að boða annan fund. „Hefiid fœlist í því að fara til Reykjavíkur og drepa manninn. Við viljum að hannfái tœkifœri til að svara til saka eftir reglum réttvísinnar. “ u EiNAR Ö£h) FORSÆTÍSRÁÐHERRA OFtAR.U&GAPNÍf2. ETRtA EUhl AÐ SAMEÍNAST EFTiR. Ti/AAFLAKFL SÍTT CGr ERU A Ft-6rrA ÚR Rí-ÁA LgN/iNlA MEÞ "SPoRHiaNpA" giNARó 's BÆLmMiAM EN Á þeíRgi STUNDU LENDÍR GEifAKRiCTUÞ ER ALVEó- BfciÁLAIMR tXrfif HVARFÍ OFUKM&&ANNA P . ! —Œ—-T—■* JE'4 l>0=Li A-DSJAU: ^9^^|/s\IAiSN$5sr>0 MjNÞip. wfyf jl 05 VERSt>0 BLÓUDgýSp þESS: AÐ BLÍHGA/A V1 I Jgi6 EB ThiL'.&úiN*. ^4 l^g>ÍA’.t> SdLÁlASÞ 0>G DEi.TA Æs-Aáfl FÍR.VE. NÍH; ^MULSPA-.d! mm THiS WASJJ SuV pOSEÞI .To HAPPEfJ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.