Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992 - Félag háskólakennara hélt nýverið heitan kjaramálafund, þar sem reiði braust út vegna niður- skurðar ríkisstjómarinnar á fjárveitingum til Háskól- ans. Þrátt fyrir megna óánægju var samt sam- þykkt breytingartillaga um að „lýsa yfir áhyggjum" af niðurskurðartillögum í stað þess að „mótmæla harð- lega“... - Séra Jakob Agúst Hjálmarsson dómkirkju- prestur ritar grein í Kirkju- ritið, fjallar um ríki og kirkju og hefur áhyggjur af hugsanlegum aðskilnaði. „Mér er ekki grunlaust að sumir þeirra sem um valda- tauma halda í þessu landi velti nú fyrir sér leiðum til að laka á málinu og séu meir en fúsir til þess ef uppi væru góðir kostir. I annan stað er Ijóst að þetta er næsta mjög í anda frjáls- hyggjunnar og er óhætt að fullyrða að talsmenn henn- ar séu ekki áhrifalausir um þessar mundir." Sannarlega óhætt að fullyrða það. Um Þorstein Pálsson kirkju- málaráðherra segir Jakob, að hann sé greinilega „vilj- ugur til að greiða á allan hátt fyrir boðun fagnaðarer- indisins en greinilega fullur efasemda um aðra þjóð- félagslega starfsemi kirkj- - Félagsskapur starfsmanna íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli hefur gengið á fund ráðamanna og lýst áhyggjum sínum af minnkandi framkvæmdum á vegum vamarliðsins. Hefur komið fram það sjónarmið þeirra, að þeir hafi búið við atvinnuöryggi til margra ára en nú stefni í atvinnuleysi með minnk- andi framkvæmdum og af- námi einokunar ÍA á þeim. Ekki vitum við af hverju þeir leita til íslenskra stjómvalda, því það em Kanamir sem vilja sam- keppni um verktökuna og það eru þeir sem em að draga framkvæmdir saman í Ijósi gerbreytts ástands í heiminum. Halda mennimir að þeir vinni á vemduðum vinnustað og ráðamenn eigi að pína Kanana til að fram- kvæma meira og helst miklu meira?... TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 33. HLUTI Eins og fram hefur komið í tvífarakeppninni eiga tvífarar ekki bara ytri einkenni sameiginleg held- ur eru þeir jafnframt skyldir í andanum. En tvífar- ar þessarar viku sýna að upplag er ekki allt. Það má stjórna því í hvaða farveg það fer. Hjalti Úrsus notaði sitt upplag til að verða líkamlegur kraftakarl. Heimir Steinsson beindi sömu eðlis- þáttum innávið og gerðist kraftakarl orðsins. Til þess beitti hann skeggvexti sínum og yfir- bragði, því það er fyrir löngu sannað að fólk verð- ur að stærstum hluta það sem aðrir telja að það sé. En áður en skeggið kom var hann alveg eins og Hjalti. Sama holdmikla andlitið, sama upp- bretta nefið, sömu rjóðu kinnarnar. BERLIN VARÐ AÐ RÓM - ER TRÍPÓLÍ NÆST? Nafnbreytingar á hlutafél- ögum hafa verið nokkuð tíðar að undanfömu. Nýverið breytti hlutafélagið Berlín um nafn og tók upp nafnið Róm. Hér er sem sé um að ræða hlutafélag Gísla Gíslasonar lögfræðings og fleiri sem ráku skemmti- staðinn Berlín í Austurstræti. Berlín hafði tveggja manna stjórn og einn varamann, en nú ber svo við að Gísli er einn aðalstjórnarmaður, en Sveinn Úlfarsson er horfinn úr stjórninni. Nafnbreytingin er annars athyglisverð. Frá Berlín til Rómar er um 1.200 kflómetra loftlína nánast beint í suður. Haldi Gísli og félagar á sömu braut við næstu nafnbreytingu munu þeir skíra félag sitt Trípólí, sbr. höfuðborg Líbýu, þar sem hinn alræmdi Gaddafi ræður ríkjum. Fari þeir sömu leið þarnæst verður erfiðara um vik, því það eru svo fáar borgir