Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 27. FEBRÚAR 1992
31
EINAR KÁRASON
BÓKMENNTIRNAR ERU
ARBRÖCÐ ÍSLENDINCA
„ Upplestur fyrir fólk í sal er
góð aðferð til að prufukeyra
texta. Ýmsir fingurbrjótar sem
manni yfirsjást á pappímum
verða œpandi hallœrislegir í
upplestri. Það á til dœmis við
um allskyns tilgerð í stíl.
Framhaldsskólanemar eru
nokkuð góðir áheyrendur, og
reyndar ýrnsir fleiri sem ég hef
lesið fyrir, kiwanismerm,
saumaklúbbar, fangar; maður
finnur strax hvernig stemmn-
ingin í salnum hrynur ef maður
œtlar að breiða yfir hug-
myndaleysi með því að fœra
orðalagið í einhvern barokk-
skrúða. “
Það er Einar Kárason rithöf-
undur sem er að segja frá
reynslu sinni af því að lesa upp
úr skáldsögu sem hann hefur í
smíðum, en þar er ekki ein-
göngu um lestur að ræða því
að hann, ásamt
nokkrum félögum
sínum úr hópi
skálda og djassmús-
rkanta, býður um
þessar mundir þeim
sem heyra vilja upp
á dagskrá með upp-
lestri og hljóðfæra-
slætti.
Einar er sjálfsagt
þekktastur fyrir hin-
ar svokölluðu Eyja-
bækur; Fyrirheitna
landið, Þar sem
djöflaeyjan ns og
Gulleyjuna. Bækur
þessar, sem mynda
einskonar heild,
hafa notið mikilla
vinsælda og þykja
að öðrum bókum
ólöstuðum lýsa
ótrúlega vel lífsbar-
áttu og draumum
fátækra borgarbúa á
fimmta og sjötta
áratug aldarinnar.
Leikgerð eftir Eyja-
sögunum, sern
Kjartan Ragnarsson
skrifaði og setti upp
í yfírgefnu fisk-
verkunarhúsi á
Meistaravöllum
fyrir fáeinum árum,
naut mikilla vin-
sælda. Það sama má
segja um viðbrögð
lesenda í nágranna-
löndunum, en bæk-
urnar hafa þegar
verið þýddar á sex tungumál.
Einar segist hafa kvatt
Thulekampsverkefnið með
kurt og pí í ágúst 1989 eftir að
hafa verið með það í takinu,
með hléum, meira og minna í
átta ár.
„Og það var nú alveg kom-
inn tími til að segja bless þótt
kynni mín af þessu söguefni
hafi verið ánægjuleg. Eg
spannaði það tímabil sem ég
hafði ætlað mér og það var
nokkur léttir að verða laus frá
þessu verkefni.
Það er ótímabært að ætla að
lýsa því hvemig það sem ég er
að fást við núna mun líta út á
endanum. En ég held að það
henti ágætlega mínum stíl að
hafa ekki of fábreytilegt safn
af söguhetjum, ég hef mest
gaman af að fást við persónur
bæði smáar og stórar. Og ef
um er að ræða margar persónur
og drjúgan tíma þá er erfitt að
gera því skil nema í löngu
máli.“
ÞAÐ EINASEM MA£>-
UR KANN, - EF ÉC
KANN ÞÁ NOKKUÐ
En var það eitthvað eitt öðru
fremur sem olli því að þú
ákvaðst að reyna fyrir sér sem
rithöfundur?
„Við þessari spumingu
verður maður eiginlega að
dikta upp nýja lygi hverju
sinni. Ég hef nú líklega verið
frekar ungur þegar fyrst
hvarflaði að mér að þetta væri
kannski ekki svo afleitur starfi.
Nú svo hafa bara málin artað
sig þannig að þetta er það eina
sem maður kann, - ef maður
kann þá eitthvað. Annars má
kannski segja - ef það er eitt-
hvað eitt öðru fremur sem
hafði áhrif á þá ákvörðun mína
að reyna að leggja fyrir mig
ritstörf - að það hafí verið tap
Islendinga gegn Dönum árið
1968, 14-2- leikurinn frægi.
Þar með dóu vonimar um að
komast í landsliðið í fótbolta.
Og einhvern nýjan draum varð
maður að eignast í staðinn."
Einar segir annars um sög-
una sem hann er með í smfð-
um, að „þótt hún fjalli um allt
aðra hluti en þær bækur sem ég
hef áður skrifað, þá vona ég nú
að menn muni kannast eitt-
hvað við þann stíl sem var á
þeim bókum. Það má segja að
hver höfundur velji sér nokkuð
sína hundaþúfu og hver maður
reynir að átta sig á því hvar
hæfileikar hans liggja. Til
dæmis má segja um djúpar
heimspekilegar analýsur í
skáldsöguformi að þar er ég
því miður ekki á heimavelli".
