Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992
Eðvald Hinriksson hefur ítrekað haldið fram að hann hafi verið sýknaður af öllum ákærum í réttarhöldum í Sví-
þjóð árið 1946. Þetta er ekki alveg rétt, þegar grannt er skoðað. í reynd voru þetta ekki réttarhöld, heldur rann-
sókn sem sænsk yfirvöld stóðu fyrir til að komast til botns í ásökunum um meinta stríðsglæpi Eðvalds. Efnisleg
niðurstaða fékkst ekki.
Við komuna til Islands framvísaði Eðvald eistnesku vegabréfi nr. 2149, útgefnu í Lundúnum.
Svohljóðandi frétt birtist í
sænska dagblaðinu Dagens
Nyheter 14. febrúar 1946:
„FLÓTTAMAÐUR YFIRHEYRÐUR
UM FORTÍÐ SÍNA“
Ríkisstjómin hefur fyrir-
skipað að yfirheyrslur skuli
haldnar við dómstól í Stokk-
hólmi yfir fyrrum eistneska
ríkisborgaranum Evald Mik-
son í tengslum við störf hans í
Eistlandi árin 1941-1944.
Utanríkisráðuneytið hefur
tilkynnt að fram séu komnar
ásakanir á hendur honum um
að hann hafi tekið þátt í of-
beldisverkum gegn gyðingum
og öðrum sem handteknir vom
af pólitískum ástæðum á með-
an landið var hemumið af
Þjóðverjum.
Reynist þessar ásakanir rétt-
ar telur ráðuneytið rétt að farið
sé með Mikson eins og stríðs-
glæpamann og hann framseld-
ur til heimalands síns. Til að
ganga úr skugga um þetta þyk-
ir ráðuneytinu rétt að dómstól-
ar standi fyrir rannsókn á mál-
inu.“
Eftir töluverðar yfirheyrslur
komst dómurinn ekki að
neinni efnislegri niðurstöðu,
heldur tilkynnti að miðað við
aðstæður „væri ekki hægt að
komast að ákveðinni niður-
stöðu, sem stæðist frá öllum
hliðum málsins séð“, eins og
segir f æviminningum Eð-
valds.
ÁFRAM í VARÐHALDI
Þegar dómurinn hafði til-
kynnt þetta í apríl var Eðvald
ekki sleppt, heldur var hann
áfram hafður í varðhaldi og
haldið þar þangað til sjötta ág-
úst. Þá var hann fluttur í lög-
reglufylgd til landamæra Nor-
egs, þar sem hans beið bátur f
hafnarbænum Halden rétt
handan við landamærin.
Sænsk stjómvöld höfðu gert
ráðstafanir til þess að Eðvald
færi með þessum bát, sem var
gamall gufudallur, kallaður
Rosita.
Þetta em staðreyndimar í
málinu, en þær bjóða upp á að
minnsta kosti tvenns konar
túlkun. Sú fyrri er að sænsk
stjómvöld hafi í raun verið
sannfærð um sekt Eðvalds, en
ekki þorað að framselja hann
til Sovétríkjanna. Nokkmm
mánuðum áður höfðu mörg
hundmð þýskir og baltneskir
hermenn verið framseldir
þangað. Sænskur almenninguf
brást ókvæða við þessu og
mótmælti á götum úti því sem
kallað var „Baltutlamningen".
Samkvæmt þessari söguskýr-
ingu þorðu yfirvöld því ekki
að framselja Eðvald þegar mál
hans kom upp. heldur losuðu
sig við vandamálið með því að
reka hann úr landí og sjá til
þess að hann færi í skip í Nor-
egi. Þaðan ætlaði hann að
komast til Venesúela, að eigin
sögn.
Sjálfir segja Eðvald og Ein-
ar Sanden. ævisöguritari hans,
að Svfar hafi ætlað að fram-
selja Eðvald af pólitískum
ástæðum.
Sanden segir í samtali við
PRESSUNA að Sovétmenn
hafi beitt miklurn þrýstingi um
að framselja Eðvald vegna
upplýsinga sem hann hafi
komist að í yfirheyrslum yfir
Karl Sare, njósnara Sovét-
manna í Eistlandi. Sagt er að
yfirmaður útlendingaeftirlits-
ins, Bexelius að nafni. hafi
persónulega ætlað sér að sjá til
þess ama. en í byrjun ágúst
hafi viljað svo til að hann hafi
verið í leyfi og staðgengill
hans. Laurel. hafi ákveðið að
sleppa Eðvaldi.
GÖGNIN ÝMIST LEYND-
ARMÁL EÐA TÝND
í þessu eins og svo mörgu
öðru sem tengist máli Eðvalds
er erfnt að greina á milli sann-
leika og uppspuna þar til að-
gangur fæst að fleiri skjölum.
PRESSAN hefur reynt að fá
gögn sem tengjast málinu í
Stadsarkivet í Stokkhólmi. en
þau eru sögð ríkisleyndarmál.
Að minnsta kosti eitt skjal.
sem þó er ekki talið leyndar-
mál og fjallar um yfirheyrslur
sænsku lögreglunnar yfir Eð-
vald. er horfið úr safninu.
PRESSAN hefur einnig leit-
að pappíra sem hugsanlega
hefðu fylgt Eðvald til íslands
og hann hefði þurft að fram-
vísa við kornuna. Þegar Rosita
strandaði í Njarðvík 23. nóv-
ember 1946 hafði Eðvald eist-
neskt vegabréf nr. 2149, útgef-
ið 21. febrúar það ár í Lundún-
um. í reynd var það ræðisskrif-
stofa útlagastjómar sem gaf út
þetta vegabréf. enda var þá
fyrir löngu búið að innlima
Eistland í Sovétríkin.
Hjá Útlendingaeftirlitinu
fmnast engin gögn sem Eðvald
hefði þurft að framvísa við
komuna hingað. Líklegt er tal-
ið að mál hans hafi verið af-
greitt af háttsettum íslenskum
embættismönnum án þess að
það færi venjubundna leið í
gegnum eftirlitið.
Eðvald fékk dvalarleyfi og
atvinnuleyfi hérlendis sem
knattspymuþjálfari í Vest-
mannaeyjum og gilti það fyrst
til 4. mars 1947. Þetta stemmir
ekki við frásögn í bók Eðvalds.
þar sem segir að hann hafi far-
ið til Akureyrar snemma árs
1947. en ekki fyrr en um
haustið til Vestmannaeyja. Á
þessu kann að vera sú einfalda
skýring að á atvinnuleyfið hafi
misritast 7 í stað 8 í ártalinu og
kann sú villa að eiga rætur f
fundargerð svonefndrar at-
vinnulevfanefndar sem starf-
aði á þessum tíma.
1 gögnum atvinnuleyfa-
nefndar er ekki að finna þær
upplýsingar sem íþróttabanda-
lag Vestmannaevja hefði átt að
skila þegar það sótti unt ieyfið
fvrir hönd Eðvalds. Þar kemur
þó fram að nteðal skilyrða sem
nefndin setti meðmælum með
umsóknum var að viðkomandi
,.sé ekki í óbættum sökum við
hegningarlöggjöf lands síns og
liggi heldur ekki undir ákæru
unt það".
Kari Th. Birgisson