með þekktum nöfnum í Sahara-eyðimörkinni miðri. OÐRUVISIAÐALFUNDUR ANNARS KONAR FÉLAGS UM BLÓÐ Útlenskar fréttastofur hafa fært okkur þau tíðindi að aust- ur í Kína hafi borgarstjórinn í Peking ákveðið að taka skuli borgarbúum blóð að þeim óspurðum. Það er vegna sjóð- þurrðar í blóðbanka borgar- innar og borgarbúar leggja ekki nóg inn. Ekki kemur beinlínis fram hvort stofna eigi blóðlögreglu og/eða -her. Þannig er ekki vitað hvort borgarbúar verða handteknir á götum úti og færðir í böndum í blóðbankann (nema taka eigi blóðið á vettvangi). DV birti frétt um þetta efni í blaði sínu í síðustu viku og ekki nema gott eitt um það að segja. Það var hins vegar fyrir einkennilega tilviljun að á sömu sfðu var auglýsing frá Blóðgjafafélagi íslands. Þar var væntanlegur aðalfundur auglýstur og fer hann fram í dag, fimmtudag 27. febrúar. A aðalfundinum keppast menn ekki um að dæla blóði hver úr öðrum, heldur verða blóðgjöf- um veittar viðurkenningar að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum og fluttur verður fræðandi fyrirlestur um náms- ferð til Svíþjóðar. Bæði kaffið og fundurinn eru opin öllum. Olíkt hafast menn og þjóðir að. Hér er yfirfullt af fólki sem nánast þrífst á því að gefa blóð, gengur í félag, ferðast til útlanda í hópum og veitir hvað öðru viðurkenningar, orður jafnvel og hver veit nema kosinn sé „Blóðgjafi ársins” (stigagjöf eftir lítramagni margfaldað með sjaldgæfts- stuðli blóðsins). I Peking er aftur á móti haldinn aðal- fundur Blóðtökufélagsins... Fyrir nokkrum dögum hélt sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt upp á 55 ára afmæli félagsins með tilheyrandi hanastéli í Valhöll. Við vitum ekki annað en allt hafi farið prúðkvenlega fram, enda engir aukvisar í stjórn Hvatar, svo sem móðir Friðriks Sophussonar, kona Vtlhjálms Egilssonar, Þuríður Pálsdóttir söng- og þingkona og fleiri. Sjálfstæðiskonumar hafa vitaskuld leyft mökum sínum að vera með, þótt þær vilji alls ekki fá karlmenn inn í félag sitt. Samanber þegar Albert Guðmundsson, núverandi sendiherra, lagði á sín um tíma inn umsókn í Hvöt. Honum var hafnað (engan með-lim takk). Af fleiri veislum í Valhöll má nefna að framundan er stórt hanastél sem flokkurinn heldur því af sínu fólki sem hefur verið virkt í flokks- starfínu og gegnt trúnaðar- störfum. Ekki svo að skilja að það sé partí upp á hvem dag í Valhöll, síður en svo segir Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. „Við emm ekki með stórveislur á ári hverju, enda eru ekki alltaf til peningar. Stjómmálaflokkar á íslandi lepja að jafnaði dauðann úr skel og eru yfirleitt að borga niður kosningaskuldir. Það segir lítið þótt flokkurinn eigi myndarlegt húsnæði, enda er það reist fyrir verðtryggingu," sagði Kjartan. Aðumefndur Albert var forsprakki fjáröfl- unarnefndarinnar um bygg- ingu Valhallar. En úr því minnst er á sjálf- stæðiskonur. Ef þær gengju einn daginn í störf maka sinna og öfugt þá væri Friðrik Soph- lusson mannfræðingur, Vil- hjálmur Egilsson félagsfræð- ingur og skáld, Davíð Oddsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hjúkrunarfræðingar, Ingi Björn Alberts- son væri fóstra, Arni Sigfússon væri tal- meinafræðingur, Markús Örn Ant- onsson kennari, Magnús L. Sveins- son tannsmiður og Guðmundur H. Garðarsson lækna- ritari. ENN ERU ÞÆR KARLMANNS- LAUSAR í HVÖT

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.