KVIKMYND FYRIU
ALDAMÓT
Einar sýndi á sér nýja hlið
þegar hann samdi, ásamt leik-
stjóranum Friðriki Þór Frið-
rikssyni, handritið að kvik-
myndinni „Skyttunum“. Einar
segir að það hafi verið áður en
fyrsta bókin úr Eyjaþríleiknum
kom út að þeir félagar hafi gert
með sér heiðursmannasam-
komulag um að Friðrik mundi
gera kvikmynd upp úr öllu
saman þegar verkið lægi allt
fyrir. Nokkuð er liðið síðan
Einar gekk frá handriti að
þeirri mynd, en ennþá hefur
ekki fengist fé til að hleypa
verkinu af stokkunum.
„En samkomulagið milli
okkar Friðriks er í fullu gildi.
Friðrik hefur verið að garfa í
því á undanfömum árum að
afla fjár til verksins og hann
hefur m.a. sótt um hjá Kvik-
myndasjóðnum, en það hefur
því miður ekki verið hægt að
sinna ’okkur þar ennþá. En
þetta veiður kvikmyndað og
frumsýnt að minnsta kosti fyr-
ir aldamót, það er engin hætta
á öðm. Erlendis hafa ýmsir
framleiðendur mikið álit á
Friðriki og hafa gefíð ádrátt
um að leggja peninga í púkkið
og svo hjálpar til að þessar
bækur eru orðnar þekktar á
Norðurlöndunum og verða síð-
an gefnar út í Þýskalandi innan
skamms.“
Einar segir að á Norðurlönd-
unum hafí viðhorfið til ís-
lenskra bóka verið að breytast
gríðarlega á allra síðustu árum.
„Ég er svo sem ekki klár á
því hvað veldur þessu. Þar
hafa að vísu á síðustu árum
verið að koma út bækur eftir
íslenska höfunda sem fengið
hafa ótrúlega góðar viðtökur.
Það er dálítið vinsælt viðhorf
héma heima að á íslandi sé
ekkert að gerast í bókmenntun-
um, það er ekkert óeðlilegt
þótt þær raddir heyrist og þetta
hefur kannski alltaf verið
þannig. En það er alveg óhætt
að segja að bókafólk annars
staðar á Norðurlöndum lítur
ekki þannig á málin. Þegar ég
fyrir svona fimm árum var
fyrst að hitta norræna útgef-
endur, sem virtust ekki alveg
ófáanlegir til að gefa út ís-
Ienskar bókmenntir, þá fann
maður að það var í og með
vegna þess að þeir álitu það
skyldu sína og göfugt hlutverk
að sinna eitthvað þessum ein-
angruðu og sérlunduðu ná-
grönnum í Norður- Atlantshaf-
inu. Að sýna þann höfðings-
skap að gefa út eina íslenska
bók mundi vera fjöður í þeirra
hatt. Ég vissi t.d. af útgefanda í
Danmörku sem sagði að sér
hefði litist vel á Djöflaeyjuna
þegar hann fékk útdrátt úr
henni. Hann hefði hinsvegar
nú þegar gefið út bók eftir ís-
lending og þar með var málið
útrætt. En þetta viðhorf er al-
veg gjörbreytt og íslenskum
bókmenntum hefur tekist að fá
á sig gæðastimpil. Enda er
málum nú þannig háttað að við
emm orðin miklu óduglegri
TRÚ-
við að þýða bækur af öðrum
Norðurlandamálum en þeir
okkur. Ég hef það á tilfinning-
unni að ungir nonænir höfund-
ar, sem eitthvert tak er í, líti
orðið hingað í leit að einhverju
sem kalla mætti norræna
sjálfsmynd."
EILÍFÐARMÁLIN SKIL-
CREINDÁ HAC-
KVÆMNISFORSEND-
UM
Um 1980 bjó Einar í Kaup-
mannahöfn og hann segir að
sér hafi fundist bókmennta-
menn þarlendir vera dálítið
smeykir við hinn stóra um-
heim og upplifað sig dálítið
sem útkjálkabúa.
„Menn þar töldu margir fyr-
irfram vonlaust að ætla að
miða sig við hinar miklu
heimsbókmenntir, þeir ættu
þess vegna bara að rækta sína
garðholu en vera ekki að láta
sig dreyma um að skrifa bók-
menntir á einhvem óskil-
greindan heimsmælikvarða.
