Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1992
L í K A M I N N
KYNLIF
5EM
LÍKAMSRÆKT
Getur kynlífið viðhaldið ljóma lík-
amans? Regluleg ástundun forðar ef
til vill fjörlausum frá heilsuræktinni
og heldur línunum í lagi. Kannski er
þó aðeins um goðsögn að ræða.
Kynlíf er mönnum einkar
hugleikið fyrirbæri og oftar en
ekki talið til bestu líkamsrækt-
ar. Sagðar eru sögur um auk-
inn styrk líkamans við mikla
ástundun og flug hitaeininga
þegar hæst stendur leikurinn.
Aðrir telja að þar sé goðsögn á
ferð og kynlíf sé ekki til annars
en að veita skammvinnan un-
að.
HORNSTEINN
HAMIN6JUNNAR
Grikkir til forna töldu kynlíf
jafnmikilvægt og að eta og
drekka. Unaður kynlífsins var
að þeirra áliti einn af horn-
steinum hamingjunnar. Það
var ekki fyrr en á tímum Vikt-
oríu Englandsdrottningar að
ástundun kynlífs taldist ekki
lengur til velsæmis og stjarna
þess hrapaði. I hönd fór tíma-
bil lægðar og trúin á mátt kyn-
lífsins lét ekki kræla á sér aftur
fyrr en kenningar Freuds litu
dagsins ljós.
Mitt í öllu fárinu um líkams-
rækt og heilbrigt líferni er eng-
in furða þótt menn velti því
fyrir sér hvort kynlífið geti
þjónað einhverjum tilgangi
öðrum en að vera til skemmt-
unar. Flefur það ef til vill eitt-
hvert gildi til viðhalds líkam-
anum?
„Kynlífið tekur á allar taug-
ar og alla vöðva ef rétt er að
staðið,“ segir Heiðar Jónsson
snyrtir. „Ef fólk er að hugsa
um líkamsrækt og ætlar að
styrkja líkamann held ég að
þama sé nú eitt besta form lík-
amsræktar. Heill hellingur af
hitaeiningum fer til spillis, en
það fer auðvitað eftir því
hvemig athöfnin fer fram. Fólk
á því að reyna á sig, sem ég
held að hljóti að vera mun
skemmtilegra og árangursrík-
ara líkamlega. Fólk styrkir
vöðva og taugar, þetta strekkir
á öllum stöðum, og það lagast í
laginu.
Ég myndi segja að þetta
væri miklu betra en teygju-
bekkir og svoleiðis. En eins og
ég hef áður sagt þá þýðir ekki
að liggja bara þama!“
ÁGÆTUR BRUNI VIÐ
ÁSTUNDUN KYNLÍFS
Það gæti þá verið ráð að
leggja íþróttaskóna á hilluna,
koma leikfimigallanum fyrir
ofan í skúffu og leggjast upp í
rúm.
Á þann hátt hlýtur það að
vera leikur einn að halda sér í
formi og má bara hafa gaman
af. Eða hvað? „Það er ljóst að
kynlíf getur verið hitaeininga-
eyðandi, ef svo má segja.
Menn geta brennt vel við
ástundun kynlífs. En í sjálfu
sér, sem eina líkamsþjálfunin,
þá er það gott svo langt sem
það nær. Ég mæli nú með að
fólk bæti við, sérstaklega
vegna þess að þjálfun sem slfk
veldur því að fólk telur sig
njóta kynlífs mun betur á eftir,
það hafa rannsóknir sýnt. Þó
það sé ekki til annars en að
auka á unaðinn, þá er líkams-
rækt af hinu góða,“ segir
Grímur Sæmundsen læknir.
Ástundun líkamsræktar er
því ráðlögð, ásamt kynlífi, en
við megum þó þakka Freud og
samtíðarmönnum hans fyrir
opnar hugleiðingar þeirra um
tilurð og áhrif kynhvatanna.
Þeir gáfu tóninn fyrir þá stefnu
sem átti eftir að einkenna tutt-
ugustu öldina og upprættu for-
dómana sem fyrir voru. Kyn-
lífið komst aftur á spjöld sög-
unnar og leyndardóma unaðar-
ins mátti njóta á ný, - hvort
sem það heldur manni nú í
formi eða ekki.
LÍKAMSRÆKTÁN ERFIÐIS
Getur verið að til sé aðferð sem heldur manneskjunni í
formi án minnstu áreynslu eða er maðurinn dæmdur til
að puða, vilji hann halda línunum í lagi?
Pressubekkir, þyngdarlóð,
þrekpallar og guð má vita
hvað... blóð, sviti og tár er það
sem málið snýst um og til-
hugsunin ein heldur manni frá
því að drífa sig í ræktina. Það
er fínt að vera í formi en marg-
ir hugsa þó með hryllingi til
þess sem það kostar. Þeir hinir
sömu halda einnig í þá von að
hægt sé að stytta sér leið í
gegnum frumskóg líkamsrækt-
arstöðvanna, vera flottur án
fyrirhafnar. En er hana að
finna, þessa átakalausu lík-
amsrækt?
