Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 27.02.1992, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR PKESSAN 27. FEBRÚAR 1992 't * Fræbbb.aml,íman98^«"st<' „ó,T„93vaSon.Kn.«Æs«,^ valgaröur Guðiónsaon. StfinOór! nn stefán Guöjónsson. höfunda íslensi atlassíns, Arm naníel JuUu^- trá Aturl«l aö stofna hljow 4 oq verða frð^ íár eru liðin tíu ár frá því kvikmynd- in „Rokk íReykjavík“ var frumsýnd. Myndin vakti mikla athygli á sínum tíma og sýndist sitt hverjum um ágæti þeirrar lífssýnar sem þar kom fram. Þetta var í end- ann á pönktímabilinu svokallaða og það voru allir í hljómsveit. Pönkararnir gáfu skít í systemið og hugsunarhátt fullorðna fólksins. Unga fólkið taldi sig hafa eitthvað að segja og var óhrætt við að segja það á sinn hátt; með tónlistinni, fram- komu og klæðaburði. Gamlar konur jesúsuðu sig og horfðu forviða á barnabörnin. Foreldrar vissu ekki hvað var að gerast og áttu ekki orð. I rauninni voru allir sem áttu að teljast komnir til vits og ára kjaftstopp. En nú er pönktímabilið liðið og pönkararnir svokölluðu velflestir um og yfir þrítugt í dag. En hvar eru þeir nú? Hvað varð um meðlimi hljóm- sveitanna sem mest voru áberandi á þess- um tíma? Okkur lék for- vitni á að vita eitthvað um þá og þefuðum uppi nokkra sem áberandi voru á þessum tíma. Fræbbblarnir voru ein af þeim sveitum sem hvað mest bar á á þessum gróskutímum. í Fræbbblunum á þeim tíma sem Rokk í Reykjavík var gerð voru þeir Valgarður Guðjónsson, Stefán Guð- jónsson, Tryggvi Þór Tryggvason, Steinþór Stef- ánsson og Kristinn Stein- grímsson. „Þetta var rosalega skemmtilegur tími og ég sakna hans alltaf svolítið," segir Valgarður, sem nú er kerfisfræðingur hjá Verk- og kerfisfræðistofunni. Fræbbbl- arnir gáfu út þrjár stórar plöt- ur á ferli sínum; 18, 14 og 4 laga. Tvær litlar og einnig áttu þeir lög á tveimur safnplötum. Var einhver heimspeki þama í gangi á þessum tíma? , Já, en ég held nú að hún hafi verið töluvert öðruvísi hjá okkur en flestum öðmm. Hún gekk nú svona í stuttu máli út á það að skemmta sér og hafa gaman af þessu. Að minnsta kosti horfði ég eingöngu á tónlistina. I kringum svona hreyfingu eða hóp kvikna náttúrlega ýmsar hugmyndir. Það var þarna fullt af nýlista- fólki sem var með einhverjar hugmyndir og heimspeki sem það festi á þessa tónlist án þess að við hefðum nokkuð með það að gera.“ En tónlistin, var hún góð?„Ég held að þetta hafi verið góð tónlist. Þetta var að minnsta kosti sú tónlist sem ég hafði gam- an af að hlusta á. Það var ekki þannig að við vildum vera að elta einhvetja tískubylgju heldur var þetta það sem við höfðum gaman af að gera. Við skildum reyndar aldrei af hverju það voru ekki fleiri sem höfðu gaman af þessu og af hverju þetta gekk ekki erlendis. Við bara föttuð- um það ekki, okkur fannst þetta svo gott,“ svarar Val- garður. Hann segist þó ekki hlusta mikið á þessa tónlist núorðið en samt alltaf öðru hverju. Þeir sem búnir eru að útspila gömlu plöturnar með Fræbbblunum ættu að kætast við þær fréttir að nú stendur til að gefa út á diski allt það efni sem Fræbbblamir þrykktu á plast. f UPPHAFI GRÍN UM SKÓLAMEISTARANN „Ég hafði nú aldrei spilað á hljóðfæri áður en ég byrjaði í þessari hljómsveit. Mér var bara sagt að ég væri trommu- leikari," segir Stefán, tromm- ari Fræbbblanna. „Ég held að þetta hafi verið þreyta með þessa poppmúsík sem var. Hún var orðin ömurleg og við vildum breyta þessu. Við höfðum ávæning af því hvað var að gerast í Bretlandi og okkur leist mjög vel á það. Upp úr því fórum ----- við nú að spila,“ segir hann um til- urð Fræbbblanna. „Þetta átti nú að era grín fyrst. Við ^tluðum að gera ;óðlátlegt grín að akkar ástsæla skólameistara í Menntaskólanum í Kópavogi, Ing- ólfi Þorkelssyni, en ekki syngja níð um hann, eins og einhverj- ir hafa viljað skilja þetta,“ heldur Stefán áfram. Þeir gerðu góðlátlegt grín að latínu- og grískuáhuga Ing- ólfs og gerðu um hann ís- lenskan texta við lag eftir Sex Pistols. „Maður sér það núna, þegar maður er farinn að stúd- era meira, að maður hefði átt að hlusta betur á latínukennsl- una hjá honum,“ segir Stefán, sem nú nemur sagnfræði í Há- skólanum. „Þetta voru mjög skemmtilegir tímar. Það var eitthvað að gerast, einhver spenna í loftinu. Maður var náttúrlega ungur og bjartsýnn og hélt að það yrði alltaf svona segja og gera og blómstraði. Diskótímabilið var búið að tröllríða öllu og það var komin í þetta mikil þreyta og það varð sprenging. Þetta gaman, segir Stefán. Kristinn hefur tekið sér frí frá námi í Tækniskólanum og vinnur núna hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar. Þeir Krist inn, Stefán og voru goðir tim- ar. Maður kemur til með að tala um þetta þegar maður sest í stólinn á elliheimilinu og horfir út um gluggann," segir fjortán ara 0 Reykjavik Vonbrígðum Reykjavik Valgarður spila núna saman í hljómsveit- inni „Glott“, sem lætur til sín heyra op- inberlega á næstunni. Tryggvi Þór vinnur hjá Securitas. Steinþór er látinn. EITTHVAÐ TIL A€> MINNAST í ELLINNI „Þama var heil kynslóð sem hafði eitthvað að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.