Og þarna erum við kannski
komnir að atriði sem er megin-
styrkur íslenskra bókmennta
og kemur þessum nágrönnum
okkar þægilega á óvart, en það
er einhver bjartsýni og sigur-
vissa sem íslenskir höfundar
sjá enga ástæðu til að neita sér
um. Þjóðin er kannski fámenn
og sérvitur, landið lítið og af-
skekkt, en hér hafa samt verið
skrifaðar heimsbókmenntir í
þúsund ár. Það vita allir ís-
lenskir höfundar að stærð rikja
og veldi hefur ekkert með það
að gera hvort þar er hægt að
skapa merkilegar bókmenntir.
Ég hef hitt unga og metnaðar-
fulla norræna höfunda sem eru
rnjög hrifnir af þessu íslenska
sjálfstrausti og hafa smitast af
því sjálfir; kannski er einhver
norrænn renessans í uppsigl-
ingu eins og gerðist í lok síð-
ustu aldar.“
Attu einhverja sérstaka
skýringu á því hvað íslending-
ar hafa verið duglegir að skrifa
bókmenntir, er það hugsanlega
eitthvað f hinni svokölluðu
þjóðarvitund sem veldur
þessu?
„Það er náttúrlega ekki gott
að segja, en strax á þjóðveldis-
öld var grunnurinn að þessu
öllu lagður og þar kemur margt
til. Það að hópar manna skuli
taka sig upp og nema nýtt land
- það kallar á sögur. Svo hlýt-
ur heiðni Islendinga að vega
þungt, að Islendingar hafa
aldrei tekið trúarbrögð nema í
nteðallagi alvarlega. Spurning-
ar um eilífðarmálin hafa Is-
lendingar haft tilhneigingu til
að vega og meta dálítið útfrá
hagkvæmnisástæðum. Það eru
til þjóðir sem væru til í að láta
lífið í heilu lagi fyrir heittelsk-
uð trúarbrögð sín, en það þurfti
ekki nema orðheppinn stjórn-
vitring til að fá Islend-
inga til að snúa baki
við goðum sínum og
kristnast, með þeim
rökum að annars yrði
svo mikill ófriður og
vesen. Þannig að hér-
lendir menn hafa ekki í
trúarbrögðunum feng-
ið svör við þeirri gátu
hvers vegna þeir eru
það sem þeir eru. Þess
vegna urðu menn að
búa til goðsögn um til-
gang tilverunnar og
þannig urðu fornbók-
menntirnar til, þar birt-
ast hin eiginlegu trúar-
brögð okkar. Og með
þessum fornbók-
menntum var eigin-
lega búin til sú jörð
sem íslenskir höfundar
hafa staðið á síðan.
Þær raddir heyrast
oft að hinar stóru bók-
menntir okkar - hvort
sem það eru Sögurnar,
Eddukvæðin eða Hall-
dór Laxness og aðrir
snillingar nútímabók-
menntanna - liggi eins
og farg á nýgræðingn-
um; allt nýtt sem gert
er hljóti að koðna nið-
ur í skugga þessara
risa. En þessu er þver-
öfugt farið. Viðmiðun-
in við umrædda stór-
meistara gefur nútfma-
höfundum ekki færi á
öðru en að leggja sig
alla fram, gera til sín ýtrustu
kröfur. ÖIl glæsilegustu lista-
verk mannsandans eiga rót
sína í þrá mannsins til að líkja
eftir því fullkomna, hinni eilífu
tign sköpunarverksins og guð-
dómsins. Vegna þess að fyrir-
ntyndirnar eru til, ímyndaðar
eða ekki, þá vaknar upp hjá
mönnum kraftur til að skapa
stórbrotin verk. Og íslenskir
höfundar verða að eiga sér þá
hugsjón að í það minnsta líkja
eftir snilld þessara meistara
sem hafa skrifað á íslensku.
Annars geta þeir bara farið að
gráta, eða kannski dundað við
að skrifa saman litlar og ljótar
vandamálabækur.“
BJörn E Hafberg
„ÍSLENSKIR HÖFUNDAR VERÐA AÐ EIGA SÉR ÞÁ HUGSJÓN AÐ í ÞAÐ MINNSTA LÍKJA EFTIR SNILLD ÞESSARA MEIST-
ARA SEM HAFA SKRIFAÐ Á ÍSLENSKU. ANNARS GETA ÞEIR BARA FARIÐ AÐ CRÁTA, EÐA KANNSKI DUNDAÐ VIÐ AÐ
SKRIFA SAMAN LITLAR OC LJÓTAR VANDAMÁLABÆKUR."