ALLT BETRA
EN EKKERT
Grímur Sæmundsen, læknir
hjá forvama- og endurhæfing-
arstöðinni Mætti, telur að hægt
sé að stunda líkamsrækt án erf-
iðis, það fari allt eftir því út frá
hverju er gengið og hversu hátt
markið er sett.
„Það er munur á því hvort
við erum að tala um fríska
manneskju eða einhverja sem
hefur aldrei hreyft sig og er
jafnvel öldruð. Bara það að
ganga getur alveg verið feiki-
nóg hreyfing fyrir fullorðna
manneskju, jafnvel þótt hún sé
ekki að erfiða mikið. Menn eru
alltaf að færast meira og meira
inn á að „allt er betra en ekki
neitt“, öll hreyfmg er af hinu
góða. Það að hlaupa upp stiga
er gott mál, garðrækt einnig og
í sjálfu sér er öll líkamleg
hreyfing jákvæð og gerir gott.
Bara að hafa það prinsipp að
hugsa með jákvæðu hugarfari
til hreyfingarinnar sem slíkrar,
til dæmis ef þú kemur að stiga
og hugsar: „best ég skokki
þetta og sleppi lyftunni, ég hef
gott af því,“ - það viðhorf eitt
sér fleytir fólki langt.“ Þá er
það komið. Viðhorf og jákvætt
hugarfar bera mann hálfa leið.
HVARERUNDAN-
KOMULEIDIN?
En nú stöndum við í blóma
lífsins og eigum að hafa það af
að puða vel í tækjunum,
kannski veitir okkur svo sem
ekki af heldur að arga úr okkur
lungun í eróbikk. Er virkilega
borin von að finna sér undan-
komuleið og eru línurnar þá að
eilífu glataðar? „Sumum finnst
hefðbundin leikfimi leiðinleg,
en það er svo misjafnt hvað
hæfir fólki,“ segir Sigrún Jón-
atansdóttir, eigandi Æfinga-
bekkja. „Hér fer fólk í bekkina
og ræður sjálft ferðinni.
Það getur farið hægt af stað
en svo smáaukið styrkinn.
Þetta er ekkert hopp eða slíkt
en fólk gerir hefðbundnar æf-
ingar fyrir hvern vöðva og
bekkirnir valda því að fólk get-
ur ekki gert æfmgarnar rangt.“
En er þá ekki hægt að vera
bara ánægður með sig og láta
bekkinn vinna fyrir sig?
„Það gefur auðvitað auga-
leið að bekkurinn gerir ekki
allt fyrir mann. Það næst eng-
inn árangur með því að gera
ekki neitt."
FÁUM EKKERT FYRIR
EKKERT
Sá lati á eftir öllum sólar-
merkjum að dæma ekki von á
góðu, en segjum sem svo að
hann hafi það af að drattast í
ræktina. Þar mæta honum ítur-
vaxnar meyjar og fagrir svein-
ar. Ef kjarkurinn er ekki þegar
horfinn má taka til við puðið...
og frúin meira en herrann.
„Það er ekki hægt að komast
hjá því að puða til að ná ár-
angri. Við förum eftir gamla
slagorðinu: „No pain - no ga-
in“, - fáum ekkert fyrir ekk-
ert,“ segir Björn Leifsson, eig-
andi World Class.
„Skjótastur árangur næst í
leikfimi, ef fólk hefur það tak-
mark að grennast. Ef menn
ætla að byggja upp vöðva er
betra að fara í tæki. Þetta
tvennt saman veitir hins vegar
besta árangurinn. Konur þurfa
að reyna meira á sig ef eitthvað
er, því kvenmaður er með tölu-
vert meira fitumagn en karl-
maður.“
ALLT HÆCT
Á250ÁRUM
Síðasta vonin er að finna sér
svokallaða kvennatíma og
hver veit nema þar finnist skjól
fyrir hamagangnum. Er þar
hægt að rækta líkamann án erf-
iðis?
„Það er hægt ef manneskjan
setur ekki markið á neinn ár-
angur, það er allt hægt ef mað-
ur hefur 250 ár til ráðstöfun-
ar,“ segir Bára Magnúsdóttir
djassballettkennari.
„Viðmiðunin skiptir mestu
máli. Ung og frísk manneskja
verður að leggja hart að sér og
það er alltaf þetta erfiðasta og
leiðinlegasta sem virkar. Ef
einstaklingurinn ætlar að líta
vel út verður hann að halda sér
við. Það verður að halda þessu
áfram og má líkja þessu við
það að fara í hárgreiðslu. Þar
lætur maður snyrta sig til... en
það endist ekki svo það þarf að
Íaga hárið aftur!“
Það eina sem er eftir er að
sætta sig við að letingjar eiga
heima annars staðar en í lík-
amsrækt.